Landris hefur „svo gott sem stöðvast“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 15. desember 2023 17:54 Landris hefur verulega dregið úr sér á síðustu dögum. Vísir/Vilhelm Landris við Svartsengi virðist hafaverulega dregið úr sér og segir Eldfjalla- og náttúrúvárhópur Suðurlands í færslu sinni á Facebook að það hafi svo gott sem stöðvast. Á rauntímamælum Veðurstofunnar og Jarðvísindadeildar Háskóla Íslands sést lítið sem ekkert landris við mæla í Svartsengi, Eldvörpum og Skipastígahrauni. Síðan 10. nóvember hefur mælst mikið landris en byrjaði að draga úr hraða landrissins í kringum mánaðamót. Veðurstofan bíður nákvæmari mælinga Sigríður Kristjánsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni segist vilja bíða með að lýsa afgerandi yfir því hver staðan er. Veðrið sé búið að vera trufla og því eru mælingar ekki eins nákvæmar. „Við viljum fá bæði fleiri punkta úr þessum gps-gögnum og gefa okkur aðeins lengri tíma til að sjá hvað raunverulega er í gangi. Hvort jörðin sé hætt við þetta eða hvort hún er að halda áfram. Við viljum bíða aðeins og fá skýrari mynd,“ segir hún í samtali við fréttastofu. „Það er að hægja á þessu en spurningin er hvort þetta sé stopp eða ekki,“ segir hún einnig. Skjálftar mælist áfram „Enn eru sjáanlegar láréttar hreyfingar á nokkrum mælum, en verulega hefur dregið úr þeim líka. Um mánaðamótin kom fram að landrisið væri ein aðalástæða þess að áfram væri enn í gildi rýming í Grindavík,“ segir í færslunni. Í frétt sem Veðurstofan birti á síðu sinni fyrr í dag kemur fram að skjálftavirkni sé væg er mælist þó á öllu svæðinu. Um 460 skjálftar hafa, samkvæmt þeim, mælst síðan á þriðjudag, þar af 30 yfir 1,0 og stærsti 2,8. Þar kemur einnig fram að mælingar sýni að landris haldi áfram. Núverandi hættumat gildir til 20. desember næstkomandi. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Sjá meira
Á rauntímamælum Veðurstofunnar og Jarðvísindadeildar Háskóla Íslands sést lítið sem ekkert landris við mæla í Svartsengi, Eldvörpum og Skipastígahrauni. Síðan 10. nóvember hefur mælst mikið landris en byrjaði að draga úr hraða landrissins í kringum mánaðamót. Veðurstofan bíður nákvæmari mælinga Sigríður Kristjánsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni segist vilja bíða með að lýsa afgerandi yfir því hver staðan er. Veðrið sé búið að vera trufla og því eru mælingar ekki eins nákvæmar. „Við viljum fá bæði fleiri punkta úr þessum gps-gögnum og gefa okkur aðeins lengri tíma til að sjá hvað raunverulega er í gangi. Hvort jörðin sé hætt við þetta eða hvort hún er að halda áfram. Við viljum bíða aðeins og fá skýrari mynd,“ segir hún í samtali við fréttastofu. „Það er að hægja á þessu en spurningin er hvort þetta sé stopp eða ekki,“ segir hún einnig. Skjálftar mælist áfram „Enn eru sjáanlegar láréttar hreyfingar á nokkrum mælum, en verulega hefur dregið úr þeim líka. Um mánaðamótin kom fram að landrisið væri ein aðalástæða þess að áfram væri enn í gildi rýming í Grindavík,“ segir í færslunni. Í frétt sem Veðurstofan birti á síðu sinni fyrr í dag kemur fram að skjálftavirkni sé væg er mælist þó á öllu svæðinu. Um 460 skjálftar hafa, samkvæmt þeim, mælst síðan á þriðjudag, þar af 30 yfir 1,0 og stærsti 2,8. Þar kemur einnig fram að mælingar sýni að landris haldi áfram. Núverandi hættumat gildir til 20. desember næstkomandi.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Sjá meira