Segir fjárlögin ekki endurspegla veruleikann í íslensku samfélagi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 18. desember 2023 15:48 Þingflokksformaður Viðreisnar segir að þær breytingar sem gerðar voru á raforkufrumvarpinu hafi verið of róttækar til að hægt væri að samþykkja þær án frekari umræðu og umsagna enda komu breytingarnar fram í síðustu viku. Vísir/Vilhelm Dagana fyrir þinghlé voru afgreidd mörg stór mál sem varða losunarheimildir, gistináttaskatt, húsnæðismál Grindvíkinga og kílómetragjald fyrir eigendur rafknúinna ökutækja, lög um viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir svo fátt eitt sé nefnt. Þá voru fjárlögin samþykkt með halla sem nemur 51 milljarði króna sem Hönnu Katrínu Friðriksson, þingflokksformanni Viðreisnar þykir allt of mikill. Hanna Katrín segir að forgangsröðun skorti sem og aðgerðir sem endurspegli vanda heimilanna á tímum verðbólgu og hárra stýrivaxta. Stærsta málið varði afgreiðslu fjárlaga þessa síðustu daga fyrir þinghlé sem var gert síðastliðinn laugardag. „Það er að segja þessi mikli halli á þeim [fjárlögunum] og ákveðinn skortur á forgangsröðun, þar sem annars vegar er verið að mæta þessum tveimur risa áskorunum sem við stöndum frammi fyrir, annars vegar að reyna að hemja verðbólguna með því að draga úr hallarekstri og þenslu og hins vegar að mæta vanda heimila sem er gríðarlega mikill meðal annars vegna síendurtekinna vaxtahækkana. Fjárlögin endurspegluðu ekki þennan veruleika samfélagsins.“ Nokkur frumvörp sem sæta tíðindum, og önnur sem umdeildari eru, urðu að lögum á síðustu dögunum fyrir jólahlé þingsins. Þá er ekki síður fréttnæmt að nefna þau frumvörp sem ekki náðu í gegn fyrir jólahlé, eitt þeirra varðar breytingar á orkulögum en breytingarnar náðu ekki fram að ganga því þær þóttu of róttækar. Atvinnuveganefnd þingsins lauk yfirferð sinni á orkulögum í síðustu viku og lagði fram með miklum breytingum til að mynda þeim að orkumálaráðherra, en ekki Orkustofnun, hefði heimild til ákveða að almenningur en ekki stórnotendur hefðu forgang að orku á tímum orkuskorts. Hanna Katrín segir skilning ríkja um mikilvægi málsins enda séu orkumálin komin í ógöngur að hennar mati en stórar breytingar í meðförum nefndarinnar á frumvarpinu væru þess eðlis að frekari umræðu væri þörf. „Það kemur í ljós að[breytingarnar] eru þess eðlis að þær hafa meiri áhrif, inngrip í markaðinn en akkúrat nemur þessum viðbrögðum við fyrirsjáanlegum orkuskorti til heimila. Þar með eru þetta breytingar sem þarfnast miklu meiri umræðu en þessi eini fundur nefndarinnar gaf færi á og af þeim sökum var nauðsynlegt að fresta málinu fram yfir áramót til þess að við hefðum tíma til að fara ofan í saumana á því hvað þær breytingar - það er að segja breytingarnar á frumvarpinu sem átti að breyta - hvaða áhrif þær raunverulega hafa.“ Þetta sé hættan þegar fram eru settar umfangsmiklar breytingartillögur á frumvörpum síðustu daga fyrir þinghlé. „Því þá gefst ekki færi á að fá aftur umsagnir um hvaða áhrif þær breytingar hafa á mál sem þeir hafa verið að skoða. Þetta var bara of stór biti að kyngja á of stuttum tíma,“ segir Hanna Katrín. Í klippunin hér að ofan er að finna viðtal við Birgi Ármannsson þingforseta og Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Miðflokksins um síðustu dagana fyrir þinghlé. Fjárlagafrumvarp 2024 Alþingi Viðreisn Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Fleiri fréttir Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Sjá meira
Hanna Katrín segir að forgangsröðun skorti sem og aðgerðir sem endurspegli vanda heimilanna á tímum verðbólgu og hárra stýrivaxta. Stærsta málið varði afgreiðslu fjárlaga þessa síðustu daga fyrir þinghlé sem var gert síðastliðinn laugardag. „Það er að segja þessi mikli halli á þeim [fjárlögunum] og ákveðinn skortur á forgangsröðun, þar sem annars vegar er verið að mæta þessum tveimur risa áskorunum sem við stöndum frammi fyrir, annars vegar að reyna að hemja verðbólguna með því að draga úr hallarekstri og þenslu og hins vegar að mæta vanda heimila sem er gríðarlega mikill meðal annars vegna síendurtekinna vaxtahækkana. Fjárlögin endurspegluðu ekki þennan veruleika samfélagsins.“ Nokkur frumvörp sem sæta tíðindum, og önnur sem umdeildari eru, urðu að lögum á síðustu dögunum fyrir jólahlé þingsins. Þá er ekki síður fréttnæmt að nefna þau frumvörp sem ekki náðu í gegn fyrir jólahlé, eitt þeirra varðar breytingar á orkulögum en breytingarnar náðu ekki fram að ganga því þær þóttu of róttækar. Atvinnuveganefnd þingsins lauk yfirferð sinni á orkulögum í síðustu viku og lagði fram með miklum breytingum til að mynda þeim að orkumálaráðherra, en ekki Orkustofnun, hefði heimild til ákveða að almenningur en ekki stórnotendur hefðu forgang að orku á tímum orkuskorts. Hanna Katrín segir skilning ríkja um mikilvægi málsins enda séu orkumálin komin í ógöngur að hennar mati en stórar breytingar í meðförum nefndarinnar á frumvarpinu væru þess eðlis að frekari umræðu væri þörf. „Það kemur í ljós að[breytingarnar] eru þess eðlis að þær hafa meiri áhrif, inngrip í markaðinn en akkúrat nemur þessum viðbrögðum við fyrirsjáanlegum orkuskorti til heimila. Þar með eru þetta breytingar sem þarfnast miklu meiri umræðu en þessi eini fundur nefndarinnar gaf færi á og af þeim sökum var nauðsynlegt að fresta málinu fram yfir áramót til þess að við hefðum tíma til að fara ofan í saumana á því hvað þær breytingar - það er að segja breytingarnar á frumvarpinu sem átti að breyta - hvaða áhrif þær raunverulega hafa.“ Þetta sé hættan þegar fram eru settar umfangsmiklar breytingartillögur á frumvörpum síðustu daga fyrir þinghlé. „Því þá gefst ekki færi á að fá aftur umsagnir um hvaða áhrif þær breytingar hafa á mál sem þeir hafa verið að skoða. Þetta var bara of stór biti að kyngja á of stuttum tíma,“ segir Hanna Katrín. Í klippunin hér að ofan er að finna viðtal við Birgi Ármannsson þingforseta og Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Miðflokksins um síðustu dagana fyrir þinghlé.
Fjárlagafrumvarp 2024 Alþingi Viðreisn Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Fleiri fréttir Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Sjá meira
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent