„Eins og að ganga inn í sláturhús“ Jón Þór Stefánsson skrifar 11. desember 2023 16:18 Frá vettvangi á Ólafsfirði. VÍSIR/TRYGGVI PÁLL Myndbandupptökur af tveimur lögregluskýrslum sem lögregla tók í fangelsinu Hólmsheiði af eiginkonu Tómasar Waagfjörð voru spilaðar í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag þar sem aðalmeðferð í Ólafsfjarðarmálinu svonefnda hófst. Eiginkonan lést í nóvember sem leið og því var notast við vitnisburð hennar hjá lögreglu í stað vitnaleiðslu fyrir dómi. Hún var lykilvitni í málinu, en miðað við lýsingar hennar og Steinþórs Einarssonar, sem er ákærður fyrir manndrápið, varð hún vitni að átökum milli Tómasar og Steinþórs, sem leiddu til dauða Tómasar. Lýsingar konunnar á atburðum næturinnar í október í fyrra voru að mörgu leyti í samræmi við lýsingar Steinþórs sem lýsti atvikunum sjálfur í morgun. Í báðum skýrslutökunum var konan sjáanlega í miklu uppnámi. Konan tjáði lögreglu að hún hefði yfirgefið heimili þeirra Tómasar daginn á undan eftir ósætti og fengið inn í húsinu þar sem átökin áttu eftir að brjótast út. Steinþór dvaldi einnig í húsinu. Þau hefðu setið við eldhúsborðið að spjalla þegar Tómas bar að garði. Tómas hafi beðið hana um að koma með sér heim, en hún ekki viljað það. Steinþór hafi ítrekað vilja hennar en Tómas tekið því illa og ráðist á hann. „Erfitt að átta sig á þessu“ Helsti munurinn á framburði konunnar og Steinþórs var að hún sagði að hún hefði reynt að stía þeim í sundur. Í framhaldinu hafi hún heyrt Steinþór spyrja hvort Tómas væri með hníf. „Ertu með hníf fíflið þitt, ætlar þú að stinga mig?“ hafði konan eftir Steinþóri. Í kjölfarið lýsti hún því að hafa séð mikið blóð. Og að hún hafi hringt á Neyðarlínuna. „Þetta gerðist ótrúlega hratt. Það er erfitt að átta sig á þessu,“ sagði konan. Í framburði sínum minntist Steinþór ekki á að konan hafi reynt að skilja þá í sundur. Tómas lét lífið vegna tveggja stungusára, en Steinþór hlaut stungusár í kinn og í læri. Konan sagði jafnframt að ekki væri um að ræða fyrsta skipti sem Tómas og Steinþór hefðu slegist. Sjálfur sagði Steinþór að hann hefði einungis séð Tómas reiðan einu sinni áður. Vanalega hefði hann verið rólegur og hegðun hans umrætt kvöld ekki í samræmi við það sem hann hafði kynnst. Þó sagðist hann vera komin með nóg af ofbeldinu sem Tómas beitti konuna í hjónabandi þeirra. Vaknaði við öskur Húsráðandi í húsinu þar sem atvikin áttu sér stað gaf einnig skýrslu fyrir dómi. Hún sagðist hafa hýst eiginkonuna, sem bjó ásamt Tómasi í sömu götu, eftir að hún bankaði upp hjá henni daginn áður með mar í andlitinu. Jafnframt sagðist hún hafa orðið vör við lögregluna á heimili konunnar og Tómasar. Húsráðandinn lýsti því einnig að hún og eiginkonan hefðu drukkið mikið um nóttina. Hún hefði sjálf orðið þreytt og farið að sofa. Hún hafi vaknað við öskur eiginkonunnar og farið úr herberginu sínu og séð Steinþór skríðandi á gólfinu, og síðan Tómas meðvitundarlausan. Hún sagði að allt hafi verið útatað blóði Heyrði að Steinþór hafi ráðist á Tómas Karlmaður sem var kallaður fyrir dóminn sem vitni segist hafa heyrt af atvikunum á annan hátt en Steinþór og eiginkonan lýstu. Hann hafi verið á rúntinum með stelpu á Ólafsfirði þegar hann sá konu „sem var eins og hún væri í geðrofi“ í glugga á húsi. Hann hafi hringt á Neyðarlínuna og verið spurður hvort þau kynnu fyrstu hjálp, sem þau gerðu, og þau beðin um að fara í húsið. „Þegar ég gekk þarna inn var það eins og að ganga inn í sláturhús,“ sagði karlmaðurinn. Hann sagðist hafa átt í samskiptum við konurnar tvær, eiginkonuna og húsráðandann, en virðist hafa ruglað þeim og nöfnum þeirra sama að einhverju leyti. Önnur hefði sagt sér að Steinþór hefði ráðist á Tómas, ólíkt því sem Steinþór hefur sjálfur haldið fram sem og eiginkonan. Aðspurður hvort hann væri viss um að hann myndi rétt sagðist hann vera „110 prósent viss“ um að konan hefði sagt Steinþór ráðast á Tómas. Hann myndi þetta eins og það hefði gerst í gær. Þá var hann spurður út í ummæli sem voru höfð eftir honum í lögregluskýrslu. Þar sem hann sagðist hafa heyrt að Tómas hefði ráðist Steinþór. Hann sagði líklegra að hann hefði mismælt sig þá þar sem hann hefði verið í sjokki. Hann stóð því við fyrri ummæli sín. Karlmaðurinn var spurður út í önnur ummæli sín úr lögregluskýrslunni, sem komu óljóst fram í dómsalnum, á þá leið að Tómas hafi staðið yfir rúmi annarrar konunnar eða Steinþórs vopnaður hníf. Hann mundi ekki eftir að hafa sagt það. Önnur konan hefði sagt mikið við sig á meðan hann reyndi að endurlífga Tómas. Umrædd ummæli hefðu getað verið þar á meðal. Manndráp á Ólafsfirði Dómsmál Fjallabyggð Tengdar fréttir Kennir frænda Tómasar um atburðarásina: „Hann vissi vel í hvað stefndi“ Steinþór Einarsson, 37 ára gamall karlmaður sem er ákærður fyrir að hafa orðið Tómasi Waagfjörð að bana á Ólafsfirði í október í fyrra, var spurður út í meint umferðarlagabrot sín í aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Norðurlands eystra dag. Honum er gefið að sök að hafa ekið á bíl frænda Tómasar án ökuréttinda. 11. desember 2023 13:00 Ætla til Ólafsfjarðar að skoða vettvang manndrápsins Aðalmeðferð hófst í morgun í manndrápsmálinu á Ólafsfirði. Steinþór Einarsson er ákærður fyrir að hafa orðið Tómasi Waagfjörð að bana í október í fyrra. Steinþór ber fyrir sig neyðarvörn og segir Tómas hafa fyrst ráðist á sig með stóran hníf í hönd. 11. desember 2023 10:22 Tómas hafi reynt að myrða Steinþór áður en hann lést Í greinargerð verjanda Steinþórs Einarssonar, sem ákærður hefur verið fyrir að myrða Tómas Waagfjörð á Ólafsfirði í október í fyrra, segir að ótvírætt sé að Tómas hafi fyrst lagt til Steinþórs með stórum hnífi. 21. nóvember 2023 21:01 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Egill Þór er látinn Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Fleiri fréttir Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Sjá meira
Eiginkonan lést í nóvember sem leið og því var notast við vitnisburð hennar hjá lögreglu í stað vitnaleiðslu fyrir dómi. Hún var lykilvitni í málinu, en miðað við lýsingar hennar og Steinþórs Einarssonar, sem er ákærður fyrir manndrápið, varð hún vitni að átökum milli Tómasar og Steinþórs, sem leiddu til dauða Tómasar. Lýsingar konunnar á atburðum næturinnar í október í fyrra voru að mörgu leyti í samræmi við lýsingar Steinþórs sem lýsti atvikunum sjálfur í morgun. Í báðum skýrslutökunum var konan sjáanlega í miklu uppnámi. Konan tjáði lögreglu að hún hefði yfirgefið heimili þeirra Tómasar daginn á undan eftir ósætti og fengið inn í húsinu þar sem átökin áttu eftir að brjótast út. Steinþór dvaldi einnig í húsinu. Þau hefðu setið við eldhúsborðið að spjalla þegar Tómas bar að garði. Tómas hafi beðið hana um að koma með sér heim, en hún ekki viljað það. Steinþór hafi ítrekað vilja hennar en Tómas tekið því illa og ráðist á hann. „Erfitt að átta sig á þessu“ Helsti munurinn á framburði konunnar og Steinþórs var að hún sagði að hún hefði reynt að stía þeim í sundur. Í framhaldinu hafi hún heyrt Steinþór spyrja hvort Tómas væri með hníf. „Ertu með hníf fíflið þitt, ætlar þú að stinga mig?“ hafði konan eftir Steinþóri. Í kjölfarið lýsti hún því að hafa séð mikið blóð. Og að hún hafi hringt á Neyðarlínuna. „Þetta gerðist ótrúlega hratt. Það er erfitt að átta sig á þessu,“ sagði konan. Í framburði sínum minntist Steinþór ekki á að konan hafi reynt að skilja þá í sundur. Tómas lét lífið vegna tveggja stungusára, en Steinþór hlaut stungusár í kinn og í læri. Konan sagði jafnframt að ekki væri um að ræða fyrsta skipti sem Tómas og Steinþór hefðu slegist. Sjálfur sagði Steinþór að hann hefði einungis séð Tómas reiðan einu sinni áður. Vanalega hefði hann verið rólegur og hegðun hans umrætt kvöld ekki í samræmi við það sem hann hafði kynnst. Þó sagðist hann vera komin með nóg af ofbeldinu sem Tómas beitti konuna í hjónabandi þeirra. Vaknaði við öskur Húsráðandi í húsinu þar sem atvikin áttu sér stað gaf einnig skýrslu fyrir dómi. Hún sagðist hafa hýst eiginkonuna, sem bjó ásamt Tómasi í sömu götu, eftir að hún bankaði upp hjá henni daginn áður með mar í andlitinu. Jafnframt sagðist hún hafa orðið vör við lögregluna á heimili konunnar og Tómasar. Húsráðandinn lýsti því einnig að hún og eiginkonan hefðu drukkið mikið um nóttina. Hún hefði sjálf orðið þreytt og farið að sofa. Hún hafi vaknað við öskur eiginkonunnar og farið úr herberginu sínu og séð Steinþór skríðandi á gólfinu, og síðan Tómas meðvitundarlausan. Hún sagði að allt hafi verið útatað blóði Heyrði að Steinþór hafi ráðist á Tómas Karlmaður sem var kallaður fyrir dóminn sem vitni segist hafa heyrt af atvikunum á annan hátt en Steinþór og eiginkonan lýstu. Hann hafi verið á rúntinum með stelpu á Ólafsfirði þegar hann sá konu „sem var eins og hún væri í geðrofi“ í glugga á húsi. Hann hafi hringt á Neyðarlínuna og verið spurður hvort þau kynnu fyrstu hjálp, sem þau gerðu, og þau beðin um að fara í húsið. „Þegar ég gekk þarna inn var það eins og að ganga inn í sláturhús,“ sagði karlmaðurinn. Hann sagðist hafa átt í samskiptum við konurnar tvær, eiginkonuna og húsráðandann, en virðist hafa ruglað þeim og nöfnum þeirra sama að einhverju leyti. Önnur hefði sagt sér að Steinþór hefði ráðist á Tómas, ólíkt því sem Steinþór hefur sjálfur haldið fram sem og eiginkonan. Aðspurður hvort hann væri viss um að hann myndi rétt sagðist hann vera „110 prósent viss“ um að konan hefði sagt Steinþór ráðast á Tómas. Hann myndi þetta eins og það hefði gerst í gær. Þá var hann spurður út í ummæli sem voru höfð eftir honum í lögregluskýrslu. Þar sem hann sagðist hafa heyrt að Tómas hefði ráðist Steinþór. Hann sagði líklegra að hann hefði mismælt sig þá þar sem hann hefði verið í sjokki. Hann stóð því við fyrri ummæli sín. Karlmaðurinn var spurður út í önnur ummæli sín úr lögregluskýrslunni, sem komu óljóst fram í dómsalnum, á þá leið að Tómas hafi staðið yfir rúmi annarrar konunnar eða Steinþórs vopnaður hníf. Hann mundi ekki eftir að hafa sagt það. Önnur konan hefði sagt mikið við sig á meðan hann reyndi að endurlífga Tómas. Umrædd ummæli hefðu getað verið þar á meðal.
Manndráp á Ólafsfirði Dómsmál Fjallabyggð Tengdar fréttir Kennir frænda Tómasar um atburðarásina: „Hann vissi vel í hvað stefndi“ Steinþór Einarsson, 37 ára gamall karlmaður sem er ákærður fyrir að hafa orðið Tómasi Waagfjörð að bana á Ólafsfirði í október í fyrra, var spurður út í meint umferðarlagabrot sín í aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Norðurlands eystra dag. Honum er gefið að sök að hafa ekið á bíl frænda Tómasar án ökuréttinda. 11. desember 2023 13:00 Ætla til Ólafsfjarðar að skoða vettvang manndrápsins Aðalmeðferð hófst í morgun í manndrápsmálinu á Ólafsfirði. Steinþór Einarsson er ákærður fyrir að hafa orðið Tómasi Waagfjörð að bana í október í fyrra. Steinþór ber fyrir sig neyðarvörn og segir Tómas hafa fyrst ráðist á sig með stóran hníf í hönd. 11. desember 2023 10:22 Tómas hafi reynt að myrða Steinþór áður en hann lést Í greinargerð verjanda Steinþórs Einarssonar, sem ákærður hefur verið fyrir að myrða Tómas Waagfjörð á Ólafsfirði í október í fyrra, segir að ótvírætt sé að Tómas hafi fyrst lagt til Steinþórs með stórum hnífi. 21. nóvember 2023 21:01 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Egill Þór er látinn Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Fleiri fréttir Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Sjá meira
Kennir frænda Tómasar um atburðarásina: „Hann vissi vel í hvað stefndi“ Steinþór Einarsson, 37 ára gamall karlmaður sem er ákærður fyrir að hafa orðið Tómasi Waagfjörð að bana á Ólafsfirði í október í fyrra, var spurður út í meint umferðarlagabrot sín í aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Norðurlands eystra dag. Honum er gefið að sök að hafa ekið á bíl frænda Tómasar án ökuréttinda. 11. desember 2023 13:00
Ætla til Ólafsfjarðar að skoða vettvang manndrápsins Aðalmeðferð hófst í morgun í manndrápsmálinu á Ólafsfirði. Steinþór Einarsson er ákærður fyrir að hafa orðið Tómasi Waagfjörð að bana í október í fyrra. Steinþór ber fyrir sig neyðarvörn og segir Tómas hafa fyrst ráðist á sig með stóran hníf í hönd. 11. desember 2023 10:22
Tómas hafi reynt að myrða Steinþór áður en hann lést Í greinargerð verjanda Steinþórs Einarssonar, sem ákærður hefur verið fyrir að myrða Tómas Waagfjörð á Ólafsfirði í október í fyrra, segir að ótvírætt sé að Tómas hafi fyrst lagt til Steinþórs með stórum hnífi. 21. nóvember 2023 21:01