Saman gerum við betur! Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar 30. desember 2023 11:00 Árið 2023 hefur á margan hátt verið ákveðið tímamótaár og fjölmörg verkefni og áskoranir sem við sem störfum að sveitarstjórnarmálum höfum staðið frammi fyrir og tekist á við. Jarðhræringar og eldgos á Reykjanesi, rétt utan við Grindavík, hefur haft gríðarleg áhrif á íbúa bæjarins og sveitarfélagið. Fólk stendur frammi fyrir þeirri óvissu að vita ekki hvort húsin þeirra séu ónýt eða skemmd, og hvort það geti yfirhöfuð flutt aftur heim til sín. Það hefur verið aðdáunarvert að fylgjast með viðbrögðum samfélagsins í Grindavík og samheldni í þessu stóra verkefni. Það hefur á sama tíma verið gott að sjá samstöðu hjá sveitarfélögum landsins sem hafa mörg lagt Grindvíkingum lið, sérstaklega þegar kemur að skóla- og velferðarmálum. Þá hefur Samband íslenskra sveitarfélaga stutt við sveitarstjórn Grindavíkur, tekið saman upplýsingar og reynt eftir fremsta megni að styðja við sveitarfélagið í þeim risastóru verkefnum sem það stendur frammi fyrir. Þessi staða minnir okkur á hversu mikilvæg grunnþjónusta sveitarfélaganna er og þegar ríður á er samstarfsnet sveitarfélaganna um landið sterkt. Mikilvægur áfangi Eitt af stóru verkefnunum sem ég er sérstaklega ánægð með að hafi klárast á árinu er samkomulag milli ríkis og sveitarfélaga um breytingu á þjónustu við fatlað fólk. Samkomulagið felur í sér að útsvarsprósenta sveitarfélaga hækkar um 0,23% með samsvarandi lækkun tekjuskattsprósentu ríkisins. Hækkunin nemur um sex milljörðum króna miðað við árið 2024. Í kjölfar samkomulags frá í desember 2022 fluttust 5,7 milljarðar króna frá ríki til sveitarfélaganna miðað við árið 2024 og er heildarhækkun því tæplega 12 milljarðar króna. Sambandið lítur svo á að samkomulagið sé áfangi á þeirri leið að ná sátt um fjármögnun og framtíðarskipulag þjónustu við fatlað fólk. Það liggja fyrir greiningar um málaflokkinn sem sýna okkur að til að tryggja fötluðu fólki þá þjónustu sem þau vilja er mikilvægt að ríki og sveitarfélög vinni saman að því að þróa þjónustuna áfram og tryggja fjármögnun, í samráði við hagsmunasamtök fatlaðs fólks. Það er verkefnið framundan. Saman getum við gert betur Frá því að ég tók við sem formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga haustið 2022 hef ég beitt mér sérstaklega fyrir breyttu landslagi í samskiptum ríkis og sveitarfélaga. Verkefnum sveitarfélaga hefur fjölgað umtalsvert á undanförnum áratugum og það er vel, almennt er betra og hagkvæmara að nærþjónusta sé skipulögð nálægt notendum. En án nægilegs fjármagns náum við ekki okkar markmiðum og samvinna ríkis og sveitarfélaga mætti vera enn meiri að mínu mati. Traust milli ríkis og sveitarfélaga skiptir öllu máli þegar rætt er um yfirfærslu verkefna og fjármál sveitarfélaga. Með sameiginlega framtíðarsýn og raunhæfar aðgerðaráætlanir geta ríki og sveitarfélög gert svo miklu betur. Gott traust milli aðila skapar forsendur til þess að taka enn frekari skref í yfirfærslu verkefna, þar get ég til dæmis nefnt framhaldsskólann og málefni aldraðra. Það er mín skoðun að þessir málaflokkar eigi heima hjá sveitarfélögunum, en við þekkjum okkar samfélög best og metnaðurinn til að gera vel er mikill. Það hef ég séð í ferðum mínum um landið sem formaður sambandsins. Stór verkefni framundan Verkefnin sem bíða okkar á nýju ári eru mörg og krefjandi, og þar eru kjarasamningar ofarlega á blaði. Í þessari lotu hljótum við að halda áfram að leggja áherslu á að bæta kjör hinna lægst launuðu og stefna í átt að sanngjarnara samfélagi. Ekkert okkar hefur farið varhluta af háum vöxtum og verðbólgu og það hlýtur að vera markmið okkar allra að ná báðum þáttum niður á nýju ári. Sveitarfélögin eiga mikið undir að vel takist til í samningunum enda má segja að þau séu beggja vegna borðsins – annars vegar í hlutverki vinnuveitenda starsfólks sem gegnir lykilstörfum í samfélaginu okkar og hins vegar í stöðugri baráttu fyrir velferð og bættum hag íbúa sveitarfélagsins. Töluverð umræða hefur verið um samkomulag milli aðila vinnumarkaðarins og verkalýðsfélaga þar sem stefnt er að hóflegum launa- og gjaldskrárhækkunum með það að markmiði að kveða niður verðbólguna. Við höfum tekið undir að mikilvægt sé að horft verði til samstillts átaks allra aðila til að ná böndum á verðbólguna og ég að það stendur ekki á sveitarfélögunum að koma að slíku átaki. Það er allra hagur að vel takist til. Það er alltaf gott að staldra við á tímamótum, gera upp hið liðna og leggja línurnar fyrir komandi verkefni. Ég hlakka mikið til ársins 2024, takast á við skemmtilegar árskoranir, sækja fastar fram og ná árangri fyrir sveitarfélög landsins. Ég óska landsmönnum öllum farsældar á nýju ári. Með áramótakveðjum, Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiða Björg Hilmisdóttir Sveitarstjórnarmál Mest lesið Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Sjá meira
Árið 2023 hefur á margan hátt verið ákveðið tímamótaár og fjölmörg verkefni og áskoranir sem við sem störfum að sveitarstjórnarmálum höfum staðið frammi fyrir og tekist á við. Jarðhræringar og eldgos á Reykjanesi, rétt utan við Grindavík, hefur haft gríðarleg áhrif á íbúa bæjarins og sveitarfélagið. Fólk stendur frammi fyrir þeirri óvissu að vita ekki hvort húsin þeirra séu ónýt eða skemmd, og hvort það geti yfirhöfuð flutt aftur heim til sín. Það hefur verið aðdáunarvert að fylgjast með viðbrögðum samfélagsins í Grindavík og samheldni í þessu stóra verkefni. Það hefur á sama tíma verið gott að sjá samstöðu hjá sveitarfélögum landsins sem hafa mörg lagt Grindvíkingum lið, sérstaklega þegar kemur að skóla- og velferðarmálum. Þá hefur Samband íslenskra sveitarfélaga stutt við sveitarstjórn Grindavíkur, tekið saman upplýsingar og reynt eftir fremsta megni að styðja við sveitarfélagið í þeim risastóru verkefnum sem það stendur frammi fyrir. Þessi staða minnir okkur á hversu mikilvæg grunnþjónusta sveitarfélaganna er og þegar ríður á er samstarfsnet sveitarfélaganna um landið sterkt. Mikilvægur áfangi Eitt af stóru verkefnunum sem ég er sérstaklega ánægð með að hafi klárast á árinu er samkomulag milli ríkis og sveitarfélaga um breytingu á þjónustu við fatlað fólk. Samkomulagið felur í sér að útsvarsprósenta sveitarfélaga hækkar um 0,23% með samsvarandi lækkun tekjuskattsprósentu ríkisins. Hækkunin nemur um sex milljörðum króna miðað við árið 2024. Í kjölfar samkomulags frá í desember 2022 fluttust 5,7 milljarðar króna frá ríki til sveitarfélaganna miðað við árið 2024 og er heildarhækkun því tæplega 12 milljarðar króna. Sambandið lítur svo á að samkomulagið sé áfangi á þeirri leið að ná sátt um fjármögnun og framtíðarskipulag þjónustu við fatlað fólk. Það liggja fyrir greiningar um málaflokkinn sem sýna okkur að til að tryggja fötluðu fólki þá þjónustu sem þau vilja er mikilvægt að ríki og sveitarfélög vinni saman að því að þróa þjónustuna áfram og tryggja fjármögnun, í samráði við hagsmunasamtök fatlaðs fólks. Það er verkefnið framundan. Saman getum við gert betur Frá því að ég tók við sem formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga haustið 2022 hef ég beitt mér sérstaklega fyrir breyttu landslagi í samskiptum ríkis og sveitarfélaga. Verkefnum sveitarfélaga hefur fjölgað umtalsvert á undanförnum áratugum og það er vel, almennt er betra og hagkvæmara að nærþjónusta sé skipulögð nálægt notendum. En án nægilegs fjármagns náum við ekki okkar markmiðum og samvinna ríkis og sveitarfélaga mætti vera enn meiri að mínu mati. Traust milli ríkis og sveitarfélaga skiptir öllu máli þegar rætt er um yfirfærslu verkefna og fjármál sveitarfélaga. Með sameiginlega framtíðarsýn og raunhæfar aðgerðaráætlanir geta ríki og sveitarfélög gert svo miklu betur. Gott traust milli aðila skapar forsendur til þess að taka enn frekari skref í yfirfærslu verkefna, þar get ég til dæmis nefnt framhaldsskólann og málefni aldraðra. Það er mín skoðun að þessir málaflokkar eigi heima hjá sveitarfélögunum, en við þekkjum okkar samfélög best og metnaðurinn til að gera vel er mikill. Það hef ég séð í ferðum mínum um landið sem formaður sambandsins. Stór verkefni framundan Verkefnin sem bíða okkar á nýju ári eru mörg og krefjandi, og þar eru kjarasamningar ofarlega á blaði. Í þessari lotu hljótum við að halda áfram að leggja áherslu á að bæta kjör hinna lægst launuðu og stefna í átt að sanngjarnara samfélagi. Ekkert okkar hefur farið varhluta af háum vöxtum og verðbólgu og það hlýtur að vera markmið okkar allra að ná báðum þáttum niður á nýju ári. Sveitarfélögin eiga mikið undir að vel takist til í samningunum enda má segja að þau séu beggja vegna borðsins – annars vegar í hlutverki vinnuveitenda starsfólks sem gegnir lykilstörfum í samfélaginu okkar og hins vegar í stöðugri baráttu fyrir velferð og bættum hag íbúa sveitarfélagsins. Töluverð umræða hefur verið um samkomulag milli aðila vinnumarkaðarins og verkalýðsfélaga þar sem stefnt er að hóflegum launa- og gjaldskrárhækkunum með það að markmiði að kveða niður verðbólguna. Við höfum tekið undir að mikilvægt sé að horft verði til samstillts átaks allra aðila til að ná böndum á verðbólguna og ég að það stendur ekki á sveitarfélögunum að koma að slíku átaki. Það er allra hagur að vel takist til. Það er alltaf gott að staldra við á tímamótum, gera upp hið liðna og leggja línurnar fyrir komandi verkefni. Ég hlakka mikið til ársins 2024, takast á við skemmtilegar árskoranir, sækja fastar fram og ná árangri fyrir sveitarfélög landsins. Ég óska landsmönnum öllum farsældar á nýju ári. Með áramótakveðjum, Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun