Völdu Arnar og reyna nú að semja við Víkinga Sindri Sverrisson skrifar 21. desember 2023 11:51 Arnar Gunnlaugsson hefur gert Víkinga að besta liði landsins en liðið vann tvöfalt í ár og varð Íslandsmeistari með yfirburðum. vísir/Sigurjón Forráðamenn sænska knattspyrnufélagsins Norrköping hafa hafið viðræður við kollega sína hjá Víkingi um kaup á þjálfaranum Arnari Gunnlaugssyni. Þetta staðfesti Kári Árnason, yfirmaður knattspyrnumála hjá Víkingi, við Vísi í dag. Nokkuð er liðið síðan að Víkingar gáfu leyfi fyrir því að Norrköping ræddi við Arnar og ljóst er að þeir fundir hafa gengið vel því Arnar er nú fyrsti kostur hjá félaginu. Kári segir að þó að viðræður á milli félaganna tveggja séu hafnar þá þýði það ekki að málið sé í höfn en ljóst er að Víkingar vilja að sjálfsögðu sanngjarna greiðslu fyrir sinn sigursæla þjálfara. Arnar hefur verið aðalþjálfari Víkings frá árinu 2018 og undir hans stjórn hefur liðið unnið fjóra síðustu bikarmeistaratitla og tvo Íslandsmeistaratitla. Liðið vann tvöfalt bæði í ár og árið 2021. Norrköping var með fleiri kandídata í huga og fundaði til að mynda einnig með Jóhannesi Karli Guðjónssyni, aðstoðarlandsliðsþjálfara. Samkvæmt upplýsingum Vísis hefur sænska 1. deildarfélagið Öster einnig sett sig í samband við Jóhannes Karl. Kynnti þrjá nýja leikmenn á mánudaginn Arnar var í Víkinni á mánudag þar sem hann kynnti þrjá nýja leikmenn Víkings til leiks. Þá var þó þegar ljóst að óvíst væri hvort Arnar yrði þjálfari þeirra. Eftir leikmannakynninguna sagði Arnar í samtali við Vísi að hann væri ánægður með hvernig fundirnir í Svíþjóð hefðu gengið. „Maður finnur að það er gott „chemistry“ þarna á milli. Ég hef talað við stjórnarmenn þarna og yfirmann knattspyrnumála, fjórir fundir, og þetta hefur verið virkilega mikil áskorun. Það hafa fáar spurningar verið um fótbolta. Þetta hefur mikið snúist um leiðtogahæfileika, samskipti við fólk og þess háttar. Þetta hefur verið mikil reynsla. Mér finnst hafa verið gott „chemistry“ á þessum fundum og svo þurfum við að sjá til hvað gerist,“ sagði Arnar. Fari svo að hann yfirgefi Víkinga þá er hann sannfærður um að félagið verði áfram í góðum málum: „Ef eitthvað gerist þá er mjög góður strúktúr í þessum klúbbi [Víkingi], mjög gott „chemistry“ á milli stjórnarmanna og þeirra sem taka við. Leikmannahópurinn er… það er búið að vera geggjað að horfa á þessa þætti um Skagann og frábæran leikmannahóp þar, en ég efast um að jafnsterkum leikmannahópi hafi verið safnað saman hjá íslensku félagsliði „ever“ eins og Víkingur er með í dag. Framtíðin er björt,“ sagði Arnar á mánudaginn. Mikið Íslendingafélag IFK Norrköping hefur haft sterka tengingu við Ísland um árabil og á síðustu leiktíð, þegar liðið endaði í 9. sæti í sænsku úrvalsdeildinni, léku þrír Íslendingar með liðinu. Það voru þeir Arnór Ingvi Traustason, Ísak Andri Sigurgeirsson og Ari Freyr Skúlason, sem nú er hættur í fótbolta en starfar áfram fyrir Norrköping. Glen Riddersholm var þjálfari liðsins frá því í ágúst í fyrra en hætti svo í nóvember þegar síðustu leiktíð lauk. Víkingur Reykjavík Sænski boltinn Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Sjá meira
Þetta staðfesti Kári Árnason, yfirmaður knattspyrnumála hjá Víkingi, við Vísi í dag. Nokkuð er liðið síðan að Víkingar gáfu leyfi fyrir því að Norrköping ræddi við Arnar og ljóst er að þeir fundir hafa gengið vel því Arnar er nú fyrsti kostur hjá félaginu. Kári segir að þó að viðræður á milli félaganna tveggja séu hafnar þá þýði það ekki að málið sé í höfn en ljóst er að Víkingar vilja að sjálfsögðu sanngjarna greiðslu fyrir sinn sigursæla þjálfara. Arnar hefur verið aðalþjálfari Víkings frá árinu 2018 og undir hans stjórn hefur liðið unnið fjóra síðustu bikarmeistaratitla og tvo Íslandsmeistaratitla. Liðið vann tvöfalt bæði í ár og árið 2021. Norrköping var með fleiri kandídata í huga og fundaði til að mynda einnig með Jóhannesi Karli Guðjónssyni, aðstoðarlandsliðsþjálfara. Samkvæmt upplýsingum Vísis hefur sænska 1. deildarfélagið Öster einnig sett sig í samband við Jóhannes Karl. Kynnti þrjá nýja leikmenn á mánudaginn Arnar var í Víkinni á mánudag þar sem hann kynnti þrjá nýja leikmenn Víkings til leiks. Þá var þó þegar ljóst að óvíst væri hvort Arnar yrði þjálfari þeirra. Eftir leikmannakynninguna sagði Arnar í samtali við Vísi að hann væri ánægður með hvernig fundirnir í Svíþjóð hefðu gengið. „Maður finnur að það er gott „chemistry“ þarna á milli. Ég hef talað við stjórnarmenn þarna og yfirmann knattspyrnumála, fjórir fundir, og þetta hefur verið virkilega mikil áskorun. Það hafa fáar spurningar verið um fótbolta. Þetta hefur mikið snúist um leiðtogahæfileika, samskipti við fólk og þess háttar. Þetta hefur verið mikil reynsla. Mér finnst hafa verið gott „chemistry“ á þessum fundum og svo þurfum við að sjá til hvað gerist,“ sagði Arnar. Fari svo að hann yfirgefi Víkinga þá er hann sannfærður um að félagið verði áfram í góðum málum: „Ef eitthvað gerist þá er mjög góður strúktúr í þessum klúbbi [Víkingi], mjög gott „chemistry“ á milli stjórnarmanna og þeirra sem taka við. Leikmannahópurinn er… það er búið að vera geggjað að horfa á þessa þætti um Skagann og frábæran leikmannahóp þar, en ég efast um að jafnsterkum leikmannahópi hafi verið safnað saman hjá íslensku félagsliði „ever“ eins og Víkingur er með í dag. Framtíðin er björt,“ sagði Arnar á mánudaginn. Mikið Íslendingafélag IFK Norrköping hefur haft sterka tengingu við Ísland um árabil og á síðustu leiktíð, þegar liðið endaði í 9. sæti í sænsku úrvalsdeildinni, léku þrír Íslendingar með liðinu. Það voru þeir Arnór Ingvi Traustason, Ísak Andri Sigurgeirsson og Ari Freyr Skúlason, sem nú er hættur í fótbolta en starfar áfram fyrir Norrköping. Glen Riddersholm var þjálfari liðsins frá því í ágúst í fyrra en hætti svo í nóvember þegar síðustu leiktíð lauk.
Víkingur Reykjavík Sænski boltinn Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki