Ákall til dómsmálaráðherra um að halda tveggja daga ráðstefnu um stöðu ungra afbrotamanna hér á landi! Davíð Bergmann skrifar 15. desember 2023 12:31 Þegar það liggur ljóst fyrir að 3000 ungmenni á höfuðborgarsvæðinu á aldrinum 16-24 ára eru hvorki í vinnu né í skóla, þá hlítur maður að spyrja sig, hvað skildu þau þá vera mörg á landsvísu! Er ekki næga vinnu að fá? Við erum allavega að flytja inn vinnuafl erlendis frá en á sama tíma virðist ekki vera pláss fyrir þessi ungmenni á vinnumarkaði. Eða getur verið að vinnumarkaðurinn geti ekki tekið við þeim af þeirri einföldu ástæðu að þau uppfylla ekki menntunarkröfur og hafa enga reynslu af þeim markaði. Standa skólarnir ekki opnir fyrir öllum í dag eða liggur skýring í því að það er ekki pláss fyrir alla vegna aðstöðuleysis? Eða ráða þeir hreinlega ekki við þetta verkefni? Þetta kemur fram í skýrslu sem var gerð af hóp á vegum skrifstofu sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, sem ber heitið „Forvarnir og geðrækt hjá ungmennum á höfuðborgarsvæðinu”. Í skýrslunni segir eftirfarandi ▪ Aðvörunarljós Ekki eru tiltækar nákvæmar tölulegar upplýsingar yfir ungmenni sem eiga við skólaforðun að etja, hafa ekki skráð sig í framhaldsskóla, eða horfið á brott úr framhaldsskólum á höfuðborgarsvæðinu. Hjá framhaldsskólunum er engin sérstök (miðlæg) skráning til um nemendur sem skráðir eru í skóla, en mæta sjaldan eða alls ekki. Leiða má líkur að því, að tölur Hagstofunnar í desember 2022 um atvinnulaus ungmenni (16-24 ára) endurspegli að mestu leyti þann fjölda ungmenna á höfuðborgarsvæðinu sem eru í skólaforðun, hafi horfið frá námi og eru skráð atvinnulaus. Því má gera að því skóna að um 3000 ungmenni á höfuðborgarsvæðinu séu um þessar mundir hvorki í formlegu námi né á vinnumarkaði og umtalsverður hluti þeirra sæki einhverskonar þjónustu til sveitarfélaganna. Hátt hlutfall ungs fólks með örorku- eða endurhæfingarlífeyri hér á landi, bendir eindregið til varhugaverðrar þróunar. Þurfum við kannski að bjóða upp á millistig fyrir ungmenni sem hafa verið að glíma við skólaforðun eða sig brennt á grunnskóla göngu sinni. Svo þegar þau gera tilraun til að fara í framhaldsskóla upplifa þau sama tapið og hverfa frá námi. Getur verið að skólinn sé fráhrindandi og of einsleitur fyrir þá sem geta ekki lesið sér til gagns. Að það sé þess vegna sem þau gafast upp og sækist ekki eftir því að fara í skóla aftur.Þurfum við ekki að hugsa út fyrir kassann þegar kemur að því að mæta þörfum þessara 3000 einstaklinga sem lenda á milli skips og bryggju? Þarna gæti Fjölsmiðjan komið sterk inn, því hún hefur verið að bjóða upp á nám fyrir þá sem koma brenndir úr skólakerfinu og það nám er metið til eininga á framhaldsskólastigi. Flest af þessum ungmennum hafa aldrei stigið inn á vinnumarkaðinn, þurfa þar að leiðandi þjálfun og leiðsögn á honum. Í Fjölsmiðjunni fá þau akkúrat það,samhliða því geta þau elft sig í námi á sínum hraða.Styrking á slíku úrræði gæti fækkað brottfall úr framhaldsskólum ef það væri betur nýtt og smiðjurnar væru fleiri. Þá kæmu þessi ungmenni betur undirbúin og með sjálfstraust í framhaldsskólann eða á vinnumarkaðinn seinna meir. Verða þessi sem geta ekki lesið sér til gagns samferða jafnöldrum sínum sem geta það, inn í fjórðu iðnöldina, sem er gengin í garð. Hvar verða þau í róbótavæðingunni og gervigreindar öldinni sem er framundan. Er reiknað með þeim í nýsköpuninni