Kalla á umskipti ríkja heims í átt frá notkun jarðefnaeldsneytis Atli Ísleifsson skrifar 13. desember 2023 06:14 Ráðstefnan hefur staðið síðustu tvær vikurnar. EPA Ákall um umskipti ríkja heims í átt frá notkun jarðefnaeldsneytis er að finna í nýjum drögum að lokayfirlýsingu COP28-loftslagsráðstefnunnar sem kynnt voru í nótt. Í nýju drögunum kemur ekkert fram um útfösun jarðefnaeldsneyta líkt og margir höfðu kallað og vonast eftir, en þetta er í fyrsta sinn í sögu loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna þar sem samkomulag er um að draga úr notkuninni. Í drögunum er viðurkennd þörfin fyrir mikilli og hraðri minnkun sem haldið verði við, sé ætlunin að takmarka hlýnun jarðar við 1,5 gráðu. Ekki er ljóst hvort að nýju samkomulagsdrögin verði samþykkt, en enn er fundað í Sameinuðu arabísku furstadæmunum þar sem ráðstefnan fer fram. Öll 198 ríki heims þurfa að samþykkja drögin til að samkomulag náist. Boðað var til allsherjarfundar á ráðstefnunni sem hófst klukkan 5:30 að íslenskum tíma þar sem vonast er til að hægt verði að ná einróma samþykki sendinefnda ríkja heims. Just Released: The latest Global Stocktake Presidency Text https://t.co/w7spknkgdZ pic.twitter.com/kE5YaLutjF— COP28 UAE (@COP28_UAE) December 13, 2023 Í drögunum er kallað eftir því að með aðgerðum verði hægt að ná kolefnishlutleysi fyrir árið 2050. Sendinefndir ríkja heims hafa fundað á ráðstefnunni í tæpar tvær vikur fundað til að ræða um hnattræna hlýnun og leiðir til að stemma stigu við þróuninni. Vestræn ríkja og láglend ríki hafa talað mest fyrir hörðum aðgerðum og hörðu orðalagi í drögum að lokayfirlýsingu ráðstefnunnar. Upphaflega stóð til að ráðstefnunni myndi ljúka í gær en deilan um orðalag varðandi jarðefnaeldsneyti hefur reynst erfið sem varð til þess að ráðstefnan hefur dregist. Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Loftslagsmál Bensín og olía Orkumál Tengdar fréttir Beðið milli vonar og ótta eftir lokayfirlýsingu COP 28 Lokadagur COP 28 loftslagsráðstefnunnar í Dubai er runninn upp og stefnt er að því að lokayfirlýsing ráðstefnunnar verði birt síðdegis. Formaður íslensku sendinefndarinnar segir að fundað hafi verið langt fram á nótt vegna deilna um orðlag um framtíð jarðefnaeldsneytis. Ríki hafi gengið svo langt að hóta því að segja sig frá ráðstefnunni. 12. desember 2023 13:20 Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira
Í nýju drögunum kemur ekkert fram um útfösun jarðefnaeldsneyta líkt og margir höfðu kallað og vonast eftir, en þetta er í fyrsta sinn í sögu loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna þar sem samkomulag er um að draga úr notkuninni. Í drögunum er viðurkennd þörfin fyrir mikilli og hraðri minnkun sem haldið verði við, sé ætlunin að takmarka hlýnun jarðar við 1,5 gráðu. Ekki er ljóst hvort að nýju samkomulagsdrögin verði samþykkt, en enn er fundað í Sameinuðu arabísku furstadæmunum þar sem ráðstefnan fer fram. Öll 198 ríki heims þurfa að samþykkja drögin til að samkomulag náist. Boðað var til allsherjarfundar á ráðstefnunni sem hófst klukkan 5:30 að íslenskum tíma þar sem vonast er til að hægt verði að ná einróma samþykki sendinefnda ríkja heims. Just Released: The latest Global Stocktake Presidency Text https://t.co/w7spknkgdZ pic.twitter.com/kE5YaLutjF— COP28 UAE (@COP28_UAE) December 13, 2023 Í drögunum er kallað eftir því að með aðgerðum verði hægt að ná kolefnishlutleysi fyrir árið 2050. Sendinefndir ríkja heims hafa fundað á ráðstefnunni í tæpar tvær vikur fundað til að ræða um hnattræna hlýnun og leiðir til að stemma stigu við þróuninni. Vestræn ríkja og láglend ríki hafa talað mest fyrir hörðum aðgerðum og hörðu orðalagi í drögum að lokayfirlýsingu ráðstefnunnar. Upphaflega stóð til að ráðstefnunni myndi ljúka í gær en deilan um orðalag varðandi jarðefnaeldsneyti hefur reynst erfið sem varð til þess að ráðstefnan hefur dregist.
Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Loftslagsmál Bensín og olía Orkumál Tengdar fréttir Beðið milli vonar og ótta eftir lokayfirlýsingu COP 28 Lokadagur COP 28 loftslagsráðstefnunnar í Dubai er runninn upp og stefnt er að því að lokayfirlýsing ráðstefnunnar verði birt síðdegis. Formaður íslensku sendinefndarinnar segir að fundað hafi verið langt fram á nótt vegna deilna um orðlag um framtíð jarðefnaeldsneytis. Ríki hafi gengið svo langt að hóta því að segja sig frá ráðstefnunni. 12. desember 2023 13:20 Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira
Beðið milli vonar og ótta eftir lokayfirlýsingu COP 28 Lokadagur COP 28 loftslagsráðstefnunnar í Dubai er runninn upp og stefnt er að því að lokayfirlýsing ráðstefnunnar verði birt síðdegis. Formaður íslensku sendinefndarinnar segir að fundað hafi verið langt fram á nótt vegna deilna um orðlag um framtíð jarðefnaeldsneytis. Ríki hafi gengið svo langt að hóta því að segja sig frá ráðstefnunni. 12. desember 2023 13:20