Furðuleg og ósanngjörn staða Sunna Sæmundsdóttir skrifar 12. desember 2023 12:53 Birgir Jónsson, forstjóri Play. Vísir/Vilhelm Icelandair og Play skoða réttarstöðu sína vegna verkfallsaðgerða flugumferðastjóra sem hafa valdið félögunum miklu tjóni. Ferðaplön þúsunda farþega röskuðust þegar verkfallið skall á í nótt. Boðað hefur verið til fundar hjá ríkissáttasemjara klukkan þrjú í dag. Flugumferðarstjórar lögðu niður störf frá klukkan fjögur til tíu í morgun og öllum flugferðum um Keflavíkur- og Reykjavíkurflugvöll á þeim tíma var ýmist seinkað eða aflýst. Um var að ræða fyrstu boðuðu aðgerðirnar en það sama stendur til á fimmtudag og svo á mánudag og miðvikudag í næstu viku - náist samningar ekki fyrir þann tíma. Birgir Jónsson, forstjóri Play, segir aðgerðirnar hafa raskað ferðaplönum þúsunda farþega. „Í raun og veru þurftum við að seinka innkomu vélanna frá Bandaríkjunum og þar af leiðandi brottförum til Evrópu. Þetta er að raska kerfinu okkar mjög mikið. Við erum að verða fyrir kostnaði og farþegar okkar eru að verða fyrir mikilli röskun og auðvitað líka kostnaði, fólk er með tengiflug áfram og alls konar,“ segir Birgir. „Þetta er að valda mikilli óhamingju og kostnaði á öllum stöðum. Sem okkur finnst ósanngjarnt þar sem við erum ekki aðilar að þessu máli og getum ekki samið né gert nokkurn skapaðan hlut.“ Fundi samninganefnda Samtaka atvinnulífsins sem fara með samningsumboð Isavia og Félags flugumferðarstjóra lauk hjá ríkissáttasemja um klukkan tíu í gærkvöldi. Boðað hefur verið til næsta fundar klukkan þrjú í dag og enn ber nokkuð á milli aðila. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, sagði í Bítinu á Bylgjunni í morgun að félagið muni skoða hvort það geti sótt bætur til Isavia vegna stöðunnar. Birgir segir Play einnig ætla að athuga það. „Ég held að það hljóti allir að gera það. Því við erum ekki aðilar að neinu máli og við þurfum að bera kostnað af alls konar hlutum. Það er verið að beita aðgeðum sem lenda ekki á mótaðilanum þannig að þetta er auðvitað mjög furðuleg staða að vera í.“ Birgir segir rétt farþega á bótum frá Play fara eftir aðstæðum og ákeðnum reglum. Hann beinir því til samninganefnda að finna lausn á málinu. „Ég hlýt bara eins og allir að vona að fólk nái saman. Við berum virðingu fyrir stéttabaráttunni og kjaraviðræðum og skil að þetta sé erfitt mál. En það verður líka að horfa á stóru myndina og ég beini því til Isavia og SA að semja sem fyrst.“ Fréttir af flugi Kjaramál Kjaraviðræður 2023 Play Icelandair Keflavíkurflugvöllur Reykjavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Verkfall flugumferðarstjóra skollið á Verkfall flugumferðarstjóra skall á klukkan fjögur í nótt eftir að fundi samninganefnda Félags íslenskra flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins lauk án samnings í gærkvöldi. Vinnustöðvunin raskar flugi þúsunda ferðalanga. 12. desember 2023 06:24 Fundi flugumferðarstjóra og SA frestað til morguns Fundi Félags íslenskra flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins, sem semja fyrir hönd Isavia, í Karphúsinu er lokið. Boðað hefur verið til nýs fundar klukkan 15 á morgun. 11. desember 2023 22:08 Verkfallsaðgerðir raski plönum mörg þúsund farþega Flugumferðarstjórar hafa samþykkt verkfallsaðgerðir á tveimur dögum í næstu viku til viðbótar við aðgerðir á morgun og næsta fimmtudag. Enn er fundað í Karphúsinu og bendir því allt til að það verði af fyrirhugaðri vinnustöðvun í nótt sem mun hafa áhrif á mörg þúsund farþega. 11. desember 2023 20:10 Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Flugumferðarstjórar lögðu niður störf frá klukkan fjögur til tíu í morgun og öllum flugferðum um Keflavíkur- og Reykjavíkurflugvöll á þeim tíma var ýmist seinkað eða aflýst. Um var að ræða fyrstu boðuðu aðgerðirnar en það sama stendur til á fimmtudag og svo á mánudag og miðvikudag í næstu viku - náist samningar ekki fyrir þann tíma. Birgir Jónsson, forstjóri Play, segir aðgerðirnar hafa raskað ferðaplönum þúsunda farþega. „Í raun og veru þurftum við að seinka innkomu vélanna frá Bandaríkjunum og þar af leiðandi brottförum til Evrópu. Þetta er að raska kerfinu okkar mjög mikið. Við erum að verða fyrir kostnaði og farþegar okkar eru að verða fyrir mikilli röskun og auðvitað líka kostnaði, fólk er með tengiflug áfram og alls konar,“ segir Birgir. „Þetta er að valda mikilli óhamingju og kostnaði á öllum stöðum. Sem okkur finnst ósanngjarnt þar sem við erum ekki aðilar að þessu máli og getum ekki samið né gert nokkurn skapaðan hlut.“ Fundi samninganefnda Samtaka atvinnulífsins sem fara með samningsumboð Isavia og Félags flugumferðarstjóra lauk hjá ríkissáttasemja um klukkan tíu í gærkvöldi. Boðað hefur verið til næsta fundar klukkan þrjú í dag og enn ber nokkuð á milli aðila. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, sagði í Bítinu á Bylgjunni í morgun að félagið muni skoða hvort það geti sótt bætur til Isavia vegna stöðunnar. Birgir segir Play einnig ætla að athuga það. „Ég held að það hljóti allir að gera það. Því við erum ekki aðilar að neinu máli og við þurfum að bera kostnað af alls konar hlutum. Það er verið að beita aðgeðum sem lenda ekki á mótaðilanum þannig að þetta er auðvitað mjög furðuleg staða að vera í.“ Birgir segir rétt farþega á bótum frá Play fara eftir aðstæðum og ákeðnum reglum. Hann beinir því til samninganefnda að finna lausn á málinu. „Ég hlýt bara eins og allir að vona að fólk nái saman. Við berum virðingu fyrir stéttabaráttunni og kjaraviðræðum og skil að þetta sé erfitt mál. En það verður líka að horfa á stóru myndina og ég beini því til Isavia og SA að semja sem fyrst.“
Fréttir af flugi Kjaramál Kjaraviðræður 2023 Play Icelandair Keflavíkurflugvöllur Reykjavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Verkfall flugumferðarstjóra skollið á Verkfall flugumferðarstjóra skall á klukkan fjögur í nótt eftir að fundi samninganefnda Félags íslenskra flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins lauk án samnings í gærkvöldi. Vinnustöðvunin raskar flugi þúsunda ferðalanga. 12. desember 2023 06:24 Fundi flugumferðarstjóra og SA frestað til morguns Fundi Félags íslenskra flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins, sem semja fyrir hönd Isavia, í Karphúsinu er lokið. Boðað hefur verið til nýs fundar klukkan 15 á morgun. 11. desember 2023 22:08 Verkfallsaðgerðir raski plönum mörg þúsund farþega Flugumferðarstjórar hafa samþykkt verkfallsaðgerðir á tveimur dögum í næstu viku til viðbótar við aðgerðir á morgun og næsta fimmtudag. Enn er fundað í Karphúsinu og bendir því allt til að það verði af fyrirhugaðri vinnustöðvun í nótt sem mun hafa áhrif á mörg þúsund farþega. 11. desember 2023 20:10 Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Verkfall flugumferðarstjóra skollið á Verkfall flugumferðarstjóra skall á klukkan fjögur í nótt eftir að fundi samninganefnda Félags íslenskra flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins lauk án samnings í gærkvöldi. Vinnustöðvunin raskar flugi þúsunda ferðalanga. 12. desember 2023 06:24
Fundi flugumferðarstjóra og SA frestað til morguns Fundi Félags íslenskra flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins, sem semja fyrir hönd Isavia, í Karphúsinu er lokið. Boðað hefur verið til nýs fundar klukkan 15 á morgun. 11. desember 2023 22:08
Verkfallsaðgerðir raski plönum mörg þúsund farþega Flugumferðarstjórar hafa samþykkt verkfallsaðgerðir á tveimur dögum í næstu viku til viðbótar við aðgerðir á morgun og næsta fimmtudag. Enn er fundað í Karphúsinu og bendir því allt til að það verði af fyrirhugaðri vinnustöðvun í nótt sem mun hafa áhrif á mörg þúsund farþega. 11. desember 2023 20:10