Vilja betra eftirlit með komum til Grindavíkur Lovísa Arnardóttir skrifar 27. desember 2023 21:30 Sirrý og Inga Rún voru í Grindavík til að taka stöðuna á húsinu sínu. Þær flytja heim eftir áramót af einskærri neyð en íbúðin sem fjölskyldan er í núna er of lítil. Auk þess vilja þau ekki borga af tveimur íbúðum. Vísir/Einar Enn eru miklar líkur á eldgosi. Kvikusöfnun og landris heldur áfram. Nýtt hættumatskort verður birt á föstudag sem ákvarðar fyrirkomulag í Grindavík. Íbúar vilja meira eftirlit og vöktun. Enn eru taldar miklar líkur á eldgosi en landris hefur haldið áfram síðustu daga og kvikusöfnun samhliða því. Líklegasta upptakasvæðið er á milli Stóra-Skógfells og Hagafells Miðað við magn kviku sem flæðir eru taldar nokkrar vikur í það, líklega tvær eða þrjár. Líkurnar aukast með hverjum deginum sem líður. Enn er sólarhringsopnun í Grindavík en sú opnun verður endurskoðuð á föstudag samhliða útgáfu nýs hættumatskort. Eins og stendur er fyrirkomulagið þannig að við innkomu eru lokunarpóstar sem eru mannaðir af starfsfólki Öryggismiðstöðvarinnar. Einhverjir íbúar eru ósáttir við þetta fyrirkomulag og vilja að meira sé gert. Í gær var greint frá því að tveimur gaskútum og grillábreiðu hefði verið stolið um jólin sem hefur valdið mörgum áhyggjum. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum sagði fyrr í dag að hann sæi ekki fyrir sér að breyta fyrirkomulaginu vegna þess en að þetta væri til skoðunar. Allir sem ætla til Grindavíkur þurfa að stoppa við lokunarpóstinn. Þar er fólk spurt hvort það eigi heima í bænum eða ekki. Ekki er spurt um nafn og ekki er spurt um skilríki. „Manni finnst þetta vera léttvægt. Manni finnst lítið spekúlerað í því hverjir eru að koma. Maður tilkynnir í hliðinu að maður sé íbúi og er vísað í gegn. Maður er ekki krafinn um að gera neina grein fyrir sér,“ segir Bjarki Sigmarsson. Sirrý Ingólfsdóttir tók undir það og sagðist vilja meira eftirlit. „Maður er ekkert ánægður með það. Maður vill hafa stanslaust. Þetta eru eignir okkar.“ Ellert Vopni Olgeirsson sagði það ekki góða stöðu að fólk sé að upplifa þjófnað. „Það þarf bara að taka kennitölur hjá fólki og skrá hverjir eru. Það eru hlutir farnir að hverfa á pöllunum hjá fólki. Þetta á ekki að vera svona.“ Óttast þú um eigur þínar? „Nei, ég er búinn að taka megnið þannig ég óttast ekki mikið. Ég er með myndavélar í húsinu,“ segir Ellert en hann og konan hans ákváðu að færa búslóðina í íbúð sem þau fengu í Hafnafirði. Þar fá þau að vera fram á vor og sjá ekki endilega fram á að snúa aftur til Grindavíkur. Björn Haraldsson eða Bangsi eins og flestir þekkja hann í Grindavík sagðist sáttur við fyrirkomulagið eins og er. Hann sagðist vilja koma aftur en fjölskyldan væri mótfallin því. Björn Haraldsson eða Bangsi eins og Grindvíkingar þekkja hann sagði stemninguna notalega í Grindavík í dag. Hann hefur komið nærri alla daga heim en hann á þrjú hús í bænum sem eru í misjöfnu ástandi. Vísir/Einar „Það eina sem ég get sett út á er að það eru menn að stjórna sem þekkja ekki til. Eru ekki héðan. En þetta er svosem allt í lagi.“ Þannig þú ert bara sáttur? „Já. Það er ekki verið að skjóta á mig, ég er ekki svangur og ég sef í þurru rúmi. Það eru forréttindi í dag.“ Sumir fara heim og aðrir ekki Þrátt fyrir óöryggi með eignir og eigur þótti fólki gott að koma heim en bíður þó með það að flytja alfarið til baka. „Við vorum nú á þessu að við ætluðum að fara um leið og við gætum. En þegar það gaus um daginn breyttist aðeins hljóðið í konunni og það er beygur í henni. Ég skil það alveg. Maður þarf að koma kannski nokkrum sinnum og venjast hlutunum.“ Svo eru aðrir sem fara heim af einskærri neyð. „Það er ekkert út af því að við viljum það. Það er út af því að við erum ekki með fast húsnæði og við viljum ekki borga fyrir tvær íbúðir. Þetta er bara það eina í stöðunni því við erum ekkert að fara að selja á næstunni,“ segir Inga Rún Svansdóttir en hún og Sirrý, móðir hennar, voru staddar í bænum til að skoða húsið og taka stöðuna. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Enn kröftugt landris við Svartsengi Enn mælist landris við Svartsengi og er enn metin töluverð hætta við Grindavík. 27. desember 2023 12:00 Grindvíkingar geta áfram verið í Grindavík Íbúum Grindavíkur er áfram heimilt að fara til Grindavíkur og dvelja heima hjá sér miðað við uppfært hættumatskort Veðurstofu Íslands. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu. 27. desember 2023 11:12 Taka sér frí frá flugeldum Björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík hefur ákveðið að selja enga flugelda þessi áramótin. Flugeldasalan hefur verið langstærsta fjáröflun Þorbjörns síðustu áratugina og algjör lykilþáttur í okkar rekstri. 27. desember 2023 09:52 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira
