Elsti Íslendingurinn stefnir á að verða 110 ára Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 25. desember 2023 20:31 Þórhildur er ótrúlega hress og spræk nýorðin 106 ára. Magnús Hlynur Hreiðarsson Elsti Íslendingurinn, Þórhildur Magnúsdóttir, sem er 106 ára nýtur jólanna með fjölskyldu sinni en hún á um hundrað afkomendur. Sjálf segist hún stefna á að lifa til 110 ára aldurs því þá er Gissur Páll Gissurarson búin að lofa að syngja í afmælinu hennar. Þórhildur býr á Hrafnistuheimilinu við Sléttuveg í Reykjavík þar sem hún unir sér vel. Hún er ótrúlega spræk og hress. Hún bauð til fjölskylduveislu föstudaginn 22. desember á 106 ára afmælisdeginum sínum en hún fæddist þann dag árið 1917 í Miðhúsum í Biskupstungum. Hún segir að jólin hafi verið mjög látlaus í sinni æsku. „Þá var nú allt af svo skornum skammti alls staðar, þannig að það var kerti og spil og kannski jólakaka og pönnukökur og svona. Það er ekki eins og núna með rjómatertur og allt mögulegt. En þetta var allt afskaplega hátíðlegt, þá voru sungnir jólasálmar og helgiblær yfir öllu,” segir Þórhildur. Þórhildur segir allt í kringum jólin hafi gjörbreyst. „Já, já, núna veður allt í pökkum og það gleymist líka hátíðarbragurinn, það sem við erum að halda upp á. Maður spyr börnin af hverju erum við að halda jól, þá fæ ég pakka svara þau.” Gissur Páll Gissurarson er uppáhaldssöngvari Þórhildar enda mætti hann í 105 ára afmælið hennar í fyrra og söng uppáhaldslögin hennar. „Ég var nú búin að lofa honum Gissuri hálfgerð að vera uppi 110 ára en ég sagðist ekki ætla að sverja það,” segir hún hlæjandi. Og Þórhildur fékk að sjálfsögðu afmælissönginn í 106 ára afmælinu frá sínu fólki. Þórhildur ásamt Huldu systur sinni, sem er 97 ára gömul.Magnús Hlynur Hreiðarsson Reykjavík Eldri borgarar Jól Langlífi Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Þórhildur býr á Hrafnistuheimilinu við Sléttuveg í Reykjavík þar sem hún unir sér vel. Hún er ótrúlega spræk og hress. Hún bauð til fjölskylduveislu föstudaginn 22. desember á 106 ára afmælisdeginum sínum en hún fæddist þann dag árið 1917 í Miðhúsum í Biskupstungum. Hún segir að jólin hafi verið mjög látlaus í sinni æsku. „Þá var nú allt af svo skornum skammti alls staðar, þannig að það var kerti og spil og kannski jólakaka og pönnukökur og svona. Það er ekki eins og núna með rjómatertur og allt mögulegt. En þetta var allt afskaplega hátíðlegt, þá voru sungnir jólasálmar og helgiblær yfir öllu,” segir Þórhildur. Þórhildur segir allt í kringum jólin hafi gjörbreyst. „Já, já, núna veður allt í pökkum og það gleymist líka hátíðarbragurinn, það sem við erum að halda upp á. Maður spyr börnin af hverju erum við að halda jól, þá fæ ég pakka svara þau.” Gissur Páll Gissurarson er uppáhaldssöngvari Þórhildar enda mætti hann í 105 ára afmælið hennar í fyrra og söng uppáhaldslögin hennar. „Ég var nú búin að lofa honum Gissuri hálfgerð að vera uppi 110 ára en ég sagðist ekki ætla að sverja það,” segir hún hlæjandi. Og Þórhildur fékk að sjálfsögðu afmælissönginn í 106 ára afmælinu frá sínu fólki. Þórhildur ásamt Huldu systur sinni, sem er 97 ára gömul.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Reykjavík Eldri borgarar Jól Langlífi Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent