Vitundarvakning á vetrarsólstöðum Áslaug Inga Kristinsdóttir skrifar 21. desember 2023 23:01 Um þetta leyti fara dagarnir að lengjast á ný og brátt fáum við fleiri birtustundir, mörgum til mikillar gleði. Í dag eru vetrarsólstöður og á meðan ég beið eftir læknaviðtali í grámyglunni í hádeginu, opnaði ég Morgunblaðið og fletti síðu eftir síðu, þangað til ég rak augun í frétt sem var bæði sorgleg en líka hugljúf í senn. Fréttin fjallaði um aðstandendur ungs manns sem höfðu afþakkað blóm og kransa eftir fráfall sonar síns en opnað styrktarsjóð í staðinn sem mun nýtast til að bæta aðstöðuna á Kleppi. Í nánustu framtíð verður þar herbergi sem fær heitið Daníelsherbergi og er hugsað til notkunar af skjólstæðingum stofnunarinnar og aðstandendum þeirra. Það er afar sorglegt að sjá að þessi ungi maður hafi fallið frá og aðstandendur Daníels fá mína dýpstu samúð. Þeir höfðu á orði að þessi málaflokkur hafi verið vanræktur of lengi og því er ég sammála. Þó ég hafi aldrei kynnst þessum unga herra er ég viss um að hann hafi verið góður drengur með fallegt hjartalag. Hann hafði lifað við andleg veikindi í áratug og reynt hvað hann gat til að halda áfram lífinu. Við Daníel vorum á sama báti án þess að þekkjast, því sjálf hef ég verið notandi geðheilbrigðiskerfisins í áratug og sjálf reyndi ég sjálfsvíg í haust. Það er nauðsynlegt að fá aukna innspýtingu í geðheilbrigðiskerfið og vinna að því að stytta biðlistana, bjóða upp á skjólhús og bæta almennt þjónustu við fólk sem býr við geðvanda. Hver veit nema í framtíðinni muni rísa heimilislegt og fallegt skjólhús sem fær nafnið Daníelshús? Það er samt undir samfélaginu og stjórnvöldum komið að búa fólki gott líf. Fyrir þig sem ert þarna úti að þrauka segi ég einfaldlega við þig: Haltu áfram sama hvað. Það munu koma betri tímar og þér mun líða betur. Fljótlega birtir til og þá muntu sjá lífið í öðru ljósi! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áslaug Inga Kristinsdóttir Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Sjá meira
Um þetta leyti fara dagarnir að lengjast á ný og brátt fáum við fleiri birtustundir, mörgum til mikillar gleði. Í dag eru vetrarsólstöður og á meðan ég beið eftir læknaviðtali í grámyglunni í hádeginu, opnaði ég Morgunblaðið og fletti síðu eftir síðu, þangað til ég rak augun í frétt sem var bæði sorgleg en líka hugljúf í senn. Fréttin fjallaði um aðstandendur ungs manns sem höfðu afþakkað blóm og kransa eftir fráfall sonar síns en opnað styrktarsjóð í staðinn sem mun nýtast til að bæta aðstöðuna á Kleppi. Í nánustu framtíð verður þar herbergi sem fær heitið Daníelsherbergi og er hugsað til notkunar af skjólstæðingum stofnunarinnar og aðstandendum þeirra. Það er afar sorglegt að sjá að þessi ungi maður hafi fallið frá og aðstandendur Daníels fá mína dýpstu samúð. Þeir höfðu á orði að þessi málaflokkur hafi verið vanræktur of lengi og því er ég sammála. Þó ég hafi aldrei kynnst þessum unga herra er ég viss um að hann hafi verið góður drengur með fallegt hjartalag. Hann hafði lifað við andleg veikindi í áratug og reynt hvað hann gat til að halda áfram lífinu. Við Daníel vorum á sama báti án þess að þekkjast, því sjálf hef ég verið notandi geðheilbrigðiskerfisins í áratug og sjálf reyndi ég sjálfsvíg í haust. Það er nauðsynlegt að fá aukna innspýtingu í geðheilbrigðiskerfið og vinna að því að stytta biðlistana, bjóða upp á skjólhús og bæta almennt þjónustu við fólk sem býr við geðvanda. Hver veit nema í framtíðinni muni rísa heimilislegt og fallegt skjólhús sem fær nafnið Daníelshús? Það er samt undir samfélaginu og stjórnvöldum komið að búa fólki gott líf. Fyrir þig sem ert þarna úti að þrauka segi ég einfaldlega við þig: Haltu áfram sama hvað. Það munu koma betri tímar og þér mun líða betur. Fljótlega birtir til og þá muntu sjá lífið í öðru ljósi!
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun