Gríðarlegt tap sveitarfélaga af orkuvinnslu Haraldur Þór Jónsson skrifar 18. desember 2023 11:01 Útreikningar KPMG sýna fram á að árið 2022 var beint fjárhagslegt tap Skeiða- og Gnúpverjahrepps 43 milljónir af þeirri orkuvinnslu sem á sér stað í sveitarfélaginu. Það er tap uppá tæplega 75 þúsund krónur á hvern íbúa. Til að setja hlutina í samhengi, þá væri það eins og Reykjavíkurborg myndi tapa rúmlega 10 milljörðum á orkuvinnslunni miðað við íbúafjölda Reykjavíkurborgar. Í Skeiða- og Gnúpverjahreppi hefur mest raforka verið framleidd á Íslandi. Uppsett afl virkjana í sveitarfélaginu er um 500 MW og dugar orkuframleiðslan fyrir öll heimili og fyrirtæki á Íslandi, að undanskilinni stóriðjunni. Þeir sem lesa þennan inngang hugsa líklega núna að þetta geti ekki staðist, en því miður eru þetta tölulegar staðreyndir sem orsakast af þeirri lagaumgjörð sem er um orkuvinnslu á Íslandi í dag og þá staðreynd að orkuvinnsla er eina samkeppnisatvinnugreinin á Íslandi í dag sem er undanþegin lögboðnum tekjustofnum sveitarfélaga. Í dag skilaði undirritaður inn umsögn í samráðsgátt stjórnvalda um endurmat á virkjunarkostum úr 3. áfanga rammaáætlunar. Í umsögninni er fjallað um samfélagsleg áhrif orkuframleiðslu á nærsamfélögin og útskýrt hvers vegna Skeiða- og Gnúpverjahreppur ber beint fjárhagslegt tjón af orkuvinnslunni, tjón sem uppsafnað hleypur á milljörðum. Meirihluti sveitarstjórnar Skeiða- og Gnúpverjahrepps er hlynntur áframhaldandi uppbyggingu orkuvinnslu í sveitarfélaginu. Það sýndi sveitarstjórn í verki með því að gefa út framkvæmdaleyfi til byggingar Hvammsvirkjunar þann 14. júní 2023 þrátt fyrir að Hvammsvirkjun skili engum beinum tekjum til sveitarfélagsins í núverandi lagaumgjörð. Ríkisstjórnin og þingmenn Alþingis þurfa að gera sér grein fyrir því að ekki verður unnt að halda áfram uppbyggingu frekari orkuvinnslu í núverandi skattaumhverfi og treystir sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps á það að boðaðar breytingar í skattlagningu orkuvinnslu verði til þess að skapa sátt við nærumhverfi orkuvinnslu í framtíðinni. Samstarf ríkis og sveitarfélaga um aukna græna orkuvinnslu mun leggja grunninn að fullum orkuskiptum og efnahagslegu sjálfstæði Íslands í orkumálum til framtíðar. Undirritaður er oddviti- og sveitarstjóri í Skeiða- og Gnúpverjahreppi þar sem mest raforka hefur verið framleidd í sögu Íslands. Höfundur er sveitarstjóri Skeiða- og Gnúpverjahrepps Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haraldur Þór Jónsson Orkumál Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Útreikningar KPMG sýna fram á að árið 2022 var beint fjárhagslegt tap Skeiða- og Gnúpverjahrepps 43 milljónir af þeirri orkuvinnslu sem á sér stað í sveitarfélaginu. Það er tap uppá tæplega 75 þúsund krónur á hvern íbúa. Til að setja hlutina í samhengi, þá væri það eins og Reykjavíkurborg myndi tapa rúmlega 10 milljörðum á orkuvinnslunni miðað við íbúafjölda Reykjavíkurborgar. Í Skeiða- og Gnúpverjahreppi hefur mest raforka verið framleidd á Íslandi. Uppsett afl virkjana í sveitarfélaginu er um 500 MW og dugar orkuframleiðslan fyrir öll heimili og fyrirtæki á Íslandi, að undanskilinni stóriðjunni. Þeir sem lesa þennan inngang hugsa líklega núna að þetta geti ekki staðist, en því miður eru þetta tölulegar staðreyndir sem orsakast af þeirri lagaumgjörð sem er um orkuvinnslu á Íslandi í dag og þá staðreynd að orkuvinnsla er eina samkeppnisatvinnugreinin á Íslandi í dag sem er undanþegin lögboðnum tekjustofnum sveitarfélaga. Í dag skilaði undirritaður inn umsögn í samráðsgátt stjórnvalda um endurmat á virkjunarkostum úr 3. áfanga rammaáætlunar. Í umsögninni er fjallað um samfélagsleg áhrif orkuframleiðslu á nærsamfélögin og útskýrt hvers vegna Skeiða- og Gnúpverjahreppur ber beint fjárhagslegt tjón af orkuvinnslunni, tjón sem uppsafnað hleypur á milljörðum. Meirihluti sveitarstjórnar Skeiða- og Gnúpverjahrepps er hlynntur áframhaldandi uppbyggingu orkuvinnslu í sveitarfélaginu. Það sýndi sveitarstjórn í verki með því að gefa út framkvæmdaleyfi til byggingar Hvammsvirkjunar þann 14. júní 2023 þrátt fyrir að Hvammsvirkjun skili engum beinum tekjum til sveitarfélagsins í núverandi lagaumgjörð. Ríkisstjórnin og þingmenn Alþingis þurfa að gera sér grein fyrir því að ekki verður unnt að halda áfram uppbyggingu frekari orkuvinnslu í núverandi skattaumhverfi og treystir sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps á það að boðaðar breytingar í skattlagningu orkuvinnslu verði til þess að skapa sátt við nærumhverfi orkuvinnslu í framtíðinni. Samstarf ríkis og sveitarfélaga um aukna græna orkuvinnslu mun leggja grunninn að fullum orkuskiptum og efnahagslegu sjálfstæði Íslands í orkumálum til framtíðar. Undirritaður er oddviti- og sveitarstjóri í Skeiða- og Gnúpverjahreppi þar sem mest raforka hefur verið framleidd í sögu Íslands. Höfundur er sveitarstjóri Skeiða- og Gnúpverjahrepps
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun