Bæjarstjórn tekur fyrir altjónslista í næstu viku Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 20. desember 2023 23:00 Eigendur húsa sem eru ónýt í Grindavík bíða eftir svörum frá bænum og NTÍ. Vísir/Vilhelm Altjónslisti frá Náttúrutryggingum Íslands (NTÍ) yfir hús í Grindavík verður tekinn fyrir af bæjarstjórn Grindavíkurbæjar á milli jóla og ný árs. Íbúi segist hafa fengið þau svör að ekki verði hægt að bæta tjón fyrr en afstaða liggi fyrir í málinu. Sigurður Óli Þórleifsson, íbúi í Grindavík og eigandi húss við Víkurbraut í Grindavík sem NTÍ metur ónýtt eftir jarðhræringar, furðaði sig fyrr í dag á samfélagsmiðlum að fátt hafi verið um svör hjá NTÍ sem hafi bent á Grindavíkurbæ og að ekkert yrði hægt að gera fyrr en afstaða bæjarins liggi fyrir. „Það er hvort eigi að byggja á sprungunni á ný. Þar til, þurfum við að greiða af lífeyrissjóðsláni, fasteignagjöld, hita og rafmagn ofl. Af handónýtu húsi, og þetta á við um húsin í nágrenninu líka. Nú spyr ég Grindavíkurbæ, hvenær mun þetta liggja fyrir? og mun Grindavíkurbær taka að sér þennan kostnað?“ Sigurður segir í samtali við Vísi skrifa fyrir hönd nokkurra íbúa í sömu sporum. Hann hafi að lokum fengið svör frá bæjarstarfsmanni og fulltrúa í bæjarstjórn. Bæjarstjórn muni taka málið fyrir á fundi milli hátíða. „Þau höfðu samband við mig frá skipulagssviði bæjarins og þau eru að bíða eftir altjónslistanum frá Náttúrutryggingum. Vonandi var hann sendur í dag því mér skilst að það hafi verið haft samband við helling af fólki í dag sem var með altjón. Þá mun bærinn taka það fyrir á milli jóla og nýárs og afgreiðir það þá vonandi einn tveir og þrír.“ Enn að fá mismunandi svör Sigurður segir það hafa reynst erfitt að losna undan kröfum og reikningum. Óvissan sé enn mikil og það sé erfitt. „Það veit enginn neitt, það er ennþá mismunandi svör sem fólk er að fá, við hvað er miðað? Er það brunabótamat? Fasteignamat? Er þetta förgunargjald? Það er enn ekki búið að svara einu né neinu.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tryggingar Húsnæðismál Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira
Sigurður Óli Þórleifsson, íbúi í Grindavík og eigandi húss við Víkurbraut í Grindavík sem NTÍ metur ónýtt eftir jarðhræringar, furðaði sig fyrr í dag á samfélagsmiðlum að fátt hafi verið um svör hjá NTÍ sem hafi bent á Grindavíkurbæ og að ekkert yrði hægt að gera fyrr en afstaða bæjarins liggi fyrir. „Það er hvort eigi að byggja á sprungunni á ný. Þar til, þurfum við að greiða af lífeyrissjóðsláni, fasteignagjöld, hita og rafmagn ofl. Af handónýtu húsi, og þetta á við um húsin í nágrenninu líka. Nú spyr ég Grindavíkurbæ, hvenær mun þetta liggja fyrir? og mun Grindavíkurbær taka að sér þennan kostnað?“ Sigurður segir í samtali við Vísi skrifa fyrir hönd nokkurra íbúa í sömu sporum. Hann hafi að lokum fengið svör frá bæjarstarfsmanni og fulltrúa í bæjarstjórn. Bæjarstjórn muni taka málið fyrir á fundi milli hátíða. „Þau höfðu samband við mig frá skipulagssviði bæjarins og þau eru að bíða eftir altjónslistanum frá Náttúrutryggingum. Vonandi var hann sendur í dag því mér skilst að það hafi verið haft samband við helling af fólki í dag sem var með altjón. Þá mun bærinn taka það fyrir á milli jóla og nýárs og afgreiðir það þá vonandi einn tveir og þrír.“ Enn að fá mismunandi svör Sigurður segir það hafa reynst erfitt að losna undan kröfum og reikningum. Óvissan sé enn mikil og það sé erfitt. „Það veit enginn neitt, það er ennþá mismunandi svör sem fólk er að fá, við hvað er miðað? Er það brunabótamat? Fasteignamat? Er þetta förgunargjald? Það er enn ekki búið að svara einu né neinu.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tryggingar Húsnæðismál Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira