Messi og Suárez sameina krafta sína á ný Sindri Sverrisson skrifar 22. desember 2023 15:01 Luis Suárez og Lionel Messi fóru á kostum sem samherjar hjá Barcelona á sínum tíma. Getty/Manuel Queimadelos Tveir þriðju af MSN-tríóinu svokallaða, sem fór á kostum með Barcelona fyrir nokkrum árum, munu spila saman hjá Inter Miami í Bandaríkjunum áður en langt um líður. Úrúgvæinn Luis Suárez hefur nefnilega ákveðið að koma til Miami og spila með sínum gamla félaga Lionel Messi. Fyrir hjá Inter Miami eru einnig þeir Sergio Busquets og Jordi Alba, sem léku með Suárez og Messi hjá Barcelona. Frá þessu greinir félagaskiptafréttamaðurinn virti Fabrizio Romano á Twitter. Hann segir að samkomulag sé í höfn og ekkert því til fyrirstöðu að tilkynna félagaskiptin. Munnlegt samkomulag um samning til eins árs, með möguleika á framlengingu um eitt ár, náðist fyrir mánuði síðan. Luís Suárez to Inter Miami, all set to be sealed and announced here we go!Contract ready after verbal agreement reached one month ago one-year deal for Suárez.Deal will also include an option for further season.Messi and Suárez, together again. pic.twitter.com/Vf9ytZNlJP— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) December 22, 2023 Suárez og Messi léku saman hjá Barcelona á árunum 2014-2020, og þegar Neymar var einnig hjá liðinu var talað um MSN-þríeykið. Hjá Barcelona unnu þeir Suárez og Messi meðal annars einn Evrópumeistaratitil, fjóra Spánarmeistaratitla og fjóra bikarmeistaratitla, auk þess að vinna HM félagsliða einu sinni. Suárez, sem verður 37 ára í næsta mánuði, lék síðast með Gremio í Brasilíu. Hann kom að flestum mörkum allra í efstu deild Brasilíu í ár eða alls 28, með 17 mörk og 11 stoðsendingar, í 33 leikjum fyrir silfurlið Gremio. Hann var valinn besti leikmaður tímabilsins. Bandaríski fótboltinn Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Fleiri fréttir Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Sjá meira
Úrúgvæinn Luis Suárez hefur nefnilega ákveðið að koma til Miami og spila með sínum gamla félaga Lionel Messi. Fyrir hjá Inter Miami eru einnig þeir Sergio Busquets og Jordi Alba, sem léku með Suárez og Messi hjá Barcelona. Frá þessu greinir félagaskiptafréttamaðurinn virti Fabrizio Romano á Twitter. Hann segir að samkomulag sé í höfn og ekkert því til fyrirstöðu að tilkynna félagaskiptin. Munnlegt samkomulag um samning til eins árs, með möguleika á framlengingu um eitt ár, náðist fyrir mánuði síðan. Luís Suárez to Inter Miami, all set to be sealed and announced here we go!Contract ready after verbal agreement reached one month ago one-year deal for Suárez.Deal will also include an option for further season.Messi and Suárez, together again. pic.twitter.com/Vf9ytZNlJP— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) December 22, 2023 Suárez og Messi léku saman hjá Barcelona á árunum 2014-2020, og þegar Neymar var einnig hjá liðinu var talað um MSN-þríeykið. Hjá Barcelona unnu þeir Suárez og Messi meðal annars einn Evrópumeistaratitil, fjóra Spánarmeistaratitla og fjóra bikarmeistaratitla, auk þess að vinna HM félagsliða einu sinni. Suárez, sem verður 37 ára í næsta mánuði, lék síðast með Gremio í Brasilíu. Hann kom að flestum mörkum allra í efstu deild Brasilíu í ár eða alls 28, með 17 mörk og 11 stoðsendingar, í 33 leikjum fyrir silfurlið Gremio. Hann var valinn besti leikmaður tímabilsins.
Bandaríski fótboltinn Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Fleiri fréttir Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Sjá meira