Öflugri saman inn í framtíðina Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar 29. desember 2023 12:01 Nýtt ár er handan við hornið og ný dagrenning fram undan í íþróttahreyfingunni. Grunnurinn að henni var lagður fyrr á þessu ári, sem er í mínum huga tímamótaár fyrir íþróttastarf í landinu. Árið 2023 hefur verið með þeim afkastameiri sem núverandi stjórnarfólk UMFÍ hefur tekið þátt í. Við, ásamt framsækinni grasrót og mörgum fleirum, tókum stór skref og sköpuðum vettvang fyrir þau verkefni sem líta dagsins ljós á næstu misserum. Ef við göngum í takt, nýtum tækifærin og höldum rétt á spilunum mun þessi vinna opna dyr fyrir íþróttahreyfinguna inn í nýja framtíð. Árið 2023 markaði tímamót. Þá flutti þjónustumiðstöð UMFÍ í Íþróttamiðstöðina í Laugardal. Þetta er árið sem UMFÍ og Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) fóru í fyrsta sinn undir sama þak. Nálægðin hefur leitt til þess að samstarfið hefur aldrei verið meira og betra. Fyrstu merkin um góða samleið að sameiginlegu markmiði komu fram á þingi ÍSÍ í vor og var það innsiglað í haust á sambandsþingi UMFÍ. Þá voru samþykktar samhljóða tillögur sem fela í sér stofnun svæðastöðva íþróttahéraða um allt land og breytingar á lottógreiðslum. Tillögurnar voru afsprengi samstarfsverkefna fjölmargra aðila innan íþróttahreyfingarinnar. Svæðastöðvarnar byggja á nýjum samstarfsgrundvelli íþróttahéraða með aðkomu stjórnvalda. Ef allt þróast með þeim hætti sem lagt er upp með verður íþróttahreyfingin alltumlykjandi og allt íþróttastarf tengdara stefnu stjórnvalda og samfélaginu en áður. Enginn er eyland. Lykilorðið að árangri er samvinna. Þær upplýsingar sem við byggjum starf okkar á sýna glöggt kosti samvinnu og þátttöku í skipulögðu starfi íþróttafélaga. Íslenska forvarnarmódelið hefði aldrei orðið til nema með samvinnu og samstöðu. Við verðum að vera óhrædd við að snúa oftar bökum saman, vera hugmyndarík, sýna djörfung og þor. Þá þurfum við að vera óhrædd við að leita nýrra leiða til að ná í sameiningu til þeirra sem ýmist hafa veikt bakland, eiga annan menningarlegan bakgrunn eða standa af einhverjum ástæðum utan íþróttastarfsins. Við verðum að vinna saman að því að allir verði með á sínum forsendum. Á sambandsþingi UMFÍ í haust sagði forseti Íslands ungmennafélagshreyfinguna geta gegnt lykilhlutverki í lýðheilsumálum, verið málsvari hollrar hreyfingar og talað fyrir gildi útivistar, æfinga og keppni. Það þyrfti að gera með jákvæðum hvata og heilbrigðu sjálfstrausti án metings og monts. Þessa hvatningu verndara UMFÍ skulum við tileinka okkur. Þegar við kryddum það svo með gleðinni munu fleiri finna fyrir hinum eftirsóknarverða ungmennafélagsanda. Áramót eru ákveðin tímamót. Þá er gott tækifæri til að staldra við og skoða uppskeru ársins. Frá mínum bæjardyrum séð standa fjölmargar gleðistundir upp úr sem ég hef notið með fjölskyldu, vinum og félögum í ungmennafélagshreyfingunni. Ég er sannfærður um að þau fjölmörgu handtök sjálfboðaliða og starfsmanna í hreyfingunni hafa bætt samfélagið. Fyrir það er ég þakklátur. Það er gefandi að vera hluti af svo öflugri heild sem hefur það að markmiði að vinna saman að því að láta gott af sér leiða og bæta samfélagið um leið. Ég óska landsmönnum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs með von um að heimsbyggðin geti sem fyrst notið friðar þar sem allir búa í sátt og samlyndi. Höfundur er formaður Ungmennafélags Íslands - UMFÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilsa Íþróttir barna Félagasamtök Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Skoðun Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Sjá meira
Nýtt ár er handan við hornið og ný dagrenning fram undan í íþróttahreyfingunni. Grunnurinn að henni var lagður fyrr á þessu ári, sem er í mínum huga tímamótaár fyrir íþróttastarf í landinu. Árið 2023 hefur verið með þeim afkastameiri sem núverandi stjórnarfólk UMFÍ hefur tekið þátt í. Við, ásamt framsækinni grasrót og mörgum fleirum, tókum stór skref og sköpuðum vettvang fyrir þau verkefni sem líta dagsins ljós á næstu misserum. Ef við göngum í takt, nýtum tækifærin og höldum rétt á spilunum mun þessi vinna opna dyr fyrir íþróttahreyfinguna inn í nýja framtíð. Árið 2023 markaði tímamót. Þá flutti þjónustumiðstöð UMFÍ í Íþróttamiðstöðina í Laugardal. Þetta er árið sem UMFÍ og Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) fóru í fyrsta sinn undir sama þak. Nálægðin hefur leitt til þess að samstarfið hefur aldrei verið meira og betra. Fyrstu merkin um góða samleið að sameiginlegu markmiði komu fram á þingi ÍSÍ í vor og var það innsiglað í haust á sambandsþingi UMFÍ. Þá voru samþykktar samhljóða tillögur sem fela í sér stofnun svæðastöðva íþróttahéraða um allt land og breytingar á lottógreiðslum. Tillögurnar voru afsprengi samstarfsverkefna fjölmargra aðila innan íþróttahreyfingarinnar. Svæðastöðvarnar byggja á nýjum samstarfsgrundvelli íþróttahéraða með aðkomu stjórnvalda. Ef allt þróast með þeim hætti sem lagt er upp með verður íþróttahreyfingin alltumlykjandi og allt íþróttastarf tengdara stefnu stjórnvalda og samfélaginu en áður. Enginn er eyland. Lykilorðið að árangri er samvinna. Þær upplýsingar sem við byggjum starf okkar á sýna glöggt kosti samvinnu og þátttöku í skipulögðu starfi íþróttafélaga. Íslenska forvarnarmódelið hefði aldrei orðið til nema með samvinnu og samstöðu. Við verðum að vera óhrædd við að snúa oftar bökum saman, vera hugmyndarík, sýna djörfung og þor. Þá þurfum við að vera óhrædd við að leita nýrra leiða til að ná í sameiningu til þeirra sem ýmist hafa veikt bakland, eiga annan menningarlegan bakgrunn eða standa af einhverjum ástæðum utan íþróttastarfsins. Við verðum að vinna saman að því að allir verði með á sínum forsendum. Á sambandsþingi UMFÍ í haust sagði forseti Íslands ungmennafélagshreyfinguna geta gegnt lykilhlutverki í lýðheilsumálum, verið málsvari hollrar hreyfingar og talað fyrir gildi útivistar, æfinga og keppni. Það þyrfti að gera með jákvæðum hvata og heilbrigðu sjálfstrausti án metings og monts. Þessa hvatningu verndara UMFÍ skulum við tileinka okkur. Þegar við kryddum það svo með gleðinni munu fleiri finna fyrir hinum eftirsóknarverða ungmennafélagsanda. Áramót eru ákveðin tímamót. Þá er gott tækifæri til að staldra við og skoða uppskeru ársins. Frá mínum bæjardyrum séð standa fjölmargar gleðistundir upp úr sem ég hef notið með fjölskyldu, vinum og félögum í ungmennafélagshreyfingunni. Ég er sannfærður um að þau fjölmörgu handtök sjálfboðaliða og starfsmanna í hreyfingunni hafa bætt samfélagið. Fyrir það er ég þakklátur. Það er gefandi að vera hluti af svo öflugri heild sem hefur það að markmiði að vinna saman að því að láta gott af sér leiða og bæta samfélagið um leið. Ég óska landsmönnum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs með von um að heimsbyggðin geti sem fyrst notið friðar þar sem allir búa í sátt og samlyndi. Höfundur er formaður Ungmennafélags Íslands - UMFÍ.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir Skoðun