Ósáttur við skipulag í Bláfjöllum: „Þetta er ekki fólki bjóðandi“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 27. desember 2023 23:14 Mikill fjöldi fólks gerði sér ferð í Bláfjöll í dag. Langar raðir mynduðust í kjölfarið. Vísir Sigurður Ásgeir Ólafsson skíðaiðkandi segir farir sínar ekki sléttar af misheppnaðri Bláfjallaferð sinni í dag. Hann segir skipulagsleysi og troðning sem myndaðist á svæðinu ekki fólki bjóðandi. Gríðarmikill fjöldi fólks lagði leið sína að skíðasvæðinu í Bláfjöllum í dag. Bílaröð myndaðist á veginum að svæðinu og náði samkvæmt rekstrarstjóra Bláfjalla alla leið til Reykjavíkur. Sigurður Ásgeir Ólafsson var meðal fjölmargra skíðaiðkenda sem héldu á skíðasvæðið í dag. Hann segist þó hafa gefist upp eftir örfáar ferðir sökum öngþveitis og ógnarlangra raða. Hann furðar sig á því hve fáar lyftur voru opnaðar í dag og að starfsfólk ætti að vita hve vinsæll þessi dagur árs sé meðal iðkenda. Sérstaklega þegar veðrið er eins gott og það var í dag. „Aldrei búið að gera klárt“ „Svo átti ein lyftan að opna klukkan tvö, Drottningin. Tuttugu mínútur yfir er allt orðið fullt. Og hún lengist bara með hverri mínútunni sem líður,“ segir Sigurður í samtali við Vísi. Önnur lyfta, Kóngurinn, hafi svo átt að fara í gang klukkan þrjú. „En þeir komu ekki út að gera hana klára fyrr en um þrjúleytið. Þá tekur tuttugu mínútur að setja alla stóla á og setja girðingar og fleira,“ segir Sigurður. Þá segir hann að troðið hafi verið í brekkunum. „Þetta er bara ekki fólki bjóðandi. Það var stanslaus traffík og allt stopp.“ Sigurður segist ekki ánægður með hvernig skíðasvæðið er og hefur verið rekið. „Það virðist ekki vera nein stjórnun á svæðinu,“ segir hann. „Það er aldrei neitt tilbúið, það er aldrei búið að gera klárt eða neitt,“ bætir hann við. Ein ferð tók 25 mínútur Hann spáir því að tvö til þrjú þúsund manns hafi mætt á svæðið á fyrsta klukkutíma opnunarinnar. Hann segir út úr korti að opna einungis eina lyftu í slíkum aðstæðum. Sigurður segist hafa gefist upp eftir að 25 mínútur liðu frá því að hann fór í röðina þar til hann var kominn niður brekkuna. „Þá kæmist ég tvær ferðir á klukkutíma. Þetta bara þekkist hvergi í Evrópu.“ Þannig að þau hefðu átt að opna sem flestar lyftur? „Auðvitað hefðu þau átt að vera búin að því,“ segir Sigurður. „Það verður að hugsa um fólkið sem er komið þarna upp eftir til þess að hafa gaman og fara á skíði. Það er ekki komið til þess að standa í biðröðum.“ Skíðasvæði Skíðaíþróttir Reykjavík Kópavogur Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Fleiri fréttir Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Sjá meira
Gríðarmikill fjöldi fólks lagði leið sína að skíðasvæðinu í Bláfjöllum í dag. Bílaröð myndaðist á veginum að svæðinu og náði samkvæmt rekstrarstjóra Bláfjalla alla leið til Reykjavíkur. Sigurður Ásgeir Ólafsson var meðal fjölmargra skíðaiðkenda sem héldu á skíðasvæðið í dag. Hann segist þó hafa gefist upp eftir örfáar ferðir sökum öngþveitis og ógnarlangra raða. Hann furðar sig á því hve fáar lyftur voru opnaðar í dag og að starfsfólk ætti að vita hve vinsæll þessi dagur árs sé meðal iðkenda. Sérstaklega þegar veðrið er eins gott og það var í dag. „Aldrei búið að gera klárt“ „Svo átti ein lyftan að opna klukkan tvö, Drottningin. Tuttugu mínútur yfir er allt orðið fullt. Og hún lengist bara með hverri mínútunni sem líður,“ segir Sigurður í samtali við Vísi. Önnur lyfta, Kóngurinn, hafi svo átt að fara í gang klukkan þrjú. „En þeir komu ekki út að gera hana klára fyrr en um þrjúleytið. Þá tekur tuttugu mínútur að setja alla stóla á og setja girðingar og fleira,“ segir Sigurður. Þá segir hann að troðið hafi verið í brekkunum. „Þetta er bara ekki fólki bjóðandi. Það var stanslaus traffík og allt stopp.“ Sigurður segist ekki ánægður með hvernig skíðasvæðið er og hefur verið rekið. „Það virðist ekki vera nein stjórnun á svæðinu,“ segir hann. „Það er aldrei neitt tilbúið, það er aldrei búið að gera klárt eða neitt,“ bætir hann við. Ein ferð tók 25 mínútur Hann spáir því að tvö til þrjú þúsund manns hafi mætt á svæðið á fyrsta klukkutíma opnunarinnar. Hann segir út úr korti að opna einungis eina lyftu í slíkum aðstæðum. Sigurður segist hafa gefist upp eftir að 25 mínútur liðu frá því að hann fór í röðina þar til hann var kominn niður brekkuna. „Þá kæmist ég tvær ferðir á klukkutíma. Þetta bara þekkist hvergi í Evrópu.“ Þannig að þau hefðu átt að opna sem flestar lyftur? „Auðvitað hefðu þau átt að vera búin að því,“ segir Sigurður. „Það verður að hugsa um fólkið sem er komið þarna upp eftir til þess að hafa gaman og fara á skíði. Það er ekki komið til þess að standa í biðröðum.“
Skíðasvæði Skíðaíþróttir Reykjavík Kópavogur Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Fleiri fréttir Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Sjá meira