Tjónamat gengið vel en ekki ljóst hve margir ætla að snúa aftur heim Magnús Jochum Pálsson skrifar 10. desember 2023 23:47 Hulda Ragnheiður Árnadóttir, forstjóri Náttúruhamfaratryggingar Íslands, fjallaði um tillögur stofnunar sem sendar voru til fjármálaráðuneytisins vegna jarðhræringana í Grindavík. Stöð 2 Náttúruhamfaratrygging Íslands hefur unnið að tillögum um helgina sem nú hafa verið sendar til fjármála- og efnahagsráðuneytisins vegna jarðhræringanna í Grindavík. Tjón í bænum sé nú metið á bilinu sex til átta milljarðar. Hulda Ragnheiður Árnadóttir, forstjóri Náttúruhamfaratryggingar Íslands, kom í myndver fréttastofu Stöðvar 2, til að ræða tillögur stofnunarinnar við Sindra Sindrason, fréttaþul. Hvað felst í þessum tillögum? „Þessar tillögur snúast fyrst og fremst um það að farið verði í ákveðna greiningarvinnu í Grindavík sem byggir á því að við reynum að ná aðeins betri yfirsýn yfir það hvaða íbúðir koma til með að verða byggingarhæfar í framtíðinni og hverjar ekki,“ sagði Hulda. „Það er ákveðin forsenda þess að hægt sé að halda áfram með verkefni sem liggur fyrir hjá okkur.“ Gengið vel að meta tjónið Hversu langt eruð þið komin í að meta tjónið í bænum? „Það hefur gengið rosalega vel að meta tjónið. Það eru komnar í kringum 230 tilkynningar núna. Við náðum að klára í síðustu viku allar tilkynningar sem voru komnar á þeim tíma, í kringum 140 tilkynningar,“ sagði Hulda. „Við höfum síðan skipulagt tjónaskoðun á þessum 90 sem eru til viðbótar. Það er búið að hringja í og skipuleggja allar þær skoðanir í næstu viku. Við verðum með sex matsmanna teymi með burðarþolsfræðingum sem fara um og taka stöðuna í Grindavík,“ sagði hún einnig. Vitið þið hversu stór hluti Grindvíkinga á afturkvæmt á heimili sín? „Nei, það er akkúrat það sem við þurfum að fá á hreint áður en lengra er haldið. Alla jafna er reiknað með því að tjónabótum sé varið til þess að gera við skemmdu húsin. En í þessu tilfelli erum við með mjög sérstakar aðstæður uppi sem við þurfum að skýra betur áður en við getum haldið áfram með málið,“ sagði Hulda að lokum. Í samtali við mbl.is í dag sagði Hulda að tjónið væri nú áætlað á bilinu sex til átta milljarðar en líklegt væri að það endi undir tíu milljörðum. Náttúruhamfarir Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tryggingar Grindavík Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Veðmálasíður „heillandi heimur“ fyrir börnin Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira
Hulda Ragnheiður Árnadóttir, forstjóri Náttúruhamfaratryggingar Íslands, kom í myndver fréttastofu Stöðvar 2, til að ræða tillögur stofnunarinnar við Sindra Sindrason, fréttaþul. Hvað felst í þessum tillögum? „Þessar tillögur snúast fyrst og fremst um það að farið verði í ákveðna greiningarvinnu í Grindavík sem byggir á því að við reynum að ná aðeins betri yfirsýn yfir það hvaða íbúðir koma til með að verða byggingarhæfar í framtíðinni og hverjar ekki,“ sagði Hulda. „Það er ákveðin forsenda þess að hægt sé að halda áfram með verkefni sem liggur fyrir hjá okkur.“ Gengið vel að meta tjónið Hversu langt eruð þið komin í að meta tjónið í bænum? „Það hefur gengið rosalega vel að meta tjónið. Það eru komnar í kringum 230 tilkynningar núna. Við náðum að klára í síðustu viku allar tilkynningar sem voru komnar á þeim tíma, í kringum 140 tilkynningar,“ sagði Hulda. „Við höfum síðan skipulagt tjónaskoðun á þessum 90 sem eru til viðbótar. Það er búið að hringja í og skipuleggja allar þær skoðanir í næstu viku. Við verðum með sex matsmanna teymi með burðarþolsfræðingum sem fara um og taka stöðuna í Grindavík,“ sagði hún einnig. Vitið þið hversu stór hluti Grindvíkinga á afturkvæmt á heimili sín? „Nei, það er akkúrat það sem við þurfum að fá á hreint áður en lengra er haldið. Alla jafna er reiknað með því að tjónabótum sé varið til þess að gera við skemmdu húsin. En í þessu tilfelli erum við með mjög sérstakar aðstæður uppi sem við þurfum að skýra betur áður en við getum haldið áfram með málið,“ sagði Hulda að lokum. Í samtali við mbl.is í dag sagði Hulda að tjónið væri nú áætlað á bilinu sex til átta milljarðar en líklegt væri að það endi undir tíu milljörðum.
Náttúruhamfarir Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tryggingar Grindavík Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Veðmálasíður „heillandi heimur“ fyrir börnin Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira