Sjómenn og vélstjórar vilja Gildi út Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. desember 2023 14:57 Eldgosinu ofan við Grindavík er lokið í bili. Líkur á öðru eldgos aukast með degi hverjum. Grindvíkingar kalla eftir varnargarði norðan við bæinn. Vísir/Vilhelm Aðalfundur Sjómanna- og vélastjórafélags Grindavíkur krefst þess að lífeyrissjóðurinn Gildi segi sig úr Landssambandi lífeyrissjóða. Þannig hljóðaði önnur tveggja ályktana sem samþykktar voru á fámennum aðalfundi sem fram fór í húsi fagfélaganna að Stórhöfða 29 í Reykjavík í gær. Fram kemur á heimasíðu félagsins að um þrjátíu manns hafi setið góðan fund. Þá hafi komið fram í tali fundarmanna að sverfa skuli til stáls í umræðum og aðgerðum um kjaramálin. Tvær ályktanir voru samþykktar: 1. Aðalfundur Sjómanna- og vélastjórafélags Grindavíkur krefst þess að lífeyrissjóðurinn Gildi segi sig úr landssambandi lífeyrissjóða. 2. Aðalfundur Sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur lýsir yfir mikill óánægju með að lífeyrissjóðurinn Gildi hafi ekki veitt Grindvíkingum bjargbrú í þessum hamförum. Lífeyrissjóðurinn Gildi fékk lögmannsstofuna LEX vinna fyrir sig álitsgerð vegna sjóðfélagalána í Grindavík. Niðurstaðan var afdráttarlaus sú að lífeyrissjóðum væri ekki heimilt að afskrifa vexti og verðbætur með almennum hætti hjá lántökum. Lánamál Grindvíkinga hafa mikið verið í umræðunni frá því að þeim var gert að rýma bæinn þann 11. nóvember síðastliðinn. Stóru viðskiptabankarnir þrír tilkynntu ellefu dögum seinna að þeir hefðu, í samstarfi við Samtök fjármálafyrirtækja, gert samkomulag um að fella niður vexti og verðbætur af íbúðalánum Grindvíkinga í þrjá mánuði. Grindavík Lífeyrissjóðir Kjaramál Stéttarfélög Tengdar fréttir Húsnæðisstuðningur framlengdur út veturinn Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ríkisstjórnina munu leggja til að húsnæðisstuðningur ríkisins við Grindvíkinga verði framlengdur út veturinn. Hann átti að renna sitt skeið í lok febrúar. 20. desember 2023 14:43 Lífeyrissjóðum ekki heimilt að fella niður vexti Grindvíkinga Niðurstaða álitsgerðar lögmannsstofunnar LEX, sem unnin var fyrir Gildi lífeyrissjóð vegna sjóðfélagalána í Grindavík, er afdráttarlaus sú að lífeyrissjóðum sé ekki heimilt að afskrifa vexti og verðbætur með almennum hætti hjá lántökum. 13. desember 2023 11:08 Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Sjá meira
Fram kemur á heimasíðu félagsins að um þrjátíu manns hafi setið góðan fund. Þá hafi komið fram í tali fundarmanna að sverfa skuli til stáls í umræðum og aðgerðum um kjaramálin. Tvær ályktanir voru samþykktar: 1. Aðalfundur Sjómanna- og vélastjórafélags Grindavíkur krefst þess að lífeyrissjóðurinn Gildi segi sig úr landssambandi lífeyrissjóða. 2. Aðalfundur Sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur lýsir yfir mikill óánægju með að lífeyrissjóðurinn Gildi hafi ekki veitt Grindvíkingum bjargbrú í þessum hamförum. Lífeyrissjóðurinn Gildi fékk lögmannsstofuna LEX vinna fyrir sig álitsgerð vegna sjóðfélagalána í Grindavík. Niðurstaðan var afdráttarlaus sú að lífeyrissjóðum væri ekki heimilt að afskrifa vexti og verðbætur með almennum hætti hjá lántökum. Lánamál Grindvíkinga hafa mikið verið í umræðunni frá því að þeim var gert að rýma bæinn þann 11. nóvember síðastliðinn. Stóru viðskiptabankarnir þrír tilkynntu ellefu dögum seinna að þeir hefðu, í samstarfi við Samtök fjármálafyrirtækja, gert samkomulag um að fella niður vexti og verðbætur af íbúðalánum Grindvíkinga í þrjá mánuði.
Grindavík Lífeyrissjóðir Kjaramál Stéttarfélög Tengdar fréttir Húsnæðisstuðningur framlengdur út veturinn Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ríkisstjórnina munu leggja til að húsnæðisstuðningur ríkisins við Grindvíkinga verði framlengdur út veturinn. Hann átti að renna sitt skeið í lok febrúar. 20. desember 2023 14:43 Lífeyrissjóðum ekki heimilt að fella niður vexti Grindvíkinga Niðurstaða álitsgerðar lögmannsstofunnar LEX, sem unnin var fyrir Gildi lífeyrissjóð vegna sjóðfélagalána í Grindavík, er afdráttarlaus sú að lífeyrissjóðum sé ekki heimilt að afskrifa vexti og verðbætur með almennum hætti hjá lántökum. 13. desember 2023 11:08 Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Sjá meira
Húsnæðisstuðningur framlengdur út veturinn Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ríkisstjórnina munu leggja til að húsnæðisstuðningur ríkisins við Grindvíkinga verði framlengdur út veturinn. Hann átti að renna sitt skeið í lok febrúar. 20. desember 2023 14:43
Lífeyrissjóðum ekki heimilt að fella niður vexti Grindvíkinga Niðurstaða álitsgerðar lögmannsstofunnar LEX, sem unnin var fyrir Gildi lífeyrissjóð vegna sjóðfélagalána í Grindavík, er afdráttarlaus sú að lífeyrissjóðum sé ekki heimilt að afskrifa vexti og verðbætur með almennum hætti hjá lántökum. 13. desember 2023 11:08