„Sumir halda að þetta sé heimskt af mér“ Sindri Sverrisson skrifar 19. desember 2023 11:00 Pálmi Rafn Arinbjörnsson er orðinn leikmaður Víkinga. Hann ræddi við fjölmiðla í Víkinni í gær. vísir/Sigurjón Pálmi Rafn Arinbjörnsson er tvítugur markvörður sem mættur er til meistaraliðs Víkings. Til þess fórnaði hann sæti í enska úrvalsdeildarfélaginu Wolves, sem Pálmi segir suma eflaust telja heimskulega ákvörðun. Hann þekkir vel til keppinautar síns um stöðu í byrjunarliði Víkinga, Ingvars Jónssonar, en báðir eru þeir Njarðvíkingar. Pálmi hafði aðeins spilað fótbolta í örfá ár þegar Úlfarnir á Englandi læstu skoltinum í hann, aðeins 15 ára gamlan. Hann flutti út með fjölskyldu sinni en hefur staðið á eigin fótum síðustu ár og þroskast sem markvörður innan um Portúgalann José Sá og aðra markverði aðalliðs Úlfanna. En nú hefur Pálmi ákveðið að koma til Íslands, og byrja meistaraflokksferilinn af alvöru. Fenginn út fimmtán ára og hafði bara spilað í örfá ár „Þetta var einum of gott til að segja nei við,“ segir Pálmi um þá ákvörðun að semja við Víkinga fram yfir önnur félög: „Þetta voru einnig KR og Njarðvík. Ég fór á fundi með báðum liðum en þetta [að fara í Víking] kallaði svo ótrúlega mikið til mín. Þjálfararnir, leikmennirnir, hvernig þeir spila út, og bara liðið allt… Það var bara „no brainer“ að koma hingað,“ segir Pálmi. Klippa: Pálmi Rafn nýr markvörður Víkinga Eins og fyrr segir hefur hann verið hjá Wolves í fjögur og hálft ár, og fór út frekar blautur á bakvið eyrun. „Ég fór út 15 ára og þá var ég bara búinn að vera að spila fótbolta í 3-4 ár. Þetta var svolítið sjokk, úff, að vera að fara út á einhverjum samning, að spila fyrir pening, 15 ára. Ég spilaði fyrst fyrir U16-liðið þeirra og vann mig upp í U23, og er búinn að vera síðustu tvö árin fjórði markvörður í meistaraflokknum, auk þess að spila með U21 (sem áður var U23),“ segir Pálmi sem öðlaðist hellings reynslu af að umgangast markverði aðalliðsins. Úlfarnir ekki ánægðir með að missa hann „Ég hef verið að hita upp með þeim og verið til staðar ef það skyldi markvörður meiðast í upphitun. En þetta er verkefni sem ég sá enga framtíð í, að vera þriðji eða fjórði markvörður, þannig að maður þurfti að leita að öðru tækifæri. Það var langt ferli að koma hingað því Wolves voru ekki beinlínis ánægðir að láta mig fara. Þeir voru virkilega ánægðir með mig og ég var að standa mig vel, en þegar allt kemur til alls þá voru þeir ekki með nein tækifæri fyrir mig til að bjóða upp á. Hérna bauðst mér tækifæri og þeir gátu náttúrulega ekki sagt nei, hugsuðu um minn feril og voru á endanum sáttir við það,“ segir Pálmi. „Lít á þetta sem skref upp á við“ Eflaust ættu margir íslenskir fótboltamenn erfitt með að sleppa takinu af sæti hjá félagi í ensku úrvalsdeildinni: „Það er auðvitað draumurinn hjá mjög mörgum leikmönnum að komast til Englands. Maður hefur kynnst þessu vel á fjórum og hálfu ári, en síðasta árið hefur maður hugsað með sér hvort það væri kominn tími til að prófa eitthvað nýtt. Síðan kom þetta tækifæri hjá Víkingi upp. Sumir halda að þetta sé heimskt af mér, að vilja fara frá Englandi, en þetta er einum of gott lið og tækifæri hérna. Ég lít á þetta sem skref upp á við, þetta er meistaraflokksbolti, og ég er mega sáttur með að hafa valið að koma hingað.“ Þekkir hinn Njarðvíkinginn vel Pálmi Rafn segist alls ekki mættur til þess að vera bara varamarkvörður hjá Víkingum. „Ég horfi náttúrulega ekki á það þannig, og ekki þjálfarateymið heldur. Við erum hérna með tvo mjög góða markmenn og höfum heilt undirbúningstímabil í að meta hvor sé að fara að spila. Ég er að koma hérna inn með þekkingu á leikkerfinu sem við spilum, sem er nákvæmlega það sama og hjá Wolves. Ég þekki þetta og þarf ekki að kynnast neinu upp á nýtt. Ég tel mig vera nútímamarkvörð, mjög góður að spila út og rólegur með boltann, „dominant“ í fyrirgjöfum og slíkt. Auðvitað þarf maður að standa sig á undirbúningstímabilinu en ég ætla að gera mitt allra besta til að sýna að ég geti verið númer eitt hérna,“ segir Pálmi. Þórður Ingason lagði hanskana á hilluna eftir síðasta tímabil og þeir Pálmi Rafn og Ingvar Jónsson, báðir Njarðvíkingar, eru því markverðir Víkinga. Pálmi hlakkar til samstarfsins: „Ég þekki mikið til hans. Við eigum sameiginlegan markmannsþjálfara, Sævar Júlíusson, og höfum tekið nokkrar æfingar saman við þrír. Ingvar er toppgæi og ég get ekki beðið eftir að vinna með honum.“ Besta deild karla Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir „Það var helvítis högg að heyra það“ „Það er allt mjög spennandi í kringum Víking í dag,“ segir Jón Guðni Fjóluson, einn af nýjustu leikmönnum meistara Víkings í fótbolta. Hann er staðráðinn í að þagga niður í efasemdaröddum á næstu leiktíð, eftir langa fjarveru frá fótboltavellinum. 18. desember 2023 22:30 „Þetta er frábært lið“ Valdimar Þór Ingimundarson snýr aftur í íslenska boltann á næsta ári, nú sem Víkingur, eftir fjögur tímabil í Noregi. Hann er mættur í Víkina til að vinna titla. 18. desember 2023 18:02 Enn óvissa um Arnar: Efast um að sterkari hópur hafi verið til á Íslandi Arnar Gunnlaugsson, þjálfari tvöfaldra meistara Víkings í fótbolta karla, segir enn óljóst hvort að af því verði að hann taki við sænska knattspyrnuliðinu Norrköping. Nýju leikmennirnir sem hann kynnti stoltur í Víkinni í dag segja stöðuna ekki trufla sig. 18. desember 2023 14:33 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fleiri fréttir Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Sjá meira
Pálmi hafði aðeins spilað fótbolta í örfá ár þegar Úlfarnir á Englandi læstu skoltinum í hann, aðeins 15 ára gamlan. Hann flutti út með fjölskyldu sinni en hefur staðið á eigin fótum síðustu ár og þroskast sem markvörður innan um Portúgalann José Sá og aðra markverði aðalliðs Úlfanna. En nú hefur Pálmi ákveðið að koma til Íslands, og byrja meistaraflokksferilinn af alvöru. Fenginn út fimmtán ára og hafði bara spilað í örfá ár „Þetta var einum of gott til að segja nei við,“ segir Pálmi um þá ákvörðun að semja við Víkinga fram yfir önnur félög: „Þetta voru einnig KR og Njarðvík. Ég fór á fundi með báðum liðum en þetta [að fara í Víking] kallaði svo ótrúlega mikið til mín. Þjálfararnir, leikmennirnir, hvernig þeir spila út, og bara liðið allt… Það var bara „no brainer“ að koma hingað,“ segir Pálmi. Klippa: Pálmi Rafn nýr markvörður Víkinga Eins og fyrr segir hefur hann verið hjá Wolves í fjögur og hálft ár, og fór út frekar blautur á bakvið eyrun. „Ég fór út 15 ára og þá var ég bara búinn að vera að spila fótbolta í 3-4 ár. Þetta var svolítið sjokk, úff, að vera að fara út á einhverjum samning, að spila fyrir pening, 15 ára. Ég spilaði fyrst fyrir U16-liðið þeirra og vann mig upp í U23, og er búinn að vera síðustu tvö árin fjórði markvörður í meistaraflokknum, auk þess að spila með U21 (sem áður var U23),“ segir Pálmi sem öðlaðist hellings reynslu af að umgangast markverði aðalliðsins. Úlfarnir ekki ánægðir með að missa hann „Ég hef verið að hita upp með þeim og verið til staðar ef það skyldi markvörður meiðast í upphitun. En þetta er verkefni sem ég sá enga framtíð í, að vera þriðji eða fjórði markvörður, þannig að maður þurfti að leita að öðru tækifæri. Það var langt ferli að koma hingað því Wolves voru ekki beinlínis ánægðir að láta mig fara. Þeir voru virkilega ánægðir með mig og ég var að standa mig vel, en þegar allt kemur til alls þá voru þeir ekki með nein tækifæri fyrir mig til að bjóða upp á. Hérna bauðst mér tækifæri og þeir gátu náttúrulega ekki sagt nei, hugsuðu um minn feril og voru á endanum sáttir við það,“ segir Pálmi. „Lít á þetta sem skref upp á við“ Eflaust ættu margir íslenskir fótboltamenn erfitt með að sleppa takinu af sæti hjá félagi í ensku úrvalsdeildinni: „Það er auðvitað draumurinn hjá mjög mörgum leikmönnum að komast til Englands. Maður hefur kynnst þessu vel á fjórum og hálfu ári, en síðasta árið hefur maður hugsað með sér hvort það væri kominn tími til að prófa eitthvað nýtt. Síðan kom þetta tækifæri hjá Víkingi upp. Sumir halda að þetta sé heimskt af mér, að vilja fara frá Englandi, en þetta er einum of gott lið og tækifæri hérna. Ég lít á þetta sem skref upp á við, þetta er meistaraflokksbolti, og ég er mega sáttur með að hafa valið að koma hingað.“ Þekkir hinn Njarðvíkinginn vel Pálmi Rafn segist alls ekki mættur til þess að vera bara varamarkvörður hjá Víkingum. „Ég horfi náttúrulega ekki á það þannig, og ekki þjálfarateymið heldur. Við erum hérna með tvo mjög góða markmenn og höfum heilt undirbúningstímabil í að meta hvor sé að fara að spila. Ég er að koma hérna inn með þekkingu á leikkerfinu sem við spilum, sem er nákvæmlega það sama og hjá Wolves. Ég þekki þetta og þarf ekki að kynnast neinu upp á nýtt. Ég tel mig vera nútímamarkvörð, mjög góður að spila út og rólegur með boltann, „dominant“ í fyrirgjöfum og slíkt. Auðvitað þarf maður að standa sig á undirbúningstímabilinu en ég ætla að gera mitt allra besta til að sýna að ég geti verið númer eitt hérna,“ segir Pálmi. Þórður Ingason lagði hanskana á hilluna eftir síðasta tímabil og þeir Pálmi Rafn og Ingvar Jónsson, báðir Njarðvíkingar, eru því markverðir Víkinga. Pálmi hlakkar til samstarfsins: „Ég þekki mikið til hans. Við eigum sameiginlegan markmannsþjálfara, Sævar Júlíusson, og höfum tekið nokkrar æfingar saman við þrír. Ingvar er toppgæi og ég get ekki beðið eftir að vinna með honum.“
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir „Það var helvítis högg að heyra það“ „Það er allt mjög spennandi í kringum Víking í dag,“ segir Jón Guðni Fjóluson, einn af nýjustu leikmönnum meistara Víkings í fótbolta. Hann er staðráðinn í að þagga niður í efasemdaröddum á næstu leiktíð, eftir langa fjarveru frá fótboltavellinum. 18. desember 2023 22:30 „Þetta er frábært lið“ Valdimar Þór Ingimundarson snýr aftur í íslenska boltann á næsta ári, nú sem Víkingur, eftir fjögur tímabil í Noregi. Hann er mættur í Víkina til að vinna titla. 18. desember 2023 18:02 Enn óvissa um Arnar: Efast um að sterkari hópur hafi verið til á Íslandi Arnar Gunnlaugsson, þjálfari tvöfaldra meistara Víkings í fótbolta karla, segir enn óljóst hvort að af því verði að hann taki við sænska knattspyrnuliðinu Norrköping. Nýju leikmennirnir sem hann kynnti stoltur í Víkinni í dag segja stöðuna ekki trufla sig. 18. desember 2023 14:33 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fleiri fréttir Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Sjá meira
„Það var helvítis högg að heyra það“ „Það er allt mjög spennandi í kringum Víking í dag,“ segir Jón Guðni Fjóluson, einn af nýjustu leikmönnum meistara Víkings í fótbolta. Hann er staðráðinn í að þagga niður í efasemdaröddum á næstu leiktíð, eftir langa fjarveru frá fótboltavellinum. 18. desember 2023 22:30
„Þetta er frábært lið“ Valdimar Þór Ingimundarson snýr aftur í íslenska boltann á næsta ári, nú sem Víkingur, eftir fjögur tímabil í Noregi. Hann er mættur í Víkina til að vinna titla. 18. desember 2023 18:02
Enn óvissa um Arnar: Efast um að sterkari hópur hafi verið til á Íslandi Arnar Gunnlaugsson, þjálfari tvöfaldra meistara Víkings í fótbolta karla, segir enn óljóst hvort að af því verði að hann taki við sænska knattspyrnuliðinu Norrköping. Nýju leikmennirnir sem hann kynnti stoltur í Víkinni í dag segja stöðuna ekki trufla sig. 18. desember 2023 14:33
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti