Slátrun en ekki stríð – brúðuleikhús BNA Pétur Heimisson skrifar 12. desember 2023 06:30 Það geisar ekki „stríð“ á Gaza þessa dagana. Stríð há herir og þau eru á milli herja. Hörmungarnar í Gaza eru einhliða slátrun, morð á morð ofan og að umtalsverðu leyti börn sem eru drepin. Slátrararnir ísraelskir hermenn, að miklu leyti ungt fólk, stýrt af gömlum körlum heima í Ísrael, körlum sem ráða yfir einum sterkasta her heimsins. Gegndarlaus dráp Ísraelshers hófust í kjölfar óafsakanlegra og hræðilegra voðaverka Hamas sem réðust inn í Ísrael, drápu og rændu saklausu fólki. Forsagan er mikið lengri og hófst í kjölfar síðari heimsstyrjaldarinnar. Þá áttu Bandaríkin sinn stóra þátt í stofnun Ísraelsríkis þegar Gyðingum, fórnarlömbum nasista, var gefið land hvar aðrir bjuggu fyrir. Þar réðu bandarískir hagsmunir. Ekki þó hagsmunir almennings, heldur hins kapítalíska kerfis sem þar í landi ræður öllu og gerir þá ríku ríkari og fátækari fátækari. Þessa stefnu hafa Bandaríkin æ síðan útfært víða um heiminn, enda eru þau fremur HLUTAfélag en SAMfélag og þau eru ótrúlega mörg sem eiga ekki hlut í því félagi. Þetta hefur ráðið för gagnvart Ísrael og Palestínu allar götur síðan. „Bandarískir hagsmunir“ ráða för þeir hafa verið réttlæting og drifkraftur margra svokallaðra stríða frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar. Opinber réttlæting hefur verið í formi alls kyns fagurgala og hreinna lyga, en að tjaldabaki kúrðu mis augljósir „bandarískir hagsmunir“. Tökum dæmi. Mín kynslóð ólst upp við Víetnamstríð, viðbjóð sem stóð árum saman og var algjörlega á ábyrgð og í boði Bandaríkjanna. Salvador Allende, þjóðkjörnum forseta Chile, var steypt af stóli 1973, herforingjum komið til valda og óæskilegar raddir þúsunda saklausra borgara þaggaðar með fangelsunum, pyntingum og morðum, allt gert með velþóknun og tilstyrk Bandaríkjanna og vegna bandarískra hagsmuna. Ráðherrarnir Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson tóku ákvörðun, án samráðs, um stuðning við innrás í Írak. Því áttum við Íslendingar beina aðild að innrás bandarísks hers í Írak árið 2003 þar sem tugir til hundruð þúsunda almennra borgara voru drepnir. Réttlæting bandarískra stjórnvalda var að Írakar ættu gereyðingarvopn, sem reyndust sviðsettar lygar. Listi yfir árásir og ofbeldi í boði Bandaríkjanna er mun lengri og verðskuldar sérstök skrif. Að fjarstýra barnadrápum Ofbeldisverk Ísraelshers, ekki ísraelsku þjóðarinnar, undanfarna 2 mánuði verða ekki réttlæt sem sjálfsvörn vegna voðaverka Hamas þann 7. október sl. Þau eru þaulskipulögð dráp á saklausu fólki og annað markmið en þjóðarmorð vandséð. Allt þetta gerist þar sem Bandaríkin, með stuðningi sínum, leyfa því að gerast. Nú síðast með neitunarvaldi, þegar António Guterres freistaði þess að ná fram vopnahléi. Í aðdraganda innrásar í Írak fóru Bandaríkin að nota orðaleppinn „öxulveldi hins illa“. Verðskuldi eitthvert ríki og standi undir þeirri nafngift þá eru það Bandaríkin sjálf, ekki bandarískur almenningur, heldur þarlend stjórnvöld. Allt þetta þarf að segja, tala um og fordæma. Skipting okkar Íslendinga í fylkingar með og á móti Nató má ekki verða til þess að við segjum þetta ekki hátt og skýrt bæði við og um Bandaríkin. Ef við gerum það ekki þá erum við að horfa fram hjá því að það er með leyfi og liðstyrk bandarískra stjórnvalda sem Gaza hefur verið breytt í sláturhús sem kalla má fjarstýrt blóði drifið bandarískt brúðuleikhús. Höfundur er læknir og situr í stjórn VG. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Bandaríkin Ísrael Pétur Heimisson Mest lesið Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Halldór 4.10.2025 Halldór 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Það geisar ekki „stríð“ á Gaza þessa dagana. Stríð há herir og þau eru á milli herja. Hörmungarnar í Gaza eru einhliða slátrun, morð á morð ofan og að umtalsverðu leyti börn sem eru drepin. Slátrararnir ísraelskir hermenn, að miklu leyti ungt fólk, stýrt af gömlum körlum heima í Ísrael, körlum sem ráða yfir einum sterkasta her heimsins. Gegndarlaus dráp Ísraelshers hófust í kjölfar óafsakanlegra og hræðilegra voðaverka Hamas sem réðust inn í Ísrael, drápu og rændu saklausu fólki. Forsagan er mikið lengri og hófst í kjölfar síðari heimsstyrjaldarinnar. Þá áttu Bandaríkin sinn stóra þátt í stofnun Ísraelsríkis þegar Gyðingum, fórnarlömbum nasista, var gefið land hvar aðrir bjuggu fyrir. Þar réðu bandarískir hagsmunir. Ekki þó hagsmunir almennings, heldur hins kapítalíska kerfis sem þar í landi ræður öllu og gerir þá ríku ríkari og fátækari fátækari. Þessa stefnu hafa Bandaríkin æ síðan útfært víða um heiminn, enda eru þau fremur HLUTAfélag en SAMfélag og þau eru ótrúlega mörg sem eiga ekki hlut í því félagi. Þetta hefur ráðið för gagnvart Ísrael og Palestínu allar götur síðan. „Bandarískir hagsmunir“ ráða för þeir hafa verið réttlæting og drifkraftur margra svokallaðra stríða frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar. Opinber réttlæting hefur verið í formi alls kyns fagurgala og hreinna lyga, en að tjaldabaki kúrðu mis augljósir „bandarískir hagsmunir“. Tökum dæmi. Mín kynslóð ólst upp við Víetnamstríð, viðbjóð sem stóð árum saman og var algjörlega á ábyrgð og í boði Bandaríkjanna. Salvador Allende, þjóðkjörnum forseta Chile, var steypt af stóli 1973, herforingjum komið til valda og óæskilegar raddir þúsunda saklausra borgara þaggaðar með fangelsunum, pyntingum og morðum, allt gert með velþóknun og tilstyrk Bandaríkjanna og vegna bandarískra hagsmuna. Ráðherrarnir Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson tóku ákvörðun, án samráðs, um stuðning við innrás í Írak. Því áttum við Íslendingar beina aðild að innrás bandarísks hers í Írak árið 2003 þar sem tugir til hundruð þúsunda almennra borgara voru drepnir. Réttlæting bandarískra stjórnvalda var að Írakar ættu gereyðingarvopn, sem reyndust sviðsettar lygar. Listi yfir árásir og ofbeldi í boði Bandaríkjanna er mun lengri og verðskuldar sérstök skrif. Að fjarstýra barnadrápum Ofbeldisverk Ísraelshers, ekki ísraelsku þjóðarinnar, undanfarna 2 mánuði verða ekki réttlæt sem sjálfsvörn vegna voðaverka Hamas þann 7. október sl. Þau eru þaulskipulögð dráp á saklausu fólki og annað markmið en þjóðarmorð vandséð. Allt þetta gerist þar sem Bandaríkin, með stuðningi sínum, leyfa því að gerast. Nú síðast með neitunarvaldi, þegar António Guterres freistaði þess að ná fram vopnahléi. Í aðdraganda innrásar í Írak fóru Bandaríkin að nota orðaleppinn „öxulveldi hins illa“. Verðskuldi eitthvert ríki og standi undir þeirri nafngift þá eru það Bandaríkin sjálf, ekki bandarískur almenningur, heldur þarlend stjórnvöld. Allt þetta þarf að segja, tala um og fordæma. Skipting okkar Íslendinga í fylkingar með og á móti Nató má ekki verða til þess að við segjum þetta ekki hátt og skýrt bæði við og um Bandaríkin. Ef við gerum það ekki þá erum við að horfa fram hjá því að það er með leyfi og liðstyrk bandarískra stjórnvalda sem Gaza hefur verið breytt í sláturhús sem kalla má fjarstýrt blóði drifið bandarískt brúðuleikhús. Höfundur er læknir og situr í stjórn VG.
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun