Lykillinn að friði Sigurvin Lárus Jónsson skrifar 25. desember 2023 09:30 Þann 24. október síðastliðinn voru liðin 375 ár frá því að blóðugasta trúarstyrjöld sem Evrópa hafði þá upplifað lauk, 30 ára stríðið, með friðarsamningi sem undirritaður var í borgunum Münster og Osnabrück í Þýskalandi. Í tilefni þess var miðbær Münster fullur af ljósum og tónlist, friðarbók lá frammi í ráðhúsinu þar sem þúsundir undirrituðu friðarsáttmála, heiminum til handa, og í leikhúsinu fór fram friðarráðstefna sem ég naut þeirra forréttinda að mega sitja. 30 ára stríðið, sem nefnt er eftir tímalengd þess, hófst í kjölfar mótmælenda-hreyfingarinnar sem við tilheyrum en þegar kaþólska kirkjan klofnaði brutust út átök á milli þeirra sem vildu segja sig úr lögum við Róm og þeirra sem vildu halda í þá trúarlegu og menningarlegu tengingu. Evrópa öll dróst inn í átökin og afleiðingar stríðsins, sem geisaði frá 1618 til 1648, voru víða slíkar að um helmingur íbúa lét lífið og í kjölfarið brutust út plágur sem lögðu heilu héröðin í auðn. Friðarsamningarnir sem þjóðverjar minntust voru samdir í borgunum tveimur, þar sem fulltrúar stríðandi fylkinga gátu ekki hugsað sér að vera í sömu borg á sama tíma, en með liprum milligöngumönnum og samningsvilja var undirritað friðarsamkomulag sem hélst. Borgirnar eru stoltar af þeirri arfleifð að vestfalíski friðurinn hafi komist þar á og friðarsamingurinn sjálfur er til sýnis í gamla ráðhúsinu í Münster. Hátíðarhöldunum var ekki einungis ætlað að halda á lofti minningu 30 ára stríðsins, heldur voru áminning til heimsbyggðarinnar um að friður er mögulegur og í raun eini málstaðurinn sem er þess virði að beita sér fyrir. Meðal framsögumanna á friðarráðstefnunni voru forstöðumaður Stockholm International Peace Research Institute, Dan Smith, og nóbelsfriðarverðlaunahafinn Leymah Gbowee frá Líberíu. Stockholm International Peace Research Institute hefur það verkefni að fylgjast með átökum og átakasvæðum í heiminum og koma með tillögur að lausnum þegar stofnanir á borð við Sameinuðu Þjóðirnar íhlutast. Í máli hans kom fram að 56 stríðsátök séu í heiminum í dag, aukning um 5 átakasvæði frá 2021, og að fjögur þessara átaka séu á þessu ári með yfir 10.000 dauðsföll, átökin í Úkraínu, Ísrael/Palestínu, Míanmar og í Nígeríu. Það sorglega er að eftir að kalda stríðinu lauk fækkaði átakasvæðum til muna, en þau hafa þrefaldast á þessari öld. Þá að nóbelsverðlaunahafanum, Leymah Gbowee, en hún ólst upp í Líberíu og þar, líkt og í Serbíu á sínum tíma, lifðu múslimar og kristnir sem nágrannar og vinir þegar hún var barn. Það var vissulega spenna á vettvangi stjórnmála og trúarleiðtoga en daglegt líf einkenndist ekki af spennu, rifjaði hún upp. Borgarastríðið braust út árið 1999 og var, eins og öll stríð skelfilegt, ekki síst fyrir almenna borgara – konur og börn – og fyrrum nágrannar og vinir bárust nú á banaspjótum. Grimmdin var slík, lýsti Leymah, að hermenn veðjuðu hvers kyns ófædd börn voru í barnshafandi konum sem þeir drápu og skáru upp til að athuga. Þegar hatur nær ákveðnum hæðum hverfur öll mennska. Þegar Leymah, ásamt öðrum konum, höfðu fengið nóg af átökum, af hatri, tóku þær sig saman til að mótmæla stríðinu, konur af báðum trúarhefðum, múslimar og kristnir hönd í hönd. Leymah Gbowee skipulagði hreyfinguna og var talskona hennar. Það sem byrjaði með sjö konum með hugsjón, varð að fjöldahreyfingu þar sem þúsundir kvenna buðu hermönnum byrginn, óvopnaðar, til að þvinga fram frið. Á hápunkti mótmælanna sat hún, ásamt fjölda kvenna, fyrir framan forsetahöllina og neitaði að færa sig fyrr en friðarviðræður hæfust á milli stríðandi fylkinga. Þegar hermenn komu úr forsetahöllinni og hótuðu henni valdbeitingu, hótaði hún á móti að afklæðast til að auka á niðurlæginguna. Gagnhótun hennar skilaði árangri og hún sat áfram, fullklædd og stríðandi fylkingar settust niður, sömdu vopnahlé og styrjöldin tók loks enda. 50.000 manns létust í átökunum. Í kjölfarið varð kona úr þessari hreyfingu forseti, Ellen Johnson Sirleaf, og var það í 12 ár eða fram til 2018 og Leymah Gbowee hefur síðan ferðast um heiminn og byggt upp kvennahreyfingar sem beita sér fyrir friði, þvert á trúarhefðir, meðal annars í Palestínu og Ísrael. Lykillinn að friði, segir Leymah, er að endurheimta mennskuna og þar skiptir trúin miklu máli. Leymah er kristin og notar bæn, söng og Biblíuna til að byggja brýr til annarra kvenna, þar á meðal múslima. Það hljómar í eyrum einhverra þverstæðukennt að trúin geti byggt brýr, þegar trú liggur að baki átökunum, en það er það ekki. Friður getur aldrei byggt á því að afneita því hver við erum, heldur er grundvöllur friðar að leggja áherslu á mennskuna, og það hvaðan við komum. Lykilforsenda hreyfingarinnar er að konur af ólíkri trú beiti sér fyrir sameiginlegum málstað, friði. Hugrakki nóbelsverðlaunahafinn frá Líberíu hafði það sem sín lokaorð á friðarráðstefnunni að „mennskan þurfi ávallt að vera í fyrirrúmi“, þegar „mennskan hverfur er voðinn vís“. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=1lQYI8-v-wQ">watch on YouTube</a> Höfundur er prestur við Fríkirkjuna í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurvin Lárus Jónsson Kalda stríðið Trúmál Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson Skoðun Skoðun Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þing í þágu kvenna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Þann 24. október síðastliðinn voru liðin 375 ár frá því að blóðugasta trúarstyrjöld sem Evrópa hafði þá upplifað lauk, 30 ára stríðið, með friðarsamningi sem undirritaður var í borgunum Münster og Osnabrück í Þýskalandi. Í tilefni þess var miðbær Münster fullur af ljósum og tónlist, friðarbók lá frammi í ráðhúsinu þar sem þúsundir undirrituðu friðarsáttmála, heiminum til handa, og í leikhúsinu fór fram friðarráðstefna sem ég naut þeirra forréttinda að mega sitja. 30 ára stríðið, sem nefnt er eftir tímalengd þess, hófst í kjölfar mótmælenda-hreyfingarinnar sem við tilheyrum en þegar kaþólska kirkjan klofnaði brutust út átök á milli þeirra sem vildu segja sig úr lögum við Róm og þeirra sem vildu halda í þá trúarlegu og menningarlegu tengingu. Evrópa öll dróst inn í átökin og afleiðingar stríðsins, sem geisaði frá 1618 til 1648, voru víða slíkar að um helmingur íbúa lét lífið og í kjölfarið brutust út plágur sem lögðu heilu héröðin í auðn. Friðarsamningarnir sem þjóðverjar minntust voru samdir í borgunum tveimur, þar sem fulltrúar stríðandi fylkinga gátu ekki hugsað sér að vera í sömu borg á sama tíma, en með liprum milligöngumönnum og samningsvilja var undirritað friðarsamkomulag sem hélst. Borgirnar eru stoltar af þeirri arfleifð að vestfalíski friðurinn hafi komist þar á og friðarsamingurinn sjálfur er til sýnis í gamla ráðhúsinu í Münster. Hátíðarhöldunum var ekki einungis ætlað að halda á lofti minningu 30 ára stríðsins, heldur voru áminning til heimsbyggðarinnar um að friður er mögulegur og í raun eini málstaðurinn sem er þess virði að beita sér fyrir. Meðal framsögumanna á friðarráðstefnunni voru forstöðumaður Stockholm International Peace Research Institute, Dan Smith, og nóbelsfriðarverðlaunahafinn Leymah Gbowee frá Líberíu. Stockholm International Peace Research Institute hefur það verkefni að fylgjast með átökum og átakasvæðum í heiminum og koma með tillögur að lausnum þegar stofnanir á borð við Sameinuðu Þjóðirnar íhlutast. Í máli hans kom fram að 56 stríðsátök séu í heiminum í dag, aukning um 5 átakasvæði frá 2021, og að fjögur þessara átaka séu á þessu ári með yfir 10.000 dauðsföll, átökin í Úkraínu, Ísrael/Palestínu, Míanmar og í Nígeríu. Það sorglega er að eftir að kalda stríðinu lauk fækkaði átakasvæðum til muna, en þau hafa þrefaldast á þessari öld. Þá að nóbelsverðlaunahafanum, Leymah Gbowee, en hún ólst upp í Líberíu og þar, líkt og í Serbíu á sínum tíma, lifðu múslimar og kristnir sem nágrannar og vinir þegar hún var barn. Það var vissulega spenna á vettvangi stjórnmála og trúarleiðtoga en daglegt líf einkenndist ekki af spennu, rifjaði hún upp. Borgarastríðið braust út árið 1999 og var, eins og öll stríð skelfilegt, ekki síst fyrir almenna borgara – konur og börn – og fyrrum nágrannar og vinir bárust nú á banaspjótum. Grimmdin var slík, lýsti Leymah, að hermenn veðjuðu hvers kyns ófædd börn voru í barnshafandi konum sem þeir drápu og skáru upp til að athuga. Þegar hatur nær ákveðnum hæðum hverfur öll mennska. Þegar Leymah, ásamt öðrum konum, höfðu fengið nóg af átökum, af hatri, tóku þær sig saman til að mótmæla stríðinu, konur af báðum trúarhefðum, múslimar og kristnir hönd í hönd. Leymah Gbowee skipulagði hreyfinguna og var talskona hennar. Það sem byrjaði með sjö konum með hugsjón, varð að fjöldahreyfingu þar sem þúsundir kvenna buðu hermönnum byrginn, óvopnaðar, til að þvinga fram frið. Á hápunkti mótmælanna sat hún, ásamt fjölda kvenna, fyrir framan forsetahöllina og neitaði að færa sig fyrr en friðarviðræður hæfust á milli stríðandi fylkinga. Þegar hermenn komu úr forsetahöllinni og hótuðu henni valdbeitingu, hótaði hún á móti að afklæðast til að auka á niðurlæginguna. Gagnhótun hennar skilaði árangri og hún sat áfram, fullklædd og stríðandi fylkingar settust niður, sömdu vopnahlé og styrjöldin tók loks enda. 50.000 manns létust í átökunum. Í kjölfarið varð kona úr þessari hreyfingu forseti, Ellen Johnson Sirleaf, og var það í 12 ár eða fram til 2018 og Leymah Gbowee hefur síðan ferðast um heiminn og byggt upp kvennahreyfingar sem beita sér fyrir friði, þvert á trúarhefðir, meðal annars í Palestínu og Ísrael. Lykillinn að friði, segir Leymah, er að endurheimta mennskuna og þar skiptir trúin miklu máli. Leymah er kristin og notar bæn, söng og Biblíuna til að byggja brýr til annarra kvenna, þar á meðal múslima. Það hljómar í eyrum einhverra þverstæðukennt að trúin geti byggt brýr, þegar trú liggur að baki átökunum, en það er það ekki. Friður getur aldrei byggt á því að afneita því hver við erum, heldur er grundvöllur friðar að leggja áherslu á mennskuna, og það hvaðan við komum. Lykilforsenda hreyfingarinnar er að konur af ólíkri trú beiti sér fyrir sameiginlegum málstað, friði. Hugrakki nóbelsverðlaunahafinn frá Líberíu hafði það sem sín lokaorð á friðarráðstefnunni að „mennskan þurfi ávallt að vera í fyrirrúmi“, þegar „mennskan hverfur er voðinn vís“. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=1lQYI8-v-wQ">watch on YouTube</a> Höfundur er prestur við Fríkirkjuna í Reykjavík.
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar