Samskiptaleysi olli því að farþegaþotan lenti á sömu braut Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 15. desember 2023 08:16 Um var að ræða Boeing farþegaþotu Icelandair sem kom inn til lendingar í Keflavík. Vísir/Vilhelm Kerfisbundin mistök og skortur á samskiptum urðu til þess að farþegaþota Icelandair á leið frá Seattle lenti í október árið 2019 á flugbraut í Keflavík þar sem önnur flugvél var fyrir. Þetta kemur fram í skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa um málið. Þann 28. október 2019 hafnaði tveggja manna flugvél í kanti við enda flugbrautar í Keflavík. Farþegavél Icelandair hafði ekki nægilegt eldsneyti til að fljúga til Akureyrar og lenti því á sömu braut og vélin. Samskiptaleysi um Reykjavíkurflugvöll Í skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa kemur meðal annars fram að farþegaþota Icelandair hafi verið í aðflugi að Keflavíkurflugvelli þegar litla vélin rann af flugbrautarendanum. Reykjavíkurflugvöllur hafi verið skráður sem varaflugvöllur flugsins og bað áhöfn farþegavélarinnar flugumferðarstjóra í aðflugsstjórn Keflavíkurflugvallar um síðustu bremsumælingu fyrir Reykjavíkurflugvöll. Flugumferðarstjórinn hefði svarað því að það tæki hálftíma að fá bremsumælingu þar. Fram kemur í skýrslunni að flugumferðarstjórar í Keflavík hafi hins vegar ekki vitað að þá var þegar verið að undirbúa Reykjavíkurflugvöll fyrir opnun og búið að bremsumæla flugbrautina tvisvar þennan morgun. Rannsóknin hafi leitt í ljós samskiptaleysi á milli aðflugsstjórnar Keflavíkurflugvallar og flugradíóþjónustu Reykjavíkurflugvallar. Vegna þessa komust flugmenn farþegaþotu Icelandair að þeirri niðurstöðu að þeir gætu ekki beðið eftir Reykjavíkurflugvelli og eins að Keflavíkurflugvöllur væri þeirra eini kostur til lendingar. Rannsóknarnefndin kemst á sama tíma á þá niðurstöðu að Reykjavíkurflugvöllur hafi ekki verið heppilegur varaflugvöllur fyrir flugið. Það er með tilliti til veðurspár, opnunartíma flugvallarins, þess tíma sem tekur að hækka neyðarviðbragðsstig flugvallarins og afkastagetu flugvélarinnar í lendingu. Farþegar í litlu flugvélinni ekki látnir vita Fram kemur í skýrslunni að áhöfn farþegavélarinnar hafi loks lýst yfir neyðarástandi til að geta lent á Keflavíkurflugvelli en þá var eldsneyti um borð í vélinni komið niður í 2,8 tonn. Þegar vélin lenti kl. 06:26 þennan dag var eldsneytismagnið 2,6 tonn. Þá segir að flugáhöfn og farþegar flugvélarinnar sem stödd hafi verið á brautinni þegar farþegavél Icelandair lenti þar hafi ekki verið látnir vita að vélin væri að lenda á þeirri braut þar sem þeir voru staddir. Skorti heildarsýn Meðal þess sem rannsóknarnefnd samgönguslysa leggur til í skýrslu sinni til að draga úr líkum á því að slíkt atvik geti gerst aftur er að allar farþegaþotur á leið til landsins, auk farþegaþota í innanlandsflugi, hafi nægilegt eldsneytismagn til þess að fljúga til varaflugvallar og að tekið sé tillit til þess tíma sem það taki að undirbúa flugvöllinn. Þá komst rannsóknarnefndin á þá niðurstöðu að þrátt fyrir að viðeigandi aðilar hefðu öryggisnet í kringum sína starfsemi, þá væri hver þeirra einungis að líta á það frá sínu sjónarhorni og að yfirsýn skorti á heildaröryggiskerfið. Nefndin leggur meðal annars til við Isavia að gæta að samskiptaleiðum á milli Keflavíkurflugvallar og annarra flugvalla utan opnunartíma þeirra. Þá er lagt til að búnir verði til sérstakir ferlar um upplýsingagjöf þeirra á milli, komi til þess að einum þeirra sé lokað. Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Icelandair Samgönguslys Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Sjá meira
