„Það hefur enginn beðið um þessa bók“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 17. desember 2023 12:14 Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónus, segir enga eftirspurn vera eftir bókinni. Vísir/Samsett Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónus segir ummæli Þorsteins V. Einarssonar varðandi sölu á bók sinni og konu hans Huldu Tölgyes dæma sig sjálf. Mikið hefur verið talað um þriðju vaktina svokölluðu en hugtakið lýsir því ólaunuða og oft vanmetna hugarálagi heimilisskipulagsins svo sem utanumhald og yfirsýn fremur en að framkvæma heimilisverkin sem myndi flokkast undir aðra vaktina. Nafngreindi starfsmann og sigaði fylgjendum sínum á hann Hjónin skrifuðu bók um þriðju vaktina sem kom út í vetur en verslunarrisinn Bónus tók þá ákvörðun að bókin yrði ekki seld þar á bæ um jólin. Þorsteinn birti í kjölfarið færslu á Instagram þar sem hann sagði bókinni hafa verið hafnað af „tilfinningalegum og huglægum ástæðum en ekki málefnalegum ástæðum.“ Í færslunni nafngreindi hann starfsmanninn sem átti að hafa tekið þessa ákvörðun og hvatti þúsundir fylgjendur sína til að senda á hann tölvupóst og krefja hann um að selja bókina í versluninni. „Hann kaus að fara þessa leið“ Guðmundur Marteinsson segir að brosað sé að þessu innanhús og að það sé aldrei hægt að gera öllum til hæfis. „Hann kaus að fara þessa leið og gera þetta með þessum hætti. Það er bara hann. Ég stend bara með Ester,“ sagði hann í samtali við fréttastofu. Ester er nafn starfsmannsins sem hafi tekið ákvörðunina. Guðmundur segir málið vera einfalt og að ákvörðunin hafi ekkert með tilfinningar viðkomandi starfsmanns að gera. „Þetta snýst um það að við höfum lítið pláss fyrir bækur og þurfum að vanda valið á því sem er tekið inn. Við hlustum á útgefendurna og með hverju þeir mæla. Svo ef það koma fyrirspurnir frá kúnnum þá tökum við hana inn, þannig virkar kerfið. Við erum bara með takmarkaðan fjölda sem við getum tekið inn,“ segir hann. Eftirspurnir ekki borist Jafnframt segir hann að alltaf sé rúm til endurskoðunar á slíkum ákvörðununm ef kúnnar verslunarinnar biðji um að seld sé tiltekin bók eða vara en að slíkar eftirspurnir hafi ekki borist. „Svo er það bara þannig að ef það er eftirspurn eftir bókinni frá neytendum, þá er það endurskoðað og metið en það hefur ekki verið í þessu tilfelli. Það hefur enginn beðið um þessa bók. Það er staðan,“ segir Guðmundur. Jafnréttismál Jól Matvöruverslun Verslun Bókaútgáfa Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Innlent Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Innlent Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Innlent Stefán Einar sýknaður af kæru eins höfunda áramótaskaupsins Innlent Sáðlát yfir andlit með valdi nauðgun eftir allt saman Innlent Rafbyssu beitt í fyrsta sinn Innlent Þorsteinn banaði konu sinni á Akureyri Innlent „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Erlent Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar Innlent Fleiri fréttir Búkmyndavélar taka upp þegar rafbyssum er beitt Búseti segir margvíslega galla á deiliskipulaginu Hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baði Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Valdníðsla, rafbyssur og vitringar Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar Öryggi verði minna í fangelsinu og dómar muni fyrnast Fastir í Múlagöngum í tvo tíma „Ég tek bara ekkert mark á því“ Réðst á dóttur sína sem var sú eina sem þorði að mótmæla honum Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Matsgerð sem Þorsteinn Már vildi sögð tilgangslaus Múlagöng lokuð vegna bilaðrar hurðar Ók ölvaður og svefnlaus á gangandi vegfarendur Samið um lagningu skíðagöngubrauta á Hólmsheiði og Rauðavatni Sáðlát yfir andlit með valdi nauðgun eftir allt saman „Þetta heitir á góðri íslensku spilling“ Vilja ekki sjá listaverk á Eldfelli Sterkt samband formanna gott veganesti Hafi fjórar til fimm vikur á nýju ári Talað um fráleita stjórnsýslu í hvalveiðimálinu Rafbyssu beitt í fyrsta sinn Leggja til framtíðarsýn fyrir breytta Grindavík Stefán Einar sýknaður af kæru eins höfunda áramótaskaupsins Trjádeila í Kópavogi fer fyrir Hæstarétt Þorsteinn banaði konu sinni á Akureyri Skera niður í fangelsunum vegna tugmilljóna króna hallarekstrar Féllst á að greiða tugi milljóna vegna áramótaíkveikju á Akranesi Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Sjá meira
Mikið hefur verið talað um þriðju vaktina svokölluðu en hugtakið lýsir því ólaunuða og oft vanmetna hugarálagi heimilisskipulagsins svo sem utanumhald og yfirsýn fremur en að framkvæma heimilisverkin sem myndi flokkast undir aðra vaktina. Nafngreindi starfsmann og sigaði fylgjendum sínum á hann Hjónin skrifuðu bók um þriðju vaktina sem kom út í vetur en verslunarrisinn Bónus tók þá ákvörðun að bókin yrði ekki seld þar á bæ um jólin. Þorsteinn birti í kjölfarið færslu á Instagram þar sem hann sagði bókinni hafa verið hafnað af „tilfinningalegum og huglægum ástæðum en ekki málefnalegum ástæðum.“ Í færslunni nafngreindi hann starfsmanninn sem átti að hafa tekið þessa ákvörðun og hvatti þúsundir fylgjendur sína til að senda á hann tölvupóst og krefja hann um að selja bókina í versluninni. „Hann kaus að fara þessa leið“ Guðmundur Marteinsson segir að brosað sé að þessu innanhús og að það sé aldrei hægt að gera öllum til hæfis. „Hann kaus að fara þessa leið og gera þetta með þessum hætti. Það er bara hann. Ég stend bara með Ester,“ sagði hann í samtali við fréttastofu. Ester er nafn starfsmannsins sem hafi tekið ákvörðunina. Guðmundur segir málið vera einfalt og að ákvörðunin hafi ekkert með tilfinningar viðkomandi starfsmanns að gera. „Þetta snýst um það að við höfum lítið pláss fyrir bækur og þurfum að vanda valið á því sem er tekið inn. Við hlustum á útgefendurna og með hverju þeir mæla. Svo ef það koma fyrirspurnir frá kúnnum þá tökum við hana inn, þannig virkar kerfið. Við erum bara með takmarkaðan fjölda sem við getum tekið inn,“ segir hann. Eftirspurnir ekki borist Jafnframt segir hann að alltaf sé rúm til endurskoðunar á slíkum ákvörðununm ef kúnnar verslunarinnar biðji um að seld sé tiltekin bók eða vara en að slíkar eftirspurnir hafi ekki borist. „Svo er það bara þannig að ef það er eftirspurn eftir bókinni frá neytendum, þá er það endurskoðað og metið en það hefur ekki verið í þessu tilfelli. Það hefur enginn beðið um þessa bók. Það er staðan,“ segir Guðmundur.
Jafnréttismál Jól Matvöruverslun Verslun Bókaútgáfa Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Innlent Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Innlent Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Innlent Stefán Einar sýknaður af kæru eins höfunda áramótaskaupsins Innlent Sáðlát yfir andlit með valdi nauðgun eftir allt saman Innlent Rafbyssu beitt í fyrsta sinn Innlent Þorsteinn banaði konu sinni á Akureyri Innlent „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Erlent Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar Innlent Fleiri fréttir Búkmyndavélar taka upp þegar rafbyssum er beitt Búseti segir margvíslega galla á deiliskipulaginu Hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baði Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Valdníðsla, rafbyssur og vitringar Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar Öryggi verði minna í fangelsinu og dómar muni fyrnast Fastir í Múlagöngum í tvo tíma „Ég tek bara ekkert mark á því“ Réðst á dóttur sína sem var sú eina sem þorði að mótmæla honum Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Matsgerð sem Þorsteinn Már vildi sögð tilgangslaus Múlagöng lokuð vegna bilaðrar hurðar Ók ölvaður og svefnlaus á gangandi vegfarendur Samið um lagningu skíðagöngubrauta á Hólmsheiði og Rauðavatni Sáðlát yfir andlit með valdi nauðgun eftir allt saman „Þetta heitir á góðri íslensku spilling“ Vilja ekki sjá listaverk á Eldfelli Sterkt samband formanna gott veganesti Hafi fjórar til fimm vikur á nýju ári Talað um fráleita stjórnsýslu í hvalveiðimálinu Rafbyssu beitt í fyrsta sinn Leggja til framtíðarsýn fyrir breytta Grindavík Stefán Einar sýknaður af kæru eins höfunda áramótaskaupsins Trjádeila í Kópavogi fer fyrir Hæstarétt Þorsteinn banaði konu sinni á Akureyri Skera niður í fangelsunum vegna tugmilljóna króna hallarekstrar Féllst á að greiða tugi milljóna vegna áramótaíkveikju á Akranesi Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Sjá meira