Samskiptaleysi olli því að farþegaþotan lenti á sömu braut Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 15. desember 2023 08:16 Um var að ræða Boeing farþegaþotu Icelandair sem kom inn til lendingar í Keflavík. Vísir/Vilhelm Kerfisbundin mistök og skortur á samskiptum urðu til þess að farþegaþota Icelandair á leið frá Seattle lenti í október árið 2019 á flugbraut í Keflavík þar sem önnur flugvél var fyrir. Þetta kemur fram í skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa um málið. Þann 28. október 2019 hafnaði tveggja manna flugvél í kanti við enda flugbrautar í Keflavík. Farþegavél Icelandair hafði ekki nægilegt eldsneyti til að fljúga til Akureyrar og lenti því á sömu braut og vélin. Samskiptaleysi um Reykjavíkurflugvöll Í skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa kemur meðal annars fram að farþegaþota Icelandair hafi verið í aðflugi að Keflavíkurflugvelli þegar litla vélin rann af flugbrautarendanum. Reykjavíkurflugvöllur hafi verið skráður sem varaflugvöllur flugsins og bað áhöfn farþegavélarinnar flugumferðarstjóra í aðflugsstjórn Keflavíkurflugvallar um síðustu bremsumælingu fyrir Reykjavíkurflugvöll. Flugumferðarstjórinn hefði svarað því að það tæki hálftíma að fá bremsumælingu þar. Fram kemur í skýrslunni að flugumferðarstjórar í Keflavík hafi hins vegar ekki vitað að þá var þegar verið að undirbúa Reykjavíkurflugvöll fyrir opnun og búið að bremsumæla flugbrautina tvisvar þennan morgun. Rannsóknin hafi leitt í ljós samskiptaleysi á milli aðflugsstjórnar Keflavíkurflugvallar og flugradíóþjónustu Reykjavíkurflugvallar. Vegna þessa komust flugmenn farþegaþotu Icelandair að þeirri niðurstöðu að þeir gætu ekki beðið eftir Reykjavíkurflugvelli og eins að Keflavíkurflugvöllur væri þeirra eini kostur til lendingar. Rannsóknarnefndin kemst á sama tíma á þá niðurstöðu að Reykjavíkurflugvöllur hafi ekki verið heppilegur varaflugvöllur fyrir flugið. Það er með tilliti til veðurspár, opnunartíma flugvallarins, þess tíma sem tekur að hækka neyðarviðbragðsstig flugvallarins og afkastagetu flugvélarinnar í lendingu. Farþegar í litlu flugvélinni ekki látnir vita Fram kemur í skýrslunni að áhöfn farþegavélarinnar hafi loks lýst yfir neyðarástandi til að geta lent á Keflavíkurflugvelli en þá var eldsneyti um borð í vélinni komið niður í 2,8 tonn. Þegar vélin lenti kl. 06:26 þennan dag var eldsneytismagnið 2,6 tonn. Þá segir að flugáhöfn og farþegar flugvélarinnar sem stödd hafi verið á brautinni þegar farþegavél Icelandair lenti þar hafi ekki verið látnir vita að vélin væri að lenda á þeirri braut þar sem þeir voru staddir. Skorti heildarsýn Meðal þess sem rannsóknarnefnd samgönguslysa leggur til í skýrslu sinni til að draga úr líkum á því að slíkt atvik geti gerst aftur er að allar farþegaþotur á leið til landsins, auk farþegaþota í innanlandsflugi, hafi nægilegt eldsneytismagn til þess að fljúga til varaflugvallar og að tekið sé tillit til þess tíma sem það taki að undirbúa flugvöllinn. Þá komst rannsóknarnefndin á þá niðurstöðu að þrátt fyrir að viðeigandi aðilar hefðu öryggisnet í kringum sína starfsemi, þá væri hver þeirra einungis að líta á það frá sínu sjónarhorni og að yfirsýn skorti á heildaröryggiskerfið. Nefndin leggur meðal annars til við Isavia að gæta að samskiptaleiðum á milli Keflavíkurflugvallar og annarra flugvalla utan opnunartíma þeirra. Þá er lagt til að búnir verði til sérstakir ferlar um upplýsingagjöf þeirra á milli, komi til þess að einum þeirra sé lokað. Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Icelandair Samgönguslys Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Þetta kemur fram í skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa um málið. Þann 28. október 2019 hafnaði tveggja manna flugvél í kanti við enda flugbrautar í Keflavík. Farþegavél Icelandair hafði ekki nægilegt eldsneyti til að fljúga til Akureyrar og lenti því á sömu braut og vélin. Samskiptaleysi um Reykjavíkurflugvöll Í skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa kemur meðal annars fram að farþegaþota Icelandair hafi verið í aðflugi að Keflavíkurflugvelli þegar litla vélin rann af flugbrautarendanum. Reykjavíkurflugvöllur hafi verið skráður sem varaflugvöllur flugsins og bað áhöfn farþegavélarinnar flugumferðarstjóra í aðflugsstjórn Keflavíkurflugvallar um síðustu bremsumælingu fyrir Reykjavíkurflugvöll. Flugumferðarstjórinn hefði svarað því að það tæki hálftíma að fá bremsumælingu þar. Fram kemur í skýrslunni að flugumferðarstjórar í Keflavík hafi hins vegar ekki vitað að þá var þegar verið að undirbúa Reykjavíkurflugvöll fyrir opnun og búið að bremsumæla flugbrautina tvisvar þennan morgun. Rannsóknin hafi leitt í ljós samskiptaleysi á milli aðflugsstjórnar Keflavíkurflugvallar og flugradíóþjónustu Reykjavíkurflugvallar. Vegna þessa komust flugmenn farþegaþotu Icelandair að þeirri niðurstöðu að þeir gætu ekki beðið eftir Reykjavíkurflugvelli og eins að Keflavíkurflugvöllur væri þeirra eini kostur til lendingar. Rannsóknarnefndin kemst á sama tíma á þá niðurstöðu að Reykjavíkurflugvöllur hafi ekki verið heppilegur varaflugvöllur fyrir flugið. Það er með tilliti til veðurspár, opnunartíma flugvallarins, þess tíma sem tekur að hækka neyðarviðbragðsstig flugvallarins og afkastagetu flugvélarinnar í lendingu. Farþegar í litlu flugvélinni ekki látnir vita Fram kemur í skýrslunni að áhöfn farþegavélarinnar hafi loks lýst yfir neyðarástandi til að geta lent á Keflavíkurflugvelli en þá var eldsneyti um borð í vélinni komið niður í 2,8 tonn. Þegar vélin lenti kl. 06:26 þennan dag var eldsneytismagnið 2,6 tonn. Þá segir að flugáhöfn og farþegar flugvélarinnar sem stödd hafi verið á brautinni þegar farþegavél Icelandair lenti þar hafi ekki verið látnir vita að vélin væri að lenda á þeirri braut þar sem þeir voru staddir. Skorti heildarsýn Meðal þess sem rannsóknarnefnd samgönguslysa leggur til í skýrslu sinni til að draga úr líkum á því að slíkt atvik geti gerst aftur er að allar farþegaþotur á leið til landsins, auk farþegaþota í innanlandsflugi, hafi nægilegt eldsneytismagn til þess að fljúga til varaflugvallar og að tekið sé tillit til þess tíma sem það taki að undirbúa flugvöllinn. Þá komst rannsóknarnefndin á þá niðurstöðu að þrátt fyrir að viðeigandi aðilar hefðu öryggisnet í kringum sína starfsemi, þá væri hver þeirra einungis að líta á það frá sínu sjónarhorni og að yfirsýn skorti á heildaröryggiskerfið. Nefndin leggur meðal annars til við Isavia að gæta að samskiptaleiðum á milli Keflavíkurflugvallar og annarra flugvalla utan opnunartíma þeirra. Þá er lagt til að búnir verði til sérstakir ferlar um upplýsingagjöf þeirra á milli, komi til þess að einum þeirra sé lokað.
Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Icelandair Samgönguslys Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira