Segir mikilvægt að Grindvíkingar fái andrými Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 19. desember 2023 16:11 Vilhjálmur lýsir gærkvöldinu sem gríðarlegu áfalli en jafnframt létti. Vísir/Vilhelm Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og Grindvíkingur segir mikilvægt að stuðningur stjórnvalda við Grindvíkinga haldi áfram þrátt fyrir að styttist vonandi í að þeir geti farið að fara heim. „Vonandi styttist í það að við getum farið heim aftur og byggt okkar góða samfélag áfram. Ég tel það að það sé komin einhver niðurstaða á þessu langa landrisi sem hefur verið þarna. Og að hraunrennslið sé frá byggðinni. Ég held að það eigi gefa okkur aukna von um að það sé farið að styttast í að við förum heim aftur,“ segir Vilhjálmur í samtali við fréttastofu en að þó eigi mikið vatn eftir að renna til sjávar og framvinda gossins aldrei fullkomlega viss. Áfall en léttir Vilhjálmur lýsir gærkvöldinu sem gríðarlegu áfalli en jafnframt létti. Hann hafi upplifað gærkvöldið sem mikið bakslag þar sem Grindvíkingar hefðu verið vongóðir að komast heim bráðum. Þegar staðsetning og átt hraunflæðisins urðu ljós hafi það verið mikill léttir. Heimili Vilhjálms í Grindavík varð fyrir skemmdum í jarðskjálftahrinunni í nóvember síðastliðinn. Fulltrúar fréttastofu fengu að líta við hjá honum og skoða skemmdirnar eins og sjá má í spilaranum hér fyrir neðan. „Auðvitað erum við farin að hugsa mikið um það að komast heim aftur en þegar við fjöllum um það að fara heim aftur þurfum við að átta okkur að því að þó að verði opnað fljótlega aftur inn í Grindavík er mikilvægt að stuðningur stjórnvalda haldi áfram út skólaárið og þó að við fáum að fara heim er ekki verið að fara að opna skóla eða leikskólaþjónustu eða æskulýðsstarfsemi í vetur í Grindavík,“ segir hann. Mikilvægt að þetta fái að þróast hægt og rólega Vilhjálmur segir mikilvægt að Grindvíkingar fái andrými og að stutt sé við bakið á þeim á þessum óvissutímum. Aðstæður fólks séu mismunandi og að treysti sér ekki allir til að fara heim strax. Sumir geti jafnvel ekki farið heim í bráð vegna þess að heimili þeirra hafi farið illa út úr jarðskjálftunum eða jafnvel eyðilagst. Einnig að enn sé unnið út frá því að skólahald grindvískra barna fari fram utan Grindavíkur. „Þannig að þetta verður bara svona náttúruleg opnun þannig að þeir komast sem að geta, eða treysta sér til. En aðrir sem kjósa að halda í þann fasta punkt sem þeir eru búnir að koma sér upp núna út skólaárið fái að velja það. Svo ræsist bærinn upp og kemur reynsla á innviðina. Þó að það sé opnað þá þýðir það ekkert endilega að allir þurfi að fara að drífa sig heim eða segja upp leiguhúsnæðinu sem það er með. Það er mjög mikilvægt að þetta fái að þróast hægt og rólega,“ segir Vilhjálmur. „Því fyrr sem hægt er að byrja að koma bænum í fyrra horf því betra en það gerist ekki allt í einu,“ segir hann að lokum. Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Fleiri fréttir Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Sjá meira
„Vonandi styttist í það að við getum farið heim aftur og byggt okkar góða samfélag áfram. Ég tel það að það sé komin einhver niðurstaða á þessu langa landrisi sem hefur verið þarna. Og að hraunrennslið sé frá byggðinni. Ég held að það eigi gefa okkur aukna von um að það sé farið að styttast í að við förum heim aftur,“ segir Vilhjálmur í samtali við fréttastofu en að þó eigi mikið vatn eftir að renna til sjávar og framvinda gossins aldrei fullkomlega viss. Áfall en léttir Vilhjálmur lýsir gærkvöldinu sem gríðarlegu áfalli en jafnframt létti. Hann hafi upplifað gærkvöldið sem mikið bakslag þar sem Grindvíkingar hefðu verið vongóðir að komast heim bráðum. Þegar staðsetning og átt hraunflæðisins urðu ljós hafi það verið mikill léttir. Heimili Vilhjálms í Grindavík varð fyrir skemmdum í jarðskjálftahrinunni í nóvember síðastliðinn. Fulltrúar fréttastofu fengu að líta við hjá honum og skoða skemmdirnar eins og sjá má í spilaranum hér fyrir neðan. „Auðvitað erum við farin að hugsa mikið um það að komast heim aftur en þegar við fjöllum um það að fara heim aftur þurfum við að átta okkur að því að þó að verði opnað fljótlega aftur inn í Grindavík er mikilvægt að stuðningur stjórnvalda haldi áfram út skólaárið og þó að við fáum að fara heim er ekki verið að fara að opna skóla eða leikskólaþjónustu eða æskulýðsstarfsemi í vetur í Grindavík,“ segir hann. Mikilvægt að þetta fái að þróast hægt og rólega Vilhjálmur segir mikilvægt að Grindvíkingar fái andrými og að stutt sé við bakið á þeim á þessum óvissutímum. Aðstæður fólks séu mismunandi og að treysti sér ekki allir til að fara heim strax. Sumir geti jafnvel ekki farið heim í bráð vegna þess að heimili þeirra hafi farið illa út úr jarðskjálftunum eða jafnvel eyðilagst. Einnig að enn sé unnið út frá því að skólahald grindvískra barna fari fram utan Grindavíkur. „Þannig að þetta verður bara svona náttúruleg opnun þannig að þeir komast sem að geta, eða treysta sér til. En aðrir sem kjósa að halda í þann fasta punkt sem þeir eru búnir að koma sér upp núna út skólaárið fái að velja það. Svo ræsist bærinn upp og kemur reynsla á innviðina. Þó að það sé opnað þá þýðir það ekkert endilega að allir þurfi að fara að drífa sig heim eða segja upp leiguhúsnæðinu sem það er með. Það er mjög mikilvægt að þetta fái að þróast hægt og rólega,“ segir Vilhjálmur. „Því fyrr sem hægt er að byrja að koma bænum í fyrra horf því betra en það gerist ekki allt í einu,“ segir hann að lokum.
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Fleiri fréttir Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Sjá meira