Áróðursblekkingar um Borgarlínu Þórarinn Hjaltason skrifar 19. desember 2023 09:01 Þann 6. maí 2022 birtist hér á Vísi greinin „Óskhyggja og sjálfsblekkingar í skipulagsmálum” eftir undirritaðan og Dr. Harald Sigþórsson, samgönguverkfræðing, sem nú er látinn. Við töldum að Svæðisskipilag höfuðborgarsvæðisins væri verulega gallað og að það sem hafi ráðið för við gerð þess hafi verið sambland af óskhyggju og sjálfsblekkingum. Síðan hafi mál þróast á þann veg að Borgarlínan og ofurþétting byggðar verða trúarbrögð þar sem ekki er tekið mark á efasemdarröddum og hálfsannleikur og hreinar rangfærslur taka völdin. Áhugasamir geta lesið greinina hér: Óskhyggja og sjálfsblekkingar í skipulagsmálum - Vísir (visir.is) Þann 6. þ.m. birtist grein hér á Vísi eftir Davíð Þorláksson, framkvæmdastjóra Betri samgangna ohf (BS), þar sem hann ber saman áætlun um Borgarlínu á höfuðborgarsvæðinu með sína 250 þúsund íbúa saman við hágæða almenningssamgöngukerfi (eða áætlanir um þau) í meðalstórum borgum á Norðurlöndunum: Er of vont veður á höfuðborgarsvæðinu fyrir almenningssamgöngur? - Vísir (visir.is) Hann bendir á að flestar ef ekki allar þessar borgir séu með hærra hlutfall ferða með almenningssamgöngum og stefni á hærra hlutfall. Enn eina ferðina er Davíð Þorláksson með hálfsannleik og rangfærslur. Í þessum samanburði er hálfsannleikur einkum fólginn í því að framkvæmdastjórinn getur þess ekki að eftirfarandi aðstæður á höfuðborgarsvæðinu eru mjög frábrugðnar aðstæðum í norrænu borgunum: Höfuðborgarsvæðið er með miklu hærri bílaeign en þessar norrænu borgir. Það er staðreynd að há bílaeign þýðir að samkeppnishæfni almenningssamgangna gagnvart einkabílnum er mun lakari. Hinar norrænu borgirnar eru eldri og flestar með mjög gamlan og þröngan borgarkjarna sem byggðist að miklu leyti upp áður en bíllinn kom til sögunnar. Þar er því minna rými fyrir bíla í þröngum götum miðborganna og því meiri ástæða til að þjóna miðborg með góðum almenningssamgöngum. Reykjavík er bílaborg þar sem hin eiginlega miðborg er dreifð um mjög víðfeðmt svæði, allt frá Kvosinni upp í Ártúnshöfða. Auk þess má nefna stór miðsvæði eins og Mjóddina og Smárann í Kópavogi. Fyrir almenningssamgöngur er betra að miðborg sé ekki of dreifð landfræðilega séð. Norrænu löndin eru með góðar lestarsamgöngur með lestarstöð í miðborgunum. Það stuðlar að sjálfsögðu að því að þeir sem koma með lest utan af landi eiga auðvelt með að skipta yfir í strætó, hraðvagnakerfi (BRT) eða léttlest á aðallestarstöðinni. Framkvæmdastjóri BS hefði líka átt að geta þess að umfang væntanlegs Borgarlínukerfisins á höfuðborgarsvæðinu er tæplega 60 km og að hágæðakerfi hinna norrænu borganna munu ekki komast með tærnar þar sem höfuðborgarsvæðið er með hælana, nema Stavanger þar sem áætlað er hraðvagnakerfi (Bussveien) upp á 50 km. Það verður líklega Evrópumet í lengd hraðvagnakerfis þangað til Borgarlínan slær það kannski þó síðar verði. Ekki hefði sakað að geta þess að Norðmenn eiga digran olíusjóð og vita ekki aura sinna tal. Það sem telja verður að falli undir hreinar rangfærslur er að framkvæmdastjóri BS gefur í flestum tilvikum upp íbúafjölda hinna norrænu borganna í stað þess að gefa upp íbúafjölda viðkomandi borgarsvæða eða atvinnusvæða svo samanburðurinn verði raunhæfur. Eftirfarandi eru mestu frávikin: Lundur með sína 82.000 íbúa er á Malmösvæðinu sem telur nálægt 700.000 íbúa. Bergenborg er með 260.000 íbúa en á Bergensvæðinu búa 420.000 manns. Uppsalaborg er með 168.000 íbúa en á Uppsalasvæðinu búa um 300.000 manns. Í Álaborg (Ålborg by) búa 134.000 manns, en í öllu sveitarfélaginu (Ålborg kommune) búa 223.000 manns. Á Norður-Jótlandssvæðinu búa nálægt 600.000 manns skv. Wikipedia: Norður-Jótland - Wikipedia, frjálsa alfræðiritið Í Odense búa rúmlega 200.000 manns en á Fjóni, sem er eitt atvinnusvæði, búa um 500.000 manns skv. Wikipedia: Odense - Wikipedia Það er til háborinnar skammar að framkvæmdastjóri opinbers fyrirtækins beri svona blekkingar á borð fyrir almenning. Í stuttu máli þá eru þessar norrænu borgir langt frá því að vera sambærilegar við höfuðborgarsvæðið. Höfundur er samgönguverkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarlína Samgöngur Þórarinn Hjaltason Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Þann 6. maí 2022 birtist hér á Vísi greinin „Óskhyggja og sjálfsblekkingar í skipulagsmálum” eftir undirritaðan og Dr. Harald Sigþórsson, samgönguverkfræðing, sem nú er látinn. Við töldum að Svæðisskipilag höfuðborgarsvæðisins væri verulega gallað og að það sem hafi ráðið för við gerð þess hafi verið sambland af óskhyggju og sjálfsblekkingum. Síðan hafi mál þróast á þann veg að Borgarlínan og ofurþétting byggðar verða trúarbrögð þar sem ekki er tekið mark á efasemdarröddum og hálfsannleikur og hreinar rangfærslur taka völdin. Áhugasamir geta lesið greinina hér: Óskhyggja og sjálfsblekkingar í skipulagsmálum - Vísir (visir.is) Þann 6. þ.m. birtist grein hér á Vísi eftir Davíð Þorláksson, framkvæmdastjóra Betri samgangna ohf (BS), þar sem hann ber saman áætlun um Borgarlínu á höfuðborgarsvæðinu með sína 250 þúsund íbúa saman við hágæða almenningssamgöngukerfi (eða áætlanir um þau) í meðalstórum borgum á Norðurlöndunum: Er of vont veður á höfuðborgarsvæðinu fyrir almenningssamgöngur? - Vísir (visir.is) Hann bendir á að flestar ef ekki allar þessar borgir séu með hærra hlutfall ferða með almenningssamgöngum og stefni á hærra hlutfall. Enn eina ferðina er Davíð Þorláksson með hálfsannleik og rangfærslur. Í þessum samanburði er hálfsannleikur einkum fólginn í því að framkvæmdastjórinn getur þess ekki að eftirfarandi aðstæður á höfuðborgarsvæðinu eru mjög frábrugðnar aðstæðum í norrænu borgunum: Höfuðborgarsvæðið er með miklu hærri bílaeign en þessar norrænu borgir. Það er staðreynd að há bílaeign þýðir að samkeppnishæfni almenningssamgangna gagnvart einkabílnum er mun lakari. Hinar norrænu borgirnar eru eldri og flestar með mjög gamlan og þröngan borgarkjarna sem byggðist að miklu leyti upp áður en bíllinn kom til sögunnar. Þar er því minna rými fyrir bíla í þröngum götum miðborganna og því meiri ástæða til að þjóna miðborg með góðum almenningssamgöngum. Reykjavík er bílaborg þar sem hin eiginlega miðborg er dreifð um mjög víðfeðmt svæði, allt frá Kvosinni upp í Ártúnshöfða. Auk þess má nefna stór miðsvæði eins og Mjóddina og Smárann í Kópavogi. Fyrir almenningssamgöngur er betra að miðborg sé ekki of dreifð landfræðilega séð. Norrænu löndin eru með góðar lestarsamgöngur með lestarstöð í miðborgunum. Það stuðlar að sjálfsögðu að því að þeir sem koma með lest utan af landi eiga auðvelt með að skipta yfir í strætó, hraðvagnakerfi (BRT) eða léttlest á aðallestarstöðinni. Framkvæmdastjóri BS hefði líka átt að geta þess að umfang væntanlegs Borgarlínukerfisins á höfuðborgarsvæðinu er tæplega 60 km og að hágæðakerfi hinna norrænu borganna munu ekki komast með tærnar þar sem höfuðborgarsvæðið er með hælana, nema Stavanger þar sem áætlað er hraðvagnakerfi (Bussveien) upp á 50 km. Það verður líklega Evrópumet í lengd hraðvagnakerfis þangað til Borgarlínan slær það kannski þó síðar verði. Ekki hefði sakað að geta þess að Norðmenn eiga digran olíusjóð og vita ekki aura sinna tal. Það sem telja verður að falli undir hreinar rangfærslur er að framkvæmdastjóri BS gefur í flestum tilvikum upp íbúafjölda hinna norrænu borganna í stað þess að gefa upp íbúafjölda viðkomandi borgarsvæða eða atvinnusvæða svo samanburðurinn verði raunhæfur. Eftirfarandi eru mestu frávikin: Lundur með sína 82.000 íbúa er á Malmösvæðinu sem telur nálægt 700.000 íbúa. Bergenborg er með 260.000 íbúa en á Bergensvæðinu búa 420.000 manns. Uppsalaborg er með 168.000 íbúa en á Uppsalasvæðinu búa um 300.000 manns. Í Álaborg (Ålborg by) búa 134.000 manns, en í öllu sveitarfélaginu (Ålborg kommune) búa 223.000 manns. Á Norður-Jótlandssvæðinu búa nálægt 600.000 manns skv. Wikipedia: Norður-Jótland - Wikipedia, frjálsa alfræðiritið Í Odense búa rúmlega 200.000 manns en á Fjóni, sem er eitt atvinnusvæði, búa um 500.000 manns skv. Wikipedia: Odense - Wikipedia Það er til háborinnar skammar að framkvæmdastjóri opinbers fyrirtækins beri svona blekkingar á borð fyrir almenning. Í stuttu máli þá eru þessar norrænu borgir langt frá því að vera sambærilegar við höfuðborgarsvæðið. Höfundur er samgönguverkfræðingur.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun