Þakklát að varúðarsjónarmið hafi verið höfð að leiðarljósi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Heimir Már Pétursson skrifa 19. desember 2023 12:38 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir grannt fylgst með vendingu mála á Reykjanesi. Vísir/Ívar Fannar Katrín Jakobsdóttir foræstisráðherra segir ríkisstjórnina að sjálfsögðu hafa rætt eldgosið á Reykjanesskaga á reglubundnum fundi sínum í ráðherrabústaðnum í morgun. Hún sé þess þakklát að varúðarsjónarmið hafi verið höfð í hávegum og enginn hafi verið í Grindavík þegar eldgos hófst. „Fyrst þykir mér mikilvægt að ítreka hversu mikilvægt það hefur verið að beita hér varúðarsjónarmiðum, öryggissjónarmiðjum. Rýmingin stendur enn, ég þakkaði fyrir það í gærkvöldi þegar ég fekk þessar fréttir því þetta var mjög stuttur aðdragandi að mjög stóru gosi,“ segir Katrín. Ríkisstjórnin fylgist grannt með, enda er sprungan mjög nálægt byggðinni í Grindavík. „Enn sem komið er virðist hraunstreymið vera í þá átt að það ógni ekki innviðum í bráð. Þetta sýnir hversu mikilvægt það er að hafa þetta öfluga vísindafólk og viðbragðsaðila sem hafa verið vakin og sofin yfir þessari stöðu síðan í lok október.“ Fylgst grannt með innviðum Augun séu annars vegar á Grindavíkurbæ og hins vegar orkuverinu í Svartsengi. „Varnargarðurinn, sem ráðist var í, hann er á lokametrunum við Svartsengi. Það liggur fyrir tillaga eða hugmynd að varnargarði í Grindavík en það er ekki talið tímabært að ráðast í slíka framkvæmd. Við áttum fund um þetta í morgun með Veðurstofu, lögreglustjóra og almannavörnum. Það liggur fyrir að til eru hugmyndir um hvernig er hægt að ráðast í það en við erum bara að meta stöðuna áfram,“ segir Katrín. Þá sé verið að vakta Grindavíkurveg sérstaklega núna, enda yrði mikill skaði flæddi hraun yfir vegi. „Eins og við þekkjum þá geta náttúruöflin verið ansi ófyrirsjáanleg þrátt fyrir alla okkar vöktun og rannsóknir. Nú erum við að horfa á þetta út frá þeim líkönum sem vísindafólkið okkar hefur þróað til að spá fyrir um hraunrennslið. En á sama tíma og hraun rennur breytist landslag þannig að við verðum að fylgjast með nánast klukkustund frá klukkustund.“ Íbúðarmálin áfram stórt úrlausnarefni Eins og fjallað hefur verið um hafa Grindvíkingar verið mjög óþreyjufullir að komast aftur heim eftir að bærinn var rýmdur 10. október síðastliðinn. Katrín segir óvissuna eiginlega hafa verið versta. „Ég hef fundið það í samskiptum mínum við Grindvíkinga, sem hafa verið mikil allt frá rýmingu, að óvissan er erfið. Það var tekin stór ákvörðun um rýmingu, eðlilega var farinn að myndast þrýstingur um það að komast til baka fyrir jólin. En ég fylltist ákveðnu þakklæti í gærkvöldi þegar þessar fréttir bárust að varúðarsjónarmiðin hafi verið höfð að leiðarljósi. Auðvitað skildi ég mætavel óþreyjuna eftir að snúa heim en um leið var ég þakklát að varúðarsjónarmiðin voru höfð að leiðarljósi,“ segir Katrín. Eru einhverjar sérstakar ráðstafanir sem stjórnvöld þurfa að grípa til núna vegna þessa goss? „Við vorum auðvitað búin að grípa til ákveðinna ráðstafana hvað varðar bæði húsnæðisstuðning og launagreiðslur til Grindvíkinga vel fram yfir áramót. Það er mjög gott að þau mál séu öll komin í höfn. Það er verið að vinna áfram að öflun íbúðarhúsnæðis. Það er risastórt úrlausnarefni áfram fyrir stjórnvöld því þó að við höfum gengið þannig frá málum að nú eru heimildir til staðar til að festa kaup á íbúðum þá er þetta áfram vandi. Hafi fólk hugsað sér að hann væri að fara að leysast því það fengi að snúa heim þá liggur fyrir að svo sé ekki.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Varnargarðar á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Í áfalli og ósofin: Fóru með verðmæti til Grindavíkur í gær Íbúi í Grindavík segir fréttir gærkvöldisins hafa verið mikið áfall þrátt fyrir að eldgosinu fylgi einnig léttir. Fjölskyldan hafi farið í gær með verðmæti aftur til Grindavíkur í kjölfar ummæla lögreglustjórans á Suðurnesjum um að hann teldi líklegt að Grindvíkingar gætu haldið jól heima. Þau séu nú í áfalli og ósofin. 19. desember 2023 11:36 Norðurlandabúar gera ráð fyrir brennisteinsmengun Norska veðurfræðistofan gerir ráð fyrir að brennisteinsmengun úr gosinu sem hófst við Sýlingarfell í gær berist til suðvesturstrandar Noregs um fimmleytið á morgun. 19. desember 2023 10:43 Von á erlendum fjölmiðlum og fjölmiðlamiðstöðin opnuð á ný Fjölmiðlamiðstöð fyrir erlenda fjölmiðla, vegna eldgossins á Reykjanesi sem hófst í gærkvöldi, verður opnuð í Hafnarfirði á ný í dag að sögn ferðamálastjóra. Eldgosið hófst um fjóra kílómetra norðaustan Grindavíkur, norðan Sundhnúks í Sundhnúkaröðinni klukkan 22:17 í gærkvöldi. 19. desember 2023 10:27 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Fleiri fréttir Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Sjá meira
„Fyrst þykir mér mikilvægt að ítreka hversu mikilvægt það hefur verið að beita hér varúðarsjónarmiðum, öryggissjónarmiðjum. Rýmingin stendur enn, ég þakkaði fyrir það í gærkvöldi þegar ég fekk þessar fréttir því þetta var mjög stuttur aðdragandi að mjög stóru gosi,“ segir Katrín. Ríkisstjórnin fylgist grannt með, enda er sprungan mjög nálægt byggðinni í Grindavík. „Enn sem komið er virðist hraunstreymið vera í þá átt að það ógni ekki innviðum í bráð. Þetta sýnir hversu mikilvægt það er að hafa þetta öfluga vísindafólk og viðbragðsaðila sem hafa verið vakin og sofin yfir þessari stöðu síðan í lok október.“ Fylgst grannt með innviðum Augun séu annars vegar á Grindavíkurbæ og hins vegar orkuverinu í Svartsengi. „Varnargarðurinn, sem ráðist var í, hann er á lokametrunum við Svartsengi. Það liggur fyrir tillaga eða hugmynd að varnargarði í Grindavík en það er ekki talið tímabært að ráðast í slíka framkvæmd. Við áttum fund um þetta í morgun með Veðurstofu, lögreglustjóra og almannavörnum. Það liggur fyrir að til eru hugmyndir um hvernig er hægt að ráðast í það en við erum bara að meta stöðuna áfram,“ segir Katrín. Þá sé verið að vakta Grindavíkurveg sérstaklega núna, enda yrði mikill skaði flæddi hraun yfir vegi. „Eins og við þekkjum þá geta náttúruöflin verið ansi ófyrirsjáanleg þrátt fyrir alla okkar vöktun og rannsóknir. Nú erum við að horfa á þetta út frá þeim líkönum sem vísindafólkið okkar hefur þróað til að spá fyrir um hraunrennslið. En á sama tíma og hraun rennur breytist landslag þannig að við verðum að fylgjast með nánast klukkustund frá klukkustund.“ Íbúðarmálin áfram stórt úrlausnarefni Eins og fjallað hefur verið um hafa Grindvíkingar verið mjög óþreyjufullir að komast aftur heim eftir að bærinn var rýmdur 10. október síðastliðinn. Katrín segir óvissuna eiginlega hafa verið versta. „Ég hef fundið það í samskiptum mínum við Grindvíkinga, sem hafa verið mikil allt frá rýmingu, að óvissan er erfið. Það var tekin stór ákvörðun um rýmingu, eðlilega var farinn að myndast þrýstingur um það að komast til baka fyrir jólin. En ég fylltist ákveðnu þakklæti í gærkvöldi þegar þessar fréttir bárust að varúðarsjónarmiðin hafi verið höfð að leiðarljósi. Auðvitað skildi ég mætavel óþreyjuna eftir að snúa heim en um leið var ég þakklát að varúðarsjónarmiðin voru höfð að leiðarljósi,“ segir Katrín. Eru einhverjar sérstakar ráðstafanir sem stjórnvöld þurfa að grípa til núna vegna þessa goss? „Við vorum auðvitað búin að grípa til ákveðinna ráðstafana hvað varðar bæði húsnæðisstuðning og launagreiðslur til Grindvíkinga vel fram yfir áramót. Það er mjög gott að þau mál séu öll komin í höfn. Það er verið að vinna áfram að öflun íbúðarhúsnæðis. Það er risastórt úrlausnarefni áfram fyrir stjórnvöld því þó að við höfum gengið þannig frá málum að nú eru heimildir til staðar til að festa kaup á íbúðum þá er þetta áfram vandi. Hafi fólk hugsað sér að hann væri að fara að leysast því það fengi að snúa heim þá liggur fyrir að svo sé ekki.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Varnargarðar á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Í áfalli og ósofin: Fóru með verðmæti til Grindavíkur í gær Íbúi í Grindavík segir fréttir gærkvöldisins hafa verið mikið áfall þrátt fyrir að eldgosinu fylgi einnig léttir. Fjölskyldan hafi farið í gær með verðmæti aftur til Grindavíkur í kjölfar ummæla lögreglustjórans á Suðurnesjum um að hann teldi líklegt að Grindvíkingar gætu haldið jól heima. Þau séu nú í áfalli og ósofin. 19. desember 2023 11:36 Norðurlandabúar gera ráð fyrir brennisteinsmengun Norska veðurfræðistofan gerir ráð fyrir að brennisteinsmengun úr gosinu sem hófst við Sýlingarfell í gær berist til suðvesturstrandar Noregs um fimmleytið á morgun. 19. desember 2023 10:43 Von á erlendum fjölmiðlum og fjölmiðlamiðstöðin opnuð á ný Fjölmiðlamiðstöð fyrir erlenda fjölmiðla, vegna eldgossins á Reykjanesi sem hófst í gærkvöldi, verður opnuð í Hafnarfirði á ný í dag að sögn ferðamálastjóra. Eldgosið hófst um fjóra kílómetra norðaustan Grindavíkur, norðan Sundhnúks í Sundhnúkaröðinni klukkan 22:17 í gærkvöldi. 19. desember 2023 10:27 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Fleiri fréttir Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Sjá meira
Í áfalli og ósofin: Fóru með verðmæti til Grindavíkur í gær Íbúi í Grindavík segir fréttir gærkvöldisins hafa verið mikið áfall þrátt fyrir að eldgosinu fylgi einnig léttir. Fjölskyldan hafi farið í gær með verðmæti aftur til Grindavíkur í kjölfar ummæla lögreglustjórans á Suðurnesjum um að hann teldi líklegt að Grindvíkingar gætu haldið jól heima. Þau séu nú í áfalli og ósofin. 19. desember 2023 11:36
Norðurlandabúar gera ráð fyrir brennisteinsmengun Norska veðurfræðistofan gerir ráð fyrir að brennisteinsmengun úr gosinu sem hófst við Sýlingarfell í gær berist til suðvesturstrandar Noregs um fimmleytið á morgun. 19. desember 2023 10:43
Von á erlendum fjölmiðlum og fjölmiðlamiðstöðin opnuð á ný Fjölmiðlamiðstöð fyrir erlenda fjölmiðla, vegna eldgossins á Reykjanesi sem hófst í gærkvöldi, verður opnuð í Hafnarfirði á ný í dag að sögn ferðamálastjóra. Eldgosið hófst um fjóra kílómetra norðaustan Grindavíkur, norðan Sundhnúks í Sundhnúkaröðinni klukkan 22:17 í gærkvöldi. 19. desember 2023 10:27