Innlent

Flug­um­ferðar­stjórar fresta verk­falls­að­gerðum

Atli Ísleifsson skrifar
Arnar Hjálmsson er formaður Félags flugumferðarstjóra, segir ákvörðun um frestun verkfallsaðgerða hafa verið tekna um leið og fréttist af gosinu.
Arnar Hjálmsson er formaður Félags flugumferðarstjóra, segir ákvörðun um frestun verkfallsaðgerða hafa verið tekna um leið og fréttist af gosinu. Vísir

Félag flugumferðarstjóra hefur ákveðið að hætta við verkfallsaðgerðir næstkomandi miðvikudag í ljósi tíðinda af eldgosinu.

Arnar Hjálmarsson, formaður félagsins, staðfestir þetta við fréttastofu. „Við aflýstum aðgerðum um leið og við fréttum af þessu gosi. Á meðan óvissuástand ríkir þá munum við ekki boða til frekari aðgerða,“ segir Arnar.

Fyrstu aðgerðir flugumferðarstjóra voru á mánudaginn, miðvikudag í síðustu viku  og aftur í morgun. Til  stóð að flugmumferðarstjórar myndi svo aftur leggja niður störf á miðvikudagsmorgun. Lítið hefur þokað í samkomulagsátt og miðaði í viðræðum lítið í dag. 

Ekkert var fundað formlega í deilu flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins, fyrir hönd Isavia, í dag, þó að sáttasemjari segir að einhverjar þreifingar hafi verið. 

Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra sagði í samtali við fréttastofu í dag deiluaðilar yrðu að sýna ábyrgð og leysa deiluna við samningaborðið en útilokaði þó ekki að stjórnvöld myndu grípa inn í með lagasetningu. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira
×