Mál konunnar sem féll á bakkanum fer ekki lengra Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 12. desember 2023 13:56 Borgin telur málið fordæmisgefandi en Hæstiréttur fellst ekki á það. Reykjavíkurborg Hæstiréttur hefur hafnað beiðni um áfrýjunarleyfi vegna dóms Landsréttar í máli konu sem borginni hefur verið gert að greiða skaðabætur fyrir líkamstjón sem hún varð fyrir þegar hún féll á sundlaugarbakk í Sundhöll Reykjavíkur. Konan rann til á mottu sem hafði verið komið fyrir á bakkanum við útilaug Sundhallarinnar þann 6. desember 2018 að kvöldlagi þegar hún var á gangi frá kvennaklefa Sundhallarinnar í átt að heitum potti sem er á útisvæði samsíða útilauginni. Þegar konan gekk eftir blárri mottu sem komið hafði verið fyrir á gönguleiðinni hennar illi vaðlaugar og sundlaugarinnar skrikaði henni fótur og hún féll. Upprunalega féll héraðsdómur ekki á að sleipa sem varð konunni að falli hafi verið eðlileg þannig að fall hennar verði talið hafa átt sér stað vegna óhappatilviljunar. Því hafi ekkert komið fram í málinu sem hafi skotið stoðum undir málatilbúnað Reykjavíkurborgar að konan hafi á einhvern hátt gengið óvarlega fram eða átt hlut að því á annan hátt að slys hennar átti sér stað. Borgin telur málið fordæmisgefandi Landréttur staðfesti niðurstöðu héraðsdóms. Rétturinn telur að sérstakrar varúðar skuli gætt um allan aðbúnað á sund-og baðstöðum og að ríkar kröfur megi gera til rekstraraðila slíkra staða um rannsókn á orsökum slysa og varðveislu gagna. Gögn málsins hafi bent til þess að mottan sem um ræðir hafi ekki verið sérstaklega skoðuð í kjölfar slyssins og því lægju ekki fyrir gögn um ástand hennar og eiginleika á slysdegi. Borginni hafi ekki tekist að hrekja staðhæfingu konunnar um að hún hafi dottið á mottunni vegna hættueiginleika hennar og ekkert hafi legið fyrir um það að konan hafi ekki sýnt fulla aðgæslu á bakkanum. Landsréttur komst að sömu niðurstöðu í málinu og héraðsdómur. Reykjavíkurborg Í beiðni sinni um áfrýjun til Hæstaréttar ber borgin meðal annars fyrir sig að niðurstaðan í málinu geti verið fordæmisgefandi. Settar séu fram ný viðmið og nýjar reglur um sönnunarbyrði í dómi Landsréttar. Niðurstaðan feli í sér slíkt frávik frá meginreglum um sönnun í líkamstjónsmálum sem varða ábyrgð fasteignaeigenda að nauðsynlegt sé að hæstiréttur taki afstöðu til þessara grundvallabreytinga. Þá segir borgin að alfarið hafi verið litið fram hjá ráðstöfunum starfsmanna sundlaugarinnar til að tryggja öryggi sundlaugargesta og aðgæsluskylda konunnar við hála sundlaugarbakka. Hæstiréttur fellst ekki á að úrslit málsins hafi verulegt almennt gildi og þá verði ekki séð að dómur Landsréttar sé bersýnilega rangur. Dómsmál Reykjavík Sundlaugar Tryggingar Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Konan rann til á mottu sem hafði verið komið fyrir á bakkanum við útilaug Sundhallarinnar þann 6. desember 2018 að kvöldlagi þegar hún var á gangi frá kvennaklefa Sundhallarinnar í átt að heitum potti sem er á útisvæði samsíða útilauginni. Þegar konan gekk eftir blárri mottu sem komið hafði verið fyrir á gönguleiðinni hennar illi vaðlaugar og sundlaugarinnar skrikaði henni fótur og hún féll. Upprunalega féll héraðsdómur ekki á að sleipa sem varð konunni að falli hafi verið eðlileg þannig að fall hennar verði talið hafa átt sér stað vegna óhappatilviljunar. Því hafi ekkert komið fram í málinu sem hafi skotið stoðum undir málatilbúnað Reykjavíkurborgar að konan hafi á einhvern hátt gengið óvarlega fram eða átt hlut að því á annan hátt að slys hennar átti sér stað. Borgin telur málið fordæmisgefandi Landréttur staðfesti niðurstöðu héraðsdóms. Rétturinn telur að sérstakrar varúðar skuli gætt um allan aðbúnað á sund-og baðstöðum og að ríkar kröfur megi gera til rekstraraðila slíkra staða um rannsókn á orsökum slysa og varðveislu gagna. Gögn málsins hafi bent til þess að mottan sem um ræðir hafi ekki verið sérstaklega skoðuð í kjölfar slyssins og því lægju ekki fyrir gögn um ástand hennar og eiginleika á slysdegi. Borginni hafi ekki tekist að hrekja staðhæfingu konunnar um að hún hafi dottið á mottunni vegna hættueiginleika hennar og ekkert hafi legið fyrir um það að konan hafi ekki sýnt fulla aðgæslu á bakkanum. Landsréttur komst að sömu niðurstöðu í málinu og héraðsdómur. Reykjavíkurborg Í beiðni sinni um áfrýjun til Hæstaréttar ber borgin meðal annars fyrir sig að niðurstaðan í málinu geti verið fordæmisgefandi. Settar séu fram ný viðmið og nýjar reglur um sönnunarbyrði í dómi Landsréttar. Niðurstaðan feli í sér slíkt frávik frá meginreglum um sönnun í líkamstjónsmálum sem varða ábyrgð fasteignaeigenda að nauðsynlegt sé að hæstiréttur taki afstöðu til þessara grundvallabreytinga. Þá segir borgin að alfarið hafi verið litið fram hjá ráðstöfunum starfsmanna sundlaugarinnar til að tryggja öryggi sundlaugargesta og aðgæsluskylda konunnar við hála sundlaugarbakka. Hæstiréttur fellst ekki á að úrslit málsins hafi verulegt almennt gildi og þá verði ekki séð að dómur Landsréttar sé bersýnilega rangur.
Dómsmál Reykjavík Sundlaugar Tryggingar Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira