Við hittum fjölskylduna og fylgjumst með jólaundirbúningi í stórskemmdu húsi hennar í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.
Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir Ísraelsmenn standa í vegi fyrir því að neyðarbirgðir og önnur aðstoð berist inn á Gasa. Nærri áttatíu manns úr sömu fjölskyldu féllu í einni mannskæðustu loftárás Ísraelsmanna frá upphafi stríðs.
Við verðum í beinni útsendingu frá hinni árlegu friðargöngu sem gengin er niður Laugaveginn. Átökin á Gasa verða eflaust ofarlega í hugum margra í göngunni þetta árið.
Þá kíkjum við í skötuveislu í Múlakaffi, þar sem fullt var út úr dyrum í dag, og heimsækjum eitt skrautlegasta jólahús landsins.