Icelandair skýri betur fjárhæð skrópgjalds og fleira til Atli Ísleifsson skrifar 28. desember 2023 14:31 Bogi Nils Bogason er forstjóri Icelandair. Í úrskurði Neytendastofu segir að Icelandair þurfi meðal annars að tilgreina fjárhæð skrópsgjalds. Vísir/Vilhelm Neytendastofa hefur beint þeim fyrirmælum til Icelandair að tilgreina í flutningsskilmálum sínum með hvaða hætti farþegar skuli senda félaginu tilkynningar um að þeir hyggist ekki nýta einhvern hluta flugmiða og fyrir hvaða tímamark. Þá skuli félagið einnig tilgreina fjárhæð skrópgjalds eða hvernig það verði reiknað út og í hvaða tilvikum slíkt gjald sé lagt á farþega. Þetta kemur fram í ákvörðun Neytendastofu sem tók málið til umfjöllunar eftir að ábendingar bárust vegna skilmála Icelandair um mætingarskyldu viðskiptavina (e. no-show). Var það niðurstaða stofnunarinnar að Icelandair hafi með því að birta ekki mikilvægar upplýsingar, sem almennt skipta neytendur máli, í flutningsskilmálum sínum brotið gegn lögum um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu. Fram kemur að Neytendastofa hafi óskað eftir skýringum og athugasemdum Icelandair um skilmála og upplýsingagjöf félagsins. Í bréfum Neytendastofu hafi komið fram að ósamræmi hafi virst vera í skilmálum um heimild farþega til að nýta síðari fluglegg ef fyrri flugleggur er ekki nýttur, ásamt því að erfitt hafi verið að finna skilmálana á vefsíðu félagsins. Þá hafi ekki að sjá að skilmálarnir væru aðgengilegir á íslensku. Neytendastofa er ein þeirra eftirlitsstofnana sem hafa eftirlit með viðskiptalífinu og lögum frá Alþingi sem sett eru vegna öryggis og réttinda neytenda. Vísir/Vilhelm „Í svörum Icelandair kom fram að skilmálar félagsins gerðu ráð fyrir að farþegar geti nýtt sér síðari fluglegg þrátt fyrir að þeir ætli ekki að nota þann fyrri. Farþegi þurfi að tilkynna slíkt með nægjanlegum fyrirvara og, eftir atvikum, greiða fargjaldamismun. Undir rekstri málsins gerði Icelandair bæði breytingar á skilmálum sínum og framsetningu þeirra og eru þeir skilmálar sem um ræðir nú birtir á íslensku og handhægt að finna þá með einfaldri leit á vefsíðu félagsins.“ Vanti enn upp á upplýsingar Neytendastofa komst að þeirri niðurstöðu að þrátt fyrir breytingu á umræddum skilmálum vanti enn upplýsingar sem almennt skipti neytendur máli. Neytendastofa beindi því þeim fyrirmælum til Icelandair að tilgreina í flutningsskilmálum sínum með hvaða hætti farþegar skuli senda félaginu tilkynningar um að þeir hyggist ekki nýta einhvern hluta flugmiða og fyrir hvaða tímamark. Félagið skuli einnig tilgreina fjárhæð skrópgjalds eða hvernig það verði reiknað út og í hvaða tilvikum slíkt gjald sé lagt á farþega,“ segir á vef Neytendastofu. Neytendur Icelandair Fréttir af flugi Mest lesið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Svara Melabúðinni: „Verðtökufólki hefur sannarlega verið vísað á dyr“ Þrjú hundruð á biðlista og hækkuð áskriftargjöld Indó ríður aftur á vaðið Óskiljanlegt að ASÍ beini spjótum sínum að lítilli hverfisverslun Meina verðlagseftirlitsmönnum inngöngu Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Verð enn lægst í Prís Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Varað við svörtum eldhúsáhöldum IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Rukkað því fólk hékk í rennunni Sjá meira
Þá skuli félagið einnig tilgreina fjárhæð skrópgjalds eða hvernig það verði reiknað út og í hvaða tilvikum slíkt gjald sé lagt á farþega. Þetta kemur fram í ákvörðun Neytendastofu sem tók málið til umfjöllunar eftir að ábendingar bárust vegna skilmála Icelandair um mætingarskyldu viðskiptavina (e. no-show). Var það niðurstaða stofnunarinnar að Icelandair hafi með því að birta ekki mikilvægar upplýsingar, sem almennt skipta neytendur máli, í flutningsskilmálum sínum brotið gegn lögum um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu. Fram kemur að Neytendastofa hafi óskað eftir skýringum og athugasemdum Icelandair um skilmála og upplýsingagjöf félagsins. Í bréfum Neytendastofu hafi komið fram að ósamræmi hafi virst vera í skilmálum um heimild farþega til að nýta síðari fluglegg ef fyrri flugleggur er ekki nýttur, ásamt því að erfitt hafi verið að finna skilmálana á vefsíðu félagsins. Þá hafi ekki að sjá að skilmálarnir væru aðgengilegir á íslensku. Neytendastofa er ein þeirra eftirlitsstofnana sem hafa eftirlit með viðskiptalífinu og lögum frá Alþingi sem sett eru vegna öryggis og réttinda neytenda. Vísir/Vilhelm „Í svörum Icelandair kom fram að skilmálar félagsins gerðu ráð fyrir að farþegar geti nýtt sér síðari fluglegg þrátt fyrir að þeir ætli ekki að nota þann fyrri. Farþegi þurfi að tilkynna slíkt með nægjanlegum fyrirvara og, eftir atvikum, greiða fargjaldamismun. Undir rekstri málsins gerði Icelandair bæði breytingar á skilmálum sínum og framsetningu þeirra og eru þeir skilmálar sem um ræðir nú birtir á íslensku og handhægt að finna þá með einfaldri leit á vefsíðu félagsins.“ Vanti enn upp á upplýsingar Neytendastofa komst að þeirri niðurstöðu að þrátt fyrir breytingu á umræddum skilmálum vanti enn upplýsingar sem almennt skipti neytendur máli. Neytendastofa beindi því þeim fyrirmælum til Icelandair að tilgreina í flutningsskilmálum sínum með hvaða hætti farþegar skuli senda félaginu tilkynningar um að þeir hyggist ekki nýta einhvern hluta flugmiða og fyrir hvaða tímamark. Félagið skuli einnig tilgreina fjárhæð skrópgjalds eða hvernig það verði reiknað út og í hvaða tilvikum slíkt gjald sé lagt á farþega,“ segir á vef Neytendastofu.
Neytendur Icelandair Fréttir af flugi Mest lesið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Svara Melabúðinni: „Verðtökufólki hefur sannarlega verið vísað á dyr“ Þrjú hundruð á biðlista og hækkuð áskriftargjöld Indó ríður aftur á vaðið Óskiljanlegt að ASÍ beini spjótum sínum að lítilli hverfisverslun Meina verðlagseftirlitsmönnum inngöngu Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Verð enn lægst í Prís Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Varað við svörtum eldhúsáhöldum IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Rukkað því fólk hékk í rennunni Sjá meira