Húsnæðismálin alls ekki á góðum stað Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 18. desember 2023 18:40 Fannar Jónsson, bæjarstjóri Grindavíkur. Vísir/Egill Bæjarstjóri Grindavíkur trúir því að flestir íbúar bæjarins muni snúa aftur til síns heima þegar það er talið óhætt. Ýmislegt vanti þó upp á þjónustu til að það sé mögulegt. Fjölmargar fjölskyldur eru í óhentugu húsnæði og margir í mjög erfiðri stöðu fjárhagslega. Fannar Jónsson, bæjarstjóri Grindavíkur var gestur í Reykjavík síðdegis. Þar var farið yfir stöðuna eins og hún blasir við núna, en beðið er eftir nýju hættumati Veðurstofunnar sem væntanlegt er á miðvikudag og sker mögulega úr um hvort Grindvíkingum verði leyft að eyða jólunum heima. Fannar segist ekki viss um að margir myndu endilega vilja gista í bænum yfir hátíðirnar, en margir myndu eflaust vilja komast heim og njóta einnar eða tveggja góðra máltíða heima. Sjálfur hafði hann séð fyrir sér að eyða jólunum í íbúð sem hann er með á leigu. Þá vanti margt upp á til að hægt verði að leyfa íbúum að flytja aftur í bæinn. „Ég á ekki von á að það verði mjög margir sem vilja endilega flytja heim strax heldur vilji sjá hvernig aðstæðurnar verða endanlega. Það er sáralítil þjónusta í bænum eins og er. Til dæmis hafa skólarnir okkar ekki verið starfræktir, frekar en önnur þjónusta í bænum í bænum og börnum hefur verið komið fyrir í skólum annarsstaðar.“ Mikið vantar upp á þjónustu Búið er að leggja mat á skemmdir á mannvirkjum í bænum á þeim fasteignum sem voru sýnilega skemmdar. Þá hafa verið gerðar miklar endurbætur á gatnakerfinu sem skemmdist mikið sem og á vatnsleiðslum, rafmagns- og fráveitukerfum. Það má kannski ekki alltaf mikið út af bera með þessi kerfi, en eins og sakir standa núna er þetta í lagi og virka ágætlega. Fannar segir þó margt vanta upp á til að starfsemi bæjarins komist í eðlilegt horf. „Það sem ekki er til staðar eru grunn-og leikskólar, öldrunarþjónusta. Stjórnsýsla Grindavíkur er í Reykjavík þó það sé auðvitað tiltölulega fljótlegt að færa hana til. Það er ekkert félagsstarf, íþróttastarf né er sundlaugin i rekstri. Bókasafnið er komið í bráðabirgðahúsnæði í Reykjavík og tónlistarskólinn líka. Það er enginn heilsugæsla og verslanir ekki opnar. Þannig að það vantar mikið til að bæjarfélagið sé komið í samt lag.“ Aðspurður um hvaða tilfinningu hann hafi fyrir því hversu margir muni snúa aftur, segir Fannar að vissulega séu sumir sem geti ekki hugsað sér að koma aftur. „En við finnum líka að ýmsum hafa snúist hugur eftir að hafa fengið að koma og njóta stundanna sinna heima, fengið sér kaffibolla og lagst í sófann og bara fundið hvað það er gott að geta komið heim. Þannig að ég hef fulla trú á því að langflestir komi til með að skila sér aftur heim til Grindavíkur þegar ástandið er orðið eðlilegt. Það byrjar kannski á barnlausum fjölskyldum og svo týnast fleiri og fleiri eftir því sem við getum bætt þjónustuna hjá okkur, en vonandi náum við Grindvíkingar vopnum okkar, sem allra fyrst og getum farið að lifa eðlilegu lífi í okkar frábæra samfélagi og bæjarfélagi.“ Miklar skemmdir urðu á gatnakerfum Grindavíkur í kjölfar öflugrar skjálftahrinu þann 10. nóvember.Björn Steinbekk Margir eigi mjög erfitt fjárhagslega Fannar segir marga íbúa í erfiðri stöðu fjárhagslega, séu að borga af tveimur húsnæðum. „Og það má ekki gleyma því að margir hafa misst vinnuna sína og þó það sé verið að bæta upp tekjutap með launaviðbótum þá eiga ýmsir mjög erfitt. Húsnæðismálin eru alls ekki á góðum stað. Það er það sem við höfum mestar áhyggjur af. Allt of margar fjölskyldur eru í bráðabirgðar- eða óhentugu húsnæði.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Húsnæðismál Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Sagður eyðileggja fyrir Grindvíkingum með hegðun sinni Veitingamanni í Grindavík var hótað handtöku í gærkvöldi þegar hann ætlaði að gista í bænum í nótt. Lögreglukona sagði hann eyðileggja fyrir öðrum Grindvíkingum með hegðun sinni. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir mögulegt að Grindvíkingar fái að fara heim fyrir jól. 18. desember 2023 10:55 Segir óskiljanlegt að halda Grindavík áfram lokaðri Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur gagnrýnir Almannavarnir og Veðurstofuna harðlega fyrir að halda Grindavík áfram lokaðri. Að sínu áliti sé lokunin og framlenging hennar ekki réttlætanleg frá sjónarhóli jarðfræðings sem rannsakað hafi eldfjöll í sextíu ár. 15. desember 2023 10:36 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Sjá meira
Fannar Jónsson, bæjarstjóri Grindavíkur var gestur í Reykjavík síðdegis. Þar var farið yfir stöðuna eins og hún blasir við núna, en beðið er eftir nýju hættumati Veðurstofunnar sem væntanlegt er á miðvikudag og sker mögulega úr um hvort Grindvíkingum verði leyft að eyða jólunum heima. Fannar segist ekki viss um að margir myndu endilega vilja gista í bænum yfir hátíðirnar, en margir myndu eflaust vilja komast heim og njóta einnar eða tveggja góðra máltíða heima. Sjálfur hafði hann séð fyrir sér að eyða jólunum í íbúð sem hann er með á leigu. Þá vanti margt upp á til að hægt verði að leyfa íbúum að flytja aftur í bæinn. „Ég á ekki von á að það verði mjög margir sem vilja endilega flytja heim strax heldur vilji sjá hvernig aðstæðurnar verða endanlega. Það er sáralítil þjónusta í bænum eins og er. Til dæmis hafa skólarnir okkar ekki verið starfræktir, frekar en önnur þjónusta í bænum í bænum og börnum hefur verið komið fyrir í skólum annarsstaðar.“ Mikið vantar upp á þjónustu Búið er að leggja mat á skemmdir á mannvirkjum í bænum á þeim fasteignum sem voru sýnilega skemmdar. Þá hafa verið gerðar miklar endurbætur á gatnakerfinu sem skemmdist mikið sem og á vatnsleiðslum, rafmagns- og fráveitukerfum. Það má kannski ekki alltaf mikið út af bera með þessi kerfi, en eins og sakir standa núna er þetta í lagi og virka ágætlega. Fannar segir þó margt vanta upp á til að starfsemi bæjarins komist í eðlilegt horf. „Það sem ekki er til staðar eru grunn-og leikskólar, öldrunarþjónusta. Stjórnsýsla Grindavíkur er í Reykjavík þó það sé auðvitað tiltölulega fljótlegt að færa hana til. Það er ekkert félagsstarf, íþróttastarf né er sundlaugin i rekstri. Bókasafnið er komið í bráðabirgðahúsnæði í Reykjavík og tónlistarskólinn líka. Það er enginn heilsugæsla og verslanir ekki opnar. Þannig að það vantar mikið til að bæjarfélagið sé komið í samt lag.“ Aðspurður um hvaða tilfinningu hann hafi fyrir því hversu margir muni snúa aftur, segir Fannar að vissulega séu sumir sem geti ekki hugsað sér að koma aftur. „En við finnum líka að ýmsum hafa snúist hugur eftir að hafa fengið að koma og njóta stundanna sinna heima, fengið sér kaffibolla og lagst í sófann og bara fundið hvað það er gott að geta komið heim. Þannig að ég hef fulla trú á því að langflestir komi til með að skila sér aftur heim til Grindavíkur þegar ástandið er orðið eðlilegt. Það byrjar kannski á barnlausum fjölskyldum og svo týnast fleiri og fleiri eftir því sem við getum bætt þjónustuna hjá okkur, en vonandi náum við Grindvíkingar vopnum okkar, sem allra fyrst og getum farið að lifa eðlilegu lífi í okkar frábæra samfélagi og bæjarfélagi.“ Miklar skemmdir urðu á gatnakerfum Grindavíkur í kjölfar öflugrar skjálftahrinu þann 10. nóvember.Björn Steinbekk Margir eigi mjög erfitt fjárhagslega Fannar segir marga íbúa í erfiðri stöðu fjárhagslega, séu að borga af tveimur húsnæðum. „Og það má ekki gleyma því að margir hafa misst vinnuna sína og þó það sé verið að bæta upp tekjutap með launaviðbótum þá eiga ýmsir mjög erfitt. Húsnæðismálin eru alls ekki á góðum stað. Það er það sem við höfum mestar áhyggjur af. Allt of margar fjölskyldur eru í bráðabirgðar- eða óhentugu húsnæði.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Húsnæðismál Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Sagður eyðileggja fyrir Grindvíkingum með hegðun sinni Veitingamanni í Grindavík var hótað handtöku í gærkvöldi þegar hann ætlaði að gista í bænum í nótt. Lögreglukona sagði hann eyðileggja fyrir öðrum Grindvíkingum með hegðun sinni. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir mögulegt að Grindvíkingar fái að fara heim fyrir jól. 18. desember 2023 10:55 Segir óskiljanlegt að halda Grindavík áfram lokaðri Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur gagnrýnir Almannavarnir og Veðurstofuna harðlega fyrir að halda Grindavík áfram lokaðri. Að sínu áliti sé lokunin og framlenging hennar ekki réttlætanleg frá sjónarhóli jarðfræðings sem rannsakað hafi eldfjöll í sextíu ár. 15. desember 2023 10:36 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Sjá meira
Sagður eyðileggja fyrir Grindvíkingum með hegðun sinni Veitingamanni í Grindavík var hótað handtöku í gærkvöldi þegar hann ætlaði að gista í bænum í nótt. Lögreglukona sagði hann eyðileggja fyrir öðrum Grindvíkingum með hegðun sinni. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir mögulegt að Grindvíkingar fái að fara heim fyrir jól. 18. desember 2023 10:55
Segir óskiljanlegt að halda Grindavík áfram lokaðri Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur gagnrýnir Almannavarnir og Veðurstofuna harðlega fyrir að halda Grindavík áfram lokaðri. Að sínu áliti sé lokunin og framlenging hennar ekki réttlætanleg frá sjónarhóli jarðfræðings sem rannsakað hafi eldfjöll í sextíu ár. 15. desember 2023 10:36