Hagfræði, þekking, verðleikar og vistkerfi 5 Viðar Hreinsson skrifar 16. desember 2023 08:00 Hvað skiptir máli – trúðshlátur eða endurreisn? Í fyrri greinum fjalla ég um þrjú nýleg rit um samfélagsmál: gagnrýni Jon D. Erickson á hagfræði frjálshyggjunnar, hugmyndir Michael Sandel um verðleikahyggju og bók Jason Hickel um hjöðnun. Þessar bækur eiga það sameiginlegt að gagnrýna harðlega það drottnunarvald hagvaxtarhyggju sem enn er við lýði í vestrænum samfélögum. Gagnrýni á hagvaxtarhugmynd markaðshyggjunnar í ljósi vistkreppu er engin nýlunda hér á landi. Hjörleifur Guttormsson gaf út bókina Vistkreppa eða náttúruvernd 1974 þar sem er sérstakur kafli um Rómarklúbbinn og Endimörk vaxtarins. Þorsteinn Vilhjálmsson skrifaði afbragðsgóða grein í 1. hefti Tímarits Máls og menningar 1975, í kjölfar þýðingar sinnar á Endimörkum vaxtarins: „Vistkreppa og samfélag“. Þar rekur hann og ræðir ýmsar hliðar vistkreppunnar, fólksfjöldaþróun, orkumál, hráefni og bendir á ógöngur sem blasa við hagvaxtarhugsuninni. Undir lokin ræðir hann gildismat og neysluhyggju og segir: Kapphlaupið um lífsgæði umfram nauðþurftir er ekki mönnum áskapað frá fæðingu frekar en það að borða með hníf og gaffli í stað prjóna, heldur er þetta kapphlaup sprottið upp úr þeirri þjóðfélagsgerð sem við búum við. Hin sanna lífshamingja er fólgin í allt öðrum atriðum sem varða t. a. m. heilbrigð og eðlileg félagsleg samskipti milli manna, jafnrétti og tengsl við náttúruna (bls. 20). Af þessum sökum þurfi að verða grundvallarbreytingar á samfélagsgerð og gildismati, segir Þorsteinn. Vissulega urðu brátt miklar breytingar, en í þveröfuga átt, til frjálshyggju og óhefts markaðar. Bretton Woods kerfið hafði verið aflagt 1971 og kapítalisminn sigldi brátt inn í stjórnlausa fjármálafrjálshyggju. Kvennalistinn og Sigrún Helgadóttir Þegar kvennalistinn kom fram á sjónarsviðið nokkrum árum síðar var ýmsum viðteknum hugmyndum snúið hressilega á haus. Tímaritið Vera var ferskt og ögrandi og kvennalistakonur tileinkuðu sér meðal annars framsæknar hagfræðihugmyndir. Í fimmta hefti árið 1988 eru þrjár greinar um hagfræði þar sem efasemdir um hagvöxt eru áberandi. Sigrún Helgadóttir líf- og umhverfisfræðingur skrifaði um kenningar þýska hagfræðingsins Margrit Kennedy sem gefið hafði út merka bók, Interest and Inflation Free Money, Creating an Exchange Medium that Works for Everybody and Protects the Earth árið 1987. Þar er snörp gagnrýni á peningakerfið, vexti og auðlindasóun hagvaxtarins og bent á nýtt peningakerfi án vaxta og verðbólgu sem auka myndi jöfnuð og stuðla að umhverfisvernd (Vera 1988, 5. hefti bls. 15-19) Næstu árin útskýrði Sigrún í blaðgreinum margt af því sem hér hefur verið fjallað um, til að mynda vélræna smættarhyggju og hlutgervingu náttúrunnar í Morgunblaðinu 19. desember 1989. Í lok fræðandi greinar, „Umhverfisfræði og nýting náttúruauðlinda“ í Lesbók Morgunblaðsins 25. febrúar 1989 talar hún um fjölbreytni lífheims jarðar og spyr: „Hlýtur ekki öll þessi þekking að leiða til þess að við skiljum smæð okkar bæði í tíma og rúmi og að við öðlumst aftur auðmýkt.“ Sá skilningur komst ekki á legg því skammt var í algera valdatöku frjálshyggju í líki Eimreiðarelítunnar og hrokafyllsta stjórnmálamanns Íslands fyrr og síðar, eins og lýst er ítarlega í bók Þorvalds Logasonar: Eimreiðarelítan - spillingarsaga. Þá mátti sín lítils skýr og myndræn útlistun Sigrúnar á hagvexti í Pilsaþyt Kvennalistans árið 1991 sem enn er í fullu gildi og fylgir hér aftan við þessa grein en nefndur hrokagikkur hefði aldrei litið við né skilið. Sigrún settist á þing sem varamaður árið 1989 og glæsileg jómfrúrræða hennar í umræðum um efnahagsaðgerðir mætti vera í minnum höfð. Hún hellti sér yfir þingmenn og verðmætamat þeirra, látlaust tal um „peninga, verðbréf, vexti, lán, skuldir, sjóði o.s.frv. o.s.frv.“ eins og það væri það mikilvægasta í heiminum en ekki jörðin sjálf. Og hún talaði um hagvöxt á mannamáli: [H]agfræðispekúlantar heimsins ... virðast alls ekki gera sér grein fyrir að öll hagkerfi heimsins hvíla á vistkerfunum, kerfum náttúrunnar og þeim lögmálum sem þar ríkja. Þeir virðast ekki gera sér grein fyrir því að hrynji vistkerfin hrynja líka hagkerfin. Þeir tala stöðugt um höfuðstól peninganna eða verðbréfanna en gera sér ekki grein fyrir að sá höfuðstóll sem skiptir mestu máli er Jörðin sjálf og það líf sem á henni hefur þróast. Sá höfuðstóll hefur takmarkaða stærð og þess vegna ríkir þar lögmálið um takmarkaðan vöxt. Að trúa endalaust á stöðugan vöxt, sífellt aukna þjóðarframleiðslu og hagvöxt, virðist beinlínis heimska. Alla vega bendir slíkt tal til skorts á þekkingu og framsýni, eða skyldi ástæðan vera kæruleysi, skortur á ábyrgðarkennd gagnvart komandi kynslóðum, gagnvart börnunum? Þeirri veislu sem ríkt hefur í hinum vestræna heimi að undanförnu og mæld hefur verið í hagvexti verður að ljúka. Hún hefur byggst á aukinni tækni og iðnvæðingu, auk þess að gengið hefur verið á höfuðstólinn. Tæknin hefur gert mönnum kleift að sigrast á gömlum fjendum, veikindum, hungri og fátækt, en um leið og menn hafa iðnvæðst hafa þeir búið sér til nýja óvini, mengun og auðlindaþurrð. Lífsgæðakapphlaupið er að verða ógn við lífið sjálft. Þannig má rökstyðja að þær ógöngur sem mannkynið er komið í séu afleiðingar vísinda og tækni en einnig er hægt að vona að einmitt með vísindum og tækni megi snúa þessari öfugþróun við. En forsendur þess að það verði hægt er þó að menn temji sér önnur gildi, hætti að líta á náttúruna sem eitthvert fyrirbæri sem endalaust muni veita sína ókeypis þjónustu, óháð því hvernig farið sé með hana. Það verða allir, og þá ekki síst stjórnmálamenn, að temja sér aðra lífssýn, annan lífsstíl sem byggist á þeim skilningi að við verðum að geta stjórnað, ekki náttúrunni, heldur okkur sjálfum í samræmi við lögmál vistfræðinnar. Það er umhugsunarvert að þessi ræða var haldin fyrir 34 árum og skýrt tekið fram að Jörðin og vistkerfi hennar séu forsenda alls mannlífs. Síðan hefur grátlega fátt þokast í rétta átt. Tveim árum síðar varð fræg valdataka í Viðey og eftir það hafa landsmenn upplifað virkjanabólu, netbólu, bankabólu, efnahagshrun og séð valdaklíku nýfrjálshyggju eyðileggja nýja stjórnarskrá. En nú getum við öll fylgst með ítarlegum mælingum á hröðum vexti vistkreppunnar og fundið áhrif loftslagsbreytinga á eigin skinni. Ráðamenn heimsins setja markmið sem ekki er staðið við því ekki má hrófla við hagvexti. Ástand heimsins: afmennskun og vistkreppa Allt líf er hreyfing sagði Stephan G. og allt er hvað öðru háð í þeim flókna og flæðandi vef sem lífið er. Kapítalisminn beinir þeirri eðlislægu hreyfiþörf í þröngar skorður hagvaxtar og heimspólitíkur sem snýst um hugmyndafræði, yfirráð yfir auðlindum og hagnað. Smættun fólks í þágu auðs og valda hefur viðgengist allt frá þrælahaldi til stríðsreksturs nútímans, þvingaðra þjóðflutninga og fólks á flótta. Vald yfir náttúru, sem drepið er á í fyrri greinum og er fylgifiskur vísindabyltingar og vélhyggju. Heimspólitík og stríðsrekstur byggjast á sömu hlutgerandi vélhyggju og náttúrudrottnunin og fela í sér afmennskun. Vesturlönd lögðu undir sig nýlendur og arðrændu og það arðrán er frekar en nokkuð annað undirstaða auðlegðar nútímans. Og þau ráðskast með fyrrum nýlendur á þeim rasísku forsendum sem mótuðust með arðráni og þrælahaldi, svo gróflega að nýlenduherrar veltu því fyrir sér í alvöru hvort frumbyggjar eða svartir þrælar hefðu sál eða ekki. Þessu fór fram meðfram því að göfugar hugmyndir döfnuðu á Vesturlöndum um lýðræði, samfélagslegt réttlæti, mannréttindi, hugmyndir sem með réttu hefðu átt að vera gjöf til mannkyns en slitu sig ekki endilega frá yfirburðahyggju og rasisma. Þetta er neyðarlegt og grimmilegt misgengi hugmynda og athafna Vesturlanda gagnvart eigin fólki og öðrum heimshlutum, framsæknar hugmyndir hafa ekki komið í veg fyrir kúgun verkalýðs og nýlendna. Afleiðingar þessa misgengis blasa við í skelfilegri afmennskun Palestínufólks á Gaza þessa dagana. Í krafti heimsvaldastefnu og drottnunarhyggju Vesturlanda, fyrst Breta og annarra Evrópulanda og síðar Bandaríkjanna, var ráðskast með nýlendur á borð við Palestínu. Þar voru zíonistar studdir til landnáms, fyrst um og eftir aldamótin 1900 og í stórum stíl með uppgangi nasismans. Ísraelsríki var bókstaflega rutt til rúms á kostnað Palestínuaaraba árið 1948 og á því rætur bæði í gyðingaofsóknum og trúarlegum uppruna zíonismans. Það er baneitraður kokkteill, eðlisskyldur hugmyndum um íslamskt ríki. Þetta er því sjálfskapaður vandi Vesturlanda, samþættur stórveldapólitík og viðskiptahagsmunum vegna olíu, enda eru olíulindir úti fyrir Gazaströndinni. Líf óbreyttra borgara, kvenna og barna er leiksoppur þessara afla og hagsmuna, ein viðurstyggilegasta afmennskun sem sést hefur, í nafni þeirrar vestrænu siðmenningar sem Netanyahu hefur á vörum. Nú er þessi afmennskun gengin svo langt að farið er að tala um endalok mennskunnar, hún eigi sér ekki viðreisnar von eftir þetta. Nema þá að hér sé botninum náð og ekki annað fyrir en að spyrna sér frá honum. Ekki er langur vegur frá rasískri og afmennskandi yfirburðahyggju ísraelskra yfirvalda í skjóli Vesturlanda yfir í popúlismann sem grasserar svo víða. Ef það er rétt að endalok mennskunnar blasi við þá er það stærra mál en til að mynda að smágusa af glimmeri komi í veg fyrir kurteislega samræðu fræðasamfélags við stjórnmálamenn sem ganga erinda þess valdakerfis sem yfir allt valtar. Þeir bera sína ábyrgð í stuðningi við þann yfirgang sem leyfir afmennskunina. Það eru bein tengsl milli hagnaðarsækni auðmagnsins, afmennskunar nýlendukúgunar og smættandi hlutgervingar náttúrunnar sem stöðugt dýpkar vistkreppuna. Heimurinn, og sérstaklega Vesturlönd, þarf að horfast í augu við að ekki er einungis við hamfarahlýnun („loftslagsvandi“ er penna orð sem fær fólk til að trúa á tæknilausnir) að eiga heldur súrnun og hlýnun sjávar, aldauða tegunda, hrun vistkerfa og hnignun líffræðilegrar fjölbreytni. Árangur loftslagráðstefnunnar í Dubai er ekki beysinn vegna loðinnar hugtakanotkunar, enda talaði þar fínt fólk saman undir traustri leiðsögn olíufursta og jafnvel var minnst upphátt á jarðefnaeldsneyti í fyrsta skipti. Hagsmunagæsla auðmagnsins lætur ekki að sér hæða. Vistspor Íslands og sambærilegra landa er hrikalegt. Ísland er eitt neysluóðasta land í heimi og stundum virka fréttir af hamingjuríkri eyðslu og kortaveltu eins og spennandi íþróttakeppni. Kannski eru einhverjir bara stoltir yfir að losa meiri koltvísýring á einstakling í hagkerfinu en nokkur önnur þjóð: „Neysludrifið kolefnisspor hins almenna íbúa á Íslandi er um 12 tonn CO₂ ígilda á ári en þyrfti nú þegar að vera um 4 tonn CO₂ ígilda til að halda hnattrænni hlýnun innan 1,5°C markmiðs Parísarsamkomulagsins“. Svokallaður þurrðardagur landa á borð við Ísland er um þessar mundir seinnipartinn í mars. Með orðum Ólafs Páls Jónssonar rennur þurrðardagurinn upp þegar „árleg framleiðsla jarðarinnar gengur til þurrðar – þegar við höfum étið upp það sem þyrfti að endast út árið. Þegar kemur fram yfir þennan dag, þá byrjum við sem nú lifum að aféta komandi kynslóðir“. Fátt bendir til að markmið loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna um 1.5 gráðu hlýnun náist og sama gildir um ýmis önnur markmið, til að mynda að draga úr tegundafækkun og vernda líffræðilega fjölbreytni. Þolmörk jarðar eru vandlega skilgreind og reiknuð út á þar til gerðri stofnun við Stokkhólmsháskóla og víða má leita upplýsinga um ástandið. Til að mynda í afbragðsgóðri og áhrifaríkri bók Stefáns Jóns Hafstein: Heimurinn eins og hann er sem kom út árið 2022. Einn tæpitungulausasti heimsleiðtoginn, António Guterres, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, talaði fyrir tveim árum um sjálfsmorðshernað gegn náttúrunni, að tveggja alda fikt við jarðefnaeldsneyti og eyðingu til lands og sjávar hafi valdið hamförum í lífhvolfinu: Skeytingarlaus íhlutun mannkyns í náttúruna mun láta eftir sig varanleg ummerki — rétt eins og þegar vísindamenn dagsins í dag rannsaka menjar fyrri útrýminga. Við erum komin vel áleiðis inn í útrýmingu mannaldar. Hlutfall aldauða tegunda er tugum til hundruðum sinnum hærra en meðaltal síðustu 10 milljón ára, og eykst. Yfir milljón tegundir plantna, spendýra, fugla, skriðdýra, froskdýra, fiska og hryggleysingja eru í hættu, sumar á næstu áratugum. Frumbyggjar og aðrir viðkvæmir hópar eru meðal þeirra sem verst verða úti. Skemmdir á hinum flókna lífsvef sem heldur okkur uppi hafa þegar haft áhrif á líf og lífsskilyrði milljóna og valdið hungri, veikindum og atvinnuleysi. Hrun vistkerfa gæti kostað nærri þrjár trilljónir dollara á ári um 2030. Mestu áhrifin verða á sum af fátækustu og skuldugustu löndunum. Blekkingar og markaðsdauðahald Við eigum að heita „upplýst“, við vitum þetta flest eða þekkjum í brotum. Fjölmiðlar bera daglega fréttir af ýmsum hliðum vistkreppunnar en sjaldnast í víðu samhengi. Nægar upplýsingar er líka að finna á netinu frá opinberum og viðurkenndum aðilum sem byggja á traustum rannsóknum. Samt erum við ekki nógu upplýst, því hagsmunaaðilar og stjórnmálamenn blekkja, hvort sem það er vísvitandi, sem er siðlaust, eða vegna vanþekkingar sem er skammarlegt. Upplýsingarnar eru þó sjaldnast settar í víðtækt samhengi. Ein ástæðan er sú að ekki má hrófla við hagvexti eða efnahagskerfi. Ágætt sýnidæmi er umræðan um orkuskipti sem flæðir yfir alla bakka þessa dagana. Þegar allra mest ríður á að draga úr orkunotkun hamra orkuiðnaðurinn, atvinnulífið og aðrir hagsmunaaðilar auk svokallaðs umhverfisráðherra (umhverfis- orku- og loftslagsráðherra!!!), sem klifar á því að virkja þurfi meira, og meira, til að rúlla upp orkuskiptunum án þess að fórna neinu, til að halda öllu gangandi. Daglega berast fréttir af tryllingslegri leit að nýjum og nýjum náttúruauðlindum, möl og sandi, góðmálmum, fyrir utan alla orkuna og allt sem á að nota hana í, orkufrek verkefni bíða í röðum, eins og stöðugt vofi allt aðrar hörmungar yfir en vistkreppan. „Raforkufyrirtæki, álver og samtök atvinnurekenda saka þingnefnd um að kippa markaðslögmálum úr sambandi og taka upp miðstýringu á raforkumarkaði” segir í frétt um orkumál og síðar segir: “Algjör afturför og hömlur á frjálsa samkeppni, brot gegn samkeppnislögum og þjóðréttarlegum skuldbindingum, miðstýring og skömmtunarkerfi er meðal þess sem má lesa í mörgum umsögnum”. Í raun er hér í nafni markaðstrúrbragða krafist ábyrgðarlauss hömluleysis í nýtingu orku og náttúruauðlinda, á tímum þegar blasir við brýn nauðsyn á skipulegri hjöðnun til að bregðast við vistkreppunni. Hámark vitleysunnar er að ráðherrann Guðlaugur Þór segir glaðbeittur að Ísland eigi að vera fyrirmynd annarra þjóða. Ef íslenska leiðin hefði verið farin væri engin loftslagskreppa segir í fyrirsögn fréttar af ráðherranum nýkomnum heim frá COP28. Ráðherra umhverfisins er reyndar að tala um orkumál og það sem hann kallar gríðarlegar lausnir en hann virðist hreinlega ekki vita, nema þetta sé ósvífin blekking, að heimurinn er allur í vistkreppu, að vistspor Vesturlanda og sér í lagi Íslands er tröllaukið, það er sex sinnum of stórt og kolefnissporið fjórum sinnum og ein meginástæða vandans er orkubruðl í framleiðslu og neyslu. Það ríður á að öll heimsbyggðin dragi úr orkunotkun og auðlindasóun. Sé ráðherrann að ljúga vísvitandi er það siðlaust, viti hann ekki betur er hann óhæfur til starfsins, en alvarlegast af öllu er þó ef hann kemst upp með þetta. Markaðshyggjan, sú hugmynd að markaðurinn eigi einfaldlega að ráða, virkar ekki gagnvart vistkreppu heimsins, þótt orkuiðnaðurinn og umræddur ráðherra haldi það, því óhamið auðmagn er eyðingarafl. Risavaxinn iðnaður útreikninga, lagaklækja og bókhaldsbrellna hefur verið þróaður til að fela ofurhagnað aflands, fyrir og eftir hrun, ráðskast með peninga, færa til og hirða sem mest af þeim, einkavæða, tæma, hirða, eins og lesa má í Spillingarsögu Þorvalds Logasonar og ýmsum hrunbókum. Mér hefur borist til eyrna sú aðfinnsla við fyrri greinar mínar að homo economicus sé ekki lengur hin mannlega kjölfesta í hagfræðinnar og má það vel vera. Nú snúist meginstraumurinn um markaðsbrest, hvernig megi átta sig á og bregðast við frávikum frá því sem æskilegt má telja. En þá stendur enn uppi hinn heilagi markaður sem frumforsenda. Markaðshyggjan er ósnert, eins og sjá má af kröfum orkuiðnaðarins og að líkindum einnig hagvaxtarhugmyndin. Hvort sem brestir koma í markaðinn eða ekki sitjum við uppi með neysludrifið skuldsetningarsamfélag og vaxandi ójöfnuð. Fjármálakerfið er ráðandi í stað þes að miðað sé við frumþarfir, ógagnsæ umferð peninga sem fyrst og fremst virðast leita þangað sem þeir eru fyrir. Völd og ítök þeirra sem stýra fjármálakerfum eru ekki sprottin af samfélaglegum verðleikum. Hvað svo? Útlitið er að sönnu dökkt, og fátt sem kveikir von í heimi vaxandi popúlisma og fordóma, stríðsátaka, vistkreppu og auðmagns sem ver sig með kjafti, klóm og dyggum stuðningi skammsýns stjórnmálafólks. Kannski felst vonarglæta í samstöðu og nýrri hugsun sem hér hefur verið stiklað á. Það er óhjákvæmilegt að stokka æði margt upp á nýtt, breyta kerfinu, koma á umhverfislegu og samfélagslegu réttlæti og jöfnuði þar sem framlag allra er virt án verðleikablekkinga markaðsvelgengninnar, þar sem virðing fyrir störfum sem framlag til samfélags er endurheimt, þar sem miðað er við sjálfbært vistþol (það sem vistkerfin þola á sjálfbæran hátt) og grunnþarfir í endurbættu og hjaðnandi hagkerfi. Það er hægt, en til þess þarf sýnilegri samkennd og samstöðu almennings, fjölþættari þekkingu í samstarfi fjölda vísinda- og fræðasviða, í endurbættu og endurskilgreindu lýðræði. Í fyrstu grein minni var bent á að frjálshyggjuhagfræðin gefi sér jafnan forsendur og hafi enga fótfestu í áþreifanlegum veruleika. Í raun ættu engin menningarleg eða samfélagsleg vísindi og allra síst hagfræði að þrífast án þess að taka mið af þeim efnislega og náttúrlega veruleika sem við erum partur af, fjölbreyttum vistkerfum lífheims og samfélags. Nauðsynlegt er að tengjast veruleikanum með nýjum hætti, lífbreytileika og fjölbreyttum samfélögum – því maðurinn er ekki og getur ekki verið annað en hluti af náttúrunni og samfélög manna eru vistkerfi innan vistkerfa. Það þýðir að ábyrgð fólks á sjálfu sér gagnvart náttúru, umhverfi og öðru fólki þarf að setja á oddinn, í stað útreikninga á kostnaði og hagnaði. Hagfræðin ætti að spyrja oftar en fullyrða og nota reiknigetu sína í þágu lífs á jörðinni frekar en uppsöfnunar auðs. Uppræta þarf þá blekkingu undanfarinna alda að maðurinn geti hafið sig yfir náttúruna og ráðskast með hana eins og vél, í nafni hagnaðar og hagvaxtar. Fjölbreytni samfélags mætti aukinheldur skoða í líkingu við fjölbreytta merkingarheima vistkerfa þar sem hvað er öðru háð. Um leið og fjölbreytni samfélagsins er virt, er hægt að rækta virðingu fyrir fjölþættu framlagi allra, meðfram því að greiða öllum mannsæmandi laun, það er jafnsjálfsögð krafa og Laxness segir. Margoft hefur verið bent á að jöfnuður, innan landa og alþjóðlega, sé einn mikilvægasti lykillinn að lausnum á vistkreppu mannkyns, loftslags, vistkerfa og lífríkja enda er kolefnisútblástur auðugustu tíu prósenta jarðarbúa helmingur alls kolefnismagnsins en fátækari helmingur jarðarbúa aðeins ábyrgur fyrir átta prósentum (The Conversation, 1. desember 2023). Óttinn við hið óþekkta, ófyrirséðar breytingar, virðist vera meiri en óttinn við þær hörmungar sem framundan eru, sem verða því verri sem kjarkleysið gagnvart breytingum er meira. Flest fólk kýs einfalt og sæmilega þægilegt líf, hið félagslega líf og getur unnt öðrum þess sama. Einstaklingshyggja er kaldhömruð hugmyndafræði frá síðustu öldum, samgróin kapítalisma og því fer fjarri að hún sé bundin við eitthvað sem kallað er mannlegt eðli, þvert á móti, þótt sjálfselska virðist vera ein af grundvallarforsendum hagfræðinnar (Ólafur Margeirsson, Peningar – hvað þeir eru, hvaðan þeir koma, bls. 3). Samkennd og samvinna eru í raun djúpstæðari samfélagsfyrirbæri en fólk heldur, það hafa rannsóknir sýnt. Þess vegna hlýtur lykillinn að leynast þar, í því að vinna saman. „Enginn er einn þó hann virðist stakur“ orti Þorsteinn frá Hamri. Þess vegna þarf að leita í menningarlegt hreyfiafl, fjölbreytta grasrót ótal hreyfinga sem stefna nokkurn veginn í sömu átt, allt frá samstöðu herskárra launþega í kjarabaráttu til umhverfis- og mannréttindahreyfinga, með kröftugum mótmælum og kröfum um lýðræði, vistvernd, mannréttindi og jöfnuð sem nær yfir hagkerfið. Slík barátta í nafni fjölbreytni og mannréttinda hefur þegar borið töluverðan árangur til handa hópum sem hafa átt undir högg að sækja og árangur í baráttu gegn ýmsum tegundum ofbeldis í samfélaginu er býsna augljós. Á vettvangi náttúru og umhverfis er víða barist. Náttúruverndarsamtök Íslands hafa sinnt loftslagsmálum í áratugi, Landvernd heldur uppi mikilli fræðslu og baráttu. Hugmyndir um velsældarhagkerfið verða æ meira áberandi samfara gagnrýni á ofneyslu, til að mynda í viðtali við Kristínu Völu Ragnarsdóttur 30. nóvember sl. Ótal slíkar róttækar hreyfingar eiga samleið í uppreisn gegn valdi hins heilaga auðmagns. Það er líka óhætt að kalla eftir uppreisn vísindanna eða vísindasamfélagsins. Ætla má að þar búi víðtæk þekking á þeim ógnum sem framundan eru, þekking til að bregða upp víðara samhengi og ekki síst þekking á vistkerfum stórum og smáum, sambúð manns og náttúru allt frá örófi alda til okkar tíma. Þar leynast möguleikar á nýrri jarðtengingu, getu manneskjunnar til að sjá sjálfa sig í samhengi við eitthvað annað og meira en sjálfa sig, sem gæti orðið innblástur fyrir nýjar lýðræðishugmyndir. Fjölbreytni í líkingu við lífbreytileika gæti verið lykill að því að þróa það vestræna lýðræði sem hefur staðnað í fulltrúalýðræði þar sem auðmagn og valdabarátta leggjast á eitt. Völd og auður spilla og bæla niður vægi þeirrar löngunar sem fólk hefur í þá einföldu velsæld sem kom berlega í ljós á þjóðfundi í aðdraganda stjórnarskrárvinnu hér á landi. Ný stjórnarskrá hefði orðið mikilvægt fyrsta skref í þessa átt, en hagsmunagæsla valdakerfisins sendi einhverja labbakúta af stað til að koma í gegn ógildingu þjóðaratkvæðagreiðslu um hana. Vantraust á stjórnmálin er æ meira áberandi, sú hugsun að ekki sé lengur hægt að treysta á vitræna samræðu við pólitíkusa sem þæfa flest í málengingum. Það er óhætt að tala um lýðræðisbresti, stjórnmál hafa fjarlægst allt sem kalla mætti almannavilja, það er ekki hægt að gera upp við öll mál í auðmagnsmengaðri mælskukeppni á fjögurra ára fresti. Popúlískar hreyfingar spretta upp af vanmetakennd í kjölfar undarlegrar verðleikahyggju (sjá þriðju grein). Það hefur haft í för með sér dapurlegar óvinasmíðar, útlendinghatur og andúð á hinsegin fólki. Samkennd og vinaleit er þó vænlegri leið og oft er friðsamleg borgaraleg óhlýðni eina leiðin gagnvart valdakerfunum. Í raun er það þannig að grundvallaraðstæður lífsins eru sú náttúra sem við lifum í og umbreyting hennar í viðurværi, til þess að geta lifað, það benti Sigrún Helgadóttir á fyrir 34 árum. Ferð frá vöggu til grafar í bókstaflegri merkingu og yfirfærðri. Það sem liggur þar á milli, eða á milli inntöku og úrgangs, fæðingar og dauða, er allt bundið við mannaverk, kerfisbundin, og því má öllu breyta. Ekki einu sinni peningahagkerfi er óbreytanlegt. Hagfræði og fjöldi annarra fræðigreina þurfa að endurskoða og endurmennta sig, umbreyta fjölþættri kunnáttu í tæki til úrbóta, jöfnuðar og hjöðnunar.Komið er að umskiptum. Viðsnúningi skynseminnar, viðmiðaskiptum sem byggjast á samræðu við vistkerfin, lærdóms- eða námsferli í stað drottnunar í anda úreltrar vélhyggju. Jason Hickel og Michel Loreau hafa bent á ýmsar leiðir (sjá fjórðu grein). Þær eru ekki auðveldar en efni í nýja umræðu sem yðar einlægur hættir sér ekki út í en þakkar þeim sem nennt hafa að lesa. Höfundur er bókmenntafræðingur og áhugamaður um jöfnuð og framhald lífs á jörðinni. Rit sem vitnað er til og fleiri fróðleg sem tengjast efni greinaflokksins. Blaðafréttir eru ekki teknar með: Anna María Bogadóttir. 2022. Jarðsetning. Reykjavík: Angústúra. Annett, Anthony. 2018. „Restoring Ethics to Economics. Modern economics should return to its roots.“ Vefsíða International Monetary Fund: https://www.imf.org/en/Publications/fandd/issues/2018/03/point2 [Ásgeir Jónsson] 2015. „Efnahagsleg áhrif af styttingu framhaldsnáms“. Skýrsla nr. C15:03. Hagfræðistofnun Háskóla Íslands. Bardi, Ugo og Pereiras, Carlos Alvarez (ritstj.). 2022. Limits and Beyond: 50 years from the Limits to Growth, what did we learn and what‘s next? A Report to the Club of Rome. Exapt Press. Berman, Sheri. 2019. Democracy and Dictatorship in Europe: From the Ancien Régime to the Present Day. New York: Oxford University Press. Beuret, Nicholas. „Emissions inequality is getting worse – here’s how to end the reign of the ultra-polluters” Vefritið The Conversation 1. desember 2023. Erickson, Jon D. 2022. The Progress Illusion. Reclaiming our Future from the Fairytale of Economics. Washington: Island Press. Graeber, David og Wengrow, David. 2021. The Dawn of Everything: A New History of Humanity. London: Allen Lane. Guterres, António. 2021. „‘We Are Losing Our Suicidal War against Nature’, Secretary-General Tells Biodiversity Summit, Urging Bold Actions towards Sustainable Future” 11. október. https://press.un.org/en/2021/sgsm20959.doc.htm Halldór Laxness. 1967. Íslendingaspjall. Reykjavík: Helgafell. Hickel, Jason. 2018. The Divide: A Brief Guide to Global Inequality and its Solutions. London: Penguin Random House. Hickel, Jason. 2020. Less Is More: How Degrowth Will Save the World. London: Penguin Random House. Hjörleifur Guttormsson 1974. Vistkreppa og náttúruvernd. Reykjavík: Mál og menning. Kennedy, Robert: https://www.jfklibrary.org/learn/about-jfk/the-kennedy-family/robert-f-kennedy/robert-f-kennedy-speeches/remarks-at-the-university-of-kansas-march-18-1968 Latour, Bruno og Lépinay, Vincent Antonin. 2009. The Science of Passionate Interests: An Introduction to Gabriel Tarde’s Economic Anthropology. Chicago: Prickly Paradigm Press. Loreau, Michel. 2023. Nature That Makes Us Human: Why We Keep Destroying Nature and How We Can Stop Doing So. New York: Oxford University Press. Jane Mayer. 2016. Dark Money: The Hidden History of the Billionaires Behind the Rise of the Radical Right. New York: Doubleday. Meadows, Donella H. ofl. 1974. Endimörk vaxtarins. Þáttur í rannsókn Rómarsamtakanna á ógöngum mannkyns. Reykjavík: Bókaútgáfa Menningarsjóðs og Þjóðvinafélagsins. Merchant, Carolyn. 1980. The Death of Nature. San Francisco: Harper and Row. Ólafur Páll Jónsson. 2021. „Jörð í kófi“ Vefritið Kjarninn 9. ágúst. Sótt á https://kjarninn.is/skodun/jord-i-kofi/ Ólafur Páll Jónsson. 2023. „Alveg í ruglinu.“ Heimildin, 1. september. Sótt á https://heimildin.is/grein/18752/alveg-i-ruglinu/. Ólafur Margeirsson. 2023. Peningar. Hvað þeir eru, hvaðan þeir koma. Sandel, Michael. 2020. The Tyranny of Merit: Can We Find the Common Good? London: Penguin. Sigfús Bjartmarsson. 2018. Homo economicus I, Akranes: MTH. Sigrún Helgadóttir. 1988. „Bara krónur og aurar.“ Vera 1988, 5. hefti bls. 15-19. Sigrún Helgadóttir. 1989. „Umhverfisfræði og nýting náttúruauðlinda.“ Lesbók Morgunblaðsins 25. febrúar 1989. Sigrún Helgadóttir. 1989. Jómfrúrræða á Alþingi þriðjudaginn 14. Feebrúar 1989: https://www.althingi.is/altext/111/r1/1999.html Sigurður Þórólfsson. 1915-1916. „Auðsjafnaðarkenningar“, Réttur 1. árgangur 1915-1916, bls. 88-105 Skúli Skúlason. 2020. „Er syndin náttúruleg? Um mikilvægi heimsmynda og uppsprettu gilda.“ Ritið 20 (3): 141–178. Stefán Jón Hafstein. 2022. Heimurinn eins og hann er. Reykjavík. Smil, Vaclav. 2019. Growth: From Microorganisms to Megacities. Cambridge, MA: The MIT Press. Stephan G. Stephansson. 1938-1947. Bréf og ritgerðir I-IV. Reykjavík: Þjóðvinafélagið. Stephan G. Stephansson. 1953-1958. Andvökur I-IV. Reykjavík: Menningarsjóður. Veblen, Thorstein. 2009 [1899] Theory of the Leisure Class. Útg. og formáli Martha Banta. Oxford University Press. Viðar Hreinsson. 2023. „Raddir þagna. Hugvekja í framhaldi af bók Gísla Pálssonar, Fuglinn sem gat ekki flogið.“ Náttúrufræðingurinn, 93. Árg. 1.-2. hefti, bls. 68-75. Viðar Hreinsson. 2023. „Jón lærði, vísindi í reifum og skapandi dyggðir.“ Menning við ysta haf. Lesið í sköpunarkraft Vestfjarða. Ritstj. Birna Bjarnadóttir og Ingi Björn Guðnason: Bls. 189-208 Viðar Hreinsson. 2023. „Hvað er/var/verður [N]áttúra(n)?“ Skírnir 197. ár, haust: 316-348. Vilhjálmur Árnason. 2022. „Harðstjórn verðleikanna og jafnaðarstefnan.“ Vefritið Kjarninn, 12. september 2022: https://kjarninn.is/skodun/hardstjorn-verdleikanna-og-jafnadarstefnan/ von Wright, Georg Henrik. 2003. Framfaragoðsögnin. Þorleifur Hauksson þýddi. Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag. Þorsteinin frá Hamri. 1977. Fiðrið úr sæng Daladrottningar. Reykjavík: Ljóðhús. Þorsteinn Vilhjálmsson. 1975. „Vistkreppa og samfélag.“Tímarits Máls og menningar 1. hefti 1975, bls. 3-21. Þorvaldur Logason. Eimreiðarelítan – Spillingarsaga. Reykjavík 2023. Tengd skjöl PDF1.4MBSækja skjal Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðar Hreinsson Tengdar fréttir Hagfræði, þekking, verðleikar og vistkreppa 1 Átjánda mars árið 1968 hélt Robert F. Kennedy fræga ræðu í Kansasháskóla. Hann stefndi hraðbyri að útnefningu Demókrata í komandi kosningum. Þetta var á róstutímum stúdentauppreisna, upplausnar gamalla gilda og mótmæla gegn Víetnamstríðinu. 29. nóvember 2023 12:31 Hagfræði, þekking, verðleikar og vistkerfi 2 Hvorki hagvöxtur né gegndarlaus uppsöfnun fjármagns og auðæva er neitt náttúrulögmál frekar en að græðgi og yfirgangur séu sérstakt mannlegt eðli eða grunnþættir í mannlegri hegðun. Græðgi og valdafíkn eru að sönnu til en einfaldlega lestir sem flest fólk beitir skynsemi sinni til að halda í skefjum. 2. desember 2023 08:00 Hagfræði, þekking, verðleikar og vistkerfi 3 Frjálshyggjuhugsun hefur verið ríkjandi á Vesturlöndum í hartnær hálfa öld. Velta má fyrir sér hvort þróunin hefði orðið önnur ef Robert Kennedy hefði orðið forseti árið 1968 og hagvaxtarræða hans, sem vitnað var til í upphafi fyrstu greinar, haft meiri áhrif. 6. desember 2023 11:00 Hagfræði, þekking, verðleikar og vistkerfi 4 Gagnrýni Jons D. Ericksons og Michaels Sandels sem fjallað er um í fyrri greinum er um margt af svipuðum toga. Sökudólgurinn er frjálshyggja og takmarkalaus smættun í hagstærðir sem er nánast sjálfvirk hugsun þeirrar vélhyggju sem fyrr er lýst. Rætur smættunar ná til 17. aldar þegar fór að bera á þeirri hugsun að heimurinn virkaði eins og vél sem öðlast mætti fullkominn skilning á til hagnýtingar í þágu manna. 9. desember 2023 08:00 Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Hvað skiptir máli – trúðshlátur eða endurreisn? Í fyrri greinum fjalla ég um þrjú nýleg rit um samfélagsmál: gagnrýni Jon D. Erickson á hagfræði frjálshyggjunnar, hugmyndir Michael Sandel um verðleikahyggju og bók Jason Hickel um hjöðnun. Þessar bækur eiga það sameiginlegt að gagnrýna harðlega það drottnunarvald hagvaxtarhyggju sem enn er við lýði í vestrænum samfélögum. Gagnrýni á hagvaxtarhugmynd markaðshyggjunnar í ljósi vistkreppu er engin nýlunda hér á landi. Hjörleifur Guttormsson gaf út bókina Vistkreppa eða náttúruvernd 1974 þar sem er sérstakur kafli um Rómarklúbbinn og Endimörk vaxtarins. Þorsteinn Vilhjálmsson skrifaði afbragðsgóða grein í 1. hefti Tímarits Máls og menningar 1975, í kjölfar þýðingar sinnar á Endimörkum vaxtarins: „Vistkreppa og samfélag“. Þar rekur hann og ræðir ýmsar hliðar vistkreppunnar, fólksfjöldaþróun, orkumál, hráefni og bendir á ógöngur sem blasa við hagvaxtarhugsuninni. Undir lokin ræðir hann gildismat og neysluhyggju og segir: Kapphlaupið um lífsgæði umfram nauðþurftir er ekki mönnum áskapað frá fæðingu frekar en það að borða með hníf og gaffli í stað prjóna, heldur er þetta kapphlaup sprottið upp úr þeirri þjóðfélagsgerð sem við búum við. Hin sanna lífshamingja er fólgin í allt öðrum atriðum sem varða t. a. m. heilbrigð og eðlileg félagsleg samskipti milli manna, jafnrétti og tengsl við náttúruna (bls. 20). Af þessum sökum þurfi að verða grundvallarbreytingar á samfélagsgerð og gildismati, segir Þorsteinn. Vissulega urðu brátt miklar breytingar, en í þveröfuga átt, til frjálshyggju og óhefts markaðar. Bretton Woods kerfið hafði verið aflagt 1971 og kapítalisminn sigldi brátt inn í stjórnlausa fjármálafrjálshyggju. Kvennalistinn og Sigrún Helgadóttir Þegar kvennalistinn kom fram á sjónarsviðið nokkrum árum síðar var ýmsum viðteknum hugmyndum snúið hressilega á haus. Tímaritið Vera var ferskt og ögrandi og kvennalistakonur tileinkuðu sér meðal annars framsæknar hagfræðihugmyndir. Í fimmta hefti árið 1988 eru þrjár greinar um hagfræði þar sem efasemdir um hagvöxt eru áberandi. Sigrún Helgadóttir líf- og umhverfisfræðingur skrifaði um kenningar þýska hagfræðingsins Margrit Kennedy sem gefið hafði út merka bók, Interest and Inflation Free Money, Creating an Exchange Medium that Works for Everybody and Protects the Earth árið 1987. Þar er snörp gagnrýni á peningakerfið, vexti og auðlindasóun hagvaxtarins og bent á nýtt peningakerfi án vaxta og verðbólgu sem auka myndi jöfnuð og stuðla að umhverfisvernd (Vera 1988, 5. hefti bls. 15-19) Næstu árin útskýrði Sigrún í blaðgreinum margt af því sem hér hefur verið fjallað um, til að mynda vélræna smættarhyggju og hlutgervingu náttúrunnar í Morgunblaðinu 19. desember 1989. Í lok fræðandi greinar, „Umhverfisfræði og nýting náttúruauðlinda“ í Lesbók Morgunblaðsins 25. febrúar 1989 talar hún um fjölbreytni lífheims jarðar og spyr: „Hlýtur ekki öll þessi þekking að leiða til þess að við skiljum smæð okkar bæði í tíma og rúmi og að við öðlumst aftur auðmýkt.“ Sá skilningur komst ekki á legg því skammt var í algera valdatöku frjálshyggju í líki Eimreiðarelítunnar og hrokafyllsta stjórnmálamanns Íslands fyrr og síðar, eins og lýst er ítarlega í bók Þorvalds Logasonar: Eimreiðarelítan - spillingarsaga. Þá mátti sín lítils skýr og myndræn útlistun Sigrúnar á hagvexti í Pilsaþyt Kvennalistans árið 1991 sem enn er í fullu gildi og fylgir hér aftan við þessa grein en nefndur hrokagikkur hefði aldrei litið við né skilið. Sigrún settist á þing sem varamaður árið 1989 og glæsileg jómfrúrræða hennar í umræðum um efnahagsaðgerðir mætti vera í minnum höfð. Hún hellti sér yfir þingmenn og verðmætamat þeirra, látlaust tal um „peninga, verðbréf, vexti, lán, skuldir, sjóði o.s.frv. o.s.frv.“ eins og það væri það mikilvægasta í heiminum en ekki jörðin sjálf. Og hún talaði um hagvöxt á mannamáli: [H]agfræðispekúlantar heimsins ... virðast alls ekki gera sér grein fyrir að öll hagkerfi heimsins hvíla á vistkerfunum, kerfum náttúrunnar og þeim lögmálum sem þar ríkja. Þeir virðast ekki gera sér grein fyrir því að hrynji vistkerfin hrynja líka hagkerfin. Þeir tala stöðugt um höfuðstól peninganna eða verðbréfanna en gera sér ekki grein fyrir að sá höfuðstóll sem skiptir mestu máli er Jörðin sjálf og það líf sem á henni hefur þróast. Sá höfuðstóll hefur takmarkaða stærð og þess vegna ríkir þar lögmálið um takmarkaðan vöxt. Að trúa endalaust á stöðugan vöxt, sífellt aukna þjóðarframleiðslu og hagvöxt, virðist beinlínis heimska. Alla vega bendir slíkt tal til skorts á þekkingu og framsýni, eða skyldi ástæðan vera kæruleysi, skortur á ábyrgðarkennd gagnvart komandi kynslóðum, gagnvart börnunum? Þeirri veislu sem ríkt hefur í hinum vestræna heimi að undanförnu og mæld hefur verið í hagvexti verður að ljúka. Hún hefur byggst á aukinni tækni og iðnvæðingu, auk þess að gengið hefur verið á höfuðstólinn. Tæknin hefur gert mönnum kleift að sigrast á gömlum fjendum, veikindum, hungri og fátækt, en um leið og menn hafa iðnvæðst hafa þeir búið sér til nýja óvini, mengun og auðlindaþurrð. Lífsgæðakapphlaupið er að verða ógn við lífið sjálft. Þannig má rökstyðja að þær ógöngur sem mannkynið er komið í séu afleiðingar vísinda og tækni en einnig er hægt að vona að einmitt með vísindum og tækni megi snúa þessari öfugþróun við. En forsendur þess að það verði hægt er þó að menn temji sér önnur gildi, hætti að líta á náttúruna sem eitthvert fyrirbæri sem endalaust muni veita sína ókeypis þjónustu, óháð því hvernig farið sé með hana. Það verða allir, og þá ekki síst stjórnmálamenn, að temja sér aðra lífssýn, annan lífsstíl sem byggist á þeim skilningi að við verðum að geta stjórnað, ekki náttúrunni, heldur okkur sjálfum í samræmi við lögmál vistfræðinnar. Það er umhugsunarvert að þessi ræða var haldin fyrir 34 árum og skýrt tekið fram að Jörðin og vistkerfi hennar séu forsenda alls mannlífs. Síðan hefur grátlega fátt þokast í rétta átt. Tveim árum síðar varð fræg valdataka í Viðey og eftir það hafa landsmenn upplifað virkjanabólu, netbólu, bankabólu, efnahagshrun og séð valdaklíku nýfrjálshyggju eyðileggja nýja stjórnarskrá. En nú getum við öll fylgst með ítarlegum mælingum á hröðum vexti vistkreppunnar og fundið áhrif loftslagsbreytinga á eigin skinni. Ráðamenn heimsins setja markmið sem ekki er staðið við því ekki má hrófla við hagvexti. Ástand heimsins: afmennskun og vistkreppa Allt líf er hreyfing sagði Stephan G. og allt er hvað öðru háð í þeim flókna og flæðandi vef sem lífið er. Kapítalisminn beinir þeirri eðlislægu hreyfiþörf í þröngar skorður hagvaxtar og heimspólitíkur sem snýst um hugmyndafræði, yfirráð yfir auðlindum og hagnað. Smættun fólks í þágu auðs og valda hefur viðgengist allt frá þrælahaldi til stríðsreksturs nútímans, þvingaðra þjóðflutninga og fólks á flótta. Vald yfir náttúru, sem drepið er á í fyrri greinum og er fylgifiskur vísindabyltingar og vélhyggju. Heimspólitík og stríðsrekstur byggjast á sömu hlutgerandi vélhyggju og náttúrudrottnunin og fela í sér afmennskun. Vesturlönd lögðu undir sig nýlendur og arðrændu og það arðrán er frekar en nokkuð annað undirstaða auðlegðar nútímans. Og þau ráðskast með fyrrum nýlendur á þeim rasísku forsendum sem mótuðust með arðráni og þrælahaldi, svo gróflega að nýlenduherrar veltu því fyrir sér í alvöru hvort frumbyggjar eða svartir þrælar hefðu sál eða ekki. Þessu fór fram meðfram því að göfugar hugmyndir döfnuðu á Vesturlöndum um lýðræði, samfélagslegt réttlæti, mannréttindi, hugmyndir sem með réttu hefðu átt að vera gjöf til mannkyns en slitu sig ekki endilega frá yfirburðahyggju og rasisma. Þetta er neyðarlegt og grimmilegt misgengi hugmynda og athafna Vesturlanda gagnvart eigin fólki og öðrum heimshlutum, framsæknar hugmyndir hafa ekki komið í veg fyrir kúgun verkalýðs og nýlendna. Afleiðingar þessa misgengis blasa við í skelfilegri afmennskun Palestínufólks á Gaza þessa dagana. Í krafti heimsvaldastefnu og drottnunarhyggju Vesturlanda, fyrst Breta og annarra Evrópulanda og síðar Bandaríkjanna, var ráðskast með nýlendur á borð við Palestínu. Þar voru zíonistar studdir til landnáms, fyrst um og eftir aldamótin 1900 og í stórum stíl með uppgangi nasismans. Ísraelsríki var bókstaflega rutt til rúms á kostnað Palestínuaaraba árið 1948 og á því rætur bæði í gyðingaofsóknum og trúarlegum uppruna zíonismans. Það er baneitraður kokkteill, eðlisskyldur hugmyndum um íslamskt ríki. Þetta er því sjálfskapaður vandi Vesturlanda, samþættur stórveldapólitík og viðskiptahagsmunum vegna olíu, enda eru olíulindir úti fyrir Gazaströndinni. Líf óbreyttra borgara, kvenna og barna er leiksoppur þessara afla og hagsmuna, ein viðurstyggilegasta afmennskun sem sést hefur, í nafni þeirrar vestrænu siðmenningar sem Netanyahu hefur á vörum. Nú er þessi afmennskun gengin svo langt að farið er að tala um endalok mennskunnar, hún eigi sér ekki viðreisnar von eftir þetta. Nema þá að hér sé botninum náð og ekki annað fyrir en að spyrna sér frá honum. Ekki er langur vegur frá rasískri og afmennskandi yfirburðahyggju ísraelskra yfirvalda í skjóli Vesturlanda yfir í popúlismann sem grasserar svo víða. Ef það er rétt að endalok mennskunnar blasi við þá er það stærra mál en til að mynda að smágusa af glimmeri komi í veg fyrir kurteislega samræðu fræðasamfélags við stjórnmálamenn sem ganga erinda þess valdakerfis sem yfir allt valtar. Þeir bera sína ábyrgð í stuðningi við þann yfirgang sem leyfir afmennskunina. Það eru bein tengsl milli hagnaðarsækni auðmagnsins, afmennskunar nýlendukúgunar og smættandi hlutgervingar náttúrunnar sem stöðugt dýpkar vistkreppuna. Heimurinn, og sérstaklega Vesturlönd, þarf að horfast í augu við að ekki er einungis við hamfarahlýnun („loftslagsvandi“ er penna orð sem fær fólk til að trúa á tæknilausnir) að eiga heldur súrnun og hlýnun sjávar, aldauða tegunda, hrun vistkerfa og hnignun líffræðilegrar fjölbreytni. Árangur loftslagráðstefnunnar í Dubai er ekki beysinn vegna loðinnar hugtakanotkunar, enda talaði þar fínt fólk saman undir traustri leiðsögn olíufursta og jafnvel var minnst upphátt á jarðefnaeldsneyti í fyrsta skipti. Hagsmunagæsla auðmagnsins lætur ekki að sér hæða. Vistspor Íslands og sambærilegra landa er hrikalegt. Ísland er eitt neysluóðasta land í heimi og stundum virka fréttir af hamingjuríkri eyðslu og kortaveltu eins og spennandi íþróttakeppni. Kannski eru einhverjir bara stoltir yfir að losa meiri koltvísýring á einstakling í hagkerfinu en nokkur önnur þjóð: „Neysludrifið kolefnisspor hins almenna íbúa á Íslandi er um 12 tonn CO₂ ígilda á ári en þyrfti nú þegar að vera um 4 tonn CO₂ ígilda til að halda hnattrænni hlýnun innan 1,5°C markmiðs Parísarsamkomulagsins“. Svokallaður þurrðardagur landa á borð við Ísland er um þessar mundir seinnipartinn í mars. Með orðum Ólafs Páls Jónssonar rennur þurrðardagurinn upp þegar „árleg framleiðsla jarðarinnar gengur til þurrðar – þegar við höfum étið upp það sem þyrfti að endast út árið. Þegar kemur fram yfir þennan dag, þá byrjum við sem nú lifum að aféta komandi kynslóðir“. Fátt bendir til að markmið loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna um 1.5 gráðu hlýnun náist og sama gildir um ýmis önnur markmið, til að mynda að draga úr tegundafækkun og vernda líffræðilega fjölbreytni. Þolmörk jarðar eru vandlega skilgreind og reiknuð út á þar til gerðri stofnun við Stokkhólmsháskóla og víða má leita upplýsinga um ástandið. Til að mynda í afbragðsgóðri og áhrifaríkri bók Stefáns Jóns Hafstein: Heimurinn eins og hann er sem kom út árið 2022. Einn tæpitungulausasti heimsleiðtoginn, António Guterres, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, talaði fyrir tveim árum um sjálfsmorðshernað gegn náttúrunni, að tveggja alda fikt við jarðefnaeldsneyti og eyðingu til lands og sjávar hafi valdið hamförum í lífhvolfinu: Skeytingarlaus íhlutun mannkyns í náttúruna mun láta eftir sig varanleg ummerki — rétt eins og þegar vísindamenn dagsins í dag rannsaka menjar fyrri útrýminga. Við erum komin vel áleiðis inn í útrýmingu mannaldar. Hlutfall aldauða tegunda er tugum til hundruðum sinnum hærra en meðaltal síðustu 10 milljón ára, og eykst. Yfir milljón tegundir plantna, spendýra, fugla, skriðdýra, froskdýra, fiska og hryggleysingja eru í hættu, sumar á næstu áratugum. Frumbyggjar og aðrir viðkvæmir hópar eru meðal þeirra sem verst verða úti. Skemmdir á hinum flókna lífsvef sem heldur okkur uppi hafa þegar haft áhrif á líf og lífsskilyrði milljóna og valdið hungri, veikindum og atvinnuleysi. Hrun vistkerfa gæti kostað nærri þrjár trilljónir dollara á ári um 2030. Mestu áhrifin verða á sum af fátækustu og skuldugustu löndunum. Blekkingar og markaðsdauðahald Við eigum að heita „upplýst“, við vitum þetta flest eða þekkjum í brotum. Fjölmiðlar bera daglega fréttir af ýmsum hliðum vistkreppunnar en sjaldnast í víðu samhengi. Nægar upplýsingar er líka að finna á netinu frá opinberum og viðurkenndum aðilum sem byggja á traustum rannsóknum. Samt erum við ekki nógu upplýst, því hagsmunaaðilar og stjórnmálamenn blekkja, hvort sem það er vísvitandi, sem er siðlaust, eða vegna vanþekkingar sem er skammarlegt. Upplýsingarnar eru þó sjaldnast settar í víðtækt samhengi. Ein ástæðan er sú að ekki má hrófla við hagvexti eða efnahagskerfi. Ágætt sýnidæmi er umræðan um orkuskipti sem flæðir yfir alla bakka þessa dagana. Þegar allra mest ríður á að draga úr orkunotkun hamra orkuiðnaðurinn, atvinnulífið og aðrir hagsmunaaðilar auk svokallaðs umhverfisráðherra (umhverfis- orku- og loftslagsráðherra!!!), sem klifar á því að virkja þurfi meira, og meira, til að rúlla upp orkuskiptunum án þess að fórna neinu, til að halda öllu gangandi. Daglega berast fréttir af tryllingslegri leit að nýjum og nýjum náttúruauðlindum, möl og sandi, góðmálmum, fyrir utan alla orkuna og allt sem á að nota hana í, orkufrek verkefni bíða í röðum, eins og stöðugt vofi allt aðrar hörmungar yfir en vistkreppan. „Raforkufyrirtæki, álver og samtök atvinnurekenda saka þingnefnd um að kippa markaðslögmálum úr sambandi og taka upp miðstýringu á raforkumarkaði” segir í frétt um orkumál og síðar segir: “Algjör afturför og hömlur á frjálsa samkeppni, brot gegn samkeppnislögum og þjóðréttarlegum skuldbindingum, miðstýring og skömmtunarkerfi er meðal þess sem má lesa í mörgum umsögnum”. Í raun er hér í nafni markaðstrúrbragða krafist ábyrgðarlauss hömluleysis í nýtingu orku og náttúruauðlinda, á tímum þegar blasir við brýn nauðsyn á skipulegri hjöðnun til að bregðast við vistkreppunni. Hámark vitleysunnar er að ráðherrann Guðlaugur Þór segir glaðbeittur að Ísland eigi að vera fyrirmynd annarra þjóða. Ef íslenska leiðin hefði verið farin væri engin loftslagskreppa segir í fyrirsögn fréttar af ráðherranum nýkomnum heim frá COP28. Ráðherra umhverfisins er reyndar að tala um orkumál og það sem hann kallar gríðarlegar lausnir en hann virðist hreinlega ekki vita, nema þetta sé ósvífin blekking, að heimurinn er allur í vistkreppu, að vistspor Vesturlanda og sér í lagi Íslands er tröllaukið, það er sex sinnum of stórt og kolefnissporið fjórum sinnum og ein meginástæða vandans er orkubruðl í framleiðslu og neyslu. Það ríður á að öll heimsbyggðin dragi úr orkunotkun og auðlindasóun. Sé ráðherrann að ljúga vísvitandi er það siðlaust, viti hann ekki betur er hann óhæfur til starfsins, en alvarlegast af öllu er þó ef hann kemst upp með þetta. Markaðshyggjan, sú hugmynd að markaðurinn eigi einfaldlega að ráða, virkar ekki gagnvart vistkreppu heimsins, þótt orkuiðnaðurinn og umræddur ráðherra haldi það, því óhamið auðmagn er eyðingarafl. Risavaxinn iðnaður útreikninga, lagaklækja og bókhaldsbrellna hefur verið þróaður til að fela ofurhagnað aflands, fyrir og eftir hrun, ráðskast með peninga, færa til og hirða sem mest af þeim, einkavæða, tæma, hirða, eins og lesa má í Spillingarsögu Þorvalds Logasonar og ýmsum hrunbókum. Mér hefur borist til eyrna sú aðfinnsla við fyrri greinar mínar að homo economicus sé ekki lengur hin mannlega kjölfesta í hagfræðinnar og má það vel vera. Nú snúist meginstraumurinn um markaðsbrest, hvernig megi átta sig á og bregðast við frávikum frá því sem æskilegt má telja. En þá stendur enn uppi hinn heilagi markaður sem frumforsenda. Markaðshyggjan er ósnert, eins og sjá má af kröfum orkuiðnaðarins og að líkindum einnig hagvaxtarhugmyndin. Hvort sem brestir koma í markaðinn eða ekki sitjum við uppi með neysludrifið skuldsetningarsamfélag og vaxandi ójöfnuð. Fjármálakerfið er ráðandi í stað þes að miðað sé við frumþarfir, ógagnsæ umferð peninga sem fyrst og fremst virðast leita þangað sem þeir eru fyrir. Völd og ítök þeirra sem stýra fjármálakerfum eru ekki sprottin af samfélaglegum verðleikum. Hvað svo? Útlitið er að sönnu dökkt, og fátt sem kveikir von í heimi vaxandi popúlisma og fordóma, stríðsátaka, vistkreppu og auðmagns sem ver sig með kjafti, klóm og dyggum stuðningi skammsýns stjórnmálafólks. Kannski felst vonarglæta í samstöðu og nýrri hugsun sem hér hefur verið stiklað á. Það er óhjákvæmilegt að stokka æði margt upp á nýtt, breyta kerfinu, koma á umhverfislegu og samfélagslegu réttlæti og jöfnuði þar sem framlag allra er virt án verðleikablekkinga markaðsvelgengninnar, þar sem virðing fyrir störfum sem framlag til samfélags er endurheimt, þar sem miðað er við sjálfbært vistþol (það sem vistkerfin þola á sjálfbæran hátt) og grunnþarfir í endurbættu og hjaðnandi hagkerfi. Það er hægt, en til þess þarf sýnilegri samkennd og samstöðu almennings, fjölþættari þekkingu í samstarfi fjölda vísinda- og fræðasviða, í endurbættu og endurskilgreindu lýðræði. Í fyrstu grein minni var bent á að frjálshyggjuhagfræðin gefi sér jafnan forsendur og hafi enga fótfestu í áþreifanlegum veruleika. Í raun ættu engin menningarleg eða samfélagsleg vísindi og allra síst hagfræði að þrífast án þess að taka mið af þeim efnislega og náttúrlega veruleika sem við erum partur af, fjölbreyttum vistkerfum lífheims og samfélags. Nauðsynlegt er að tengjast veruleikanum með nýjum hætti, lífbreytileika og fjölbreyttum samfélögum – því maðurinn er ekki og getur ekki verið annað en hluti af náttúrunni og samfélög manna eru vistkerfi innan vistkerfa. Það þýðir að ábyrgð fólks á sjálfu sér gagnvart náttúru, umhverfi og öðru fólki þarf að setja á oddinn, í stað útreikninga á kostnaði og hagnaði. Hagfræðin ætti að spyrja oftar en fullyrða og nota reiknigetu sína í þágu lífs á jörðinni frekar en uppsöfnunar auðs. Uppræta þarf þá blekkingu undanfarinna alda að maðurinn geti hafið sig yfir náttúruna og ráðskast með hana eins og vél, í nafni hagnaðar og hagvaxtar. Fjölbreytni samfélags mætti aukinheldur skoða í líkingu við fjölbreytta merkingarheima vistkerfa þar sem hvað er öðru háð. Um leið og fjölbreytni samfélagsins er virt, er hægt að rækta virðingu fyrir fjölþættu framlagi allra, meðfram því að greiða öllum mannsæmandi laun, það er jafnsjálfsögð krafa og Laxness segir. Margoft hefur verið bent á að jöfnuður, innan landa og alþjóðlega, sé einn mikilvægasti lykillinn að lausnum á vistkreppu mannkyns, loftslags, vistkerfa og lífríkja enda er kolefnisútblástur auðugustu tíu prósenta jarðarbúa helmingur alls kolefnismagnsins en fátækari helmingur jarðarbúa aðeins ábyrgur fyrir átta prósentum (The Conversation, 1. desember 2023). Óttinn við hið óþekkta, ófyrirséðar breytingar, virðist vera meiri en óttinn við þær hörmungar sem framundan eru, sem verða því verri sem kjarkleysið gagnvart breytingum er meira. Flest fólk kýs einfalt og sæmilega þægilegt líf, hið félagslega líf og getur unnt öðrum þess sama. Einstaklingshyggja er kaldhömruð hugmyndafræði frá síðustu öldum, samgróin kapítalisma og því fer fjarri að hún sé bundin við eitthvað sem kallað er mannlegt eðli, þvert á móti, þótt sjálfselska virðist vera ein af grundvallarforsendum hagfræðinnar (Ólafur Margeirsson, Peningar – hvað þeir eru, hvaðan þeir koma, bls. 3). Samkennd og samvinna eru í raun djúpstæðari samfélagsfyrirbæri en fólk heldur, það hafa rannsóknir sýnt. Þess vegna hlýtur lykillinn að leynast þar, í því að vinna saman. „Enginn er einn þó hann virðist stakur“ orti Þorsteinn frá Hamri. Þess vegna þarf að leita í menningarlegt hreyfiafl, fjölbreytta grasrót ótal hreyfinga sem stefna nokkurn veginn í sömu átt, allt frá samstöðu herskárra launþega í kjarabaráttu til umhverfis- og mannréttindahreyfinga, með kröftugum mótmælum og kröfum um lýðræði, vistvernd, mannréttindi og jöfnuð sem nær yfir hagkerfið. Slík barátta í nafni fjölbreytni og mannréttinda hefur þegar borið töluverðan árangur til handa hópum sem hafa átt undir högg að sækja og árangur í baráttu gegn ýmsum tegundum ofbeldis í samfélaginu er býsna augljós. Á vettvangi náttúru og umhverfis er víða barist. Náttúruverndarsamtök Íslands hafa sinnt loftslagsmálum í áratugi, Landvernd heldur uppi mikilli fræðslu og baráttu. Hugmyndir um velsældarhagkerfið verða æ meira áberandi samfara gagnrýni á ofneyslu, til að mynda í viðtali við Kristínu Völu Ragnarsdóttur 30. nóvember sl. Ótal slíkar róttækar hreyfingar eiga samleið í uppreisn gegn valdi hins heilaga auðmagns. Það er líka óhætt að kalla eftir uppreisn vísindanna eða vísindasamfélagsins. Ætla má að þar búi víðtæk þekking á þeim ógnum sem framundan eru, þekking til að bregða upp víðara samhengi og ekki síst þekking á vistkerfum stórum og smáum, sambúð manns og náttúru allt frá örófi alda til okkar tíma. Þar leynast möguleikar á nýrri jarðtengingu, getu manneskjunnar til að sjá sjálfa sig í samhengi við eitthvað annað og meira en sjálfa sig, sem gæti orðið innblástur fyrir nýjar lýðræðishugmyndir. Fjölbreytni í líkingu við lífbreytileika gæti verið lykill að því að þróa það vestræna lýðræði sem hefur staðnað í fulltrúalýðræði þar sem auðmagn og valdabarátta leggjast á eitt. Völd og auður spilla og bæla niður vægi þeirrar löngunar sem fólk hefur í þá einföldu velsæld sem kom berlega í ljós á þjóðfundi í aðdraganda stjórnarskrárvinnu hér á landi. Ný stjórnarskrá hefði orðið mikilvægt fyrsta skref í þessa átt, en hagsmunagæsla valdakerfisins sendi einhverja labbakúta af stað til að koma í gegn ógildingu þjóðaratkvæðagreiðslu um hana. Vantraust á stjórnmálin er æ meira áberandi, sú hugsun að ekki sé lengur hægt að treysta á vitræna samræðu við pólitíkusa sem þæfa flest í málengingum. Það er óhætt að tala um lýðræðisbresti, stjórnmál hafa fjarlægst allt sem kalla mætti almannavilja, það er ekki hægt að gera upp við öll mál í auðmagnsmengaðri mælskukeppni á fjögurra ára fresti. Popúlískar hreyfingar spretta upp af vanmetakennd í kjölfar undarlegrar verðleikahyggju (sjá þriðju grein). Það hefur haft í för með sér dapurlegar óvinasmíðar, útlendinghatur og andúð á hinsegin fólki. Samkennd og vinaleit er þó vænlegri leið og oft er friðsamleg borgaraleg óhlýðni eina leiðin gagnvart valdakerfunum. Í raun er það þannig að grundvallaraðstæður lífsins eru sú náttúra sem við lifum í og umbreyting hennar í viðurværi, til þess að geta lifað, það benti Sigrún Helgadóttir á fyrir 34 árum. Ferð frá vöggu til grafar í bókstaflegri merkingu og yfirfærðri. Það sem liggur þar á milli, eða á milli inntöku og úrgangs, fæðingar og dauða, er allt bundið við mannaverk, kerfisbundin, og því má öllu breyta. Ekki einu sinni peningahagkerfi er óbreytanlegt. Hagfræði og fjöldi annarra fræðigreina þurfa að endurskoða og endurmennta sig, umbreyta fjölþættri kunnáttu í tæki til úrbóta, jöfnuðar og hjöðnunar.Komið er að umskiptum. Viðsnúningi skynseminnar, viðmiðaskiptum sem byggjast á samræðu við vistkerfin, lærdóms- eða námsferli í stað drottnunar í anda úreltrar vélhyggju. Jason Hickel og Michel Loreau hafa bent á ýmsar leiðir (sjá fjórðu grein). Þær eru ekki auðveldar en efni í nýja umræðu sem yðar einlægur hættir sér ekki út í en þakkar þeim sem nennt hafa að lesa. Höfundur er bókmenntafræðingur og áhugamaður um jöfnuð og framhald lífs á jörðinni. Rit sem vitnað er til og fleiri fróðleg sem tengjast efni greinaflokksins. Blaðafréttir eru ekki teknar með: Anna María Bogadóttir. 2022. Jarðsetning. Reykjavík: Angústúra. Annett, Anthony. 2018. „Restoring Ethics to Economics. Modern economics should return to its roots.“ Vefsíða International Monetary Fund: https://www.imf.org/en/Publications/fandd/issues/2018/03/point2 [Ásgeir Jónsson] 2015. „Efnahagsleg áhrif af styttingu framhaldsnáms“. Skýrsla nr. C15:03. Hagfræðistofnun Háskóla Íslands. Bardi, Ugo og Pereiras, Carlos Alvarez (ritstj.). 2022. Limits and Beyond: 50 years from the Limits to Growth, what did we learn and what‘s next? A Report to the Club of Rome. Exapt Press. Berman, Sheri. 2019. Democracy and Dictatorship in Europe: From the Ancien Régime to the Present Day. New York: Oxford University Press. Beuret, Nicholas. „Emissions inequality is getting worse – here’s how to end the reign of the ultra-polluters” Vefritið The Conversation 1. desember 2023. Erickson, Jon D. 2022. The Progress Illusion. Reclaiming our Future from the Fairytale of Economics. Washington: Island Press. Graeber, David og Wengrow, David. 2021. The Dawn of Everything: A New History of Humanity. London: Allen Lane. Guterres, António. 2021. „‘We Are Losing Our Suicidal War against Nature’, Secretary-General Tells Biodiversity Summit, Urging Bold Actions towards Sustainable Future” 11. október. https://press.un.org/en/2021/sgsm20959.doc.htm Halldór Laxness. 1967. Íslendingaspjall. Reykjavík: Helgafell. Hickel, Jason. 2018. The Divide: A Brief Guide to Global Inequality and its Solutions. London: Penguin Random House. Hickel, Jason. 2020. Less Is More: How Degrowth Will Save the World. London: Penguin Random House. Hjörleifur Guttormsson 1974. Vistkreppa og náttúruvernd. Reykjavík: Mál og menning. Kennedy, Robert: https://www.jfklibrary.org/learn/about-jfk/the-kennedy-family/robert-f-kennedy/robert-f-kennedy-speeches/remarks-at-the-university-of-kansas-march-18-1968 Latour, Bruno og Lépinay, Vincent Antonin. 2009. The Science of Passionate Interests: An Introduction to Gabriel Tarde’s Economic Anthropology. Chicago: Prickly Paradigm Press. Loreau, Michel. 2023. Nature That Makes Us Human: Why We Keep Destroying Nature and How We Can Stop Doing So. New York: Oxford University Press. Jane Mayer. 2016. Dark Money: The Hidden History of the Billionaires Behind the Rise of the Radical Right. New York: Doubleday. Meadows, Donella H. ofl. 1974. Endimörk vaxtarins. Þáttur í rannsókn Rómarsamtakanna á ógöngum mannkyns. Reykjavík: Bókaútgáfa Menningarsjóðs og Þjóðvinafélagsins. Merchant, Carolyn. 1980. The Death of Nature. San Francisco: Harper and Row. Ólafur Páll Jónsson. 2021. „Jörð í kófi“ Vefritið Kjarninn 9. ágúst. Sótt á https://kjarninn.is/skodun/jord-i-kofi/ Ólafur Páll Jónsson. 2023. „Alveg í ruglinu.“ Heimildin, 1. september. Sótt á https://heimildin.is/grein/18752/alveg-i-ruglinu/. Ólafur Margeirsson. 2023. Peningar. Hvað þeir eru, hvaðan þeir koma. Sandel, Michael. 2020. The Tyranny of Merit: Can We Find the Common Good? London: Penguin. Sigfús Bjartmarsson. 2018. Homo economicus I, Akranes: MTH. Sigrún Helgadóttir. 1988. „Bara krónur og aurar.“ Vera 1988, 5. hefti bls. 15-19. Sigrún Helgadóttir. 1989. „Umhverfisfræði og nýting náttúruauðlinda.“ Lesbók Morgunblaðsins 25. febrúar 1989. Sigrún Helgadóttir. 1989. Jómfrúrræða á Alþingi þriðjudaginn 14. Feebrúar 1989: https://www.althingi.is/altext/111/r1/1999.html Sigurður Þórólfsson. 1915-1916. „Auðsjafnaðarkenningar“, Réttur 1. árgangur 1915-1916, bls. 88-105 Skúli Skúlason. 2020. „Er syndin náttúruleg? Um mikilvægi heimsmynda og uppsprettu gilda.“ Ritið 20 (3): 141–178. Stefán Jón Hafstein. 2022. Heimurinn eins og hann er. Reykjavík. Smil, Vaclav. 2019. Growth: From Microorganisms to Megacities. Cambridge, MA: The MIT Press. Stephan G. Stephansson. 1938-1947. Bréf og ritgerðir I-IV. Reykjavík: Þjóðvinafélagið. Stephan G. Stephansson. 1953-1958. Andvökur I-IV. Reykjavík: Menningarsjóður. Veblen, Thorstein. 2009 [1899] Theory of the Leisure Class. Útg. og formáli Martha Banta. Oxford University Press. Viðar Hreinsson. 2023. „Raddir þagna. Hugvekja í framhaldi af bók Gísla Pálssonar, Fuglinn sem gat ekki flogið.“ Náttúrufræðingurinn, 93. Árg. 1.-2. hefti, bls. 68-75. Viðar Hreinsson. 2023. „Jón lærði, vísindi í reifum og skapandi dyggðir.“ Menning við ysta haf. Lesið í sköpunarkraft Vestfjarða. Ritstj. Birna Bjarnadóttir og Ingi Björn Guðnason: Bls. 189-208 Viðar Hreinsson. 2023. „Hvað er/var/verður [N]áttúra(n)?“ Skírnir 197. ár, haust: 316-348. Vilhjálmur Árnason. 2022. „Harðstjórn verðleikanna og jafnaðarstefnan.“ Vefritið Kjarninn, 12. september 2022: https://kjarninn.is/skodun/hardstjorn-verdleikanna-og-jafnadarstefnan/ von Wright, Georg Henrik. 2003. Framfaragoðsögnin. Þorleifur Hauksson þýddi. Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag. Þorsteinin frá Hamri. 1977. Fiðrið úr sæng Daladrottningar. Reykjavík: Ljóðhús. Þorsteinn Vilhjálmsson. 1975. „Vistkreppa og samfélag.“Tímarits Máls og menningar 1. hefti 1975, bls. 3-21. Þorvaldur Logason. Eimreiðarelítan – Spillingarsaga. Reykjavík 2023. Tengd skjöl PDF1.4MBSækja skjal
Hagfræði, þekking, verðleikar og vistkreppa 1 Átjánda mars árið 1968 hélt Robert F. Kennedy fræga ræðu í Kansasháskóla. Hann stefndi hraðbyri að útnefningu Demókrata í komandi kosningum. Þetta var á róstutímum stúdentauppreisna, upplausnar gamalla gilda og mótmæla gegn Víetnamstríðinu. 29. nóvember 2023 12:31
Hagfræði, þekking, verðleikar og vistkerfi 2 Hvorki hagvöxtur né gegndarlaus uppsöfnun fjármagns og auðæva er neitt náttúrulögmál frekar en að græðgi og yfirgangur séu sérstakt mannlegt eðli eða grunnþættir í mannlegri hegðun. Græðgi og valdafíkn eru að sönnu til en einfaldlega lestir sem flest fólk beitir skynsemi sinni til að halda í skefjum. 2. desember 2023 08:00
Hagfræði, þekking, verðleikar og vistkerfi 3 Frjálshyggjuhugsun hefur verið ríkjandi á Vesturlöndum í hartnær hálfa öld. Velta má fyrir sér hvort þróunin hefði orðið önnur ef Robert Kennedy hefði orðið forseti árið 1968 og hagvaxtarræða hans, sem vitnað var til í upphafi fyrstu greinar, haft meiri áhrif. 6. desember 2023 11:00
Hagfræði, þekking, verðleikar og vistkerfi 4 Gagnrýni Jons D. Ericksons og Michaels Sandels sem fjallað er um í fyrri greinum er um margt af svipuðum toga. Sökudólgurinn er frjálshyggja og takmarkalaus smættun í hagstærðir sem er nánast sjálfvirk hugsun þeirrar vélhyggju sem fyrr er lýst. Rætur smættunar ná til 17. aldar þegar fór að bera á þeirri hugsun að heimurinn virkaði eins og vél sem öðlast mætti fullkominn skilning á til hagnýtingar í þágu manna. 9. desember 2023 08:00
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun