Við fjöllum einnig um að hjálparbeiðnum hafi fjölgað mikið hjá Hjálparstarfi kirkjunnar en dýrtíð hittir marga illa. Félagsráðgjafi segir neyðina í samfélaginu gríðarlega.
Þá ræðum við lokayfirlýsingu loftlagsráðstefnunnar Cop28 við varaformann Landverndar en deildar meiningar eru um ágæti hennar.
Við skoðum hvernig veðrið verður næstu daga en búast má við lægðum og rigningu og lítum við á tónleikum Söngskólans í Reykjavík.