og framþróuninni, sem stjórnmálamennir eru alltaf að tala um….. NEI. Ætti uppstokkunin innan menntakerfisins kannski að vera sú að við förum að meta verknám, listir og íþróttir til jafns við bóknám í grunnskóla. Þannig að við förum að skila út í samfélagið fleiri glöðum og öflugum einstaklingum, sem vita hvert þeir eru að stefna í lífinu? Ef við fækkum ungu fólki á örorku- eða endurhæfingarlífeyri hér á landi mun það hugsanlega minnka notkun svefn og geðlyfja og í staðinn leiða til þess að þeir verði að virkum þátttakendum í samfélaginu. Myndi það draga úr kvíða og þunglyndi í leiðinni vera töluverður fjárhagslegur ávinningur fyrir alla? Ef við finnum ekki þessi ungmenni og hjálpum þeim ekki þá mun vandamálið stækka og kannski á endanum verða nær óviðráðanlegt, fyrir utan það hvað það verður óheyrilega dýrt fyrir samfélagið. Þurfa sveitarfélögin kannski að endurskoða lög um fjárhagsaðstoð til þeirra sem eru 18-24 ára. Greinarhöfundar skýrslunnar “Forvarnir og geðrækt hjá ungmennum á höfuðborgarsvæðinu”komu sérstaklega inn á það að sú varhugaverða þróun sem á sér stað í dag með tilliti til örorku- eða endurhæfingarlífeyri hér á landi til ungs fólks sé eitthvað sem þurfi að bregðast við. Kannski hefði þessi skýrsla frá skrifstofu sveitarfélaga átt að vekja meiri athygli fjölmiðla, það var reynt en þótti ekki nógu krassandi held ég, þá hefði nýjasta Písa könnunin ekki átt að koma okkur svona í opna skjöldu. Getur verið að þetta sé uppsafnaður vandi og fjárveitingarvaldið reikni ekki með þeim sem standa höllum fæti í skólunum. Það hljóta þessi 3000 einstaklingar að endurspegla. Þetta kallar á aðgerðir, ekki bara á menntasviðinu heldur líka á öðrum sviðum innan stoðþjónustunnar. Eins og það hvernig við vinnum með ungum afbrotamönnum í nútíð og framtíð. Tek það samt skýrt fram að ég er ekki að óska eftir átaki, heldur að það sé tekið á þessu sem viðfangsefni til næstu ára og áratuga. Sú áminning sem við fengum í Písa könnunni síðustu og skýrslan frá skrifstofu höfuðborgarsvæðisins ætti að gefa okkur góða mynd af því hvar við erum stödd í dag og hvert stefnir. Er hugsanlegt að þarna sé komin ein af mörgum skýringum af hverju harkan í undirheimunum hefur verið að aukast hér á landi og sér í lagi hjá ungu fólki. Getur það verið vegna þess að þessi sem er að tapa í lífinu upplifi sig ekki sem hluta af samfélaginu og velji þar að leiðandi að tilheyra afbrotaheiminum og fær sína viðurkenningu þar. Af hverju skildi það vera, og er það einhverjum um að kenna hvernig er komið fyrir honum. „Hvernig komum við í veg fyrir að hann/hún taki one way ticket to Litla Hraun eða Hólmsheiði nú eða festist í fátæktar gildru?“ Það er ekki ungu fólki holt í blóma lífsins að vera stefnulaust og vita ekkert hvað framtíðin ber í skauti sér. Skildi það eiga við þessa 3000 sem eru hvorki í skóla né vinnu og hvað skildi það kosta samfélagið? Nú þegar rykið er sest, flestir eru búnir meðtaka þá kolsvörtu skýrslu sem Ríkisendurskoðun skilað af sér í byrjun mánaðarins um fangelsismál og allir fjölmiðlar landsins hafa misst áhugann á í bili. Þá er mikilvægt að opna á umræðuna aftur yfirvegað og af skynsemi. Áhugi fjölmiðla mun vakna á ný, hvort það verður vegna hnífstungu, skotárásar, íkveikju, nauðgun, mannráns, eða kannski kaldrifjaðs morðs. Þá fer þessi málaflokkur aftur á dagskrá í öllum miðlum landsins um leið. Það er ekki spurning hvort, heldur hvenær