Altjón við Víkurbraut þar sem boltar renna eftir gólfinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. desember 2023 08:10 Eins og sjá má eru skemmdirnar á húsinu við Víkurbraut 40 miklar. Sigurður Óli Sigurður Óli Þórleifsson íbúi í Grindavík sýndi fréttamönnum TV2 í Noregi stöðuna á húsinu sínu við Víkurbraut í Grindavík á dögunum. Gólfið hallar svo mikið að boltar rúlla eftir því. Um er að ræða altjón samkvæmt Náttúruhamfaratryggingum Íslands. Erlendir fjölmiðlar héldu margir hverjir til Íslands þegar fór að gjósa við Sundhnúksgíga á mánudagskvöld. Fulltrúar TV2 í Noregi voru meðal þeirra sem komu og fylgdu Sigurði Óla og sonum hans til að skoða afleiðingar jarðskjálftanna í nóvember þegar bærinn var rýmdur. Í myndbandinu að neðan má sjá Sigurð Óla lóðsa norska sjónvarpsfólkið um húsið sitt. Sjá má löngu sprunguna í Grindavík sem teygir sig undir húsið hans og hefur valdið miklum skemmdum. Veggur í garðinum er brotinn, sprungur sjást víða og húsið hreinlega hallar. Sigurður Óli og synir hans sýna norska fréttafólkinu hvernig gólfið hallar. Boltar eru settir á gólfið sem rúlla af stað undan hallanum. Sigurður Óli segist á Facebook hafa fengið staðfest hjá Náttúruhamfaratryggingu að hús fjölskyldunnar að Víkurbraut 40 væri altjón. „Það var fátt um svör hjá NTÍ, vísa á Grindavíkurbæ. Ekkert hægt að gera, né bæta tjón fyrr en afstaða Grindavíkurbæjar liggur fyrir. Það er hvort eigi að byggja á sprungunni á ný. Þar til, þurfum við að greiða af lífeyrissjóðsláni, fasteignagjöld, hita og rafmagn ofl. Af handónýtu húsi, og þetta á við um húsin í nágrenninu líka. Nú spyr ég Grindavíkurbæ, hvenær mun þetta liggja fyrir? og mun Grindavíkurbær taka að sér þennan kostnað? Ég veit að ég skrifa fyrir hönd nokkurra íbúa. Ég á ekki von á að bæjarfulltrúar svari þessu, enda eru þeir hálfósýnilegir,“ segir Sigurður Óli á Facebook. Hann nefnir þó sérstaklega að margir séu í mun verri stöðu en fjölskylda hans. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Sjá meira
Erlendir fjölmiðlar héldu margir hverjir til Íslands þegar fór að gjósa við Sundhnúksgíga á mánudagskvöld. Fulltrúar TV2 í Noregi voru meðal þeirra sem komu og fylgdu Sigurði Óla og sonum hans til að skoða afleiðingar jarðskjálftanna í nóvember þegar bærinn var rýmdur. Í myndbandinu að neðan má sjá Sigurð Óla lóðsa norska sjónvarpsfólkið um húsið sitt. Sjá má löngu sprunguna í Grindavík sem teygir sig undir húsið hans og hefur valdið miklum skemmdum. Veggur í garðinum er brotinn, sprungur sjást víða og húsið hreinlega hallar. Sigurður Óli og synir hans sýna norska fréttafólkinu hvernig gólfið hallar. Boltar eru settir á gólfið sem rúlla af stað undan hallanum. Sigurður Óli segist á Facebook hafa fengið staðfest hjá Náttúruhamfaratryggingu að hús fjölskyldunnar að Víkurbraut 40 væri altjón. „Það var fátt um svör hjá NTÍ, vísa á Grindavíkurbæ. Ekkert hægt að gera, né bæta tjón fyrr en afstaða Grindavíkurbæjar liggur fyrir. Það er hvort eigi að byggja á sprungunni á ný. Þar til, þurfum við að greiða af lífeyrissjóðsláni, fasteignagjöld, hita og rafmagn ofl. Af handónýtu húsi, og þetta á við um húsin í nágrenninu líka. Nú spyr ég Grindavíkurbæ, hvenær mun þetta liggja fyrir? og mun Grindavíkurbær taka að sér þennan kostnað? Ég veit að ég skrifa fyrir hönd nokkurra íbúa. Ég á ekki von á að bæjarfulltrúar svari þessu, enda eru þeir hálfósýnilegir,“ segir Sigurður Óli á Facebook. Hann nefnir þó sérstaklega að margir séu í mun verri stöðu en fjölskylda hans.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Sjá meira