Áramótum fagnað víða um land: Brenna á Eyrarbakka en engin í Kópavogi Helena Rós Sturludóttir og Eiður Þór Árnason skrifa 31. desember 2023 14:25 Áramótabrennur draga marga að. vísir/vilhelm Áramótabrennur verða með hefðbundnum hætti ár en þó ekki í Kópavogi og Hafnarfirði, þar sem engar brennur verða. Íbúar segja margir hverjir þetta svekkjandi. Í kvöld verða áramótabrennur tendraðar á tíu stöðum í Reykjavík. Tvær í Garðabæ, ein á Seltjarnarnesi og ein í Mosfellsbæ. Í Kópavogi og Hafnarfirði verða hins vegar engar brennur. Einnig verður áramótabrenna á Akureyri, á Selfossi, Eyrarbakka og Stokkseyri, í Neskaupstað, á fjórum stöðum í Múlaþingi og í Skagafirði svo nokkrir staðir séu nefndir. Fréttamaður fór á stúfana í Hafnarfirði og Kópavogi og athugaði hvernig þessi breyting leggist í bæjarbúa. , Nú eru engar áramótabrennur í Kópavogi, hefur það áhrif á ykkur? „Nei, ekki þannig. Það hefði kannski verið gaman að fara með krakkanna en ég vissi satt best að segja vissi ekki einu sinni af því,“ segir Jón Gunnar Kristjánsson, íbúi í Kópavogi. Ósáttur með breytinguna Gísli Rúnar Guðmundsson tekur í annan streng og sér á eftir brennunni í Kópavogi sem hann segir skemmtilega hefð sem hann vilji halda í. „Ég er bara mjög sjokkeraður yfir því, það er mikil hefð að fara á brennur og ætli við förum ekki inn á Ægissíðu.” Arnór Guðmundsson kippir sér hins vegar lítið upp við þetta. Ferðu gjarnan ekki á brennur? „Jú bara stundum þegar ég er í stuði sko en ekkert alltaf.“ Aðallega gert fyrir börnin Guðrún Elsa Tryggvadóttir, íbúi í Kópavogi segir þessa breytingu ekki hafa áhrif á fjölskylduna en þar spili inn í aldur sonar síns. “Við erum með svo lítið barn að hann hefur ekki áhuga á þessu núna. Kannski myndi það gera það ef hann væri aðeins eldri.” Emil Alfreð Emilsson lét sig brennurnar í Hafnarfirði lítið varða en Ugla Margrét kaus að tjá sig sem minnst um málið. Saga Úlfarsdóttir, íbúi í Hafnarfirði segir fjölskylduna vera á leiðinni upp í sveit og brennuleysi í Hafnarfirði breyti því litlu fyrir þau þetta árið. Henning Henningsson, íbúi í Hafnarfirði segir þetta hafa lítil áhrif á sig þar sem hann hafi lítið farið á brennur undanfarin ár. „Svo þetta er bara allt í góðu fyrir okkur.“ Ása Karen Hólm tekur undir og segir þetta hafi ekki verið hluti af áramótahefð fjölskyldunnar undanfarin ár. „Meira þegar við vorum með minni börn en ég skil þau sem eru ekki með börn, að þau sjái á eftir þessu.“ Áramót Kópavogur Hafnarfjörður Árborg Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Innlent Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Innlent „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Innlent „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Erlent Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi Innlent Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun og brauðtertur Sjúkratryggingar sektaðar um 40 milljónir: „Hér er verið að mismuna fyrirtækjum“ Fjörutíu milljóna sekt Sjúkratrygginga og hrekkjavökupartí aldarinnar Litlaus regnbogi yfir borginni í dag „Auðvitað er ég að vísa í þá flokka sem stjórna hjá borginni“ Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Matarsmakk á fjölmenningarhátíð í Aratungu „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi „Tvær undirskriftir sem vantaði“ Umdeild eldræða formanns Framsóknar Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Framboðslisti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík norður Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Þau verða fulltrúar Íslands á COP29 í Aserbaídsjan Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Þverárfjallsvegur lokaður vegna eldsvoða í bíl Sjá meira
Einnig verður áramótabrenna á Akureyri, á Selfossi, Eyrarbakka og Stokkseyri, í Neskaupstað, á fjórum stöðum í Múlaþingi og í Skagafirði svo nokkrir staðir séu nefndir. Fréttamaður fór á stúfana í Hafnarfirði og Kópavogi og athugaði hvernig þessi breyting leggist í bæjarbúa. , Nú eru engar áramótabrennur í Kópavogi, hefur það áhrif á ykkur? „Nei, ekki þannig. Það hefði kannski verið gaman að fara með krakkanna en ég vissi satt best að segja vissi ekki einu sinni af því,“ segir Jón Gunnar Kristjánsson, íbúi í Kópavogi. Ósáttur með breytinguna Gísli Rúnar Guðmundsson tekur í annan streng og sér á eftir brennunni í Kópavogi sem hann segir skemmtilega hefð sem hann vilji halda í. „Ég er bara mjög sjokkeraður yfir því, það er mikil hefð að fara á brennur og ætli við förum ekki inn á Ægissíðu.” Arnór Guðmundsson kippir sér hins vegar lítið upp við þetta. Ferðu gjarnan ekki á brennur? „Jú bara stundum þegar ég er í stuði sko en ekkert alltaf.“ Aðallega gert fyrir börnin Guðrún Elsa Tryggvadóttir, íbúi í Kópavogi segir þessa breytingu ekki hafa áhrif á fjölskylduna en þar spili inn í aldur sonar síns. “Við erum með svo lítið barn að hann hefur ekki áhuga á þessu núna. Kannski myndi það gera það ef hann væri aðeins eldri.” Emil Alfreð Emilsson lét sig brennurnar í Hafnarfirði lítið varða en Ugla Margrét kaus að tjá sig sem minnst um málið. Saga Úlfarsdóttir, íbúi í Hafnarfirði segir fjölskylduna vera á leiðinni upp í sveit og brennuleysi í Hafnarfirði breyti því litlu fyrir þau þetta árið. Henning Henningsson, íbúi í Hafnarfirði segir þetta hafa lítil áhrif á sig þar sem hann hafi lítið farið á brennur undanfarin ár. „Svo þetta er bara allt í góðu fyrir okkur.“ Ása Karen Hólm tekur undir og segir þetta hafi ekki verið hluti af áramótahefð fjölskyldunnar undanfarin ár. „Meira þegar við vorum með minni börn en ég skil þau sem eru ekki með börn, að þau sjái á eftir þessu.“
Áramót Kópavogur Hafnarfjörður Árborg Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Innlent Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Innlent „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Innlent „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Erlent Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi Innlent Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun og brauðtertur Sjúkratryggingar sektaðar um 40 milljónir: „Hér er verið að mismuna fyrirtækjum“ Fjörutíu milljóna sekt Sjúkratrygginga og hrekkjavökupartí aldarinnar Litlaus regnbogi yfir borginni í dag „Auðvitað er ég að vísa í þá flokka sem stjórna hjá borginni“ Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Matarsmakk á fjölmenningarhátíð í Aratungu „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi „Tvær undirskriftir sem vantaði“ Umdeild eldræða formanns Framsóknar Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Framboðslisti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík norður Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Þau verða fulltrúar Íslands á COP29 í Aserbaídsjan Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Þverárfjallsvegur lokaður vegna eldsvoða í bíl Sjá meira