„Þetta er frábært lið“ Sindri Sverrisson skrifar 18. desember 2023 18:02 Valdimar Þór Ingimundarson vill fagna bikurum eins og þeim sem hann stóð við hlið í Víkinni í dag. vísir/Sigurjón Valdimar Þór Ingimundarson snýr aftur í íslenska boltann á næsta ári, nú sem Víkingur, eftir fjögur tímabil í Noregi. Hann er mættur í Víkina til að vinna titla. Valdimar, sem er uppalinn Fylkismaður, snýr heim til Íslands aðeins 24 ára gamall en segir það einfaldlega hafa heillað mikið að ganga í raðir besta liðs landsins, sem spila mun í undankeppni Meistaradeildar Evrópu á næsta ári. Hann lék áður með Strömsgodset í efstu deild Noregs en síðustu tvö ár með Sogndal í norsku 1. deildinni, þar sem hann skoraði sjö mörk á hvorri leiktíð. „Ég er búinn að vera núna í 1. deildinni í tvö ár og fór því að hugsa um að gera eitthvað annað. Víkingur kom upp snemma, og er í Evrópukeppni og svona, svo það heillaði að koma heim og spila hérna í staðinn fyrir að vera úti,“ sagði Valdimar við Vísi í dag, eftir að Víkingar kynntu þrjá nýja leikmenn til leiks. Hann segir fleiri kosti vissulega hafa verið í stöðunni fyrir sig: „En þetta var aðallega Víkingur. Maður heyrði alveg í fleirum en það fór ekki jafnlangt og með Víkingi. Það er margt [sem heillar við Víking]. Þeir eru búnir að gera mjög vel með hópinn og allt í kringum klúbbinn. Þeir sýndu það á síðasta ári þegar þeir völtuðu yfir deildina. Þetta er frábært lið,“ sagði Valdimar sem sjálfur hefur mikið fram að færa: „Ég ætla rétt að vona það. Ég held að ég sé góð viðbót fyrir liðið og svo er það bara mitt að sanna það,“ sagði Valdimar, staðráðinn í að vinna titla í Víkinni. „Ég hef unnið 1. deildina en það væri gaman að vinna efstu deildina hérna heima og vonandi bikarinn líka.“ Klippa: Valdimar mættur í Víkina Besta deild karla Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Enn óvissa um Arnar: Efast um að sterkari hópur hafi verið til á Íslandi Arnar Gunnlaugsson, þjálfari tvöfaldra meistara Víkings í fótbolta karla, segir enn óljóst hvort að af því verði að hann taki við sænska knattspyrnuliðinu Norrköping. Nýju leikmennirnir sem hann kynnti stoltur í Víkinni í dag segja stöðuna ekki trufla sig. 18. desember 2023 14:33 Meistarar Víkings tilkynntu þrjá nýja leikmenn Íslands- og bikarmeistarar Víkings, í fótbolta karla, boðuðu til blaðamannafundar í hádeginu í dag til að kynna þrjá nýja leikmenn liðsins. 18. desember 2023 12:05 Mest lesið Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Viljiði að einhver deyi inn á vellinum“ Sport „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og D-deildin á Englandi Sport „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Sjá meira
Valdimar, sem er uppalinn Fylkismaður, snýr heim til Íslands aðeins 24 ára gamall en segir það einfaldlega hafa heillað mikið að ganga í raðir besta liðs landsins, sem spila mun í undankeppni Meistaradeildar Evrópu á næsta ári. Hann lék áður með Strömsgodset í efstu deild Noregs en síðustu tvö ár með Sogndal í norsku 1. deildinni, þar sem hann skoraði sjö mörk á hvorri leiktíð. „Ég er búinn að vera núna í 1. deildinni í tvö ár og fór því að hugsa um að gera eitthvað annað. Víkingur kom upp snemma, og er í Evrópukeppni og svona, svo það heillaði að koma heim og spila hérna í staðinn fyrir að vera úti,“ sagði Valdimar við Vísi í dag, eftir að Víkingar kynntu þrjá nýja leikmenn til leiks. Hann segir fleiri kosti vissulega hafa verið í stöðunni fyrir sig: „En þetta var aðallega Víkingur. Maður heyrði alveg í fleirum en það fór ekki jafnlangt og með Víkingi. Það er margt [sem heillar við Víking]. Þeir eru búnir að gera mjög vel með hópinn og allt í kringum klúbbinn. Þeir sýndu það á síðasta ári þegar þeir völtuðu yfir deildina. Þetta er frábært lið,“ sagði Valdimar sem sjálfur hefur mikið fram að færa: „Ég ætla rétt að vona það. Ég held að ég sé góð viðbót fyrir liðið og svo er það bara mitt að sanna það,“ sagði Valdimar, staðráðinn í að vinna titla í Víkinni. „Ég hef unnið 1. deildina en það væri gaman að vinna efstu deildina hérna heima og vonandi bikarinn líka.“ Klippa: Valdimar mættur í Víkina
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Enn óvissa um Arnar: Efast um að sterkari hópur hafi verið til á Íslandi Arnar Gunnlaugsson, þjálfari tvöfaldra meistara Víkings í fótbolta karla, segir enn óljóst hvort að af því verði að hann taki við sænska knattspyrnuliðinu Norrköping. Nýju leikmennirnir sem hann kynnti stoltur í Víkinni í dag segja stöðuna ekki trufla sig. 18. desember 2023 14:33 Meistarar Víkings tilkynntu þrjá nýja leikmenn Íslands- og bikarmeistarar Víkings, í fótbolta karla, boðuðu til blaðamannafundar í hádeginu í dag til að kynna þrjá nýja leikmenn liðsins. 18. desember 2023 12:05 Mest lesið Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Viljiði að einhver deyi inn á vellinum“ Sport „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og D-deildin á Englandi Sport „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Sjá meira
Enn óvissa um Arnar: Efast um að sterkari hópur hafi verið til á Íslandi Arnar Gunnlaugsson, þjálfari tvöfaldra meistara Víkings í fótbolta karla, segir enn óljóst hvort að af því verði að hann taki við sænska knattspyrnuliðinu Norrköping. Nýju leikmennirnir sem hann kynnti stoltur í Víkinni í dag segja stöðuna ekki trufla sig. 18. desember 2023 14:33
Meistarar Víkings tilkynntu þrjá nýja leikmenn Íslands- og bikarmeistarar Víkings, í fótbolta karla, boðuðu til blaðamannafundar í hádeginu í dag til að kynna þrjá nýja leikmenn liðsins. 18. desember 2023 12:05