Segir mikilvægt að Grindvíkingar fái andrými Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 19. desember 2023 16:11 Vilhjálmur lýsir gærkvöldinu sem gríðarlegu áfalli en jafnframt létti. Vísir/Vilhelm Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og Grindvíkingur segir mikilvægt að stuðningur stjórnvalda við Grindvíkinga haldi áfram þrátt fyrir að styttist vonandi í að þeir geti farið að fara heim. „Vonandi styttist í það að við getum farið heim aftur og byggt okkar góða samfélag áfram. Ég tel það að það sé komin einhver niðurstaða á þessu langa landrisi sem hefur verið þarna. Og að hraunrennslið sé frá byggðinni. Ég held að það eigi gefa okkur aukna von um að það sé farið að styttast í að við förum heim aftur,“ segir Vilhjálmur í samtali við fréttastofu en að þó eigi mikið vatn eftir að renna til sjávar og framvinda gossins aldrei fullkomlega viss. Áfall en léttir Vilhjálmur lýsir gærkvöldinu sem gríðarlegu áfalli en jafnframt létti. Hann hafi upplifað gærkvöldið sem mikið bakslag þar sem Grindvíkingar hefðu verið vongóðir að komast heim bráðum. Þegar staðsetning og átt hraunflæðisins urðu ljós hafi það verið mikill léttir. Heimili Vilhjálms í Grindavík varð fyrir skemmdum í jarðskjálftahrinunni í nóvember síðastliðinn. Fulltrúar fréttastofu fengu að líta við hjá honum og skoða skemmdirnar eins og sjá má í spilaranum hér fyrir neðan. „Auðvitað erum við farin að hugsa mikið um það að komast heim aftur en þegar við fjöllum um það að fara heim aftur þurfum við að átta okkur að því að þó að verði opnað fljótlega aftur inn í Grindavík er mikilvægt að stuðningur stjórnvalda haldi áfram út skólaárið og þó að við fáum að fara heim er ekki verið að fara að opna skóla eða leikskólaþjónustu eða æskulýðsstarfsemi í vetur í Grindavík,“ segir hann. Mikilvægt að þetta fái að þróast hægt og rólega Vilhjálmur segir mikilvægt að Grindvíkingar fái andrými og að stutt sé við bakið á þeim á þessum óvissutímum. Aðstæður fólks séu mismunandi og að treysti sér ekki allir til að fara heim strax. Sumir geti jafnvel ekki farið heim í bráð vegna þess að heimili þeirra hafi farið illa út úr jarðskjálftunum eða jafnvel eyðilagst. Einnig að enn sé unnið út frá því að skólahald grindvískra barna fari fram utan Grindavíkur. „Þannig að þetta verður bara svona náttúruleg opnun þannig að þeir komast sem að geta, eða treysta sér til. En aðrir sem kjósa að halda í þann fasta punkt sem þeir eru búnir að koma sér upp núna út skólaárið fái að velja það. Svo ræsist bærinn upp og kemur reynsla á innviðina. Þó að það sé opnað þá þýðir það ekkert endilega að allir þurfi að fara að drífa sig heim eða segja upp leiguhúsnæðinu sem það er með. Það er mjög mikilvægt að þetta fái að þróast hægt og rólega,“ segir Vilhjálmur. „Því fyrr sem hægt er að byrja að koma bænum í fyrra horf því betra en það gerist ekki allt í einu,“ segir hann að lokum. Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Sjá meira
„Vonandi styttist í það að við getum farið heim aftur og byggt okkar góða samfélag áfram. Ég tel það að það sé komin einhver niðurstaða á þessu langa landrisi sem hefur verið þarna. Og að hraunrennslið sé frá byggðinni. Ég held að það eigi gefa okkur aukna von um að það sé farið að styttast í að við förum heim aftur,“ segir Vilhjálmur í samtali við fréttastofu en að þó eigi mikið vatn eftir að renna til sjávar og framvinda gossins aldrei fullkomlega viss. Áfall en léttir Vilhjálmur lýsir gærkvöldinu sem gríðarlegu áfalli en jafnframt létti. Hann hafi upplifað gærkvöldið sem mikið bakslag þar sem Grindvíkingar hefðu verið vongóðir að komast heim bráðum. Þegar staðsetning og átt hraunflæðisins urðu ljós hafi það verið mikill léttir. Heimili Vilhjálms í Grindavík varð fyrir skemmdum í jarðskjálftahrinunni í nóvember síðastliðinn. Fulltrúar fréttastofu fengu að líta við hjá honum og skoða skemmdirnar eins og sjá má í spilaranum hér fyrir neðan. „Auðvitað erum við farin að hugsa mikið um það að komast heim aftur en þegar við fjöllum um það að fara heim aftur þurfum við að átta okkur að því að þó að verði opnað fljótlega aftur inn í Grindavík er mikilvægt að stuðningur stjórnvalda haldi áfram út skólaárið og þó að við fáum að fara heim er ekki verið að fara að opna skóla eða leikskólaþjónustu eða æskulýðsstarfsemi í vetur í Grindavík,“ segir hann. Mikilvægt að þetta fái að þróast hægt og rólega Vilhjálmur segir mikilvægt að Grindvíkingar fái andrými og að stutt sé við bakið á þeim á þessum óvissutímum. Aðstæður fólks séu mismunandi og að treysti sér ekki allir til að fara heim strax. Sumir geti jafnvel ekki farið heim í bráð vegna þess að heimili þeirra hafi farið illa út úr jarðskjálftunum eða jafnvel eyðilagst. Einnig að enn sé unnið út frá því að skólahald grindvískra barna fari fram utan Grindavíkur. „Þannig að þetta verður bara svona náttúruleg opnun þannig að þeir komast sem að geta, eða treysta sér til. En aðrir sem kjósa að halda í þann fasta punkt sem þeir eru búnir að koma sér upp núna út skólaárið fái að velja það. Svo ræsist bærinn upp og kemur reynsla á innviðina. Þó að það sé opnað þá þýðir það ekkert endilega að allir þurfi að fara að drífa sig heim eða segja upp leiguhúsnæðinu sem það er með. Það er mjög mikilvægt að þetta fái að þróast hægt og rólega,“ segir Vilhjálmur. „Því fyrr sem hægt er að byrja að koma bænum í fyrra horf því betra en það gerist ekki allt í einu,“ segir hann að lokum.
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Sjá meira