Eldfjallafræðingar freista þess að ná sýnum úr eldgosinu Helena Rós Sturludóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 19. desember 2023 14:23 Helga Kristín Torfadóttir eldfjallafræðingur er á Reykjanesskaganum. Vísir/Arnar Eldfjallafræðingar frá Háskóla Íslands freista þess nú að taka stöðuna og ná sýnum af eldgosinu. Eldfjallafræðingur segir aðgerðina taka einhverjar klukkustundir og mikilvægt sé að nýta dagsbirtuna vel. Helga Kristín Torfadóttir, eldfjallafræðingur hjá Háskóla Íslands, er nú ásamt fleirum að reyna komast að gosinu til að taka sýni, helst í vökvaformi, af kvikunni í eldgosinu á Reykjanesskaga. „Annars bara það sem er búið að storkna og dróna ef við getum vegna vinds og reyna taka hitastigið af strókunum,“ segir Helga sem fréttamaður okkar Berghildur Erla hitti rétt í þessu. Að sögn Helgu tekur vinnan nokkrar klukkustundir og að það sé mikilvægt að nýta dagsbirtuna vel. „Helst vera komin til baka í bílinn fyrir myrkur því þetta er rosalega erfitt svæði til að fara um og við munum ekki rata til baka í myrkri.“ Helga segir mikilvægt að taka sýni úr kvikunni til að ná yfirsýn og bera sama við önnur gos. „Því þetta virðist vera aðeins öðruvísi en hin þrjú sem við höfum séð. Þetta er miklu meira magn og sennilega öðruvísi kvika.“ Þrátt fyrir að dregið hafi úr virkni gossins sé það enn töluvert stærra en síðustu þrjú gos. „Það er búið að draga rosalega mikið úr virkninni eftir að hlutar af sprungunni lokuðust af,“ segir Helga og bætir við að eldgos hefjist oft af miklum krafti og svo dragi ögn úr honum. „Þetta er enn meira en það sem við höfum séð.“ Aðspurð hversu lengi eldgosið geti varað segir Helga erfitt að segja. „Ég vona að þetta verði bara stutt gos svona út af jólafríinu, fyrir Grindavík og Svartsengi en fyrsta gosið við Fagradalsfjall var í sex mánuði og þar eftir tóku við svo tvö þriggja vikna gos svo það er spurning á hvorum endanum við erum við þetta,“ segir hún. Þó það hafi dregist úr kraftinum þýði það ekki endilega að gosið klárist snemma. „Þetta byrjar alltaf með krafi og svo getur þetta verið að malla svona á þægilegum nótum,“ segir Helga að lokum. Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Vísindi Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Helga Kristín Torfadóttir, eldfjallafræðingur hjá Háskóla Íslands, er nú ásamt fleirum að reyna komast að gosinu til að taka sýni, helst í vökvaformi, af kvikunni í eldgosinu á Reykjanesskaga. „Annars bara það sem er búið að storkna og dróna ef við getum vegna vinds og reyna taka hitastigið af strókunum,“ segir Helga sem fréttamaður okkar Berghildur Erla hitti rétt í þessu. Að sögn Helgu tekur vinnan nokkrar klukkustundir og að það sé mikilvægt að nýta dagsbirtuna vel. „Helst vera komin til baka í bílinn fyrir myrkur því þetta er rosalega erfitt svæði til að fara um og við munum ekki rata til baka í myrkri.“ Helga segir mikilvægt að taka sýni úr kvikunni til að ná yfirsýn og bera sama við önnur gos. „Því þetta virðist vera aðeins öðruvísi en hin þrjú sem við höfum séð. Þetta er miklu meira magn og sennilega öðruvísi kvika.“ Þrátt fyrir að dregið hafi úr virkni gossins sé það enn töluvert stærra en síðustu þrjú gos. „Það er búið að draga rosalega mikið úr virkninni eftir að hlutar af sprungunni lokuðust af,“ segir Helga og bætir við að eldgos hefjist oft af miklum krafti og svo dragi ögn úr honum. „Þetta er enn meira en það sem við höfum séð.“ Aðspurð hversu lengi eldgosið geti varað segir Helga erfitt að segja. „Ég vona að þetta verði bara stutt gos svona út af jólafríinu, fyrir Grindavík og Svartsengi en fyrsta gosið við Fagradalsfjall var í sex mánuði og þar eftir tóku við svo tvö þriggja vikna gos svo það er spurning á hvorum endanum við erum við þetta,“ segir hún. Þó það hafi dregist úr kraftinum þýði það ekki endilega að gosið klárist snemma. „Þetta byrjar alltaf með krafi og svo getur þetta verið að malla svona á þægilegum nótum,“ segir Helga að lokum.
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Vísindi Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira