Lífeyrissjóðum ekki heimilt að fella niður vexti Grindvíkinga Árni Sæberg skrifar 13. desember 2023 11:08 Árni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gildis lífeyrissjóðs. Niðurstaða álitsgerðar lögmannsstofunnar LEX, sem unnin var fyrir Gildi lífeyrissjóð vegna sjóðfélagalána í Grindavík, er afdráttarlaus sú að lífeyrissjóðum sé ekki heimilt að afskrifa vexti og verðbætur með almennum hætti hjá lántökum. Í tilkynningu þess efnis frá Gildi segir að sjóðnum sé heimilt að taka til sérstakrar skoðunar einstaklingsbundnar aðstæður. Í því sambandi er bent á að lífeyrissjóðum er óheimilt að ráðstafa fjármunum í öðrum tilgangi en að greiða lífeyri. Lánamál Grindvíkinga hafa mikið verið í umræðunni frá því að þeim var gert að rýma bæinn þann 11. nóvember síðastliðinn. Stóru viðskiptabankarnir þrír tilkynntu ellefu dögum seinna að þeir hefðu, í samstarfi við Samtök fjármálafyrirtækja, gert samkomulag um að fella niður vexti og verðbætur af íbúðalánum Grindvíkinga í þrjá mánuði. Ekki orðið við kröfum háværra mótmælenda Háværar kröfur hafa verið gerðar um að lífeyrissjóðir geri slíkt hið sama en stjórendur þeirra hafa sagt lagalega óvissu uppi um það hvort þeim sé það heimilt. Kröfurnar náðu hámæli þegar verkalýðsforingjar í Grindavík ásamt Ragnari Þór Ingólfssyni, formanni VR, og fleiri verkalýðsforkólfum, stóðu fyrir háværum mótmælum í höfuðstöðvum Gildis. Nú liggur fyrir ákvörðun Gildis um að fella ekki niður vexti og verðbætur lána Grindvíkinga með almennum hætti. Í tilkynningunni segir að ákvörðunin sé tekin af stjórn Gildis, meðal annars á grundvelli álitsgerðar LEX. Frestun hafi lítil sem engin áhrif á afborganir Gildi muni meta stöðu einstakra lántakenda sjóðsins frá Grindavík og skoða sérstaklega hvernig hægt sé að koma til móts við þá sem höllum fæti standa út frá greiðslugetu og veðstöðu. Staðan á svæðinu sé enn um margt óljós og erfitt er að meta hvenær til slíkra aðgerða kemur. „Minnt er á að sjóðurinn hefur þegar veitt lántakendum sex mánaða greiðsluskjól. Í því felst að gjalddögum er einfaldlega frestað þannig að lánið lengist um allt að sex mánuði. Frestunin hefur þar með nánast engin áhrif á mánaðarlegar greiðslur eftir að frystingu lýkur.“ Lífeyrissjóðir Grindavík Tengdar fréttir „Hefur löngum heitið Moggalygi“ Formenn Verkalýðsfélags Grindavíkur og sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur segjast vísa ávirðingum um að Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hafi gengið fram í offorsi í mótmælum á skrifstofu Gildis til föðurhúsanna. Um sé að ræða svokallaða „Moggalygi.“ 5. desember 2023 10:53 Lífeyrissjóðir þráist við Formaður verkalýðsfélags Grindvíkinga gefur lítið fyrir yfirlýsingu lífeyrissjóðanna um að unnið sé að farsælli lausn fyrir grindvíska lántakendur. Þrjú verkalýðsfélög hafa boðað til mótmæla við húsnæði samtakanna og lífeyrissjóðs Gildis í dag. 30. nóvember 2023 13:00 Unnið að lausn hjá lífeyrissjóðum fyrir Grindvíkinga Landssamtök lífeyrissjóða segjast ekki hafa verið höfð með í ráðum þegar kynnt var heildstæð lausn frá lánastofnunum til Grindvíkinga. Unnið sé að lausn með aðkomu lífeyrissjóðanna sem sagt er að þurfi að rúmast innan ramma laga. 30. nóvember 2023 08:52 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Í tilkynningu þess efnis frá Gildi segir að sjóðnum sé heimilt að taka til sérstakrar skoðunar einstaklingsbundnar aðstæður. Í því sambandi er bent á að lífeyrissjóðum er óheimilt að ráðstafa fjármunum í öðrum tilgangi en að greiða lífeyri. Lánamál Grindvíkinga hafa mikið verið í umræðunni frá því að þeim var gert að rýma bæinn þann 11. nóvember síðastliðinn. Stóru viðskiptabankarnir þrír tilkynntu ellefu dögum seinna að þeir hefðu, í samstarfi við Samtök fjármálafyrirtækja, gert samkomulag um að fella niður vexti og verðbætur af íbúðalánum Grindvíkinga í þrjá mánuði. Ekki orðið við kröfum háværra mótmælenda Háværar kröfur hafa verið gerðar um að lífeyrissjóðir geri slíkt hið sama en stjórendur þeirra hafa sagt lagalega óvissu uppi um það hvort þeim sé það heimilt. Kröfurnar náðu hámæli þegar verkalýðsforingjar í Grindavík ásamt Ragnari Þór Ingólfssyni, formanni VR, og fleiri verkalýðsforkólfum, stóðu fyrir háværum mótmælum í höfuðstöðvum Gildis. Nú liggur fyrir ákvörðun Gildis um að fella ekki niður vexti og verðbætur lána Grindvíkinga með almennum hætti. Í tilkynningunni segir að ákvörðunin sé tekin af stjórn Gildis, meðal annars á grundvelli álitsgerðar LEX. Frestun hafi lítil sem engin áhrif á afborganir Gildi muni meta stöðu einstakra lántakenda sjóðsins frá Grindavík og skoða sérstaklega hvernig hægt sé að koma til móts við þá sem höllum fæti standa út frá greiðslugetu og veðstöðu. Staðan á svæðinu sé enn um margt óljós og erfitt er að meta hvenær til slíkra aðgerða kemur. „Minnt er á að sjóðurinn hefur þegar veitt lántakendum sex mánaða greiðsluskjól. Í því felst að gjalddögum er einfaldlega frestað þannig að lánið lengist um allt að sex mánuði. Frestunin hefur þar með nánast engin áhrif á mánaðarlegar greiðslur eftir að frystingu lýkur.“
Lífeyrissjóðir Grindavík Tengdar fréttir „Hefur löngum heitið Moggalygi“ Formenn Verkalýðsfélags Grindavíkur og sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur segjast vísa ávirðingum um að Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hafi gengið fram í offorsi í mótmælum á skrifstofu Gildis til föðurhúsanna. Um sé að ræða svokallaða „Moggalygi.“ 5. desember 2023 10:53 Lífeyrissjóðir þráist við Formaður verkalýðsfélags Grindvíkinga gefur lítið fyrir yfirlýsingu lífeyrissjóðanna um að unnið sé að farsælli lausn fyrir grindvíska lántakendur. Þrjú verkalýðsfélög hafa boðað til mótmæla við húsnæði samtakanna og lífeyrissjóðs Gildis í dag. 30. nóvember 2023 13:00 Unnið að lausn hjá lífeyrissjóðum fyrir Grindvíkinga Landssamtök lífeyrissjóða segjast ekki hafa verið höfð með í ráðum þegar kynnt var heildstæð lausn frá lánastofnunum til Grindvíkinga. Unnið sé að lausn með aðkomu lífeyrissjóðanna sem sagt er að þurfi að rúmast innan ramma laga. 30. nóvember 2023 08:52 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
„Hefur löngum heitið Moggalygi“ Formenn Verkalýðsfélags Grindavíkur og sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur segjast vísa ávirðingum um að Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hafi gengið fram í offorsi í mótmælum á skrifstofu Gildis til föðurhúsanna. Um sé að ræða svokallaða „Moggalygi.“ 5. desember 2023 10:53
Lífeyrissjóðir þráist við Formaður verkalýðsfélags Grindvíkinga gefur lítið fyrir yfirlýsingu lífeyrissjóðanna um að unnið sé að farsælli lausn fyrir grindvíska lántakendur. Þrjú verkalýðsfélög hafa boðað til mótmæla við húsnæði samtakanna og lífeyrissjóðs Gildis í dag. 30. nóvember 2023 13:00
Unnið að lausn hjá lífeyrissjóðum fyrir Grindvíkinga Landssamtök lífeyrissjóða segjast ekki hafa verið höfð með í ráðum þegar kynnt var heildstæð lausn frá lánastofnunum til Grindvíkinga. Unnið sé að lausn með aðkomu lífeyrissjóðanna sem sagt er að þurfi að rúmast innan ramma laga. 30. nóvember 2023 08:52