Enn eru taldar miklar líkur á eldgosi en landris hefur haldið áfram síðustu daga og kvikusöfnun samhliða því. Líklegasta upptakasvæðið er á milli Stóra-Skógfells og Hagafells Miðað við magn kviku sem flæðir eru taldar nokkrar vikur í það, líklega tvær eða þrjár. Líkurnar aukast með hverjum deginum sem líður. Enn er sólarhringsopnun í Grindavík en sú opnun verður endurskoðuð á föstudag samhliða útgáfu nýs hættumatskort. Eins og stendur er fyrirkomulagið þannig að við innkomu eru lokunarpóstar sem eru mannaðir af starfsfólki Öryggismiðstöðvarinnar. Einhverjir íbúar eru ósáttir við þetta fyrirkomulag og vilja að meira sé gert. Í gær var greint frá því að tveimur gaskútum og grillábreiðu hefði verið stolið um jólin sem hefur valdið mörgum áhyggjum. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum sagði fyrr í dag að hann sæi ekki fyrir sér að breyta fyrirkomulaginu vegna þess en að þetta væri til skoðunar. Allir sem ætla til Grindavíkur þurfa að stoppa við lokunarpóstinn. Þar er fólk spurt hvort það eigi heima í bænum eða ekki. Ekki er spurt um nafn og ekki er spurt um skilríki. „Manni finnst þetta vera léttvægt. Manni finnst lítið spekúlerað í því hverjir eru að koma. Maður tilkynnir í hliðinu að maður sé íbúi og er vísað í gegn. Maður er ekki krafinn um að gera neina grein fyrir sér,“ segir Bjarki Sigmarsson. Sirrý Ingólfsdóttir tók undir það og sagðist vilja meira eftirlit. „Maður er ekkert ánægður með það. Maður vill hafa stanslaust. Þetta eru eignir okkar.“ Ellert Vopni Olgeirsson sagði það ekki góða stöðu að fólk sé að upplifa þjófnað. „Það þarf bara að taka kennitölur hjá fólki og skrá hverjir eru. Það eru hlutir farnir að hverfa á pöllunum hjá fólki. Þetta á ekki að vera svona.“ Óttast þú um eigur þínar? „Nei, ég er búinn að taka megnið þannig ég óttast ekki mikið. Ég er með myndavélar í húsinu,“ segir Ellert en hann og konan hans ákváðu að færa búslóðina í íbúð sem þau fengu í Hafnafirði. Þar fá þau að vera fram á vor og sjá ekki endilega fram á að snúa aftur til Grindavíkur. Björn Haraldsson eða Bangsi eins og flestir þekkja hann í Grindavík sagðist sáttur við fyrirkomulagið eins og er. Hann sagðist vilja koma aftur en fjölskyldan væri mótfallin því. Björn Haraldsson eða Bangsi eins og Grindvíkingar þekkja hann sagði stemninguna notalega í Grindavík í dag. Hann hefur komið nærri alla daga heim en hann á þrjú hús í bænum sem eru í misjöfnu ástandi. Vísir/Einar „Það eina sem ég get sett út á er að það eru menn að stjórna sem þekkja ekki til. Eru ekki héðan. En þetta er svosem allt í lagi.“ Þannig þú ert bara sáttur? „Já. Það er ekki verið að skjóta á mig, ég er ekki svangur og ég sef í þurru rúmi. Það eru forréttindi í dag.“ Sumir fara heim og aðrir ekki Þrátt fyrir óöryggi með eignir og eigur þótti fólki gott að koma heim en bíður þó með það að flytja alfarið til baka. „Við vorum nú á þessu að við ætluðum að fara um leið og við gætum. En þegar það gaus um daginn breyttist aðeins hljóðið í konunni og það er beygur í henni. Ég skil það alveg. Maður þarf að koma kannski nokkrum sinnum og venjast hlutunum.“ Svo eru aðrir sem fara heim af einskærri neyð. „Það er ekkert út af því að við viljum það. Það er út af því að við erum ekki með fast húsnæði og við viljum ekki borga fyrir tvær íbúðir. Þetta er bara það eina í stöðunni því við erum ekkert að fara að selja á næstunni,“ segir Inga Rún Svansdóttir en hún og Sirrý, móðir hennar, voru staddar í bænum til að skoða húsið og taka stöðuna.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Enn kröftugt landris við Svartsengi Enn mælist landris við Svartsengi og er enn metin töluverð hætta við Grindavík. 27. desember 2023 12:00 Grindvíkingar geta áfram verið í Grindavík Íbúum Grindavíkur er áfram heimilt að fara til Grindavíkur og dvelja heima hjá sér miðað við uppfært hættumatskort Veðurstofu Íslands. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu. 27. desember 2023 11:12 Taka sér frí frá flugeldum Björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík hefur ákveðið að selja enga flugelda þessi áramótin. Flugeldasalan hefur verið langstærsta fjáröflun Þorbjörns síðustu áratugina og algjör lykilþáttur í okkar rekstri. 27. desember 2023 09:52 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira
Enn kröftugt landris við Svartsengi Enn mælist landris við Svartsengi og er enn metin töluverð hætta við Grindavík. 27. desember 2023 12:00
Grindvíkingar geta áfram verið í Grindavík Íbúum Grindavíkur er áfram heimilt að fara til Grindavíkur og dvelja heima hjá sér miðað við uppfært hættumatskort Veðurstofu Íslands. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu. 27. desember 2023 11:12
Taka sér frí frá flugeldum Björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík hefur ákveðið að selja enga flugelda þessi áramótin. Flugeldasalan hefur verið langstærsta fjáröflun Þorbjörns síðustu áratugina og algjör lykilþáttur í okkar rekstri. 27. desember 2023 09:52