Gísli klár í slaginn og Elvar á batavegi Valur Páll Eiríksson skrifar 27. desember 2023 19:01 Gísli Þorgeir Kristjánsson í leik með íslenska karlalandsliðinu í handbolta. Vísir/Getty Landslið karla í handbolta kom saman til æfinga í dag fyrir komandi Evrópumót í Þýskalandi í janúar. Landsliðsþjálfarinn er á leið á sitt fyrsta stórmót. Snorri Steinn Guðjónsson tók við stjórnartaumunum af Guðmundi Guðmundssyni fyrr á þessu ári. Liðið hefur farið í eitt verkefni undir hans stjórn í haust en nú fær hann smá tíma til að stilla liðið saman áður en Ísland spilar sinn fyrsta leik þann 12. janúar næst komandi. „Það fylgja þessu allskonar tilfinningar og maður fer fram og til baka með þetta allt. Það er bara partur af þessu og þær eiga eflaust eftir að verða meiri og allskonar eftir því sem nær dregur að þessu. Svo er það bara mitt og liðsins að vinna úr því, það breytist ekkert.“ segir Snorri Steinn um komandi verkefni. Snorri Steinn er á leið á sitt fyrsta stórmót.Vísir/Hulda Margrét En liðið átti í morgun sinn fyrsta fund fyrir komandi mót. Hverju geta strákarnir átt von á frá Snorra á komandi æfingum í aðdraganda mótsins? „Bara hörkuæfingum. Ég legg mikla áherslu á að það sé kraftur og power í æfingunum og við séum ekkert að labba of mikið. Auðvitað fylgir það líka að við séum á teig að fara í gegnum taktíska hluti en til að byrja með vil ég að það sé ákefð og orka á æfingunum. Að við séum að berjast fyrir hlutum sem eiga svo að tikka með okkur í síðasta lagi 12. janúar,“ segir Snorri Steinn. Gísli góður og Elvar á leiðinni Gísli Þorgeir Kristjánsson er nýsnúinn aftur á völlinn eftir að hafa farið úr axlarlið í sumar. Hann meiddist í undanúrslitum Meistaradeildarinnar er hann fór úr axlarlið í þriðja sinn á ferlinum en tók þrátt fyrir það þátt í úrslitaleiknum degi síðar og hjálpaði Magdeburg að vinna Meistaradeildina. Hann kveðst á réttri leið. „Staðan er bara gríðarlega góð. Það er ekki búið að vera neitt vesen hingað til, engir verkir og staðan er góð,“ „Það er svolítið staðan, auðvitað eru nokkur prósent sem ég hugsa að gæti verið betra en á heildina litið get ég verið gríðarlega ánægður á þeim stað í dag og get verið gríðarlega sáttur.“ segir Gísli Þorgeir. Elvar segist vera að koma til.VÍSIR/VILHELM Elvar Örn Jónsson hefur verið að glíma við meiðsli í kviði en segist á batavegi. „Staðan er ágæt. Ég er að byrja í dag að skjóta og hlaupa. Við sjáum hvernig þetta er eftir þessa æfingu,“ „Ég er búinn að vera og lyfta og hjóla svolítið mikið undanfarnar vikur. Núna er ég að fara aðeins að byrja að hlaupa og gera hlutina hraðar og við sjáum hvernig líkaminn bregst við því.“ segir Elvar Örn. Landslið karla í handbolta Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Handbolti Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ Sjá meira
Snorri Steinn Guðjónsson tók við stjórnartaumunum af Guðmundi Guðmundssyni fyrr á þessu ári. Liðið hefur farið í eitt verkefni undir hans stjórn í haust en nú fær hann smá tíma til að stilla liðið saman áður en Ísland spilar sinn fyrsta leik þann 12. janúar næst komandi. „Það fylgja þessu allskonar tilfinningar og maður fer fram og til baka með þetta allt. Það er bara partur af þessu og þær eiga eflaust eftir að verða meiri og allskonar eftir því sem nær dregur að þessu. Svo er það bara mitt og liðsins að vinna úr því, það breytist ekkert.“ segir Snorri Steinn um komandi verkefni. Snorri Steinn er á leið á sitt fyrsta stórmót.Vísir/Hulda Margrét En liðið átti í morgun sinn fyrsta fund fyrir komandi mót. Hverju geta strákarnir átt von á frá Snorra á komandi æfingum í aðdraganda mótsins? „Bara hörkuæfingum. Ég legg mikla áherslu á að það sé kraftur og power í æfingunum og við séum ekkert að labba of mikið. Auðvitað fylgir það líka að við séum á teig að fara í gegnum taktíska hluti en til að byrja með vil ég að það sé ákefð og orka á æfingunum. Að við séum að berjast fyrir hlutum sem eiga svo að tikka með okkur í síðasta lagi 12. janúar,“ segir Snorri Steinn. Gísli góður og Elvar á leiðinni Gísli Þorgeir Kristjánsson er nýsnúinn aftur á völlinn eftir að hafa farið úr axlarlið í sumar. Hann meiddist í undanúrslitum Meistaradeildarinnar er hann fór úr axlarlið í þriðja sinn á ferlinum en tók þrátt fyrir það þátt í úrslitaleiknum degi síðar og hjálpaði Magdeburg að vinna Meistaradeildina. Hann kveðst á réttri leið. „Staðan er bara gríðarlega góð. Það er ekki búið að vera neitt vesen hingað til, engir verkir og staðan er góð,“ „Það er svolítið staðan, auðvitað eru nokkur prósent sem ég hugsa að gæti verið betra en á heildina litið get ég verið gríðarlega ánægður á þeim stað í dag og get verið gríðarlega sáttur.“ segir Gísli Þorgeir. Elvar segist vera að koma til.VÍSIR/VILHELM Elvar Örn Jónsson hefur verið að glíma við meiðsli í kviði en segist á batavegi. „Staðan er ágæt. Ég er að byrja í dag að skjóta og hlaupa. Við sjáum hvernig þetta er eftir þessa æfingu,“ „Ég er búinn að vera og lyfta og hjóla svolítið mikið undanfarnar vikur. Núna er ég að fara aðeins að byrja að hlaupa og gera hlutina hraðar og við sjáum hvernig líkaminn bregst við því.“ segir Elvar Örn.
Landslið karla í handbolta Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Handbolti Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ Sjá meira