Skaðaminnkandi lyfjameðferð við ópíóíðafíkn Ásdís M. Finnbogadóttir skrifar 20. desember 2023 07:30 Hér á landi eru morfínlyf notuð sem vímuefni hjá sumu fólki með fíknsjúkdóm. Það er reyndar líka tilfellið í öðrum löndum. Neysla morfínlyfja til að komast í vímu er sams konar og á heróíni. Neysla þessara ópíóíða er hættuleg, því notaðir eru háir skammtar og efnin gjarnan reykt eða þeim sprautað í æð. Afleiðingar eru ofskammtar, sýkingar og dauði. Til er lífsbjargandi lyfjameðferð við alvarlegri ópíóíðafíkn sem undirrituð sinnir hjá SÁÁ ásamt fleiri hjúkrunarfræðingum. Lyfin sem eru notuð, búprenorfín og metadón, eru gagnreynd, ráðlögð lyf sem sannanlega draga úr alvarlegum aukaverkunum, skaða og dauða. Þessi lyfjameðferð er veitt sem hluti af meðferð til bata frá neyslu sem er langtímaverkefni, en einnig sem skaðaminnkun fyrir fólk sem er enn í virkri vímuefnaneyslu. Í dag eru um 300 einstaklingar í lyfjameðferð vegna ópíóíðafíknar hjá SÁÁ, um 40 þeirra eru jafnframt í mikilli vímuefnaneyslu og miklu fleiri í einhverri samhliða neyslu á tímabilum. Langflestir óska sér að komast út úr neyslu en það getur verið langhlaup sem tekur tíma og meðferð með fagfólki. Á meðan geta þessi ráðlögðu lyf bjargað lífi og minnkað skaða. Margir skjólstæðinga okkar eiga erfitt með að standast þá freistingu að geta fengið ókeypis „vímuefni“ frá lækni í skömmtun. Allnokkur umræða hefur verið um ávísanir slíkra morfínlyfja. Lyfjaávísanir á morfínlyfjum til að sprauta í æð eða reykja er skaðleg. Hún eykur skaða en er ekki skaðaminnkandi. SÁÁ sinnir stórum hópi fólks með alvarlega ópíóíðafikn alla daga, fyrst og fremst í göngudeild, þar sem við afhendum lyf (búprenorfín og metadón) eða gefum mánaðar forðasprautur undir húð. Lyfjameðferðin sem við veitum er ráðlögð og gagnreynd. Hún er skaðaminnkandi. SÁÁ hefur til þessa getað svarað eftirspurn og aukið hana ár hvert, en þessa meðferð þarf að tryggja af yfirvöldum. Sá hópur sem stendur félagslega verst þarf skaðaminnkun eins og þessa gagnreyndu lyfjameðferð, í nærumhverfi. Samstarf félagsþjónustu, SÁÁ, Landspítala og fleiri myndi leysa það ef vilji er til faglegra umbóta. Skaðaminnkun er svo sannarlega hluti af meðferð við fíknsjúkdómi sem við sinnum alla daga. Höfundur er hjúkrunarfræðingur hjá SÁÁ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fíkn SÁÁ Mest lesið Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Hér á landi eru morfínlyf notuð sem vímuefni hjá sumu fólki með fíknsjúkdóm. Það er reyndar líka tilfellið í öðrum löndum. Neysla morfínlyfja til að komast í vímu er sams konar og á heróíni. Neysla þessara ópíóíða er hættuleg, því notaðir eru háir skammtar og efnin gjarnan reykt eða þeim sprautað í æð. Afleiðingar eru ofskammtar, sýkingar og dauði. Til er lífsbjargandi lyfjameðferð við alvarlegri ópíóíðafíkn sem undirrituð sinnir hjá SÁÁ ásamt fleiri hjúkrunarfræðingum. Lyfin sem eru notuð, búprenorfín og metadón, eru gagnreynd, ráðlögð lyf sem sannanlega draga úr alvarlegum aukaverkunum, skaða og dauða. Þessi lyfjameðferð er veitt sem hluti af meðferð til bata frá neyslu sem er langtímaverkefni, en einnig sem skaðaminnkun fyrir fólk sem er enn í virkri vímuefnaneyslu. Í dag eru um 300 einstaklingar í lyfjameðferð vegna ópíóíðafíknar hjá SÁÁ, um 40 þeirra eru jafnframt í mikilli vímuefnaneyslu og miklu fleiri í einhverri samhliða neyslu á tímabilum. Langflestir óska sér að komast út úr neyslu en það getur verið langhlaup sem tekur tíma og meðferð með fagfólki. Á meðan geta þessi ráðlögðu lyf bjargað lífi og minnkað skaða. Margir skjólstæðinga okkar eiga erfitt með að standast þá freistingu að geta fengið ókeypis „vímuefni“ frá lækni í skömmtun. Allnokkur umræða hefur verið um ávísanir slíkra morfínlyfja. Lyfjaávísanir á morfínlyfjum til að sprauta í æð eða reykja er skaðleg. Hún eykur skaða en er ekki skaðaminnkandi. SÁÁ sinnir stórum hópi fólks með alvarlega ópíóíðafikn alla daga, fyrst og fremst í göngudeild, þar sem við afhendum lyf (búprenorfín og metadón) eða gefum mánaðar forðasprautur undir húð. Lyfjameðferðin sem við veitum er ráðlögð og gagnreynd. Hún er skaðaminnkandi. SÁÁ hefur til þessa getað svarað eftirspurn og aukið hana ár hvert, en þessa meðferð þarf að tryggja af yfirvöldum. Sá hópur sem stendur félagslega verst þarf skaðaminnkun eins og þessa gagnreyndu lyfjameðferð, í nærumhverfi. Samstarf félagsþjónustu, SÁÁ, Landspítala og fleiri myndi leysa það ef vilji er til faglegra umbóta. Skaðaminnkun er svo sannarlega hluti af meðferð við fíknsjúkdómi sem við sinnum alla daga. Höfundur er hjúkrunarfræðingur hjá SÁÁ.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar