Glódís og Hákon hlutu afgerandi kosningu Sindri Sverrisson skrifar 22. desember 2023 13:34 Glódís Perla Viggósdóttir og Hákon Arnar Haraldsson stóðu upp úr á árinu samkvæmt vali KSÍ. Vísir/Hulda Margrét og Getty/Alex Grimm Glódís Perla Viggósdóttir er knattspyrnukona ársins og Hákon Arnar Haraldsson er knattspyrnumaður ársins. Bæði hlutu þau nafnbótina í fyrsta sinn í fyrra og halda henni. Val KSÍ á leikmanni ársins fer fram með könnun sem meðal annars fyrrverandi landsliðsmenn, þjálfarar og forystumenn í knattspyrnuhreyfingunni taka þátt í. Á vef KSÍ segir að kjörið á Glódísi og Hákoni hafi verið afgerandi í báðum tilfellum. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir varð í 2. sæti og Sveindís Jane Jónsdóttir í 3. sæti hjá konunum, en Jóhann Berg Guðmundsson í 2. sæti og Hákon Rafn Valdimarsson í 3. sæti hjá körlunum. Áður hafði komið fram að Albert Guðmundsson, sem farið hefur á kostum með liði Genoa á Ítalíu, kæmi ekki til greina í valinu vegna kæru fyrir kynferðisbrot. Meistarar í Þýskalandi og Danmörku Í umfjöllun um knattspyrnufólk ársins á vef KSÍ segir: Glódís Perla Viggósdóttir er Knattspyrnukona ársins í annað sinn og annað árið í röð. Hún hefur sem fyrr verið fastur hlekkur í vörn Bayern München og íslenska landsliðsins á árinu og gegndi lykilhlutverki með báðum liðum. Glódís fagnaði þýska meistaratitlinum með Bayern í vor sem leið, lék allar mínútur í öllum 22 leikjum liðsins og skoraði þrjú mörk. Þá lék hún einnig 9 leiki með liði sínu í Meistaradeild UEFA þar sem Bayern féll úr leik í 8-liða úrslitum og 4 leiki í bikar. Á yfirstandandi tímabili hefur Glódís leikið alla leiki Bayern hingað til og er einn af fyrirliðum liðsins. Glódís, sem hefur leikið 120 A-landsleiki og skorað 10 mörk, er fyrirliði A landsliðs kvenna og lék hún alla leiki liðsins í Þjóðadeildinni og skoraði eitt mark, auk þess að leika sex af sjö vináttuleikjum ársins. Hákon Arnar Haraldsson er Knattspyrnumaður ársins í annað sinn og annað árið í röð. Hákon hefur fest sig í sessi sem lykilmaður í íslenska landsliðinu og lék hann 8 af 10 leikjum Íslands í undankeppni EM á árinu. Hann hefur alls leikið 15 A-landsleiki og skorað í þeim 3 mörk. Hákon var máttarstólpi í liði FC Köbenhavn í Danmörku á liðnu tímabili og fagnaði danska meistaratitlinum í vor sem leið, lék 29 leiki í deildinni, skoraði 4 mörk og lagði upp 4, auk 6 bikarleikja og 8 leikja (1 mark) í Meistaradeild UEFA. Um sumarið flutti Hákon sig um set þegar hann var seldur til franska úrvalsdeildarliðsins LOSC Lille. Þar hefur hann komið við sögu í 12 leikjum í deild og 6 leikjum í Sambandsdeild UEFA það sem af er tímabilinu. Landslið karla í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta KSÍ Tengdar fréttir Bannað að kjósa Albert Albert Guðmundsson kemur ekki til greina sem knattspyrnumaður ársins hjá KSÍ, vegna kæru fyrir kynferðisbrot sem hann kveðst saklaus af. 19. desember 2023 12:50 Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum Handbolti „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Handbolti Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu Fótbolti Fleiri fréttir Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu „Ótrúlega mikill heiður“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Hildur fékk svakalegt glóðarauga Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Sjá meira
Val KSÍ á leikmanni ársins fer fram með könnun sem meðal annars fyrrverandi landsliðsmenn, þjálfarar og forystumenn í knattspyrnuhreyfingunni taka þátt í. Á vef KSÍ segir að kjörið á Glódísi og Hákoni hafi verið afgerandi í báðum tilfellum. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir varð í 2. sæti og Sveindís Jane Jónsdóttir í 3. sæti hjá konunum, en Jóhann Berg Guðmundsson í 2. sæti og Hákon Rafn Valdimarsson í 3. sæti hjá körlunum. Áður hafði komið fram að Albert Guðmundsson, sem farið hefur á kostum með liði Genoa á Ítalíu, kæmi ekki til greina í valinu vegna kæru fyrir kynferðisbrot. Meistarar í Þýskalandi og Danmörku Í umfjöllun um knattspyrnufólk ársins á vef KSÍ segir: Glódís Perla Viggósdóttir er Knattspyrnukona ársins í annað sinn og annað árið í röð. Hún hefur sem fyrr verið fastur hlekkur í vörn Bayern München og íslenska landsliðsins á árinu og gegndi lykilhlutverki með báðum liðum. Glódís fagnaði þýska meistaratitlinum með Bayern í vor sem leið, lék allar mínútur í öllum 22 leikjum liðsins og skoraði þrjú mörk. Þá lék hún einnig 9 leiki með liði sínu í Meistaradeild UEFA þar sem Bayern féll úr leik í 8-liða úrslitum og 4 leiki í bikar. Á yfirstandandi tímabili hefur Glódís leikið alla leiki Bayern hingað til og er einn af fyrirliðum liðsins. Glódís, sem hefur leikið 120 A-landsleiki og skorað 10 mörk, er fyrirliði A landsliðs kvenna og lék hún alla leiki liðsins í Þjóðadeildinni og skoraði eitt mark, auk þess að leika sex af sjö vináttuleikjum ársins. Hákon Arnar Haraldsson er Knattspyrnumaður ársins í annað sinn og annað árið í röð. Hákon hefur fest sig í sessi sem lykilmaður í íslenska landsliðinu og lék hann 8 af 10 leikjum Íslands í undankeppni EM á árinu. Hann hefur alls leikið 15 A-landsleiki og skorað í þeim 3 mörk. Hákon var máttarstólpi í liði FC Köbenhavn í Danmörku á liðnu tímabili og fagnaði danska meistaratitlinum í vor sem leið, lék 29 leiki í deildinni, skoraði 4 mörk og lagði upp 4, auk 6 bikarleikja og 8 leikja (1 mark) í Meistaradeild UEFA. Um sumarið flutti Hákon sig um set þegar hann var seldur til franska úrvalsdeildarliðsins LOSC Lille. Þar hefur hann komið við sögu í 12 leikjum í deild og 6 leikjum í Sambandsdeild UEFA það sem af er tímabilinu.
Landslið karla í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta KSÍ Tengdar fréttir Bannað að kjósa Albert Albert Guðmundsson kemur ekki til greina sem knattspyrnumaður ársins hjá KSÍ, vegna kæru fyrir kynferðisbrot sem hann kveðst saklaus af. 19. desember 2023 12:50 Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum Handbolti „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Handbolti Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu Fótbolti Fleiri fréttir Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu „Ótrúlega mikill heiður“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Hildur fékk svakalegt glóðarauga Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Sjá meira
Bannað að kjósa Albert Albert Guðmundsson kemur ekki til greina sem knattspyrnumaður ársins hjá KSÍ, vegna kæru fyrir kynferðisbrot sem hann kveðst saklaus af. 19. desember 2023 12:50