Þetta kemur fram í skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa um málið. Þann 28. október 2019 hafnaði tveggja manna flugvél í kanti við enda flugbrautar í Keflavík. Farþegavél Icelandair hafði ekki nægilegt eldsneyti til að fljúga til Akureyrar og lenti því á sömu braut og vélin. Samskiptaleysi um Reykjavíkurflugvöll Í skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa kemur meðal annars fram að farþegaþota Icelandair hafi verið í aðflugi að Keflavíkurflugvelli þegar litla vélin rann af flugbrautarendanum. Reykjavíkurflugvöllur hafi verið skráður sem varaflugvöllur flugsins og bað áhöfn farþegavélarinnar flugumferðarstjóra í aðflugsstjórn Keflavíkurflugvallar um síðustu bremsumælingu fyrir Reykjavíkurflugvöll. Flugumferðarstjórinn hefði svarað því að það tæki hálftíma að fá bremsumælingu þar. Fram kemur í skýrslunni að flugumferðarstjórar í Keflavík hafi hins vegar ekki vitað að þá var þegar verið að undirbúa Reykjavíkurflugvöll fyrir opnun og búið að bremsumæla flugbrautina tvisvar þennan morgun. Rannsóknin hafi leitt í ljós samskiptaleysi á milli aðflugsstjórnar Keflavíkurflugvallar og flugradíóþjónustu Reykjavíkurflugvallar. Vegna þessa komust flugmenn farþegaþotu Icelandair að þeirri niðurstöðu að þeir gætu ekki beðið eftir Reykjavíkurflugvelli og eins að Keflavíkurflugvöllur væri þeirra eini kostur til lendingar. Rannsóknarnefndin kemst á sama tíma á þá niðurstöðu að Reykjavíkurflugvöllur hafi ekki verið heppilegur varaflugvöllur fyrir flugið. Það er með tilliti til veðurspár, opnunartíma flugvallarins, þess tíma sem tekur að hækka neyðarviðbragðsstig flugvallarins og afkastagetu flugvélarinnar í lendingu. Farþegar í litlu flugvélinni ekki látnir vita Fram kemur í skýrslunni að áhöfn farþegavélarinnar hafi loks lýst yfir neyðarástandi til að geta lent á Keflavíkurflugvelli en þá var eldsneyti um borð í vélinni komið niður í 2,8 tonn. Þegar vélin lenti kl. 06:26 þennan dag var eldsneytismagnið 2,6 tonn. Þá segir að flugáhöfn og farþegar flugvélarinnar sem stödd hafi verið á brautinni þegar farþegavél Icelandair lenti þar hafi ekki verið látnir vita að vélin væri að lenda á þeirri braut þar sem þeir voru staddir. Skorti heildarsýn Meðal þess sem rannsóknarnefnd samgönguslysa leggur til í skýrslu sinni til að draga úr líkum á því að slíkt atvik geti gerst aftur er að allar farþegaþotur á leið til landsins, auk farþegaþota í innanlandsflugi, hafi nægilegt eldsneytismagn til þess að fljúga til varaflugvallar og að tekið sé tillit til þess tíma sem það taki að undirbúa flugvöllinn. Þá komst rannsóknarnefndin á þá niðurstöðu að þrátt fyrir að viðeigandi aðilar hefðu öryggisnet í kringum sína starfsemi, þá væri hver þeirra einungis að líta á það frá sínu sjónarhorni og að yfirsýn skorti á heildaröryggiskerfið. Nefndin leggur meðal annars til við Isavia að gæta að samskiptaleiðum á milli Keflavíkurflugvallar og annarra flugvalla utan opnunartíma þeirra. Þá er lagt til að búnir verði til sérstakir ferlar um upplýsingagjöf þeirra á milli, komi til þess að einum þeirra sé lokað.
Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Icelandair Samgönguslys Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Sjá meira