Leita aðstoðar við að stöðva árásir Húta á flutningaskip Samúel Karl Ólason skrifar 11. desember 2023 11:01 Franskir sjóliðar um borð í freigátunni Languedoc skutu um helgina niður tvo dróna sem flogið var að skipinu frá Jemen. AP/Marine Nationale Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa biðlað til ráðamanna annarra þjóða til að taka þátt í að tryggja öryggi skipa á Rauðahafi, eftir ítrekaðar árásir Húta í Jemen á flutningaskip og herskip á svæðinu. Samkvæmt frétt Washington Post vilja Bandaríkjamenn útvíkka alþjóðlegt samstarf á svæðinu til að verja skip á svæðinu. Mikið púður er lagt í að reyna að koma í veg fyrir útbreiðslu átaka fyrir botni Miðjarðarhafs. Hútar eru einn af mörgum hópum í Mið-Austurlöndum sem njóta stuðnings yfirvalda í Íran, eins og Hamas og Hezbollah, og hafa um árabil háð blóðuga styrjöld við alþjóðlega viðurkennd stjórnvöld í Jemen. Þeir hafa sömuleiðis gert árásir í Sádi-Arabíu en Sádar hafa staðið við bakið á yfirvöldum í Jemen. Hópurinn stjórnar Sanaa, höfuðborg Jemen, og stórum hlutum landsins í norðri og vestri. Til að komast inn í Rauðahaf þarf að sigla skipum um Aden-flóa og Bab al-Mandab-sund. Skipin fara því mjög nærri ströndum Jemen og yfirráðasvæði Húta. Á undanförnum vikum hafa Hútar skotið eldflaugum og flogið sjálfsprengidrónum að nokkrum flutningaskipum. Hútar hafa einnig sent sérsveitarmenn til að taka stjórn á einu skipi sem siglt var til hafnar í Jemen. - 19-11-2023 pic.twitter.com/xukot1li7g— (@MMY1444) November 20, 2023 Forsvarsmenn herafla Frakklands tilkynntu í gær að áhöfn franskrar freigátu hefði skotið niður tvo dróna sem flogið hefði verið að skipinu frá Jemen um helgina. Bandarísk herskip hafa einnig skotið niður eldflaugar og dróna frá Jemen á undanförnum vikum. Í einu tilviki skutu Hútar á þrjú flutningaskip á Rauðahafinu. Leiðtogar Húta lýstu því yfir um helgina að árásir yrðu gerðar á öll skip sem siglt væri til Ísraels og kæmu ekki við á Gasaströndinni til að flytja neyðarbirgðir þangað. Skipum sem tengdust Ísrael á engan hátt og væru ekki á leið þangað gætu siglt um svæðið. Tzachi Hanegbi, sem leiðir þjóðaröryggisráð Ísrael, sagði um helgina, samkvæmt frétt CNN, að Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, hefði rætt við Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, og leiðtoga Þýskalands, Frakklands og Bretlands um málið. Netanjahú mun hafa sagt þeim að um alþjóðlegt vandamál sé að ræða en verði ekkert gert, muni Ísraelar gera það sjálfir. Hanegbi neitaði að svara spurningu um hvort hann væri að segja að Ísraelar myndu gera árásir á Húta í Jemen. Bandaríkin Jemen Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Frakkland Skipaflutningar Hernaður Tengdar fréttir Allsherjarþing SÞ hittist á neyðarfundi vegna ástandsins á Gasa Ísraelskir skriðdrekar eru komnir inn í miðbæ borgarinnar Khan Younis á Gasa svæðinu. Hart hefur verið barist í borginni um helgina auk þess sem loftárásir hafa verið gerðar ítrekað. 11. desember 2023 07:17 Segir nánast ómögulegt að koma hjálpargögnun inn á Gasa Hörð átök voru í borginni Khan Younis á Gasa í nótt. Ísraelsk yfirvöld skipuðu íbúum borgarinnar að yfirgefa ákveðin hverfi í nótt og héldu í kjölfarið áfram landhernaði sínum inni í landið. Hundruð þúsunda höfðu fyrir flúið til borgarinnar til að leita skjóls fyrir loftárásum. 10. desember 2023 08:31 Bandaríkin einangruð og alþjóðasamfélagið verði að grípa inn í Sérfræðingur í alþjóðastjórnmálum segir að niðurstaða Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um að hafna vopnahléi sýni einangrun Bandaríkjanna innan stofnunarinnar og flókna stöðu aðalritarans. Lokapunktur í átökunum sé ekki í sjónmáli og alþjóðasamfélagið verði að grípa inn í. 9. desember 2023 21:03 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Fleiri fréttir Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Sjá meira
Samkvæmt frétt Washington Post vilja Bandaríkjamenn útvíkka alþjóðlegt samstarf á svæðinu til að verja skip á svæðinu. Mikið púður er lagt í að reyna að koma í veg fyrir útbreiðslu átaka fyrir botni Miðjarðarhafs. Hútar eru einn af mörgum hópum í Mið-Austurlöndum sem njóta stuðnings yfirvalda í Íran, eins og Hamas og Hezbollah, og hafa um árabil háð blóðuga styrjöld við alþjóðlega viðurkennd stjórnvöld í Jemen. Þeir hafa sömuleiðis gert árásir í Sádi-Arabíu en Sádar hafa staðið við bakið á yfirvöldum í Jemen. Hópurinn stjórnar Sanaa, höfuðborg Jemen, og stórum hlutum landsins í norðri og vestri. Til að komast inn í Rauðahaf þarf að sigla skipum um Aden-flóa og Bab al-Mandab-sund. Skipin fara því mjög nærri ströndum Jemen og yfirráðasvæði Húta. Á undanförnum vikum hafa Hútar skotið eldflaugum og flogið sjálfsprengidrónum að nokkrum flutningaskipum. Hútar hafa einnig sent sérsveitarmenn til að taka stjórn á einu skipi sem siglt var til hafnar í Jemen. - 19-11-2023 pic.twitter.com/xukot1li7g— (@MMY1444) November 20, 2023 Forsvarsmenn herafla Frakklands tilkynntu í gær að áhöfn franskrar freigátu hefði skotið niður tvo dróna sem flogið hefði verið að skipinu frá Jemen um helgina. Bandarísk herskip hafa einnig skotið niður eldflaugar og dróna frá Jemen á undanförnum vikum. Í einu tilviki skutu Hútar á þrjú flutningaskip á Rauðahafinu. Leiðtogar Húta lýstu því yfir um helgina að árásir yrðu gerðar á öll skip sem siglt væri til Ísraels og kæmu ekki við á Gasaströndinni til að flytja neyðarbirgðir þangað. Skipum sem tengdust Ísrael á engan hátt og væru ekki á leið þangað gætu siglt um svæðið. Tzachi Hanegbi, sem leiðir þjóðaröryggisráð Ísrael, sagði um helgina, samkvæmt frétt CNN, að Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, hefði rætt við Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, og leiðtoga Þýskalands, Frakklands og Bretlands um málið. Netanjahú mun hafa sagt þeim að um alþjóðlegt vandamál sé að ræða en verði ekkert gert, muni Ísraelar gera það sjálfir. Hanegbi neitaði að svara spurningu um hvort hann væri að segja að Ísraelar myndu gera árásir á Húta í Jemen.
Bandaríkin Jemen Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Frakkland Skipaflutningar Hernaður Tengdar fréttir Allsherjarþing SÞ hittist á neyðarfundi vegna ástandsins á Gasa Ísraelskir skriðdrekar eru komnir inn í miðbæ borgarinnar Khan Younis á Gasa svæðinu. Hart hefur verið barist í borginni um helgina auk þess sem loftárásir hafa verið gerðar ítrekað. 11. desember 2023 07:17 Segir nánast ómögulegt að koma hjálpargögnun inn á Gasa Hörð átök voru í borginni Khan Younis á Gasa í nótt. Ísraelsk yfirvöld skipuðu íbúum borgarinnar að yfirgefa ákveðin hverfi í nótt og héldu í kjölfarið áfram landhernaði sínum inni í landið. Hundruð þúsunda höfðu fyrir flúið til borgarinnar til að leita skjóls fyrir loftárásum. 10. desember 2023 08:31 Bandaríkin einangruð og alþjóðasamfélagið verði að grípa inn í Sérfræðingur í alþjóðastjórnmálum segir að niðurstaða Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um að hafna vopnahléi sýni einangrun Bandaríkjanna innan stofnunarinnar og flókna stöðu aðalritarans. Lokapunktur í átökunum sé ekki í sjónmáli og alþjóðasamfélagið verði að grípa inn í. 9. desember 2023 21:03 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Fleiri fréttir Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Sjá meira
Allsherjarþing SÞ hittist á neyðarfundi vegna ástandsins á Gasa Ísraelskir skriðdrekar eru komnir inn í miðbæ borgarinnar Khan Younis á Gasa svæðinu. Hart hefur verið barist í borginni um helgina auk þess sem loftárásir hafa verið gerðar ítrekað. 11. desember 2023 07:17
Segir nánast ómögulegt að koma hjálpargögnun inn á Gasa Hörð átök voru í borginni Khan Younis á Gasa í nótt. Ísraelsk yfirvöld skipuðu íbúum borgarinnar að yfirgefa ákveðin hverfi í nótt og héldu í kjölfarið áfram landhernaði sínum inni í landið. Hundruð þúsunda höfðu fyrir flúið til borgarinnar til að leita skjóls fyrir loftárásum. 10. desember 2023 08:31
Bandaríkin einangruð og alþjóðasamfélagið verði að grípa inn í Sérfræðingur í alþjóðastjórnmálum segir að niðurstaða Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um að hafna vopnahléi sýni einangrun Bandaríkjanna innan stofnunarinnar og flókna stöðu aðalritarans. Lokapunktur í átökunum sé ekki í sjónmáli og alþjóðasamfélagið verði að grípa inn í. 9. desember 2023 21:03