Undirstaða friðar og farsældar Bjarni Benediktsson skrifar 13. desember 2023 09:30 Um nýliðna helgi var því fagnað að 75 ár eru frá samþykkt mannréttindayfirlýsingarinnar á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Þeim sem upplifðu hörmungar heimsstyrjaldanna var efst í huga að þær myndu aldrei endurtaka sig, en úr inngangsorðum yfirlýsingarinnar má lesa að vanvirðing fyrir mannréttindum hafi í raun leitt til þeirra óhæfuverka sem við þekkjum frá fyrri tíð. Um þessar mundir, þegar ófriður geisar alltof víða, má hugsa sér að þarna hafi höfundarnir hitt naglann á höfuðið. Hvernig er hægt að fremja mörg grimmdarverk síðustu missera án þess að hafa tapað virðingu fyrir fólkinu hinum megin víglínunnar og réttindum þess? Nefna má miskunnarlaust innrásarstríð Rússa í Úkraínu, voðaverk þeirra í Bucha og illvirki Hamas-hryðjuverkasamtakanna 7. október. Að sama skapi er óbærilegt að fylgjast með linnulausum stríðsrekstri á Gaza, þar sem þúsundir barna og annarra saklausra borgara láta lífið. Börn kjósa ekki að taka þátt í stríði og það er óásættanlegt að þau gjaldi fyrir það með lífi sínu. Þótt Ísland eitt geti ekki stöðvað átök á fjarlægum slóðum látum við til okkar taka. Við höfum lýst yfir einörðum stuðningi við Úkraínu og baráttu þjóðarinnar gegn innrásarliðinu frá upphafi. Við tölum skýrt fyrir vopnahléi af mannúðarástæðum á Gaza ásamt óheftu aðgengi neyðaraðstoðar og undantekningalausri virðingu við alþjóðalög. Öll brot þar á fordæmum við, rétt eins og við fordæmdum hin hrottalegu hryðjuverk í október. Í orði og á borði Stuðningurinn er þó ekki aðeins í orði. Undanfarin misseri hafa Íslendingar lagt úkraínsku þjóðinni til umtalsverð fjárframlög, gefið færanlegt sjúkrahús, þjálfað Úkraínumenn í sprengjuleit og stutt við orkuöryggi í landinu. Það er til mikils að vinna að sýna þennan stuðning áfram í verki, því þörfin fer síst minnkandi. Ísland hefur sömuleiðis margfaldað stuðning við mannúðaraðstoð á Gaza síðustu vikur og við erum nú meðal hæstu framlagsríkja miðað við höfðatölu. Það eru grundvallarhagsmunir Íslands sem herlausrar þjóðar í stóru og gjöfulu landi að mannréttindi, alþjóðalög, landamæri og landhelgi séu virt. Þess vegna er það frumskylda okkar að vinna af heilum hug að framförum í þessum efnum á heimsvísu. Við erum stolt af árangrinum sem náðist á leiðtogafundi Evrópuráðsins í vor og í formennskutíð Íslands í ráðinu. Þar var lagður grunnur að tjónaskrá sem mun miklu skipta til að réttlæti nái fram að ganga að stríðinu í Úkraínu loknu. Við höfum líka sett mark okkar á störf mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna með störfum í þágu kvenna í Íran, baráttufólks fyrir mannréttindum í Sádí-Arabíu og gegn aftökum án dóms og laga í fíkniefnastríði Dutertes á Filippseyjum. Ísland sækist að nýju eftir sæti í mannréttindaráðinu að ári og þar ætlum við að halda áfram uppteknum hætti. Baráttan heldur áfram Við erum svo heppin að búa í samfélagi þar sem mannréttindi eru í hávegum höfð og jafnrétti meira en víðast hvar. Velsæld eykst enda mest þegar hvert og eitt okkar fær tækifæri til að leggja sitt af mörkum á eigin forsendum. Við þurfum þess vegna að hlúa áfram að mannréttindum heima fyrir á sama tíma og við miðlum reynslu okkar og sýn ytra. Hröð tækniþróun og upplýsingaóreiða skapa áskoranir í lýðræðislegri umræðu. Hatrömm barátta og afturför á sér víða stað þegar kemur að jafnrétti kynjanna og réttindum hinsegin fólks. Áfram mætti telja. Það er eilífðarverkefni að tala fyrir samstöðu um að virða alþjóðalög, mannúðarreglur og mannréttindi, sem leggja grunninn að þeim heimi sem við viljum búa í og hlúa að. Við skulum gæta þess að standa vörð um réttarríkið, frelsið og þau réttindi sem við höfum barist fyrir. Það var aldrei svo að þau væru sjálfsögð. Höfundur er utanríkisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins. Greinin er hluti opnunarræðu sem flytja átti á viðburði Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands í tilefni 75 ára afmælis mannréttindayfirlýsingar SÞ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Benediktsson Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mannréttindi Utanríkismál Mest lesið Halldór 11.01.2025 Rafn Ágúst Ragnarsson Halldór Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Sjá meira
Um nýliðna helgi var því fagnað að 75 ár eru frá samþykkt mannréttindayfirlýsingarinnar á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Þeim sem upplifðu hörmungar heimsstyrjaldanna var efst í huga að þær myndu aldrei endurtaka sig, en úr inngangsorðum yfirlýsingarinnar má lesa að vanvirðing fyrir mannréttindum hafi í raun leitt til þeirra óhæfuverka sem við þekkjum frá fyrri tíð. Um þessar mundir, þegar ófriður geisar alltof víða, má hugsa sér að þarna hafi höfundarnir hitt naglann á höfuðið. Hvernig er hægt að fremja mörg grimmdarverk síðustu missera án þess að hafa tapað virðingu fyrir fólkinu hinum megin víglínunnar og réttindum þess? Nefna má miskunnarlaust innrásarstríð Rússa í Úkraínu, voðaverk þeirra í Bucha og illvirki Hamas-hryðjuverkasamtakanna 7. október. Að sama skapi er óbærilegt að fylgjast með linnulausum stríðsrekstri á Gaza, þar sem þúsundir barna og annarra saklausra borgara láta lífið. Börn kjósa ekki að taka þátt í stríði og það er óásættanlegt að þau gjaldi fyrir það með lífi sínu. Þótt Ísland eitt geti ekki stöðvað átök á fjarlægum slóðum látum við til okkar taka. Við höfum lýst yfir einörðum stuðningi við Úkraínu og baráttu þjóðarinnar gegn innrásarliðinu frá upphafi. Við tölum skýrt fyrir vopnahléi af mannúðarástæðum á Gaza ásamt óheftu aðgengi neyðaraðstoðar og undantekningalausri virðingu við alþjóðalög. Öll brot þar á fordæmum við, rétt eins og við fordæmdum hin hrottalegu hryðjuverk í október. Í orði og á borði Stuðningurinn er þó ekki aðeins í orði. Undanfarin misseri hafa Íslendingar lagt úkraínsku þjóðinni til umtalsverð fjárframlög, gefið færanlegt sjúkrahús, þjálfað Úkraínumenn í sprengjuleit og stutt við orkuöryggi í landinu. Það er til mikils að vinna að sýna þennan stuðning áfram í verki, því þörfin fer síst minnkandi. Ísland hefur sömuleiðis margfaldað stuðning við mannúðaraðstoð á Gaza síðustu vikur og við erum nú meðal hæstu framlagsríkja miðað við höfðatölu. Það eru grundvallarhagsmunir Íslands sem herlausrar þjóðar í stóru og gjöfulu landi að mannréttindi, alþjóðalög, landamæri og landhelgi séu virt. Þess vegna er það frumskylda okkar að vinna af heilum hug að framförum í þessum efnum á heimsvísu. Við erum stolt af árangrinum sem náðist á leiðtogafundi Evrópuráðsins í vor og í formennskutíð Íslands í ráðinu. Þar var lagður grunnur að tjónaskrá sem mun miklu skipta til að réttlæti nái fram að ganga að stríðinu í Úkraínu loknu. Við höfum líka sett mark okkar á störf mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna með störfum í þágu kvenna í Íran, baráttufólks fyrir mannréttindum í Sádí-Arabíu og gegn aftökum án dóms og laga í fíkniefnastríði Dutertes á Filippseyjum. Ísland sækist að nýju eftir sæti í mannréttindaráðinu að ári og þar ætlum við að halda áfram uppteknum hætti. Baráttan heldur áfram Við erum svo heppin að búa í samfélagi þar sem mannréttindi eru í hávegum höfð og jafnrétti meira en víðast hvar. Velsæld eykst enda mest þegar hvert og eitt okkar fær tækifæri til að leggja sitt af mörkum á eigin forsendum. Við þurfum þess vegna að hlúa áfram að mannréttindum heima fyrir á sama tíma og við miðlum reynslu okkar og sýn ytra. Hröð tækniþróun og upplýsingaóreiða skapa áskoranir í lýðræðislegri umræðu. Hatrömm barátta og afturför á sér víða stað þegar kemur að jafnrétti kynjanna og réttindum hinsegin fólks. Áfram mætti telja. Það er eilífðarverkefni að tala fyrir samstöðu um að virða alþjóðalög, mannúðarreglur og mannréttindi, sem leggja grunninn að þeim heimi sem við viljum búa í og hlúa að. Við skulum gæta þess að standa vörð um réttarríkið, frelsið og þau réttindi sem við höfum barist fyrir. Það var aldrei svo að þau væru sjálfsögð. Höfundur er utanríkisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins. Greinin er hluti opnunarræðu sem flytja átti á viðburði Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands í tilefni 75 ára afmælis mannréttindayfirlýsingar SÞ.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun