Innlent

Í sömu hæð aftur eftir tvær til þrjár vikur

Samúel Karl Ólason skrifar
Landið lækkaði lítillega á meðan á gosinu stóð en landnris hófst aftur um leið og því lauk.
Landið lækkaði lítillega á meðan á gosinu stóð en landnris hófst aftur um leið og því lauk. Vísir/Vilhelm

Landris heldur áfram við Svartsengi eftir að eldgosinu við Sundhnjúka lauk á dögunum. Það seig aftur á meðan á eldgosinu stóð en verður líklega aftur komið í sömu hæð eftir tvær til þrjár vikur.

Þetta kemur fram í nýrri færslu frá Eldfjalla- og náttúruvárhópi Suðurlands, þar sem segir að landris við Svartsengi hafi verið nær stöðugt frá því í október. Tvisvar sinnum hafi það sigið í kjölfar kvikuhlaupa.

„Landið seig um nokkra centimetra við upphaf eldgossins, en mjög fljótlega fóru að sjást vísbendingar á mælum að landrisið hefði byrjað strax aftur.“

Nú lítur út fyrir að haldi landrisið áfram sama takti megi búast við að það verði komið í sömu hæð og það var fyrir gos eftir tvær til þjár vikur.

Nánari útlistun á landrisinu má sjá á meðfylgjandi mynd frá Eldfjalla- og náttúruvárhópi Suðurlands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×