Tveir leyniþjónustumenn handteknir fyrir njósnir Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 10. desember 2023 00:08 Julissa Reynoso, sendiherra Bandaríkjanna á Spáni, með Margarítu Robles, varnarmálaráðherra Spánar. Tveir starfsmenn spænsku leyniþjónustunnar hafa verið handteknir fyrir að selja ríkisleyndarmál til Bandaríkjanna. Spánverjar hafa rekið tvo diplómata við bandaríska sendiráðið í Madrid úr landi. Málið þykir allt hið skrýtnasta, ekki síst fyrir þá sök að Bandaríkin og Spánn eru nánar vinaþjóðir, enda sagði einn heimildarmaður dagblaðsins El País innan leyniþjónustunnar í vikunni: „Af hverju að borga fyrir upplýsingar, þegar við látum Bandaríkjamenn fá allt sem þeir biðja um?“ Tveir starfsmenn leyniþjónustunnar, annar háttsettur yfirmaður og aðstoðarmaður hans voru handteknir fyrir að hafa selt Bandaríkjamönnum leynilegar upplýsingar. Viðurlögin við brotum sem þessum eru sex til tólf ára fangelsi. Upp komst um svikin í haust þegar öryggisvörður leyniþjónustunnar uppgötvaði að hinir svikulu starfsmenn leyniþjónustunnar hefðu náð í upplýsingar sem þeim hefði ekki átt að vera heimilt að handfjatla. Mikil leynd hefur hvílt yfir allri málsmeðferð og fjölmiðlar fengu til að mynda ekki veður af því fyrr en í þessari viku. Svo virðist sem tveir starfsmenn bandaríska sendiráðsins í Madrid hafi sett sig í samband við mennina og boðið þeim væna fúlgu fjár fyrir að útvega sér upplýsingar sem flokkuðust undir ríkisleyndarmál. Julissa Reynoso, sendiherra Bandaríkjanna á Spáni virtist mjög brugðið þegar hún var kölluð á fund Margarítu Robles, varnarmálaráðherra Spánar, þar sem þessum gjörningi var harðlega mótmælt og hún krafin skýringa á svo óvinveittum gjörningi í garð vinaþjóðar. Hún sór og sárt við lagði að henni hefði verið algerlega ókunnugt um þessi samskipti. Bandaríkjamennirnir tveir hafa verið reknir úr landi. Reynoso var sömuleiðis köllluð á teppið hjá utanríkisráðherra Spánar. Spænskir fjölmiðlar segja að málið sé litið afar alvarlegum augum, ekki bara afbrot og svik tvímenninganna, heldur ekki síður það að náin vinaþjóð ginni menn til njósna og svika, sem séu algerlega óþörf. Eða eins og einn starfsmaður leyniþjónustunnar sagði við El País: „Tilfellin þar sem við synjum Bandaríkjamönnum um upplýsingar eru einhvers staðar á milli eitt og ekkert.“ Spánn Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Fleiri fréttir Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Sjá meira
Málið þykir allt hið skrýtnasta, ekki síst fyrir þá sök að Bandaríkin og Spánn eru nánar vinaþjóðir, enda sagði einn heimildarmaður dagblaðsins El País innan leyniþjónustunnar í vikunni: „Af hverju að borga fyrir upplýsingar, þegar við látum Bandaríkjamenn fá allt sem þeir biðja um?“ Tveir starfsmenn leyniþjónustunnar, annar háttsettur yfirmaður og aðstoðarmaður hans voru handteknir fyrir að hafa selt Bandaríkjamönnum leynilegar upplýsingar. Viðurlögin við brotum sem þessum eru sex til tólf ára fangelsi. Upp komst um svikin í haust þegar öryggisvörður leyniþjónustunnar uppgötvaði að hinir svikulu starfsmenn leyniþjónustunnar hefðu náð í upplýsingar sem þeim hefði ekki átt að vera heimilt að handfjatla. Mikil leynd hefur hvílt yfir allri málsmeðferð og fjölmiðlar fengu til að mynda ekki veður af því fyrr en í þessari viku. Svo virðist sem tveir starfsmenn bandaríska sendiráðsins í Madrid hafi sett sig í samband við mennina og boðið þeim væna fúlgu fjár fyrir að útvega sér upplýsingar sem flokkuðust undir ríkisleyndarmál. Julissa Reynoso, sendiherra Bandaríkjanna á Spáni virtist mjög brugðið þegar hún var kölluð á fund Margarítu Robles, varnarmálaráðherra Spánar, þar sem þessum gjörningi var harðlega mótmælt og hún krafin skýringa á svo óvinveittum gjörningi í garð vinaþjóðar. Hún sór og sárt við lagði að henni hefði verið algerlega ókunnugt um þessi samskipti. Bandaríkjamennirnir tveir hafa verið reknir úr landi. Reynoso var sömuleiðis köllluð á teppið hjá utanríkisráðherra Spánar. Spænskir fjölmiðlar segja að málið sé litið afar alvarlegum augum, ekki bara afbrot og svik tvímenninganna, heldur ekki síður það að náin vinaþjóð ginni menn til njósna og svika, sem séu algerlega óþörf. Eða eins og einn starfsmaður leyniþjónustunnar sagði við El País: „Tilfellin þar sem við synjum Bandaríkjamönnum um upplýsingar eru einhvers staðar á milli eitt og ekkert.“
Spánn Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Fleiri fréttir Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Sjá meira