Stjórnendur ekki ákveðið hvort Bláa lónið þiggi ríkisstyrk Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 18. desember 2023 20:00 Helga Árnadóttir framkvæmdastjóri sölu-markaðs-og vöruþróunarsviðs Bláa lónsins. Vísir Gestafjöldi í Bláa lóninu í gær og dag er um helmingur þess sem hann er í eðlilegu árferði segir framkvæmdastjóri þar eftir að það opnaði í gær. Hún segir starfsmenn hafa æft rýmingu meðan lónið var lokað. Stjórnendur hafi ekki ákveðið hvort þeir ætli að þiggja ríkisstyrk vegna lokunarinnar. Bláa lónið var opnað í gær í fyrsta skipti í ríflega fimm vikur eftir jarðskjálftahrinuna í nóvember. Helga Árnadóttir framkvæmdastjóri sölu-markaðs-og vöruþróunarsviðs lónsins segir vel hafa gengið. „Það hefur gengið vonum framar. Gestir glaðir og starfsmenn ánægðir með að vera komnir til vinnu. Baðgestir voru helmingi færri en venjulega,“ segir Helga. Helga segir að farið hafi verið yfir viðbragðs-og rýmingaráætlanir meðan lónið var lokað. „Ef svo ólíklega vill til að það gerist eitthvað og við þurfum að rýma lónið í flýti þá erum við með rýmingaráætlanir eins og alltaf. Við nýttum lokunina til að æfa rýmingu,“ segir Helga. Fljótlega eftir rýmingu Grindavíkur ákváðu stjórnvöld að greiða hluta launakostnaður hjá fyrirtækjum sem þurftu að loka. Þá kom fram að fyrirtæki sem þiggja stuðning geti ekki greitt út arð í 12 mánuði eftir að gildistíma laganna lýkur nema greiða stuðninginn fyrst til baka. Helga segir að ekkert hafi verið ákveðið í málinu. „Við erum með 800 hundruð starfsmenn í vinnu og gáfum það út strax til að koma í veg fyrir óvissu hjá okkar starfsmönnum að við myndum greiða út full laun í nóvember og desember. Hvað varðar stuðning frá stjórnvöldum þá hefur það ekki verið ákveðið við ætluðum að sjá hvernig þetta þróast allt saman,“ segir Helga að lokum. Bláa lónið Eldgos og jarðhræringar Grindavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Bláa lónið var opnað í gær í fyrsta skipti í ríflega fimm vikur eftir jarðskjálftahrinuna í nóvember. Helga Árnadóttir framkvæmdastjóri sölu-markaðs-og vöruþróunarsviðs lónsins segir vel hafa gengið. „Það hefur gengið vonum framar. Gestir glaðir og starfsmenn ánægðir með að vera komnir til vinnu. Baðgestir voru helmingi færri en venjulega,“ segir Helga. Helga segir að farið hafi verið yfir viðbragðs-og rýmingaráætlanir meðan lónið var lokað. „Ef svo ólíklega vill til að það gerist eitthvað og við þurfum að rýma lónið í flýti þá erum við með rýmingaráætlanir eins og alltaf. Við nýttum lokunina til að æfa rýmingu,“ segir Helga. Fljótlega eftir rýmingu Grindavíkur ákváðu stjórnvöld að greiða hluta launakostnaður hjá fyrirtækjum sem þurftu að loka. Þá kom fram að fyrirtæki sem þiggja stuðning geti ekki greitt út arð í 12 mánuði eftir að gildistíma laganna lýkur nema greiða stuðninginn fyrst til baka. Helga segir að ekkert hafi verið ákveðið í málinu. „Við erum með 800 hundruð starfsmenn í vinnu og gáfum það út strax til að koma í veg fyrir óvissu hjá okkar starfsmönnum að við myndum greiða út full laun í nóvember og desember. Hvað varðar stuðning frá stjórnvöldum þá hefur það ekki verið ákveðið við ætluðum að sjá hvernig þetta þróast allt saman,“ segir Helga að lokum.
Bláa lónið Eldgos og jarðhræringar Grindavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira