Sparar sér hundruð þúsunda vegna tómlætis leigusala Árni Sæberg skrifar 22. desember 2023 09:00 Ekkert er gefið upp um það hvar íbúðin er. Vísir/Vilhelm Kærunefnd húsamála hefur fallist á kröfu leigutaka um viðurkenningu á því að honum beri ekki að greiða kröfu leigusala um vísitöluhækkun á leigu, sem var gerð tæpum níu mánuðum eftir að leigutíma lauk. Í úrskurði kærunefndarinnar segir að aðilar málsins hafi gert með sér tímabundinn leigusamning frá 15. febrúar 2020 til 28. febrúar 2021 um leigu leigutaka á íbúð í eigu leigusala. Að umsömdum leigutíma loknum hafi aðilar haldið leigusambandi sínu áfram á grundelli hans til 10. október 2022. Ágreiningur hafi staðið um heimild leigusala, sem er ótilgreint hlutafélag, til að krefja leigutaka um vísitöluhækkun á leigu aftur í tímann. Fékk reikning upp á 299 þúsund átta og hálfum mánuði seinna Í úrskurðinum segir að að leigutakinn hafi kveðist hafa fengið reikning frá leigusalanum vegna vísitölubreytinga frá febrúar 2020 til september 2022, að fjárhæð 299.340 krónur, átta og hálfum mánuði eftir að hann flutti út úr hinni leigðu eign. Hann hafi krafist viðurkenningar á því að honum bæri ekki að greiða reikninginn. Leigusalinn hafi ekki látið málið til sín taka fyrir kærunefnd og því yrði við úrlausn málsins byggt á þeim sjónarmiðum og gögnum sem leigurakinn lagði fyrir nefndina. Samkvæmt þágildandi grein húsaleigulaga hafi aðilum verið frjálst að semja um fjárhæð húsaleigu og hvort og þá með hvaða hætti hún skyldi breytast á leigutímanum. Leigufjárhæðin skyldi þó jafnan vera sanngjörn og eðlileg í garð beggja aðila. Vildi greiða vísitöluhækkunina mánaðarlega Samkvæmt gögnum málsins hafi leigutaki mánaðarlega greitt 140 þúsund krónur í leigu inn á reikning leigusala. Samkvæmt leigusamningi aðila skyldi leigan breytast í samræmi við vísitölu neysluverðs, grunnvísitala 469,8, þó aldrei lægri en umsamin fjárhæð. Leigutími hafi hafist 15. febrúar 2020 og lokið 10. október 2022 samkvæmt gögnum málsins. Leigutaki hafi kveðið leigusalann hafa gert kröfu um vísitöluhækkun á leigugreiðslur sem inntar höfðu verið af hendi á leigutíma með bréfi dagsettu 6. júlí 2023, eða tæpum níu mánuðum eftir að leigutíma lauk. Í skýringum leigutaka, dagsettum 13. nóvember 2023, komi þó fram að eftir að leigutími hafði staðið yfir í eitt og hálft ár hafi leigutaki gert kröfu um vísitöluhækkun sem leigutaki hafi þá gert upp vegna þess tímabils. Leigutaki hafi í framhaldinu óskað eftir að leiga yrði innheimt með greiðsluseðlum með uppreiknaðri fjárhæð en leigusali ekki viljað verða við því þar sem slíkri þjónustu fylgi kostnaður. Þessu hefur leigusalinn ekki mótmælt. „Í þessu ljósi sem og því að krafa varnaraðila kom fram löngu eftir að leigutíma lauk telur nefndin að krafa hans sé niður fallin vegna tómlætis. Er því fallist á kröfu sóknaraðila.“ Leigumarkaður Húsnæðismál Stjórnsýsla Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Fleiri fréttir „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Sjá meira
Í úrskurði kærunefndarinnar segir að aðilar málsins hafi gert með sér tímabundinn leigusamning frá 15. febrúar 2020 til 28. febrúar 2021 um leigu leigutaka á íbúð í eigu leigusala. Að umsömdum leigutíma loknum hafi aðilar haldið leigusambandi sínu áfram á grundelli hans til 10. október 2022. Ágreiningur hafi staðið um heimild leigusala, sem er ótilgreint hlutafélag, til að krefja leigutaka um vísitöluhækkun á leigu aftur í tímann. Fékk reikning upp á 299 þúsund átta og hálfum mánuði seinna Í úrskurðinum segir að að leigutakinn hafi kveðist hafa fengið reikning frá leigusalanum vegna vísitölubreytinga frá febrúar 2020 til september 2022, að fjárhæð 299.340 krónur, átta og hálfum mánuði eftir að hann flutti út úr hinni leigðu eign. Hann hafi krafist viðurkenningar á því að honum bæri ekki að greiða reikninginn. Leigusalinn hafi ekki látið málið til sín taka fyrir kærunefnd og því yrði við úrlausn málsins byggt á þeim sjónarmiðum og gögnum sem leigurakinn lagði fyrir nefndina. Samkvæmt þágildandi grein húsaleigulaga hafi aðilum verið frjálst að semja um fjárhæð húsaleigu og hvort og þá með hvaða hætti hún skyldi breytast á leigutímanum. Leigufjárhæðin skyldi þó jafnan vera sanngjörn og eðlileg í garð beggja aðila. Vildi greiða vísitöluhækkunina mánaðarlega Samkvæmt gögnum málsins hafi leigutaki mánaðarlega greitt 140 þúsund krónur í leigu inn á reikning leigusala. Samkvæmt leigusamningi aðila skyldi leigan breytast í samræmi við vísitölu neysluverðs, grunnvísitala 469,8, þó aldrei lægri en umsamin fjárhæð. Leigutími hafi hafist 15. febrúar 2020 og lokið 10. október 2022 samkvæmt gögnum málsins. Leigutaki hafi kveðið leigusalann hafa gert kröfu um vísitöluhækkun á leigugreiðslur sem inntar höfðu verið af hendi á leigutíma með bréfi dagsettu 6. júlí 2023, eða tæpum níu mánuðum eftir að leigutíma lauk. Í skýringum leigutaka, dagsettum 13. nóvember 2023, komi þó fram að eftir að leigutími hafði staðið yfir í eitt og hálft ár hafi leigutaki gert kröfu um vísitöluhækkun sem leigutaki hafi þá gert upp vegna þess tímabils. Leigutaki hafi í framhaldinu óskað eftir að leiga yrði innheimt með greiðsluseðlum með uppreiknaðri fjárhæð en leigusali ekki viljað verða við því þar sem slíkri þjónustu fylgi kostnaður. Þessu hefur leigusalinn ekki mótmælt. „Í þessu ljósi sem og því að krafa varnaraðila kom fram löngu eftir að leigutíma lauk telur nefndin að krafa hans sé niður fallin vegna tómlætis. Er því fallist á kröfu sóknaraðila.“
Leigumarkaður Húsnæðismál Stjórnsýsla Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Fleiri fréttir „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Sjá meira