Yngsti drengurinn hafi ekki hitt bræður sína í tvær vikur Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. desember 2023 19:31 Leifur Runólfsson er lögmaður föður drengjanna. Vísir Lögmaður barnsföður Eddu Bjarkar Arnardóttur segir drengina þrjá sem fluttir voru til Noregs í gær ekki hafa verið alla saman síðustu tvær vikur. Kæra hafi verið lögð fram á hendur þeim sem hafi aðstoðað við að fela drengina þegar leitað var að þeim. Drengirnir flugu til Noregs ásamt föður sínum, sem er íslenskur, í gærkvöldi. Lögmaður föðurins segir að um fagnaðarfundi hafi verið að ræða þegar drengirnir hittu föður sinn. „Ég var ekki vitni að því sjálfur, en miðað við það sem ég heyri þá voru þetta fagnaðarfundir,“ segir lögmaðurinn Leifur Runólfsson. Málinu sé nú lokið, hvað drengina sjálfa varðar. „Þeir eru komnir heim til sín. Faðir þeirra fer einn með forsjá og hefur gert í svolítinn tíma. Hvað það varðar er málinu lokið, en Edda bíður náttúrulega dóms í Noregi,“ segir Leifur. Edda Björk var handtekin á Íslandi í lok síðasta mánaðar. Hún kom með drengina þrjá hingað til lands frá Noregi með einkaflugvél í mars á síðasta ári, en föður þeirra hafði verið dæmd forsjá þeirra í Noregi. Edda var framseld til Noregs í upphafi þessa mánaðar, eftir að fallist var á framsal hennar á tveimur dómstigum. Réttarhöldum yfir Eddu er lokið en hún bíður nú dóms, þar sem saksóknarar fara fram á sautján mánaða fangelsisdóm yfir henni. Edda ásamt tveimur drengjanna. Sambýlismaður Eddu og sálfræðingur meðal kærðra Leifur segir að kæra hafi verið lögð fram á hendur þeim sem að málinu komu hér á landi. Það er að segja, þeim sem hafi aðstoðað við að fela drengina meðan lögregla freistaði þess að finna þá og koma þeim til föður síns. „Ég mun væntanlega leggja fram bótakröfur í því máli, en ég á eftir að skoða það nánar, svo það sé sagt. En það sé sagt,“ segir Leifur. Þær kröfur muni beinast að þeim sem kunni að vera með stöðu sakbornings í málinu. Sambýlismaður Eddu hafi verið sérstaklega kærður, þar sem barnsfaðirinn telji hann hafa fjármagnað ferð Eddu frá Noregi til Íslands með drengina. „En það er lögreglunnar að sanna það, það er ekki okkar. Og svo var tiltekinn sálfræðingur kærður,“ segir Leifur. Leifur segir kæru ekki hafa verið lagða fram á hendur Hildi Sólveigu Pétursdóttur, lögmanni Eddu Bjarkar, sem var handtekin í gærkvöldi ásamt systur Eddu eftir að synir Eddu fundust. Leifur segist ekki hafa upplýsingar um af hverju Hildur var handtekin. Handtaka Hildar var harðlega gagnrýnd af lögmönnum lögmannstofunnar sem Hildur starfar á. Í yfirlýsingu sem stofan sendi frá sér í dag sagði engan vafa leika á því að lögreglan hefði farið yfir eðlileg og málefnaleg mörk með handtökunni, og hugsanlega gerst brotleg við lög. Sá yngsti hafi ekki hitt bræður sína í tvær vikur Leifur segist hafa upplýsingar um að tveir drengjanna, sem eru tvíburar, hafi verið á einum stað en yngri bróðir þeirra á öðrum síðastliðnar tvær vikur. „Þannig að hann hafði ekki séð bræður sína í tvær vikur. Og þeir voru ekki vel hirtir þegar þeir fundust loksins. Voru í hálfónýtum fötum og það hafði ekki verið hugsað vel um þá virðist vera. Ekki að mati míns skjólstæðings, að minnsta kosti.“ Leifur segist þakklátur yfirvöldum fyrir að málinu sé loksins lokið. „Ég vona bara að það komi aldrei svona mál upp aftur.“ Mál Eddu Bjarkar Lögreglumál Noregur Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Drengirnir flugu til Noregs ásamt föður sínum, sem er íslenskur, í gærkvöldi. Lögmaður föðurins segir að um fagnaðarfundi hafi verið að ræða þegar drengirnir hittu föður sinn. „Ég var ekki vitni að því sjálfur, en miðað við það sem ég heyri þá voru þetta fagnaðarfundir,“ segir lögmaðurinn Leifur Runólfsson. Málinu sé nú lokið, hvað drengina sjálfa varðar. „Þeir eru komnir heim til sín. Faðir þeirra fer einn með forsjá og hefur gert í svolítinn tíma. Hvað það varðar er málinu lokið, en Edda bíður náttúrulega dóms í Noregi,“ segir Leifur. Edda Björk var handtekin á Íslandi í lok síðasta mánaðar. Hún kom með drengina þrjá hingað til lands frá Noregi með einkaflugvél í mars á síðasta ári, en föður þeirra hafði verið dæmd forsjá þeirra í Noregi. Edda var framseld til Noregs í upphafi þessa mánaðar, eftir að fallist var á framsal hennar á tveimur dómstigum. Réttarhöldum yfir Eddu er lokið en hún bíður nú dóms, þar sem saksóknarar fara fram á sautján mánaða fangelsisdóm yfir henni. Edda ásamt tveimur drengjanna. Sambýlismaður Eddu og sálfræðingur meðal kærðra Leifur segir að kæra hafi verið lögð fram á hendur þeim sem að málinu komu hér á landi. Það er að segja, þeim sem hafi aðstoðað við að fela drengina meðan lögregla freistaði þess að finna þá og koma þeim til föður síns. „Ég mun væntanlega leggja fram bótakröfur í því máli, en ég á eftir að skoða það nánar, svo það sé sagt. En það sé sagt,“ segir Leifur. Þær kröfur muni beinast að þeim sem kunni að vera með stöðu sakbornings í málinu. Sambýlismaður Eddu hafi verið sérstaklega kærður, þar sem barnsfaðirinn telji hann hafa fjármagnað ferð Eddu frá Noregi til Íslands með drengina. „En það er lögreglunnar að sanna það, það er ekki okkar. Og svo var tiltekinn sálfræðingur kærður,“ segir Leifur. Leifur segir kæru ekki hafa verið lagða fram á hendur Hildi Sólveigu Pétursdóttur, lögmanni Eddu Bjarkar, sem var handtekin í gærkvöldi ásamt systur Eddu eftir að synir Eddu fundust. Leifur segist ekki hafa upplýsingar um af hverju Hildur var handtekin. Handtaka Hildar var harðlega gagnrýnd af lögmönnum lögmannstofunnar sem Hildur starfar á. Í yfirlýsingu sem stofan sendi frá sér í dag sagði engan vafa leika á því að lögreglan hefði farið yfir eðlileg og málefnaleg mörk með handtökunni, og hugsanlega gerst brotleg við lög. Sá yngsti hafi ekki hitt bræður sína í tvær vikur Leifur segist hafa upplýsingar um að tveir drengjanna, sem eru tvíburar, hafi verið á einum stað en yngri bróðir þeirra á öðrum síðastliðnar tvær vikur. „Þannig að hann hafði ekki séð bræður sína í tvær vikur. Og þeir voru ekki vel hirtir þegar þeir fundust loksins. Voru í hálfónýtum fötum og það hafði ekki verið hugsað vel um þá virðist vera. Ekki að mati míns skjólstæðings, að minnsta kosti.“ Leifur segist þakklátur yfirvöldum fyrir að málinu sé loksins lokið. „Ég vona bara að það komi aldrei svona mál upp aftur.“
Mál Eddu Bjarkar Lögreglumál Noregur Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira