Búast við stormi um miðja viku Lovísa Arnardóttir skrifar 10. desember 2023 07:21 Á miðvikudag er útlit fyrir allhvassa eða hvassa sunnanátt með talsverðri rigningu og hlýnar. Vísir/Hanna Í dag er útlit fyrir hæga breytilega átt á landinu. Þannig heldur það áfram þar til um miðja viku þegar allhvöss sunnanátt og rigning tekur við. Samhliða því hlýnar og á fimmtudag er samkvæmt hugleiðingum veðurfræðings von á stormi. Víða verður þurrt veður og bjartir kaflar, en lítilsháttar él við austurströndina. Fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofunnar að svolítil él gætu látið á sér kræla á stöku stað við vesturströndina seint í dag. Á vef Vegagerðarinnar, umferd.is, kemur fram að víðast er greiðfært en þó hálka eða hálkublettir víða. Á morgun verður vestan og norðvestanátt, ýmist gola eða kaldi. Skýjað að mestu og sums staðar dálítil él, en léttskýjað suðaustan- og austanlands. Frost yfirleitt á bilinu núll til tíu stig. Mikil veðurviðbrigði Þá kemur fram að undir miðja viku gæti veðrið breyst. Á miðvikudag er útlit fyrir allhvassa eða hvassa sunnanátt með talsverðri rigningu og hlýnar. Síðan snýst í suðvestan hvassviðri eða storm á fimmtudag með éljum og kólnar aftur niður að frostmarki. „Þetta verða mikil viðbrigði frá rólegu veðri síðustu daga og um að gera að láta þessa veðrabreytingu ekki koma sér á óvart,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á mánudag: Vestan og norðvestan 3-10 m/s. Skýjað og sums staðar dálítil él, en léttskýjað suðaustan- og austanlands. Frost 0 til 10 stig. Á þriðjudag: Suðlæg átt 3-8 m/s á austanverðu landinu, þurrt og bjart veður og frost 4 til 12 stig. Gengur í sunnan 8-13 vestantil og þykknar upp með svolítilli snjókomu, en slydda eða rigning um kvöldið og hlýnar. Á miðvikudag: Sunnan 13-20 og rigning, talsverð úrkoma sunnan- og vestanlands. Hiti 2 til 8 stig. Vestlægari um kvöldið með skúrum eða éljum. Á fimmtudag: Suðvestan 15-23 og él, en þurrt að kalla á Austurlandi. Hiti kringum frostmark. Á föstudag: Minnkandi suðvestanátt og él, en síðar vaxandi sunnanátt og rigning. Á laugardag: Útlit fyrir sunnan- og suðvestanátt með rigningu. Veður Færð á vegum Mest lesið Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Norðlæg átt og víðast hvar væta Hlýjast suðaustantil Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Hitamet aldarinnar slegið Gular viðvaranir öðrum megin og 28 stiga hiti hinum megin Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Gular viðvaranir í þremur landshlutum Þungbúið norðantil en bjart og hlýtt sunnan heiða Úrkoma í öllum landshlutum „Það er nóg eftir af sumrinu“ 27 daga frostlausum kafla lokið Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Viðrar vel til gleðigöngu Rigning norðantil en yfirleitt bjart sunnan heiða Hiti að sautján stigum og hlýjast suðvestantil Úrkomusvæði fer yfir sunnan- og vestanvert landið Dálítil væta en fremur hlýtt Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Rok og rigning sama hvert er litið Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Lægðardrag yfir vestanverðu landinu en hiti gæti náð 18 stigum Hiti gæti náð tuttugu stigum fyrir austan Spá þoku fyrir norðan og austan Líkur á eldingum norðantil og gasmengun vestantil Reykvíkingar fengu loksins tuttugu gráður Landshitametið ekki fallið en hitamet fallin á ákveðnum stöðvum „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Sjá meira
Víða verður þurrt veður og bjartir kaflar, en lítilsháttar él við austurströndina. Fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofunnar að svolítil él gætu látið á sér kræla á stöku stað við vesturströndina seint í dag. Á vef Vegagerðarinnar, umferd.is, kemur fram að víðast er greiðfært en þó hálka eða hálkublettir víða. Á morgun verður vestan og norðvestanátt, ýmist gola eða kaldi. Skýjað að mestu og sums staðar dálítil él, en léttskýjað suðaustan- og austanlands. Frost yfirleitt á bilinu núll til tíu stig. Mikil veðurviðbrigði Þá kemur fram að undir miðja viku gæti veðrið breyst. Á miðvikudag er útlit fyrir allhvassa eða hvassa sunnanátt með talsverðri rigningu og hlýnar. Síðan snýst í suðvestan hvassviðri eða storm á fimmtudag með éljum og kólnar aftur niður að frostmarki. „Þetta verða mikil viðbrigði frá rólegu veðri síðustu daga og um að gera að láta þessa veðrabreytingu ekki koma sér á óvart,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á mánudag: Vestan og norðvestan 3-10 m/s. Skýjað og sums staðar dálítil él, en léttskýjað suðaustan- og austanlands. Frost 0 til 10 stig. Á þriðjudag: Suðlæg átt 3-8 m/s á austanverðu landinu, þurrt og bjart veður og frost 4 til 12 stig. Gengur í sunnan 8-13 vestantil og þykknar upp með svolítilli snjókomu, en slydda eða rigning um kvöldið og hlýnar. Á miðvikudag: Sunnan 13-20 og rigning, talsverð úrkoma sunnan- og vestanlands. Hiti 2 til 8 stig. Vestlægari um kvöldið með skúrum eða éljum. Á fimmtudag: Suðvestan 15-23 og él, en þurrt að kalla á Austurlandi. Hiti kringum frostmark. Á föstudag: Minnkandi suðvestanátt og él, en síðar vaxandi sunnanátt og rigning. Á laugardag: Útlit fyrir sunnan- og suðvestanátt með rigningu.
Veður Færð á vegum Mest lesið Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Norðlæg átt og víðast hvar væta Hlýjast suðaustantil Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Hitamet aldarinnar slegið Gular viðvaranir öðrum megin og 28 stiga hiti hinum megin Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Gular viðvaranir í þremur landshlutum Þungbúið norðantil en bjart og hlýtt sunnan heiða Úrkoma í öllum landshlutum „Það er nóg eftir af sumrinu“ 27 daga frostlausum kafla lokið Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Viðrar vel til gleðigöngu Rigning norðantil en yfirleitt bjart sunnan heiða Hiti að sautján stigum og hlýjast suðvestantil Úrkomusvæði fer yfir sunnan- og vestanvert landið Dálítil væta en fremur hlýtt Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Rok og rigning sama hvert er litið Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Lægðardrag yfir vestanverðu landinu en hiti gæti náð 18 stigum Hiti gæti náð tuttugu stigum fyrir austan Spá þoku fyrir norðan og austan Líkur á eldingum norðantil og gasmengun vestantil Reykvíkingar fengu loksins tuttugu gráður Landshitametið ekki fallið en hitamet fallin á ákveðnum stöðvum „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Sjá meira