Myndi hugsa sig tvisvar um ef símtal bærist frá Íslandi Smári Jökull Jónsson skrifar 30. desember 2023 10:31 Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson stýrðu íslenska landsliðinu í sameiningu á EM 2016. Visir/Getty Lars Lagerbäck fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta telur ólíklegt að hann taki að sér annað þjálfarastarf í boltanum. Lars er nú 75 ára og síðasta þjálfarastarf hans var hjá karlalandsliði Noregs þar sem hann starfaði á árunum 2017-2020. Síðan þá hefur Lars tekið að sér ýmis ráðgjafastörf bæði hjá félags- og landsliðum og meðal annars hjá íslenska landsliðinu í þjálfaratíð Arnars Þórs Viðarssonar. Þá hafi honum borist tækifæri til að snúa aftur í þjálfun en Svíinn góðkunni telur ólíklegt að hann taki að sér annað starf í þjálfun. „Nei, ég held ég ætti að vera nógu skynsamur til að halda áfram að segja nei. Ég hef fengið nokkur tilboð til en ég verð að átta mig á aldri mínum. Ég efast um að ég þiggi annað starf. Ég vinn aðeins við að hjálpa nokkrum félögum en það er aðallega sem ráðgjafi, ég stíg inn og tala við þjálfarana. Ég held ekki að ég vinni aftur í fullu starfi sem þjálfari,“ sagði Lars í samtali við Aron Guðmundsson íþróttafréttamann. Árangur Lars með íslenska karlalandsliðið er vel þekktur. Undir hans stjórn komst íslenska landsliðið í fyrsta sinn á stórmót, Evrópumótið 2016, og komst þar alla leið í 8-liða úrslit. Það er alveg ljóst að tíminn með íslenska landsliðinu á sérstakan stað í hjarta Lars. Hann sló á létta strengi þegar því var gaukað að honum að maður ætti aldrei að segja aldrei er hann virtist útiloka endurkomu í þjálfarastarf. „Kannski ef Íslendingar bæðu mig myndi ég kannski hugsa mig tvisvar um því þetta var einn besti tíminn á þjálfaraferli mínum.“ Innslagið úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá hér fyrir neðan Landslið karla í fótbolta Mest lesið Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Enski boltinn Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Arnar ekki áfram með Fylki Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sjá meira
Lars er nú 75 ára og síðasta þjálfarastarf hans var hjá karlalandsliði Noregs þar sem hann starfaði á árunum 2017-2020. Síðan þá hefur Lars tekið að sér ýmis ráðgjafastörf bæði hjá félags- og landsliðum og meðal annars hjá íslenska landsliðinu í þjálfaratíð Arnars Þórs Viðarssonar. Þá hafi honum borist tækifæri til að snúa aftur í þjálfun en Svíinn góðkunni telur ólíklegt að hann taki að sér annað starf í þjálfun. „Nei, ég held ég ætti að vera nógu skynsamur til að halda áfram að segja nei. Ég hef fengið nokkur tilboð til en ég verð að átta mig á aldri mínum. Ég efast um að ég þiggi annað starf. Ég vinn aðeins við að hjálpa nokkrum félögum en það er aðallega sem ráðgjafi, ég stíg inn og tala við þjálfarana. Ég held ekki að ég vinni aftur í fullu starfi sem þjálfari,“ sagði Lars í samtali við Aron Guðmundsson íþróttafréttamann. Árangur Lars með íslenska karlalandsliðið er vel þekktur. Undir hans stjórn komst íslenska landsliðið í fyrsta sinn á stórmót, Evrópumótið 2016, og komst þar alla leið í 8-liða úrslit. Það er alveg ljóst að tíminn með íslenska landsliðinu á sérstakan stað í hjarta Lars. Hann sló á létta strengi þegar því var gaukað að honum að maður ætti aldrei að segja aldrei er hann virtist útiloka endurkomu í þjálfarastarf. „Kannski ef Íslendingar bæðu mig myndi ég kannski hugsa mig tvisvar um því þetta var einn besti tíminn á þjálfaraferli mínum.“ Innslagið úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá hér fyrir neðan
Landslið karla í fótbolta Mest lesið Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Enski boltinn Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Arnar ekki áfram með Fylki Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sjá meira