það mun gerast. Hvað ætlum við þá að gera og hver verða svörin. Verður eitthvað nýtt undir sólinni til að bregðast við vandanum þá. Svarið við þeirri spurningu er fljót svarað, NEI. Þetta verður eins og alltaf, sífellt endurtekning á því sama, í tvo til þrjá daga tröllríður þetta öllum fjölmiðlum landsins og svo verður það gleymt eins og hendi sé veifað. Hvað þarf að gera? Númer eitt, tvö og þrjú marka stefnu, taka á málunum af festu með fræðsla, leiðsögn, betrun, það ætti að vera inntakið. Við verðum að koma okkur upp úr þeim hjólförum sem við erum búin að vera föst í og hætta að spóla svo áratugum skiptir í þeim. Ágæti dómsmálaráðherra, mig grunar líka að hinn almenni borgari vilji sjá aðgerðir í þessum málum. Munum að það var ekkert annað en guð og lukkan sem stýrði því að ekki fór verr í skotárásinni í Grafarholti fyrr í vetur. Þar sem saklausir borgarar hefðu svo hæglega geta orðið fyrir alvarlegu líkamstjóni og börn líka. Reynum að ímynda okkur ef sú árás hefði farið öðruvísi. Jafnvel að saklaust barn hefði látist. Hver hefði þá krafan verið hérna úti í samfélaginu? Það er heldur ekki langt síðan að nokkur ungmenni urðu 27 ára gömlum manni að banna með því að stinga hann ítrekað. Í mínum huga var þetta ekkert annað en kaldrifjað morð og það var meira segja tekið upp á síma. Eftir situr föðurlaust þriggja ára gamalt barn og fjölskyldafórnarlambsins. Hefur orðið siðrof í þessum kimum samfélagsins eða hefur þetta allt sínar eðlilegar skýringar að ofbeldið sé að harðna. Á samfélagið að umbera meiri hörku og ofbeldi og halda áfram að sitja hjá, hvenær ætlum við að stíga inn af alvöru og hafa þau verkfæri tiltæk til að stoppa þessa þróun. Til að byrja með þurfa dómstólar landsins að skapa sér nýjar hefðir þegar dæmt er í málum ungra afbrotamanna og stoðþjónustan þarf að vera klár. Þetta ætti að vera efst á lista á ráðstefnunni. Erum við að bíða eftir ,,slysi” þegar einhver almennur borgari verður á milli átaka tveggja hópa ,,eins og lögreglan kýs að kalla það í dag” þegar þeir ,,hópar” eru að berjast um yfirráðasvæði eða eitthvað álíka heimskulegt. Dómsmálaráðherra það er ekki nóg að vopnvæða lögregluna, vopn leysa ekki samfélagsleg vandamál, það þarf að koma með aðra nálgun, en bara afbrotavarnir í formi vopna. Það er ekki langt síðan að hingað komu til lands þekktar glæpajurtir frá Svíþjóð, sem ætluðu að reyna festa rætur hér landi af einhverjum ástæðum. Hverjum ætluðu þeir að tilheyra hér á landi? Af hverju var sérsveitin að hafa afskipti af þeim og af hverju var þeim vísað úr landi? Við vitum hvað hefur verið að gerast í Svíþjóð á síðasta áratuginn, ástandið var orðið svo stjórnlaust þar að meira segja fosætisráðherran fékk herinn sér til aðstoðar. Er hugsanlegt að sá veruleiki gæti raungerist hér, að einhverju leiti, svona miðað við fjölda sérsveitamanna og vopnakaup og hvað sérsveitin er oft kölluð út vegna vopnaburðar. Stærstu réttarhöld íslandssögunnar fóru fram fyrr á árinu í stórum samkomusal í Grafarholti. Þar sem meiri hluti þeirra sem voru ákærðir voru ungmenni. Er það ekki áminning um að við verðum að gera eitthvað öðruvísi þegar húsnæði Héraðsdóms Reykjavíkur rúmar ekki þá ákærðu. Er kannski kominn tími á sérdómstól hér á landi eins og unglingadómstól? Ég treysti mér ekki til að svara því hér, en það væri vissulega eitthvað sem mætti ræða á svona ráðstefnu ágæti dómsmálaráðherra. Eða eigum við að taka okkur aðrar þjóðir til fyrirmyndar eins og breta. Þar í landi er vísir að slíkum dómstól sem heitir “youth offending team, YOT” sem ég er afskaplega hrifinn af. Ég myndi telja að hann myndi hentaði okkur mjög vel af svo mörgum ástæðum. Það er allt of langt mál að fara rekja það hér. Eða eigum við að taka okkur Dani til fyrirmyndar, þá er ég með yngri aldurshópinn í huga sem eru undir sjálfræðisaldri “poltiest ungdomsklubPUK”. Í stuttu máli virkar það þannig að lögreglunemar undir handleiðslu taka að sér börn í áhættu í tilsjón. Þetta tvennt held að sé vel framkvæmanlegt hér á landi. Ungir afbrotamenn verða að að skilja hver sé orsökin er að hann eða hún velur afbrot, af hverju hann/hún tekur eða tók þessa ákvörðun og einnig hverjar afleiðingarnar eru. Það er ekki gert með refsistefnu að leiðarljósi. Þá munum við styrkja þá til áframhaldandi afbrotalífernis að mínu mati. Ég gat ekki betur heyrt en að fangelsismálastjóri hafi líka verið að kalla eftir því í viðtali í sjónvarpi fyrir stuttu síðan að koma með nýjar aðferðir. Ég er sammála honum því ef við bregðumst ekki við, þá getur þetta farið illa og ef þetta fær að þróast svona áfram erum við ómeðvitað leyfa klíkumyndun að þróast og dafna hér á landi. Alveg eins og lögreglan á Norðurlöndum varaði okkur við fyrir meira en 25 árum,,bíðið bara þetta kemur” og viti menn þetta kom. Eitt er víst í mínum huga að þetta ástand mun ekki lagast af sjálfum sér, ef menn halda það, þá bíð ég ekki í framtíðina hvað þennan málaflokk varðar. Eins og nýlegt mál sýndi á Litla Hrauni. Þar sem fangi var stunginn mörgum sinnum af öðrum fanga vegna erja sem áttu sér stað utan veggja fangelsisins. Það hlítur að segja okkur eitthvað ef rammgerðasta fangelsi landsins ræður illa við það verkefni að hafa stjórn á þessum ungu mönnum. Tala nú ekki um þegar það þarf að stúka fangelsið af til að halda friðinn á milli hópa, eða færa menn á milli fangelsa, hvert erum við þá komin! Það er ljóst miðað við þá skýrslu Ríkisendurskoðunar að við verðum að fara í uppstokkun á fangelsismálum hér á landi. Við vitum að það mun taka sinn tíma að byggja nýtt fangelsi. En getum við gert eitthvað annað samhliða því að byggja fangelsi. Getum við jafnvel fækkað þeim sem myndu annars fara á bak við lás og slá, og væri hægt að hefja þannig vinnu strax og með litlum tilkostnaði. Svarið við þeirri spurningu er já, það eina sem þarf er hugarfarsbreyting og vilji. En ég held að það sé löngu orðið tímabært að halda ráðstefnu um ungmennin okkar sem eru að feta sig inn á afbrotabraut ágæti dómsmálaráðherra. Fara að spyrja okkur þeirra spurninga af hverju eykst harkan í undirheimunum. Það hefur ekki vantað viðbrögðin þegar náttúruhamfarir dynja á okkur, þá stökkvum við fram öll og verðum sérfræðingar hvað eigi að gera og hvernig og allir tilbúnir til að dæla fé í allt og alla til að bregðast við því. En af hverju erum við ekki sömu sérfræðingar þegar æskan okkar á í hlut? Bara svo að það komi fram hérna, þá er ég ekki svo barnalegur að halda það að það sé til einhvern einföld lausn á þessum vanda, það er alls ekki þannig. En ég trúi því í einlægni að við getum verið í fararbroddi í þessum málaflokki á heimsvísu því ekki vantar mannauðinn að vinna svona vinnu og tækifærin sem íslensk náttúra biður upp á er óendanleg. Afbrot snertir allt samfélagið, ekki bara suma. Höfundur er starfsmaður Fjölsmiðjunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fangelsismál Börn og uppeldi Davíð Bergmann Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Sjá meira
Þegar það liggur ljóst fyrir að 3000 ungmenni á höfuðborgarsvæðinu á aldrinum 16-24 ára eru hvorki í vinnu né í skóla, þá hlítur maður að spyrja sig, hvað skildu þau þá vera mörg á landsvísu! Er ekki næga vinnu að fá? Við erum allavega að flytja inn vinnuafl erlendis frá en á sama tíma virðist ekki vera pláss fyrir þessi ungmenni á vinnumarkaði. Eða getur verið að vinnumarkaðurinn geti ekki tekið við þeim af þeirri einföldu ástæðu að þau uppfylla ekki menntunarkröfur og hafa enga reynslu af þeim markaði. Standa skólarnir ekki opnir fyrir öllum í dag eða liggur skýring í því að það er ekki pláss fyrir alla vegna aðstöðuleysis? Eða ráða þeir hreinlega ekki við þetta verkefni? Þetta kemur fram í skýrslu sem var gerð af hóp á vegum skrifstofu sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, sem ber heitið „Forvarnir og geðrækt hjá ungmennum á höfuðborgarsvæðinu”. Í skýrslunni segir eftirfarandi ▪ Aðvörunarljós Ekki eru tiltækar nákvæmar tölulegar upplýsingar yfir ungmenni sem eiga við skólaforðun að etja, hafa ekki skráð sig í framhaldsskóla, eða horfið á brott úr framhaldsskólum á höfuðborgarsvæðinu. Hjá framhaldsskólunum er engin sérstök (miðlæg) skráning til um nemendur sem skráðir eru í skóla, en mæta sjaldan eða alls ekki. Leiða má líkur að því, að tölur Hagstofunnar í desember 2022 um atvinnulaus ungmenni (16-24 ára) endurspegli að mestu leyti þann fjölda ungmenna á höfuðborgarsvæðinu sem eru í skólaforðun, hafi horfið frá námi og eru skráð atvinnulaus. Því má gera að því skóna að um 3000 ungmenni á höfuðborgarsvæðinu séu um þessar mundir hvorki í formlegu námi né á vinnumarkaði og umtalsverður hluti þeirra sæki einhverskonar þjónustu til sveitarfélaganna. Hátt hlutfall ungs fólks með örorku- eða endurhæfingarlífeyri hér á landi, bendir eindregið til varhugaverðrar þróunar. Þurfum við kannski að bjóða upp á millistig fyrir ungmenni sem hafa verið að glíma við skólaforðun eða sig brennt á grunnskóla göngu sinni. Svo þegar þau gera tilraun til að fara í framhaldsskóla upplifa þau sama tapið og hverfa frá námi. Getur verið að skólinn sé fráhrindandi og of einsleitur fyrir þá sem geta ekki lesið sér til gagns. Að það sé þess vegna sem þau gafast upp og sækist ekki eftir því að fara í skóla aftur.Þurfum við ekki að hugsa út fyrir kassann þegar kemur að því að mæta þörfum þessara 3000 einstaklinga sem lenda á milli skips og bryggju? Þarna gæti Fjölsmiðjan komið sterk inn, því hún hefur verið að bjóða upp á nám fyrir þá sem koma brenndir úr skólakerfinu og það nám er metið til eininga á framhaldsskólastigi. Flest af þessum ungmennum hafa aldrei stigið inn á vinnumarkaðinn, þurfa þar að leiðandi þjálfun og leiðsögn á honum. Í Fjölsmiðjunni fá þau akkúrat það,samhliða því geta þau elft sig í námi á sínum hraða.Styrking á slíku úrræði gæti fækkað brottfall úr framhaldsskólum ef það væri betur nýtt og smiðjurnar væru fleiri. Þá kæmu þessi ungmenni betur undirbúin og með sjálfstraust í framhaldsskólann eða á vinnumarkaðinn seinna meir. Verða þessi sem geta ekki lesið sér til gagns samferða jafnöldrum sínum sem geta það, inn í fjórðu iðnöldina, sem er gengin í garð. Hvar verða þau í róbótavæðingunni og gervigreindar öldinni sem er framundan. Er reiknað með þeim í nýsköpuninni og framþróuninni, sem stjórnmálamennir eru alltaf að tala um….. NEI. Ætti uppstokkunin innan menntakerfisins kannski að vera sú að við förum að meta verknám, listir og íþróttir til jafns við bóknám í grunnskóla. Þannig að við förum að skila út í samfélagið fleiri glöðum og öflugum einstaklingum, sem vita hvert þeir eru að stefna í lífinu? Ef við fækkum ungu fólki á örorku- eða endurhæfingarlífeyri hér á landi mun það hugsanlega minnka notkun svefn og geðlyfja og í staðinn leiða til þess að þeir verði að virkum þátttakendum í samfélaginu. Myndi það draga úr kvíða og þunglyndi í leiðinni vera töluverður fjárhagslegur ávinningur fyrir alla? Ef við finnum ekki þessi ungmenni og hjálpum þeim ekki þá mun vandamálið stækka og kannski á endanum verða nær óviðráðanlegt, fyrir utan það hvað það verður óheyrilega dýrt fyrir samfélagið. Þurfa sveitarfélögin kannski að endurskoða lög um fjárhagsaðstoð til þeirra sem eru 18-24 ára. Greinarhöfundar skýrslunnar “Forvarnir og geðrækt hjá ungmennum á höfuðborgarsvæðinu”komu sérstaklega inn á það að sú varhugaverða þróun sem á sér stað í dag með tilliti til örorku- eða endurhæfingarlífeyri hér á landi til ungs fólks sé eitthvað sem þurfi að bregðast við. Kannski hefði þessi skýrsla frá skrifstofu sveitarfélaga átt að vekja meiri athygli fjölmiðla, það var reynt en þótti ekki nógu krassandi held ég, þá hefði nýjasta Písa könnunin ekki átt að koma okkur svona í opna skjöldu. Getur verið að þetta sé uppsafnaður vandi og fjárveitingarvaldið reikni ekki með þeim sem standa höllum fæti í skólunum. Það hljóta þessi 3000 einstaklingar að endurspegla. Þetta kallar á aðgerðir, ekki bara á menntasviðinu heldur líka á öðrum sviðum innan stoðþjónustunnar. Eins og það hvernig við vinnum með ungum afbrotamönnum í nútíð og framtíð. Tek það samt skýrt fram að ég er ekki að óska eftir átaki, heldur að það sé tekið á þessu sem viðfangsefni til næstu ára og áratuga. Sú áminning sem við fengum í Písa könnunni síðustu og skýrslan frá skrifstofu höfuðborgarsvæðisins ætti að gefa okkur góða mynd af því hvar við erum stödd í dag og hvert stefnir. Er hugsanlegt að þarna sé komin ein af mörgum skýringum af hverju harkan í undirheimunum hefur verið að aukast hér á landi og sér í lagi hjá ungu fólki. Getur það verið vegna þess að þessi sem er að tapa í lífinu upplifi sig ekki sem hluta af samfélaginu og velji þar að leiðandi að tilheyra afbrotaheiminum og fær sína viðurkenningu þar. Af hverju skildi það vera, og er það einhverjum um að kenna hvernig er komið fyrir honum. „Hvernig komum við í veg fyrir að hann/hún taki one way ticket to Litla Hraun eða Hólmsheiði nú eða festist í fátæktar gildru?“ Það er ekki ungu fólki holt í blóma lífsins að vera stefnulaust og vita ekkert hvað framtíðin ber í skauti sér. Skildi það eiga við þessa 3000 sem eru hvorki í skóla né vinnu og hvað skildi það kosta samfélagið? Nú þegar rykið er sest, flestir eru búnir meðtaka þá kolsvörtu skýrslu sem Ríkisendurskoðun skilað af sér í byrjun mánaðarins um fangelsismál og allir fjölmiðlar landsins hafa misst áhugann á í bili. Þá er mikilvægt að opna á umræðuna aftur yfirvegað og af skynsemi. Áhugi fjölmiðla mun vakna á ný, hvort það verður vegna hnífstungu, skotárásar, íkveikju, nauðgun, mannráns, eða kannski kaldrifjaðs morðs. Þá fer þessi málaflokkur aftur á dagskrá í öllum miðlum landsins um leið. Það er ekki spurning hvort, heldur hvenær það mun gerast. Hvað ætlum við þá að gera og hver verða svörin. Verður eitthvað nýtt undir sólinni til að bregðast við vandanum þá. Svarið við þeirri spurningu er fljót svarað, NEI. Þetta verður eins og alltaf, sífellt endurtekning á því sama, í tvo til þrjá daga tröllríður þetta öllum fjölmiðlum landsins og svo verður það gleymt eins og hendi sé veifað. Hvað þarf að gera? Númer eitt, tvö og þrjú marka stefnu, taka á málunum af festu með fræðsla, leiðsögn, betrun, það ætti að vera inntakið. Við verðum að koma okkur upp úr þeim hjólförum sem við erum búin að vera föst í og hætta að spóla svo áratugum skiptir í þeim. Ágæti dómsmálaráðherra, mig grunar líka að hinn almenni borgari vilji sjá aðgerðir í þessum málum. Munum að það var ekkert annað en guð og lukkan sem stýrði því að ekki fór verr í skotárásinni í Grafarholti fyrr í vetur. Þar sem saklausir borgarar hefðu svo hæglega geta orðið fyrir alvarlegu líkamstjóni og börn líka. Reynum að ímynda okkur ef sú árás hefði farið öðruvísi. Jafnvel að saklaust barn hefði látist. Hver hefði þá krafan verið hérna úti í samfélaginu? Það er heldur ekki langt síðan að nokkur ungmenni urðu 27 ára gömlum manni að banna með því að stinga hann ítrekað. Í mínum huga var þetta ekkert annað en kaldrifjað morð og það var meira segja tekið upp á síma. Eftir situr föðurlaust þriggja ára gamalt barn og fjölskyldafórnarlambsins. Hefur orðið siðrof í þessum kimum samfélagsins eða hefur þetta allt sínar eðlilegar skýringar að ofbeldið sé að harðna. Á samfélagið að umbera meiri hörku og ofbeldi og halda áfram að sitja hjá, hvenær ætlum við að stíga inn af alvöru og hafa þau verkfæri tiltæk til að stoppa þessa þróun. Til að byrja með þurfa dómstólar landsins að skapa sér nýjar hefðir þegar dæmt er í málum ungra afbrotamanna og stoðþjónustan þarf að vera klár. Þetta ætti að vera efst á lista á ráðstefnunni. Erum við að bíða eftir ,,slysi” þegar einhver almennur borgari verður á milli átaka tveggja hópa ,,eins og lögreglan kýs að kalla það í dag” þegar þeir ,,hópar” eru að berjast um yfirráðasvæði eða eitthvað álíka heimskulegt. Dómsmálaráðherra það er ekki nóg að vopnvæða lögregluna, vopn leysa ekki samfélagsleg vandamál, það þarf að koma með aðra nálgun, en bara afbrotavarnir í formi vopna. Það er ekki langt síðan að hingað komu til lands þekktar glæpajurtir frá Svíþjóð, sem ætluðu að reyna festa rætur hér landi af einhverjum ástæðum. Hverjum ætluðu þeir að tilheyra hér á landi? Af hverju var sérsveitin að hafa afskipti af þeim og af hverju var þeim vísað úr landi? Við vitum hvað hefur verið að gerast í Svíþjóð á síðasta áratuginn, ástandið var orðið svo stjórnlaust þar að meira segja fosætisráðherran fékk herinn sér til aðstoðar. Er hugsanlegt að sá veruleiki gæti raungerist hér, að einhverju leiti, svona miðað við fjölda sérsveitamanna og vopnakaup og hvað sérsveitin er oft kölluð út vegna vopnaburðar. Stærstu réttarhöld íslandssögunnar fóru fram fyrr á árinu í stórum samkomusal í Grafarholti. Þar sem meiri hluti þeirra sem voru ákærðir voru ungmenni. Er það ekki áminning um að við verðum að gera eitthvað öðruvísi þegar húsnæði Héraðsdóms Reykjavíkur rúmar ekki þá ákærðu. Er kannski kominn tími á sérdómstól hér á landi eins og unglingadómstól? Ég treysti mér ekki til að svara því hér, en það væri vissulega eitthvað sem mætti ræða á svona ráðstefnu ágæti dómsmálaráðherra. Eða eigum við að taka okkur aðrar þjóðir til fyrirmyndar eins og breta. Þar í landi er vísir að slíkum dómstól sem heitir “youth offending team, YOT” sem ég er afskaplega hrifinn af. Ég myndi telja að hann myndi hentaði okkur mjög vel af svo mörgum ástæðum. Það er allt of langt mál að fara rekja það hér. Eða eigum við að taka okkur Dani til fyrirmyndar, þá er ég með yngri aldurshópinn í huga sem eru undir sjálfræðisaldri “poltiest ungdomsklubPUK”. Í stuttu máli virkar það þannig að lögreglunemar undir handleiðslu taka að sér börn í áhættu í tilsjón. Þetta tvennt held að sé vel framkvæmanlegt hér á landi. Ungir afbrotamenn verða að að skilja hver sé orsökin er að hann eða hún velur afbrot, af hverju hann/hún tekur eða tók þessa ákvörðun og einnig hverjar afleiðingarnar eru. Það er ekki gert með refsistefnu að leiðarljósi. Þá munum við styrkja þá til áframhaldandi afbrotalífernis að mínu mati. Ég gat ekki betur heyrt en að fangelsismálastjóri hafi líka verið að kalla eftir því í viðtali í sjónvarpi fyrir stuttu síðan að koma með nýjar aðferðir. Ég er sammála honum því ef við bregðumst ekki við, þá getur þetta farið illa og ef þetta fær að þróast svona áfram erum við ómeðvitað leyfa klíkumyndun að þróast og dafna hér á landi. Alveg eins og lögreglan á Norðurlöndum varaði okkur við fyrir meira en 25 árum,,bíðið bara þetta kemur” og viti menn þetta kom. Eitt er víst í mínum huga að þetta ástand mun ekki lagast af sjálfum sér, ef menn halda það, þá bíð ég ekki í framtíðina hvað þennan málaflokk varðar. Eins og nýlegt mál sýndi á Litla Hrauni. Þar sem fangi var stunginn mörgum sinnum af öðrum fanga vegna erja sem áttu sér stað utan veggja fangelsisins. Það hlítur að segja okkur eitthvað ef rammgerðasta fangelsi landsins ræður illa við það verkefni að hafa stjórn á þessum ungu mönnum. Tala nú ekki um þegar það þarf að stúka fangelsið af til að halda friðinn á milli hópa, eða færa menn á milli fangelsa, hvert erum við þá komin! Það er ljóst miðað við þá skýrslu Ríkisendurskoðunar að við verðum að fara í uppstokkun á fangelsismálum hér á landi. Við vitum að það mun taka sinn tíma að byggja nýtt fangelsi. En getum við gert eitthvað annað samhliða því að byggja fangelsi. Getum við jafnvel fækkað þeim sem myndu annars fara á bak við lás og slá, og væri hægt að hefja þannig vinnu strax og með litlum tilkostnaði. Svarið við þeirri spurningu er já, það eina sem þarf er hugarfarsbreyting og vilji. En ég held að það sé löngu orðið tímabært að halda ráðstefnu um ungmennin okkar sem eru að feta sig inn á afbrotabraut ágæti dómsmálaráðherra. Fara að spyrja okkur þeirra spurninga af hverju eykst harkan í undirheimunum. Það hefur ekki vantað viðbrögðin þegar náttúruhamfarir dynja á okkur, þá stökkvum við fram öll og verðum sérfræðingar hvað eigi að gera og hvernig og allir tilbúnir til að dæla fé í allt og alla til að bregðast við því. En af hverju erum við ekki sömu sérfræðingar þegar æskan okkar á í hlut? Bara svo að það komi fram hérna, þá er ég ekki svo barnalegur að halda það að það sé til einhvern einföld lausn á þessum vanda, það er alls ekki þannig. En ég trúi því í einlægni að við getum verið í fararbroddi í þessum málaflokki á heimsvísu því ekki vantar mannauðinn að vinna svona vinnu og tækifærin sem íslensk náttúra biður upp á er óendanleg. Afbrot snertir allt samfélagið, ekki bara suma. Höfundur er starfsmaður Fjölsmiðjunnar.
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar